Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Í mörg horn að líta Margt merkilegt ber fyrir augu þegar rölt er um Laugaveg og sjónarhornin eru mörg og ólík.
Árni Sæberg
Hér eru meiri-
hlutastjórnir allsráð-
andi, og það stýrir
orðræðunni. „Æ góði
þegiðu,“ er sagt við
minnihlutann. Hans
framlag er upphróp-
anir því hann hefur
lítil áhrif og ber litla
ábyrgð. Í Skandinavíu
eru minnihlutastjórn-
ir algengar. Til að
koma málum fram verða þær að
koma vel fram við aðra flokka,
sem á móti axla ábyrgð. Orðræðan
er málefnalegri og kurteislegri.
Hér stunda popúlistar lýðskrum
og hvetja til rangra ákvarðana.
Nokkur málefni eru áberandi.
Verðtrygging
Verðbólguárin 1975-1985 urðu
tilfærslur á eignum frá sparifjár-
eigendum til skuldara sem nutu
forgangs að lánsfé. Stjórnvöld
ákváðu vexti sem ekki héldu í við
verðbólgu. Börn og aldraðir geta
ekki varist en skuldarar eru fólk
sem meira fer fyrir. Þeir ná eyrum
þingmanna. Án verðtryggingar
verða á ný til verðbólguhagsmunir.
Krafist verður neikvæðra raun-
vaxta. Fólk flýr þá með sparifé
sitt, kaupir íbúðir til útleigu, lista-
verk eða annað lausafé. Á verð-
bólguárunum dróst sparifé saman
um helming og vaxtamunur banka
tvöfaldaðist. Atvinnulífið bjó við
fjárskort. Verðbólgan er vanda-
málið, ekki verðtryggingin. Ef
þingmenn risu undir þeirri ábyrgð
sem þeir sóttust eftir og voru
kjörnir til að bera væri verðbólga
ekki vandamál.
Skuldir heimilanna
Pólitíkusar hafa slegið sér upp á
hugmynd um niðurfellingu lána,
án þess að segja hvert á að sækja
fé til þess. Dómur um geng-
istryggð lán er nýtt tilefni. Allir
vita að eina leiðin væri að hækka
skatta. Helgi Hjörvar hikar ekki
við að lofa slíku í nafni „réttlætis“.
Á ríkið að taka fé frá þeim sem
fóru varlega og skulda þ.a.l. lítið
og færa til fólks sem þó getur
greitt skuldir sínar? Að flytja
byrðina af hruninu til þeirra sem
fóru varlega væri óréttlátt. Meiri-
hluti þjóðarinnar kynni ekki að
meta það.
Sjávarútvegur
Árið 1991 varð kvótinn framselj-
anlegur. Hagræðing hófst, gömul
og óhagkvæm skip voru tekin úr
umferð eitt af öðru. Kvótinn
þjappaðist á færri, stærri og öfl-
ugri skip. Burðug fyrirtæki urðu
til. Krónan styrktist og þjóðin
naut vaxandi kaupmáttar, sem var
arður hennar af auðlindinni. Ef
rekstri útflutningsgreina er íþyngt
lækkar gengið. Við það hækkar
innflutningsverð og neysluvísitala
og þar með skuldir. Hvernig geta
þingmenn sem tala um skulda-
vanda heimila stutt röskun á
kvótakerfinu? Fái útflutnings-
greinar að dafna styrkist krónan,
almenningi í hag. Gjald fyrir afnot
kvótans staðfestir að hann er sam-
eign þjóðarinnar.
Gjaldmiðill
Til að taka upp evru yrðum við
fyrst að ganga í ESB. Það tæki fá-
ein ár. Svo tæki 5-7 ár að taka
hana upp. Við búum því við krón-
una í 7-10 ár enn. Að fara vel með
hana þessi ár yrði góður undirbún-
ingur. Össur Skarphéðinsson segir
í Mbl-grein 9. febrúar
sl.: „Með agaðri hag-
stjórn og hugvitsam-
legri nýtingu ein-
stakra auðlinda eigum
við að geta búið Ís-
lendingum framtíð-
arinnar bestu lífskjör
sem þekkjast – en til
þess þurfum við ann-
an og traustari gjald-
miðil en íslensku
krónuna.“ Þetta er
ágætt alveg að band-
strikinu. Niðurlagið ætti að vera
svona „– en til þess þurfum við
aðra og traustari þingmenn en við
höfum nú“. Krónan er bara verk-
færi, ef farið er vel með verkfæri
endast þau vel.
Lífeyrissjóðir
Uppgrip eru nú hjá lýðskrum-
urum vegna lífeyrissjóða. Kjarni
skýrslunnar er að þeir fóru út af
sporinu í lánum til fyrirtækja.
Reglur ýttu undir kaup á „skráð-
um verðbréfum“. Svonefnd
„skuldabréfaútboð“ voru skráð en
þau voru lán án trygginga. Sjóð-
félagar hafa alltaf þurft að setja
örugg veð fyrir lánum. Þetta verð-
ur að laga, sjóðirnir eru til fyrir
sjóðfélagana. Margir hafa fundið
sjóðunum allt til foráttu og talið
þá eina geta komist hjá tapi í fjár-
málaáfalli, sem er fráleitt. Virðum
það góða starf sem unnið er í líf-
eyrissjóðunum. Úrvalsfólk með
mikla reynslu úr félagsmálum og
atvinnulífi á ekki skilið að vera
skotspænir lýðskrumara.
Dómsmál
Forsætisráðherra hefur nánast
ærst af fögnuði þegar menn úr
fjármálageiranum eru hnepptir í
gæsluvarðhald, sagði fv. rík-
issaksóknari. Fjölmiðlar styðja við
bakið á dómurum og gefa til kynna
að þeir muni hafa verra af ef þeir
dæmi ekki „rétt“. Reynt er að mis-
nota dómstól, Landsdóm, í stjórn-
málabaráttu. Þrískipting ríkisvalds
og sjálfstæði dómstóla eru und-
irstöðuatriði. Yfirgangi við dóm-
stóla verður að linna.
Út úr sundurþykkjunni
Þegar áfallið í Útey dundi yfir
norsku þjóðina naut hún áfalla-
hjálpar leiðtoga sinna. Við búum
við sundurþykkju og lýðskrum
kjörinna fulltrúa, sem kyndir und-
ir reiði. Væri ráð að þekja Alþing-
ishúsið innan með speglum svo
þingmenn geti séð sjálfa sig eins
og aðrir sjá þá? Forseti Íslands er
fv. prófessor í stjórnmálafræði,
þingmaður og ráðherra. Forseta-
kosningar eru ógæfulegar í ár.
Hvaða sómafólk vill gerast bitbein
þjóðar í reiðikasti? Hentugra er að
forsetinn verði endurkjörinn og
sinni vandamálinu. Hann hefur að
vísu dottið af baki, tekið þátt í
harðvítugri pólitík og stuðningi við
loftkennda útrás. Reynslunni rík-
ari hefur hann þó staðið í ístöð-
unum að undanförnu, t.d. í Icesave
málinu og talað máli okkar erlend-
is. Getur hann leitt þjóðina út úr
eyðimörk lýðskrums og popúl-
isma?
Eftir Ragnar
Önundarson
» Væri ráð að þekja
Alþingishúsið innan
með speglum svo þing-
menn geti séð sjálfa sig
eins og aðrir sjá þá?
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og fv. bankamaður.
Látum ekki lýð-
skrum og popúl-
isma leiða til
rangra ákvarðana
Stjórnarskrá sem rís
undir nafni er í eðli
sínu samfélagssátt-
máli. Þess vegna á að
ríkja um hana sátt og
samstaða og hún á ekki
að taka breytingum
nema brýna nauðsyn
beri til. Í stjórnarskrá
ber að mæla fyrir um
meginstoðir í skipun
samfélagsins, svo sem
skilgreiningu ríkisvalds og mann-
réttindi, þar á meðal trúfrelsi. Ef
þjóð kýs að búa við þjóðkirkju, sem
heldur úti kirkjulegri þjónustu á
landinu öllu og tryggir að allir lands-
menn geti átt kost á henni, er um
slíkan grundvallarþátt í mannlegu
félagi að ræða að hann hlýtur að
réttu lagi að vera einn þráður í
stjórnarskrá.
Í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri
stjórnarskrá er íslenska þjóðkirkjan
hreinlega fjarlægð úr þeim sam-
félagssáttmála, sem stjórnarskrá
verður að vera. Um þjóðkirkju hefur
þó verið mælt í stjórnarskrá allt frá
árinu 1874. Í 19. gr. tillögu stjórnlag-
aráðs segir einungis að í lögum megi
kveða á um „kirkjuskipan ríkisins“.
Síðan er sagt að samþykki Alþingi
breytingu á „kirkjuskipan ríkisins“
skuli leggja það mál undir atkvæði
allra kosningabærra manna í land-
inu til samþykktar eða synjunar.
Síðarnefnda ákvæðið er efnislega
samhljóða 2. mgr. 79. gr. núgildandi
stjórnarskrár, sem vísar í 62. gr. um
þjóðkirkjuna. Þetta nýja ákvæði lýt-
ur hins vegar að framtíðarskipan
mála eftir að ný stjórnarskrá – án
ákvæðis um þjóðkirkju – hefur leyst
lýðveldisstjórnarskrána af hólmi. Þá
er rangt að tala um „kirkjuskipan
ríkisins“ þegar fyrir liggur að eftir
gildistöku laga nr. 78/1997 um stöðu,
stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar
og þróun mála á kirkjulegum vett-
vangi undangengna áratugi að þjóð-
kirkjan íslenska er ekki lengur rík-
iskirkja heldur sjálfstæð stofnun,
sem ber réttindi og
skyldur að lögum.
Í núgildandi stjórn-
arskrá, sem að sjálf-
sögðu verður að halda í
heiðri þar til ný stjórn-
arskrá hefur komið í
hennar stað, er tvennt
sem nýtur sérstakrar
verndar samkvæmt 79.
gr. Annars vegar þurfa
breytingar á stjórn-
arskránni almennt að
ganga í gegnum það
nálarauga að þær kalla
á þingrof og samþykki tveggja lög-
gjafarþinga, fyrir og eftir almennar
alþingiskosningar. Hins vegar er
þjóðkirkjuskipanin í 62. gr. varin á
þann hátt að Alþingi þarf að taka
skýra ákvörðun um afnám hennar
með sérstökum lögum og þjóðin því
næst að greiða atkvæði um þá
ákvörðun sérstaklega.
Það nægir að mínum dómi ekki að
leggja fram tillögu að nýrri stjórn-
arskrá þar sem engu er slegið föstu
um þjóðkirkju á Íslandi, eins og
stjórnlagaráð leggur til. Í þjóð-
aratkvæðagreiðslu um slíka tillögu
að stjórnarskrá væri að sjálfsögðu
ekki verið að kjósa um þjóðkirkjuna
sérstaklega. Það er hins vegar
stjórnarskrárvarinn réttur þjóð-
arinnar sjálfrar að ákveða hvort
þjóðkirkja skuli afnumin úr stjórn-
arskrá eða ekki.
Í athugasemdum stjórnlagaráðs
með 19. gr. frumvarpsins kemur
fram að ráðið telji sig ekki vera að
leggja til afnám þjóðkirkju með því
að nefna hana ekki sérstaklega held-
ur aðeins að fela hinum almenna lög-
gjafa ákvörðunarvald um það hvort
hér verði þjóðkirkja eða ekki. Rök-
stuðningur fyrir þessari afstöðu er
þokukenndur og ófullnægjandi. Vís-
að er til mismunandi sjónarmiða sér-
fræðinga, sem þó eru engin frekari
skil gerð. Hins vegar viðurkennir
stjórnlagaráð að „samkvæmt núgild-
andi stjórnarskrá má ekki afnema
þjóðkirkjufyrirkomulagið nema með
þjóðaratkvæðagreiðslu“.
Alþingi Íslendinga fer ekki aðeins
með almennt löggjafarvald heldur
einnig vald til að setja landinu
stjórnarskrá – er stjórnarskrárgjafi
sem svo er kallað. Þetta vald verður
ekki framselt til annarra, hvorki til
þjóðarinnar sjálfrar né stjórnsýslu-
nefndar á borð við stjórnlagaráð. Ef
vilji er til þess á Alþingi að ryðja
þjóðkirkjunni úr stjórnarskrá verð-
ur þingið að fara þá leið, sem stjórn-
arskráin sjálf býður. Til þess dugar
ekki að fara bakdyramegin.
Stjórnlagaráð hefur margt vel
gert en í meðhöndlun sinni á þjóð-
kirkjunni hafa ráðinu verið mis-
lagðar hendur. Þær tillögur eru ó-
ásættanlegar og um þær skapast
enginn friður og samstaða. Eins og
málum er nú komið væri langfarsæl-
ast að taka ákvæði um þjóðkirkjuna
að nýju inn í tillögur eða frumvarp
til nýrrar stjórnarskrár. Í því
ákvæði er engin þörf á að áskilja
þjóðkirkjunni einhverja óskilgreinda
vernd umfram önnur trúfélög enda
er slík framsetning arfur frá þeirri
tíð er þjóðkirkjan var ríkiskirkja. Sú
leið yrði síðan áfram opin fyrir Al-
þingi að taka sérstaka ákvörðun með
lögum um afnám þjóðkirkju úr
stjórnarskrá. Þá kæmi þjóðin sjálf
til skjalanna eins og hún á skýlausan
rétt til og tæki um það fullnaðar-
ákvörðun – að vandlega athuguðu
máli eftir ítarlegar umræður í sam-
félaginu – hvort hér á landi eigi
áfram að vera sú samfylgd þjóðar og
kirkju, sem verið hefur einn af
grundvallarþáttum í menningu og
siðferði þjóðarinnar um aldabil.
Eftir Pétur
Hafstein » Það nægir ekki að
leggja fram tillögu
að nýrri stjórnarskrá
þar sem engu er slegið
föstu um þjóðkirkju á
Íslandi, eins og stjórn-
lagaráð leggur til.
Pétur Hafstein
Höfundur er forseti kirkjuþings og
fyrrverandi hæstaréttardómari.
Þjóðkirkja og stjórnarskrá