Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 18
Í
slenskur landbúnaður skapar tólf þús-
und störf með beinum hætti. Ef
dýpra er skoðað má ætla að hlut-
ur íslensks landbúnaðar í atvinnulíf-
inu sé nær því að vera um fimmtán
þúsund störf og 130 milljarða velta á ári. Ís-
lenskur landbúnaður skilaði þjóðarbúinu tólf
milljörðum króna að minnsta kosti á síðasta
ári í gjaldeyri. Þetta kom meðal annars fram í
setningarræðu Haralds Benediktssonar, for-
manns Bændasamtaka Íslands, á Bún-
aðarþingi sem hófst á sunnudaginn.
Landbúnaðurinn er mikilvægur hluti af at-
vinnulífi landsins, í sveit og borg. Samt er
stundum talað um hann sem einhverskonar
klafa um háls þjóðarinnar, afætu á ríkinu
sem megi án umhugsunar fórna fyrir skjóta
inngöngu í „dýrðarríkið“ ESB.
Haraldur beindi því til sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra að hann yrði að gæta hagsmuna Íslands í
samningaumræðunum, fyrir framtíð þjóðarinnar. „Ef
það er svo að íslenskir samningamenn þora ekki að
ganga fram með sterka kröfugerð eigum við sitja heima
og viðurkenna að klúbburinn hentar okkur ekki,“ sagði
Haraldur og hafði lög að mæla. Ef samninganefndin
gengur ekki fram af hörku með hagsmuni allrar þjóð-
arinnar að leiðarljósi hefur hún ekkert erindi í þessa
samningagerð núna. Hún ætti þá frekar að sitja heima,
undirbúa sig betur og safna kjarki, því kjarklaus fer
maður ekki af stað í bardaga til að verja hag
heillar þjóðar.
Evrópusambandsaðildin var landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðherra, Steingrími J. Sig-
fússyni, líka hugleikin í ávarpi hans til
þingsins. Steingrímur sagði að standa þyrfti
fast á hagsmunum og framtíðarmöguleikum
landbúnaðarins í yfirstandandi viðræðum við
Evrópusambandið og tók fram að annað
stæði ekki til. „Ég hef ekki hugsað mér að
láta ístaðið dingla laust varðandi hagsmuni
íslensks landbúnaðar í þessu máli meðan
mér er falin þar á nokkur ábyrgð og hvers
vegna ætti ég að gera það? Maður sem er
jafn sannfærður nú ef ekki sannfærðari en
áður um að það þjónar ekki best okkar
hagsmunum að ganga í Evrópusambandið,“
sagði Steingrímur varðandi umsókn Íslands
um aðild að Evrópusambandinu. Það er vonandi að
hann standi við þau orð.
Steingrímur hefur sagt að ef ekki náist góðir samn-
ingar um sjávarútveginn eigi að hætta samningaviðræð-
unum. Að til að komast að því hvort góðir samningar
náist sé mikilvægt að komast í alvöruviðræður sem
fyrst og láta reyna á hvað sé til staðar og ef ekkert er
um að semja eigi að slíta viðræðunum. Ég vona að
Steingrímur sé jafn harður til viðræðna um landbún-
aðinn og gefi þar ekkert eftir, fyrir framtíð þjóðarinnar.
ingveldur@mbl.is
Fyrir framtíð þjóðarinnar
Pistill
Ingveldur
Geirsdóttir
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margir talaaf aðdá-un og
jafnvel róman-
tískri velvild um
mótmælin sem
urðu á Austur-
velli og á nokkr-
um öðrum sérvöldum stöðum
í kjölfar falls íslenska banka-
kerfisins. Oft er því haldið á
lofti með hrifningu að bús-
áhöldin hafi barið réttkjörna
ríkisstjórn frá völdum. Sjálft
Ríkisútvarpið barði sínar
bumbur fyrir þessari sætu
blómabyltingu, með lítt dul-
inni aðdáun og hvatningu.
Ríkisútvarpið sendi út
gagnrýnislaust ræður og
hróp fólks, sem fór með sak-
argiftir og óhróður um nafn-
greinda einstaklinga. Fjöl-
skyldur heyrðu í þessum
útsendingum þegar heim-
ilisföng embættismanna voru
gefin upp til þess að hægt
væri að sækja að þeim þar.
Þessi stofnun, sem enn er
rekin með þvingaðri inn-
heimtu rekstrarfjár, með
sérstakri vísun til öryggis
landsmanna, flutti áfram
beiðni „skipuleggjenda“ um
að fólk kæmi með viðeigandi
dót að heiman til mótmæl-
anna. Voru pönnur nefndar
sérstaklega, sem eru helstu
þungavopn á venjulegu
heimili, að skotvopnum frá-
töldum, sem aftur á móti
finnast ekki á meirihluta
þeirra. Ekki þarf að orða
hvernig mökum og börnum
lögreglumanna hefur liðið
sem heyrðu slíkar hvatn-
ingar í sjálfu Ríkisútvarpinu.
Miðlar 365 voru á fleygi-
ferð við að fleyta áróðri eig-
anda síns um að hrun banka
sem sá sami og fyrirtæki
hans skulduðu þúsund millj-
arða væri opinberum yfir-
völdum að kenna, en ekki
þeim sem fóru ránshendi um
bankana, fölsuðu hluta-
fjárvirði þeirra og eiginfjár-
stöðu. Þessir fjölmiðlar of-
urskuldarans lofsungu
óeirðirnar beint og óbeint,
með þeirri undantekningu
þó, að eiga ekki orð af
hneykslan þegar ólætin
trufluðu um stund þeirra
eigin útsendingar.
Hörður Torfason hefur
fyrir nokkru sagt opinber-
lega að mótmælaaðgerðunum
hafi verið stjórnað með
skipulegri hætti en fólk hefði
áttað sig á. Hann hefur ekki
gert nánari grein fyrir þess-
um orðum sínum. Nú dregur
Hörður hins veg-
ar allt í einu í
land í tilefni af
því að opin-
berlega hefur
verið rætt um
ógeðfelldan þátt
tiltekinna þing-
manna og meinta tilburði
þeirra til að beina árásarlið-
inu að þeim svæðum við
þinghúsið þar sem varnirnar
voru veikastar hverju sinni.
Segist Hörður nú hafa einn
séð um alla skipulagningu
mótmælanna, en gefur ekki
enn neina haldbæra skýringu
á margvíslegri fjármögnun,
sem var ekki hægt að kom-
ast hjá. Vandamálið við þess-
ar umræður allar er auðvitað
það, að öllu er hrært saman í
einn graut.
Fólkið í landinu hafði allan
rétt á og ríkt tilefni til að
vera þungt í skapi, illa svikið
og reitt og láta það koma
fram í almennum mótmælum
gagnvart þeim sem með
völdin fóru, a.m.k. að formi
til, þegar þarna var komið.
Og vafalítið var stærsti hluti
þess hóps kominn í þessum
eðlilegu og lögmætu erind-
um.
En harðsnúinn og ofsa-
fenginn hópur, bersýnilega
vel skipulagður, og oftast
óþekkjanlegur, þar sem hann
faldi andlit sín í lambhús-
hettum og skíðagrímum,
gerði fjöldanum, sem að baki
stóð, illt til. Og stjórn-
málamenn í sókn eftir völd-
um, sem þá hafði lengi
hungrað í, voru ekki langt
undan. Og til þeirra sást svo
sannarlega. Þeir virtust
horfa með velþóknun á þegar
ráðist var með afli á fámennt
en hugað lögregluliðið, sem
setti líf sitt og heilsu til að
verja þinghúsið og fleiri
opinber mannvirki. Og engin
ástæða er til að efast um
þátt þessara þingmanna til
að leitast við að gera verk
lögreglunnar, sem var ofur-
mannlegt, nánast óviðráðan-
legt.
Þegar hópur lögreglu-
manna fékk um sinn örlitla
hvíld inni í hliðarbyggingum
þinghúsanna, eftir óbærileg
átök við barsmíðaberserki,
kröfðust tilteknir þingmenn
þess með þjósti að þeim væri
vísað á dyr. Það er svo sem
ekki skrítið þótt það sama
fólk vilji ekki að sú fram-
ganga þess sé rifjuð upp. En
það er ástæðulaust að láta
þeim þöggunina eftir.
Það kemur ekki á
óvart þótt sumir
þingmenn geti ekki
horft framan í
sannleikann}
Skugga fortíðar flýja
menn ekki auðveldlega
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
B
úið er að veiða vel yfir
50% af aflamarki í
þorski og ýsu á
fiskveiðiárinu og sömu
sögu er að segja um
fleiri bolfisktegundir. Um mánaða-
mótin verður árið hálfnað sam-
kvæmt tímatali sjómennskunnar og
fregnir berast af því að farið sé að
skerðast um kvóta hjá mörgum.
Árlegt togararall er framundan, en
rannsóknaskipin Árni Friðriksson
og Bjarni Sæmundsson taka þátt í
því ásamt þremur togurum.
Björn Ævarr Steinarsson,
sviðsstjóri á veiðiráðgjafarsviði
Hafrannsóknastofnunar, segir að
nú fari í hönd vinna hjá stofnuninni
við að vinna úr og safna gögnum,
sem lögð verða til grundvallar afla-
ráðgjöf á næsta fiskveiðiari. Tog-
ararallið hefst nú í byrjun mars, en
það byggist á reynslu frá árinu
1985 og er þessi mæliröð eitt mikil-
vægasta tæki Hafrannsóknastofn-
unar til að meta þróun á stofn-
stærð, útbreiðslu og líffræði
botnfiska við landið. Að þessu sinni
taka togararnir Bjartur, Jón Vídal-
ín og Ljósafell þátt í rallinu ásamt
skipum Hafró.
Við stofnmat eru einnig not-
aðar upplýsingar um aflasamsetn-
ingu og gögn úr afladagbókum höfð
til hliðsjónar. Þá hefur verið farið í
netarallið svonefnda í aprílmánuði í
sextán ár og tóku sex bátar þátt í
því í fyrra. Niðurstöður netaralls
hafa ekki verið notaðar beint til
samstillingar á stofnmati, en eru
hafðar til hliðsjónar. Í júní er síðan
að vænta skýrslu stofnunarinnar
um ástand nytjastofna og aflahorf-
ur á næsta fiskiveiðiári.
Þorskstofninn byggður upp,
en samdráttur í ýsu
Þorskkvótinn var aukinn um
10% á þessu fiskveiðiári, en við
ákvörðun aflamarks í þorski er
stuðst við svokallaða aflareglu.
Björn Ævarr segir að það
komi sér ekki á óvart að fregnir
berist af góðum aflabrögðum á ver-
tíðinni. „Á undanförnum árum hef-
ur verið dregið úr sókn í þorskinn
og stofninn farið vaxandi,“ segir
Björn. „Árangur hefur náðst við
uppbyggingu stofnsins og því hefur
reynst auðveldara að ná aflamark-
inu en áður.
Varðandi ýsuna gegnir öðru
máli. Árgangurinn frá 2003 var
mjög sterkur og leiddi til þess að
aflamark fór yfir 100 þúsund tonn.
Sá árgangur er að fara í gegn og
eftir þokkalegan árgang 2007 komu
þrír mjög lélegir árgangar í röð
2008, 2009 og 2010. Það er fyrirséð
að verulegur samdráttur verður í
ýsu á næstunni. Það er hins vegar
töluvert síðan að við sáum breyt-
ingu á útbreiðslu ýsunnar samfara
breyttum umhverfisskilyrðum Hún
fer í auknum mæli norður fyrir
land,“ segir Björn.
Hafrannsóknastofnun hefur
ekki talið ástæðu til endurskoðunar
á fyrri tillögum sínum um aflamark
í ýsu fyrir þetta fiskveiðiár.
Sjávarútvegsráðuneytið beindi því
til stofnunarinnar fyrr í vetur að
hún skoðaði grunn ráðgjafar sinnar
hvað varðaði ýsu. Ráðuneytið vísaði
til umfjöllunar um aukna gengd
ýsu á grunnslóð.
Í svari Hafrannsóknastofnunar
segir m.a.: „Úthlutað heildar-
aflamark er 45 þús. tonn eða um
22% hærra en tillaga stofnun-
arinnar. Frekari aukning á afla nú
mun því væntanlega leiða til að
stofninn minnki hraðar en ella og
auka líkur á að hrygningarstofn
ýsu fari niður fyrir sögulegt lág-
mark og skilgreind hættumörk.
Afli ýsu á sóknareiningu,
samkvæmt afladagbókum,
hefur farið minnkandi á
undanförnum árum.“
Kvótaárið hálfnað og
ný ráðgjöf undirbúin
Heildarstaða afla
Þorskur
Aflamark:
139.371
Afli t. aflam.:
77.906
Hlutfall:
55,9%
Ýsa
Aflamark:
38.611
Afli t. aflam.:
21.982
Hlutfall:
56,9%
Ufsi
Aflamark:
42.955
Afli t. aflam.:
18.524
Hlutfall:
43,1%
Keila
Aflamark:
6.431
Afli t. aflam.:
1.789
Hlutfall:
27,8%
Langa
Aflamark:
7.496
Afli t. aflam.:
2.856
Hlutfall:
38,1%
Karfi
Aflamark:
41.458
Afli t. aflam.:
22.820
Hlutfall:
55%
Steinbítur
Aflamark:
9.089
Afli t. aflam.:
3.048
Hlutfall:
33,5%
Grálúða
Aflamark:
12.497
Afli t. aflam.:
5.608
Hlutfall:
44,9%
Djúpkarfi
Aflamark:
12.834
Afli t. aflam.:
7.893
Hlutfall:
61,5%
Heimild: Fiskistofa
Á stjórnarfundi í Útvegsbænda-
félaginu Heimaey í Vestmanna-
eyjum á föstudag, sem skip-
stjórnarmenn innan vébanda
félagsins sátu einnig, var sam-
þykkt ályktun þar sem skorað
er á ráðherra að auka þegar út-
hlutun í þorski, ýsu og ufsa svo
ekki þurfi að binda skip vegna
kvótaskorts á miðju fisk-
veiðiári.
Frá því að Hafrann-
sóknastofnunin lagði til að
20% aflareglu yrði fylgt við
þorskveiðar hafi komið í ljós að
ástand stofnsins sé betra en
reiknað var með, segir m.a. um
þorskinn. Margt bendi til að
vöxtur þorskstofnsins sé allt að
þremur árum á undan því sem
áætlanir gerðu ráð fyrir.
Ýsustofninn virðist sterkari
en talið hefur verið og sjómenn
hafi nánast verið á
flótta undan henni.
Síðustu vikur hafi
allt of lítill kvóti í
ýsu og ufsa aukið
mjög á erfiðleika
við að stýra
botnfiskveiðum.
Meiri þorsk,
ýsu og ufsa
ÚTVEGSBÆNDUR ÁLYKTA