Morgunblaðið - 28.02.2012, Side 20

Morgunblaðið - 28.02.2012, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Ríkisstjórnin vill enn á ný rannsaka einkavæðingu rík- isbankanna tveggja, en vandlega hefur samt, verið fjallað um þá framkvæmd. Ríkisendurskoðun og Rannsóknarnefnd alþingis fóru vandlega yfir einkavæðing- arferlið. Af einhverjum und- arlegum ástæðum virðist rík- isstjórnin kenna einkavæðingunni um efnahagshrunið, en valið á kaupendum bankanna hafði engin áhrif á aðdraganda hrunsins. Í fyrsta bindi skýrslu Rannsókn- arnefndar alþingis, er fjallað um aðdraganda hrunsins í víðu sam- hengi. Að sögn skýrsluhöfunda hafði safnast upp í ýmsum löndum gíf- urlegt fjármagn sem leitaði ávöxt- unar. Á þeim tíma sem bankarnir voru einkavæddir ríkti mikið traust í fjármálaheiminum. Hið mikla traust orsakaðist m.a. af því að dregið hafði úr flökti helstu hagstærða og draga má þá ályktun að margir fræðimenn hafi talið að loksins hefði náðst var- anlegur stöðugleiki á fjármálamörk- uðum heimsins. Hagkerfi heimsins höfðu orðið fyrir færri og vægari sveiflum á löngu tímabili, þannig að markaður- inn var orðinn ansi rólegur. Íslensku bankarnir nutu einnig góðs af góðri lánshæfiseinkunn ís- lenska ríkisins. En þrátt fyrir bjartsýni fjár- málaheimsins er því miður ekkert góðæri endalaust og árið 2006 voru uppi ákveðnar efasemdir um ís- lensku bankana. Vinstri stjórnin reynir að kenna sjálf- stæðismönnum um að hafa ekki brugðist við neikvæðri umfjöllun greiningaraðila um ís- lensku bankana árið 2006, en skilaboð er- lendra greiningaraðila voru misvísandi á þessum tíma. Í sumarhefti Þjóð- mála árið 2006 fer Gunnar Haraldsson hagfræðingur ágæt- lega yfir það, sem útlendir aðilar sögðu um íslenska bankakerfið. Á meðan eitt matsfyrirtæki taldi hættu vera á hruni vera til staðar benti annað á að hættan væri mjög lítil. Gunnar segir frá því, að hinn 7. mars árið 2006 hafi Merril Lynch dregið upp dökka mynd af stöðu bankanna en rúmum tveimur mán- uðum síðar var sama fyrirtæki bjartsýnna á stöðuna og þá bjugg- ust þeir við ójafnri lendingu, en töldu brotlendingu mjög ólíklega. Í grein Gunnars er einnig sagt frá því að Société Generale hafi birt nákvæma skýrslu um stöðu ís- lensku bankanna, farið vítt yfir sviðið og kafað djúpt í einstaka þætti. Sú skýrsla taldi nánast engar líkur á því að Ísland myndi lenda í fjármálakreppu né heldur það að bankarnir myndu hrynja. Hægt er fyrir áhugasama að hafa samband við ritstjóra Þjóðmála og nálgast fyrrgreint hefti til að lesa alla greinina. Þetta var nú stemningin á því herrans ári 2006, en sumir misvitrir álitsgjafar fullyrða að allur heim- urinn hafi þá vitað að hverju stefndi. Traustið hrundi á fjármálamörk- uðum þegar Lehman Brother féll, þá gátu íslensku bankarnir ekki endurfjármagnað sig. Traust skiptir mestu máli í bankaheiminum og ef stjórnvöld á Íslandi hefðu sýnt um- heiminum það að þau vantreystu ís- lensku bönkunum hefðu þeir hrunið á einni nóttu. Hvaða stjórnmálamaður hefði viljað axla ábyrgð á því? Ef forystulið Samfylkingarinnar vill meina að ónógt eftirlit hafi ver- ið til staðar, þá mega þau ekki gleyma því að þau völdu við- skiptaráðherrann og hann er yf- irmaður FME. Viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar ekki bara treysti bönkunum, heldur lofaði hann þá í hástert þar til þeir hrundu. Það þótti engin ástæða til að van- treysta bönkunum, þeir sýndu fram á góða stöðu og þótt síðar hafi kom- ið í ljós að upplýsingar frá þeim voru villandi má ekki gleyma því að stjórnmálamenn sjá ekki allt fyrir. Engin ástæða er fyrir neinn að óttast rannsókn á einkavæðingu bankanna, en ólíklegt er að sú rannsókn skili nokkru, enda hefur hún verið rannsökuð í tvígang. En væri ekki sniðugra að rann- saka einkavæðingarferli núverandi ríkisstjórnar eða óttast hún að eitt- hvað óþægilegt komi í ljós? Til hvers að rannsaka einkavæðinguna? Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson »Ef forystulið Sam- fylkingarinnar vill meina að ónógt eftirlit hafi verið til staðar, þá mega þau ekki gleyma því að þau völdu við- skiptaráðherrann og hann er yfirmaður FME. Jón Ragnar Ríkarðsson Höfundur er sjómaður. Í Morgunblaðinu 22. febrúar er all- sérstök grein þar sem fjallað er um dagpen- inga er þeir fá greidda sem þurfa að ferðast á vegum vinnuveitenda. Greinarhöfundur virðist ekki hafa kynnt sér málið að neinu ráði og síst af öllu hvað liggur að baki þeim greiðslum sem kallast dagpeningar. Það er ekki í valdi launþegans að ákveða með ferðalag í þágu vinnuveitanda nema æðstu ráða- manna þjóðarinnar, þ.e. ráðherra og annarra í sambærilegum stöð- um. Hinn almenni launþegi verður að fara í ferðalag ef vinnuveitandi fer fram á það. Slíkt ferðalag á ekki að vera að neinu leyti á kostnað launþegans. Í upphafi var kostnaður greiddur beint af reikn- ingi launagreiðanda og var þar um að ræða gistingu og fæði. Var þá kostnaðurinn miðaður við kostnað á hóteli með fæði og þá miðað við hótel, t.d. þar sem sú ráðstefna var haldin sem viðkomandi var beðinn um að mæta á og voru allar ráðstafanir gerðar af hálfu vinnu- veitanda. Oft varð þessi kostnaður hærri en aðilar höfðu gert sér grein fyrir áður en farið var. Í framhaldi af því var komið á fót nefnd á vegum ríkisins sem ákveður hve há dag- peningagreiðsla verði fyrir hvern hálfan eða heilan dag sem viðkom- andi er á ferðalagi og er það óháð beinum kostnaði við ferðalagið frá A til B og til baka. Ákvörðun þessarar nefndar er ekki alltaf í takt við raunveruleikann á þeim kostnaði er laun- þegi þarf að leggja út fyrir. Mörg dæmi eru um það að dagpen- ingagreiðsla fyrir ferðir innanlands eru lægri en sá kostnaður er fellur á launþeg- ann. Undirritaður vann fyrir hið op- inbera í 15 ár og þurfti að ferðast allmikið og yfirleitt með stuttum fyrirvara, jafnvel að leggja af stað strax eftir að símtal barst um til- tekið atvik. Ekki nægðu dagpen- ingagreiðslur alltaf fyrir gistingu og fæði í slíkum ferðum. Því eru ummæli þessa heiðursmanns sem ekki er sáttur við þá sem hann kallar dagpeningafíkla ekki á rök- um reist. Varðandi skattalegu hlið dag- peninganna er það ákvörðun hins opinbera hverjar greiðslurnar eigi að vera og er þá miðað við það sem er talið raunkostnaður og verði ekki skattlagt. Allar greiðslur umfram það sem ferða- kostnaðarnefnd hefur ákveðið að sé raunkostnaður eru skattlagðar nema hægt sé að sýna fram á að um raunkostnað sé að ræða. Verðugt efni til hugleiðingar er hve marga starfsmenn þyrfti að ráða hjá skattstjórum til að fara yfir allar þær nótur er til falla vegna ferðalaga sem dagpeningar eru greiddir fyrir og hvort af- raksturinn yrði nægur til að greiða þeim viðbótarstarfs- mönnum laun og annan kostnað. Greinarhöfundur setur einnig út á greiðslur til flugliða og annarra slíkra vegna dagpeningagreiðslna. Er þar reitt hátt til höggs í þá veru að skerða samningsrétt laun- þega í landinu. Slíkar greiðslur eru tilkomnar vegna ákvæða í samningum á þeim tíma þegar ekki mátti veita launahækkanir umfram tiltekið viðmið launa- hækkana annarra stéttarfélaga. Var þetta gert í samráði við ráð- andi öfl í landinu. Í staðinn fyrir að veita X% launahækkun sem hefði riðlað öllu launakerfi lands- manna var samið um Y-greiðslu sem hét annað en launagreiðsla og var brot af launakröfum og varð lægri útgjöld fyrir fyrirtækið. Hinn hluti greinar umrædds manns er enn athyglisverðari. Þar er fjallað um að hneykslast sé á iðnaðarmönnum sem fá greitt fyrir einhverja klukkutíma í vinnu nótu- laust að kröfu verkkaupandans og hann getur þess að verkkaupand- inn þéni virðisaukaskattinn af þeim viðskiptum. Ekki getur þessi heiðursmaður þess að virðisaukaskatturinn er 24,5% til 25,5% í dag en iðn- aðarmaðurinn sleppur við að greiða 39-42% skatt af laununum auk launatengdra gjalda. Því er spurningin hver er að hagnast á þessum viðskiptum? Er ekki þarna kastað steini úr glerhúsi þegar tal- að er um skattsvikna dagpeninga? Hvað er dagpeningafíkill? Eftir Kristján Guð- mundsson »Er verið að kastasteini úr glerhúsi? Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.