Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Jónas Þ. Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, tók fyrir helgi á móti peningum sem söfnuðust á landsmóti Æskulýðs- sambands þjóðkirkjunnar á Selfossi í lok október á síðasta ári og sem æskulýðsfélög hafa safnað í eigin fjáröflun. Búið er að senda peningana, tæp- ar 240.000 krónur, til samtakanna Hearts of Gold í Japan sem ætla að nota þá til að styðja börn í Fukus- hima sem misstu foreldra sína í náttúruhamförunum í Japan í mars í fyrra. Það voru Rakel Brynjólfsdóttir, landsmótsstjóri, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sem afhentu Jónasi fjárframlagið. Toshiki Toma og Rakel Brynjólfsdóttir af- hentu Jónasi Þórissyni fjárframlagið. Söfnuðu fyrir Japan Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur fengið vottun European Lott- eries (EL, Evrópusamtaka ríkis- happdrættisfyrirtækja), til staðfest- ingar á því að fyrirtækið hafi innleitt staðal EL um ábyrga spila- hegðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HHÍ. Staðallinn tekur til fjölmargra þátta í rekstri HHÍ, svo sem mark- aðsmála og vöruþróunar; mats á samfélagsáhættu leikja; fræðslu til spilara, starfsfólks og sölumanna; stuðnings við íslenskar rannsóknir á sviði spilafíknar; stuðnings við meðferðarúrræði og virkra sam- skipta við meðferðaraðila og aðra lykilhagsmunaaðila. Ábyrg spilahegðun Alþingismennirnir Mörður Árnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ræða kosti og galla ESB-aðildar fyrir umhverfi og náttúru Íslands á hádegisfundi Evrópuvaktar Sam- fylkingarinnar og Græna netsins á Sólon í Reykjavík í dag. Fundurinn hefst kl. 12, stendur í klukkustund og er öllum opinn. Fundurinn er á vegum Evrópu- vaktar Samfylkingarinnar, sem stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu. Ræða um náttúru Íslands og ESB Fyrirtækið Iceland Excursions hef- ur keypt tíu nýjar rútur. Hafa fimm þeirra verið teknar í notkun og hin- ar fimm bætast í bílaflota fyrirtæk- isins í vor. Tvær af rútunum taka 59 far- þega og þrjár taka 19 farþega. Stóru rúturnar tvær eru af gerð- inni Volvo, yfirbyggðar hjá Sun- sundegui á Spáni. Minni rúturnar þrjár eru af gerðinni Mercedes Benz Sprinter. Samkvæmt upplýsingum frá Ice- land Excursions eru nýju bílarnir búnir sérlega þægilegum sætum og öryggisbúnaði sem og nútímaþæg- indum eins og sjónvarpi, DVD- spilara og þráðlausu neti. Netið í rútunum STUTT Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is „Mig minnir að lögmaður sakborn- ingsins hafi fullyrt að þetta væri fordæmisgefandi á þann hátt að þeir sem aðstoðuðu við gerð fram- tala bæru ábyrgð. Ég var ekki sam- mála því á sínum tíma og mér fannst dómurinn ekki vera að segja það. Meginatriðið í þessum dómi finnst mér vera að ákæruvaldið gat ekki sannað það að skattframtölin hafi verið röng,“ segir Guðmundur Kjartansson, áhættu og gæðastjóri hjá endurskoðunar- og ráðgjafar- fyrirtækinu Deloitte um nýlegan dóm Hæstaréttar er varðar skatta. Gögnin frá umbjóðendum Þegar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu var kveðinn upp í fyrrahaust voru tveir forsvars- menn félaga sýknaðir af þeim hluta ákærunnar. Þeir báru því meðal annars við að hafa leitað sér að- stoðar við framtalsgerð hjá fagaðila, Deloitte. Þá gagnrýndi Deloitte að ekki hefði verið leitað viðbragða hjá end- urskoðunarfyrirtækinu eftir að sak- borningurinn færði ábyrgðina af skattskilunum, af sjálfum sér og yf- ir á endurskoðunarfyrirtækið. Delo- itte hafi eingöngu aðstoðað við framtalsgerð á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem komu frá fólkinu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að skattframtöl, sem samin voru af sérfræðingum hafi verið efn- islega röng og var sýkna fólksins um það atriði staðfest. Segir ábyrgðina skattaðilans Forsvarsmennirnir voru meðal annars ákærðir fyrir að hafa frestað skattlagningu ríflega 70 milljón króna söluhagnaðar með því að fyrna eign sem ekki taldist fyrn- anleg í skilningi tekjuskattslaga. Að mati Guðmundar hefði þessi hluti málsins ekki átt að fara fyrir dóm, heldur hefði borið að leysa það hjá ríkisskattstjóra enda hefðu allar upplýsingar legið fyrir í skattfram- tölunum. „Ég tek skýrt fram að þarna var um álitamál að ræða, þar sem maðurinn ákvað sjálfur, að fara með þessum hætti í sínum fram- tölum. Það er skattaðilinn sem ber ábyrgðina,“ segir Guðmundur. Vinna fagaðilans sé byggð á þeim gögnum og upplýsingum sem hann fái frá umbjóðanda sínum. Hæstiréttur staðfesti sök for- svarsmannsins varðandi skil á vörslusköttum. Var hann dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Einnig til að greiða 18 milljóna króna sekt eða sitja ella í fangelsi í 150 daga. Sýkna hins forsvars- mannsins var staðfest. Ekki efnislega röng  Hæstiréttur segir ekki sannað að framtöl hafi verið röng  Í héraði hafði verið vísað til fagaðila um ábyrgð á skilum Morgunblaðið/RAX Á vefsvæði Vísindavefsins má finna ýmsan fróðleik um hlaupár en þar rifjar Guðrún Kvaran meðal annars upp íslenska minnisvísu sem finna má í rímtali Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1597 en flestir kannast við í yngri útgáfu: Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver. Einn til hinir kjósa sér. Febrúar tvenna fjórtán ber frekar einn þá hlaupár er. Þá svarar hún því einnig hvers vegna hlaupár ber það nafn og seg- ir: „Heitið hlaupár er talið dregið af því að margir merkisdagar í árinu eftir hlaupársdag hlaupa yfir einn vikudag.“ Lesa má meira um hlaupár á vef Almanaks Háskóla Íslands www.almanak.hi.is og á vef Vísindavefs Háskóla Ís- lands www.vis- indavefur.is. „Febrúar tvenna fjórtán ber frekar einn þá hlaupár er“  208 einstaklingar búsettir á Íslandi halda upp á „alvöru“ afmælisdag á morgun Hlaupár Íbúar Íslands voru 317.630 talsins 1. janúar 2010 og þeir sem eiga afmæli 29. febrúar alls 208. Þetta jafn- gildir því að 1 af hverjum 1.527 íbúum landsins eigi afmæli á hlaupársdegi. Kristján Guðjónsson, lögfræð- ingur og sviðsstjóri viðskiptasviðs Sjúkratrygginga Íslands, er einn þeirra sem eru fæddir á hlaup- ársdeginum 29. febrúar og verður hann sextugur á morgun. „Já, þetta verður fimmtándi af- mælisdagurinn minn en ég hef annars nýtt 1. mars sem afmæl- isdag,“ segir Kristján. En hvernig er að eiga bara afmæli fjórða hvert ár? „Ég náttúrlega þekki ekki annað en mér finnst ágætt að vera ekki eins og aðrir og fell því vel í þennan hóp,“ svarar Kristján. Hann segir þetta heldur ekki hafa truflað sig þegar hann var ungur, sérkennilegheitin hafi gert það að verkum að allir mundu eftir afmælinu og það hafi alltaf verið tilhlökkunarefni þegar kom að „al- vöru“ afmælisdegi. „Á seinni árum hef ég síðan haft það fyrir reglu að halda al- mennilega upp á þetta þegar ég á tugaafmæli og „alvöru“ afmæli, það er 20, 40 og 60 ára,“ segir Kristján. Því verði útvöldum aðilum boðið til veislu í ár og þemað verði í takt við aldurinn, segir hann: Bítlar og blómabörn. Gaman að vera öðruvísi FÆDDIST 29. FEBRÚAR 1952 Kristján Guðjónsson BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Árið í ár er alveg sérstakt fyrir 208 Íslendinga en á morgun fá þeir að halda upp á „alvöru“ afmæli, hlaup- ársdaginn 29. febrúar. Samkvæmt þjóðskrá frá 1. janúar 2010 búa 208 einstaklingar á Íslandi sem fæddir eru þennan sérstaka dag, sem rennur upp á fjögurra ára fresti til að samræma lengd almanaksársins og árstíðaársins. Í pistli um reglur um hlaupár á vefsvæði Almanaks Háskóla Ís- lands segir Þorsteinn Sæmunds- son, stjörnufræðingur og annar umsjónarmanna almanaksins, með- al annars: „Árstíðaárið ræðst af gangi jarðar um sólu og er sem stendur 365 dagar 5 stundir 48 mínútur og 45 sekúndur að með- altali. Lengd almanaksársins er eins og allir vita ýmist 365 eða 366 dagar, en meðallengdin er venju- lega talin 365 dagar 5 stundir 49 mínútur og 12 sekúndur. Sam- kvæmt þessu er almanaksárið að meðaltali 27 sekúndum lengra en árstíðaárið. Þessi munur verður að einum degi á um það bil 3200 ár- um.“ Deilt með 4 og 400 Mismunandi reglur gilda um hlaupár eftir því hvaða tímatali er farið eftir en samkvæmt hinu greg- oríanska tímatali, sem tekið var upp á Íslandi í nóvember árið 1700, geta þeir sem vilja skipuleggja sig langt fram í tímann borið kennsl á hlaupár með því að deila tölunni 4 í viðkomandi ártal. Sérstök regla gildir þó um aldamótaár en þau eru aðeins hlaupár ef talan 400 gengur upp í ártalið, til dæmis var árið 2000 hlaupár en árið 2100 verður það ekki. Landsvirkjun bárust um 250 um- sóknir um störf háskólanema fyrir sumarið en ekki hefur verið ákveð- ið endanlega hve margir verða ráðnir. Sumarið 2011 voru um 50 háskólanemar við ýmis störf hjá fyrirtækinu, m.a. tengd námi og við verkstjórn í sumarvinnu unglinga. Misskilnings gætti í umfjöllun í Morgunblaðinu í gær um sum- arstörf ungmenna og gefið í skyn að Landsvirkjun hefði auglýst eftir 160 lausum sumarstörfum fyrir bæði unglinga og háskólanema. Hið rétta er að 160 laus störf eru fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára, fædd árin 1992-1996. Háskólanem- ar eru ekki inni í þeirri tölu og er beðist velvirðingar á misherminu. Eins og fram kom í blaðinu í gær bárust Landsvirkjun um 450 um- sóknir um störf unglinga, þannig að samanlagt eru þetta um 700 um- sóknir sem bárust, en umsókn- arfrestur rann út 20. febrúar sl. Morgunblaðið/Ómar 250 umsókn- ir um störf háskólanema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.