Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Svo einkennilegasem það hljóm- ar er það orðið þingmönnum Sam- fylkingarinnar sér- stakt kappsmál að halda uppi álögum ríkisins á bensíni. Í gær fóru fram um- ræður um þessi mál á Alþingi og þar töluðu þrír þingmenn Sam- fylkingarinnar ákaft fyrir því að álögur á bensín mættu alls ekki lækka.    Að mati þing-mannanna var sérstök röksemd í málinu að útlit væri fyrir að elds- neytisverð mundi haldast hátt um langa framtíð og þess vegna væri óráðlegt að lækka álög- urnar.    Einhver mundi sjálfsagt álítaað ef útlit væri fyrir að þetta háa heimsmarkaðsverð héldist lengi enn væri enn frekar ástæða til að lækka álögurnar en ef einungis væri um stund- arhækkun að ræða.    En ekki þingmenn Samfylk-ingarinnar sem eru heill- aðir af þessari glæstu framtíð- arsýn.    Og þó að álögur á lítra séuhærri en gert er ráð fyrir í fjárlögum skiptir það ekki máli, því í umræðunum upplýsti fjár- málaráðherra að hún vissi ekki við hvað væri miðað í fjárlög- unum. Hvers vegna skyldi hún líka vita það þó að málið hefði verið linnulaust til umræðu frá því hún tók við? Oddný G. Harðardóttir Barist fyrir háu bensínverði STAKSTEINAR Sigmundur Ernir Rúnarsson Mörður Árnason Veður víða um heim 27.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjóél Bolungarvík 0 snjóél Akureyri 1 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk -13 heiðskírt Þórshöfn 8 þoka Ósló 7 alskýjað Kaupmannahöfn 2 súld Stokkhólmur 1 heiðskírt Helsinki -6 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skýjað London 11 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 7 alskýjað Hamborg 6 þoka Berlín 2 skúrir Vín 5 léttskýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 15 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 7 skýjað Winnipeg -20 léttskýjað Montreal -8 skýjað New York 9 léttskýjað Chicago 0 skýjað Orlando 23 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:41 18:41 ÍSAFJÖRÐUR 8:51 18:40 SIGLUFJÖRÐUR 8:35 18:23 DJÚPIVOGUR 8:12 18:09 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F í t o n / S Í A Þann 1. febrúar hækkuðu laun samkvæmt kjarasamningum VR. Almenn launahækkun er 3,5% en þeir sem fá greitt samkvæmt taxta hækka um 11.000 kr. Þessi hækkun tekur til launa frá og með febrúar og kemur því til útborgunar 1. mars. Munið launahækkunina! Jón Bjarni Þorvarðarson, bóndi á Bergi við vest- anverðan Grundarfjörð, handsamaði á föstudag hrakinn örn sem ekki náði að hefja sig til flugs. Við nánari skoðun sást að hann var grútarblautur, rétt eins og fálkinn sem náðist við Grundarfjörð tveim dögum fyrr og dvelur nú í Húsdýragarð- inum í Reykjavík. Við álestur merkisins á fótum arnarins kom í ljós að hér var á ferðinni enginn annar en fjöl- miðlastjarnan Sigurörn, sem Sigurborg Sandra Pétursdóttir (þá 12 ára) handsamaði á frækinn hátt við Grundarfjörð árið 2006. Þá var örninn bæði grútarblautur og stélbrotinn en náði skjótt bata og var sleppt á ný. Sigurörn er nú tæplega 12 ára gamall en hann var merktur sem ungi í hreiðri við sunnanverðan Faxaflóa. Fram kemur á vef Náttúrustofu Vesturlands að saga hans sé all- skrautleg og í raun einstök. Hann var handsam- aður grútarblautur árið 2003 við Selvog, aftur grútarblautur og jafnframt stélbrotinn árið 2006 við Grundarfjörð og nú náðist hann í þriðja sinn grútarblautur á svipuðum slóðum. Ekki er vitað til að hann hafi nokkru sinni parast við kvenfugl. Sigurörn er nú kominn í Húsdýragarðinn. Þar mun hann dvelja næstu daga og fá sápuþvott og æti. Enga áverka var að sjá á Sigurerni og telja sérfræðingar að hann verði fljótur að ná kröftum á ný eftir meðhöndlun. sisi@mbl.is Sigurörn grútarblautur í þriðja sinn Morgunblaðið/Eggert Þvottur Sigurörn fær rétta meðhöndlun 2006. Eignir Lífeyrissjóðs versl- unarmanna námu í lok síðasta árs 345,5 milljörðum króna sam- anborið við 309,9 milljarða í lok árs 2010. Nafnávöxtun lífeyrissjóðsins á árinu 2011 var 8,2% og hrein raun- ávöxtun 2,8%. Þetta kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum en ársfundur hans fer fram á Grand Hótel í dag. Tryggingafræðileg staða lífeyris- sjóða er gerð upp árlega til að gæta þess að ákveðið jafnvægi sé á milli eigna og réttinda sjóðfélaga. Tryggingafræðileg staða sjóðsins í árslok 2011 var neikvæð um 2,3%. Fram kemur í tilkynningunni að 47.915 sjóðsfélagar hafi greitt ið- gjöld til Lífeyrissjóðs versl- unarmanna á árinu 2011 og að ið- gjöldin hafi numið samtals 17.330 milljónum króna. Ennfremur hafi 10.322 lífeyrisþegar notið lífeyris- greiðslna úr sameignardeild á síð- asta ári að fjárhæð samtals 6.691 milljón króna samanborið við 6.370 milljónir árið 2010. Hækkunin nemi 5%. Séreign í árslok nam 6.570 millj- ónum króna og lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild 667 milljónum króna, samanborið við 461 milljón króna árið 2010. Raunávöxt- un LV var 2,8% í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.