Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Bróðir minn, Ingvar Magnús- son fæddist hinn 25. febrúar 1933 á efri hæðinni í Gunnlaugshúsi á Flateyri. Hann var því nær 79 ára er hann lést, 4. febrúar sl. Ingvar var tvíburi. Tvíburasystir hans Guðný Maria Magnúsdóttir Cray býr í Seattle í Bandaríkjunum. Þegar tvíburarnir fæddust, hafði móðir okkar þegar fætt 8 börn, svo systkinin litlu fæddust inn í stóra fjölskyldu. Hinn 10. maí, að- eins rúmum tveim mánuðum síð- ar, dó móðir okkar úr lungna- bólgu. Hér var því úr vöndu að ráða hjá föður okkar, en það varð að ráði að litlu tvíburarnir færu í fóstur, stúlkan til Margrétar Guð- leifsdóttur, vinkonu móður okkar, og Guðmundar Sigurðssonar, manns hennar, en piltbarnið fór til föðurbróður okkar, Jóns Ingv- ars Péturssonar og konu hans, Guðmundu Magnúsdóttur. (Guð- munda tók sér síðar nafnið Hild- ur). Þau hjónin bjuggu þá á neðri hæð Gunnlaugshússins, en flutt- ust skömmu síðar í nýbyggt hús sitt, sem stóð rétt við Bótarlæk- inn, það hús eyðilagðist í snjóflóð- inu mikla 1995. Þau hjónin áttu fyrir tvær dætur, Jóhönnu og Kristjönu (Lillý), sem tóku á móti litla karlmanninum af mikilli gleði. Þarna ólst Ingvar upp við gott atlæti. Nafn sitt hafði hann fengið frá þeim hjónum og hét fullu nafni Guðmundur Ingvar. Það var mjög kært með þeim bræðrum, föður mínum Magnúsi og Jóni og mikil samskipti milli fjölskyldna þeirra. Við Ingvar lékum okkur mikið saman á æskuárunum, enda átti hann heima rétt hjá helstu siglinga- tjörninni, sem óspart var notuð. Guðmundur Ingvar Magnússon ✝ GuðmundurIngvar Magn- ússon fæddist 25. febrúar 1933 á Flateyri við Önund- arfjörð. Hann lést á Droplaugarstöðum 4. febrúar 2012. Ingvar var jarð- sunginn frá Kópa- vogskirkju 14. febr- úar 2012. Það var algengt að koma svolítið blaut- ur heim í lok dags. Við áttum margar góðar minningar frá þessum tíma sem við áttum saman. Það varð mér því nokk- urt áfall þegar þau hjónin Jón og Hildur Guðmunda fluttu til Reykjavíkur 1942 og samfundir urðu æði strjálir eftir það, uns komið var langt fram á unglingsárin, að fundum bar oftar saman, er Reykjavík og nágrenni voru orðin samastaður okkar allra. Þau hjón- in munu hafa flutt til Reykjavíkur til að vera í námunda við dóttur sína, Jóhönnu, sem í upphafi hjúkrunarnáms síns hafði smitast af berklum og lá á Vífilsstöðum þar til hún lést 1942. Ingvar gekk í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og síðar lá leiðin í Samvinnuskólann, sem þá var í Reykjavík. Að námi loknu lá leið hans á Keflavíkurflugvöll, þar sem hann starfaði síðan óslitið sem ráðgjafi og þýðandi hjá yf- irstjórn hersins þar til starfsævi lauk. Hann gekk ungur til liðs við Kiwanishreyfinguna og starfaði þar meðan heilsan leyfði og hlaut þar æðstu metorð, enda traustur félagi, duglegur, glaðsinna og góður drengur. Ingvar varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að eiga góða konu, Jennýju Bjarnadóttur og eignast með henni þrjú mann- vænleg og góð börn. Til þeirra hjóna var ætíð gott að koma, enda þau bæði hlý og glaðsinna fólk. Með okkur lifir minningin um góðan dreng. Við þessi ferðalok Ingvars sendum við okkar hlýj- ustu samúðarkveðjur til Jennýj- ar, barnanna og fjölskyldna þeirra. Óskar og Þórunn. Föðurbróðir minn Ingvar Magnússon er fallinn frá. Ingvi, eins og ég kallaði hann ávallt, var uppáhaldsfrændinn alla tíð. Frá blautu barnsbeini man ég eftir Ingva og Jenný og hversu gaman mér þótti að koma til þeirra á Ný- býlaveginn. Ég hlakkaði til að fara í heimsókn með mömmu og pabba til Jennýjar og Ingva. Ekki einatsta þótti mér gaman að hitta þau hjónin en ég leit afar upp til frændsystkina minna þeirra Bjarna og Fríðu og síðar eignað- ist ég góðan vin í Ingvari, yngsta syni þeirra. Minnisstæðast þykir mér hve Ingvi var alltaf blíður og góður við mig. Ávallt spurði hann mig sömu spurningarinnar þegar við hittumst; „hvað segir þú frændi“ og framan af var næsta setning „þú hefur stækkað síðan síðast“. Ég man líka hversu hlý- legur hann var við mömmu mína alla tíð. Pabbi og Ingvi voru bræð- ur, vinir og félagar. Þeir ræddu oft saman og þegar ég var yngri vissi ég aldrei hvort var verið að tala í gríni eða alvöru. Ferðalögin sem fjölskyldurnar fóru í urðu að þjóðsögum í mínum eyrum því ég var ekki fæddur fyrr en löngu seinna. Ég naut þess þó þegar ég var barn að fá að fara hringinn með fjölskyldu minni og fjölskyldu Ingva. Þrjátíu og sjö árum seinna man ég þá ferð eins og hún hafi verið farin síðasta sumar. Við áttum einnig skemmtilegar stundir í Lúxem- borg hjá Fríðu og Hansa með Björn Hlyn son okkar Ólafar fyrir rúmum tveimur áratugum. Þetta man maður af því þessar minn- ingar eru góðar og ylja manni um hjartarætur þegar fram líða stundir. Ingvi vann hjá hernum suður á velli og þegar ég var yngri hélt ég að hann réði öllu á Keflavíkur- flugvelli. Hann vissi allt og gat allt í mínum huga og var klárastur allra. Ég man líka að þegar faðir minn keypti bíl, sem var æði oft, var farið til Ingva og hann fenginn til að prófa og segja til um hvort bíllinn væri nothæfur eður ei. Einu sinni var ég kassabílaeig- andi. Einhverju sinni datt mér í hug að ýta kassabílnum við annan dreng suður í Kópavog til Ingva og Jennýjar. Við fórum sem leið lá úr Álftamýrinni, suður Kringlu- mýrarbraut alla leið að Nýbýla- vegi og upp Nýbýlaveginn uns komið var að númer 28c eins og húsnúmerið var fyrir breytingu. Við fengum konunglegar mót- tökur hjá Ingva og Jenný og ég montaði mig mikið með bílinn. Þessar minningar skjóta oft upp kollinum og mér þykir vænt um þær eins og mér þótti vænt um kæran frænda. Elsku Ingvi, megi minning þín lifa um alla framtíð. Pétur Ragnar Pétursson. Við lát góðs vinar streyma minningarnar fram. Ég kynntist Ingvari er ég gekk í Kiwanis- klúbbinn Eldey í Kópavogi. Ingv- ar var einn af stofnendum klúbbs- ins og mikil driffjöður í öllu starfi hans. Hann tók vel á móti nýjum félögum og varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera borð- félagi hans í yfir 30 ár. Ingvar var einstaklega jákvæð- ur og skemmtilegur borðfélagi, sem hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var vel máli farinn og hafði ánægju af að tjá sig, kom með skemmtilegar samlíkingar og vitnaði í ljóð og heimsbókmenntirnar. Minnist kona mín samverustunda þar sem þau Ingvar skemmtu sér við að slá hvort öðru við með tilvitnun- um úr ljóðum og leikverkum á ensku í samtölum sínum. En Ingvar starfaði lengst af starfs- ævi sinni hjá Bandaríkjamönnum á Keflavíkurflugvelli og var ensk- an honum töm. Það var einstaklega ánægju- legt að koma á heimili Ingvars og Jennýjar konu hans og njóta þeirra yndislegu nærveru og gestrisni. Við hjónin erum þakk- lát fyrir skemmtilegar samveru- stundir í fjölmörgum ferðum á Kiwanisþing bæði hérlendis og erlendis. Ingvar gegndi mörgum trún- aðarstörfum í Eldey og var m.a. forseti klúbbsins 1976-1977. Hann starfaði lengi í umdæmisstjórn Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og Færeyjum, var umdæmisritari 1978-1979, umdæmisstjóri 1981- 1982 og erlendur ritari umdæm- isstjórnar í 22 ár á árunum 1974- 2001. Ingvar var óspar á tíma sinn fyrir Kiwanishreyfinguna og nut- um við Kiwanismenn, sem á eftir honum komum í umdæmisstjóra- starfið, leiðsagnar hans. Við Kiw- anisfélagar hans í Einherjum, fé- lagi fyrrverandi umdæmisstjóra, þökkum honum fyrir hans óeig- ingjarna starf fyrir Kiwanishreyf- inguna og samstarfið í gegnum árin. Ingvar átti við veikindi að stríða síðastliðin ár, en hann stóð ekki einn, hans yndislega fjöl- skylda stóð þétt við bak hans og studdi hann, með Jenný í broddi fylkingar. Hann var mikill snyrti- pinni, þegar ég kom til hans að klippa hann á Droplaugarstöðum, þar sem hann dvaldi síðustu mán- uði, þekkti hann mig alltaf og var gaman að sjá sömu glettnina í augum hans sem fyrr og heyra skemmtilegan hlátur hans. Ég kveð vin minn Ingvar Magnússon með söknuði og þakklæti og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Stefán R. Jónsson. Við kveðjum Ingvar Magnús- son hinstu kveðju. Ingvar var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Eldeyjar fyrir 40 árum þann 14. feb. 1972. Hann var ötull, duglegur og til sóma fyr- ir Kiwanishreyfinguna. Kona hans er Jenný Bjarna- dóttir og stóð hún við hlið hans alla tíð. Þau voru glæsileg hjón sem höfðu góða nærveru og var mannbætandi að vera í nálægð þeirra. Það var einstakt hvað hún hlúði að honum þegar hann veikt- ist. Við biðjum Guð að styrkja og styðja fjölskylduna. Við hjónin þökkum ógleymanlegar samveru- stundir. Lifðu sæll á lífsins vegi, ljúfur Drottinn fylgi þér. Frelsarinn þig faðma megi, fögnum því sem liðið er. (Ólöf Kristjánsdóttir) Sigríður og Sverrir. Ég vil minnast hans Ingvars, míns gamla félaga, með nokkrum orðum. Við Ingvar unnum báðir hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli í á fimmta áratug. Það var nokkuð langt á milli vinnu- staða okkar þar, en samt kynnt- umst við nokkuð á sjötta áratugn- um og enn betur þegar ég undirritaður kom sem stjórnar- maður í Lífeyrissjóð íslenskra stjórnunarstarfsmanna Varnar- liðsins, en Ingvar var þá stjórn- arformaður sjóðsins. Áttum við þar mjög gott samstarf um margra ára skeið. Síðar byrjuðum við sem akstursfélagar á milli heimila okkar á höfuðborgar- svæðinu og til vinnustaða okkar á Vellinum. Stóð sú samvinna þar til Ingvar lét af störfum á árinu 2005, þá 72 ára gamall. Starf Ingvars var að annast þýðingar úr íslensku á ensku og öfugt fyrir flotaforingja Varnarliðsins og liðsmenn hans. Ingvar var fær þýðandi og virtur í starfi. Ég bað hann einu sinni að þýða minning- argreinar um bróður minn á ensku, því ég ætlaði að senda þær til ættingja erlendis. Þetta var hið mesta aufúsumál af hans hálfu og fékk ég þýðinguna til baka fljótt og frábærlega vel gerða. Ingvar átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu þrjú árin. Jenný, við Margrét vottum þér, börnunum og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Einar Róbert Árnason. Einhvern tíma las ég í bók að strákar gætu aldrei eignast betri vini en þá sem þeir kynntust fyrir tólf ára aldur. Sjálfsagt má deila um þetta en ég veit að römm er sú taug sem tengir okkur Ingvar vin minn saman. Ég var sex ára og hann ári yngri þegar Begga frænka mín byrjaði með Bjarna, stóra bróður Ingvars, og fljótlega upp úr því var ég orðinn heimaln- ingur á heimili Ingva og Jennýjar á Nýbýlaveginum. Varla leið sá dagur alla grunn- og menntaskólagönguna að ég kæmi ekki við á Nýbó þar sem Jenný ofdekraði mig með frábær- um mat og kræsingum og Ingvi kjaftaði við mann um alla skapaða hluti; bíla, pólitík, Ronald Reag- an, Rússagrýluna og auðvitað stelpur en hann tók að sér að skóla okkur strákana til í sam- skiptum við stelpurnar sem við vorum með á heilanum hverju sinni. Og þegar við gengum of langt í bulli og vitleysisgangi setti hann upp ógleymanlegan svip og sagði: „Don’t be daft.“ Og þar með var það útrætt. Ekkert bull. Ég held að óhætt sé að segja að í Ingva og Jennýju hafi ég eignast annað sett af foreldrum og þau tóku virkan þátt í öllum ævintýr- um okkar strákanna og studdu okkur með ráðum og dáð. Ingvi gerði það sem hann gat til þess að kenna mér að bera mig manna- lega og kenndi mér til dæmis að pússa skó að hætti bandarískra hermanna. En til þess að fá góðan glans á skóna voru slíkir lítið fyrir að dandalast við að maka kampa- víni á leðrið. Þegar búið er að pússa svertuna hrækir maður ein- faldlega á skóinn og djöflast svo með burstanum þangað til hægt er að spegla sig í glansinum. Frá því ég var fjórtán og allt fram á þennan dag hef ég ekki pússað skó án þess að hugsa til Ingva og mun gera það áfram um ókomna tíð. Eins og óskrifuð lög fé- lagsfræðinnar gera ráð fyrir myndast óhjákvæmilega vík milli vina þegar kærustur, eiginkonur, börn og fjölskyldulíf fylla upp í það tómarúm í lífinu sem við fyllt- um áður með strákapörum. Þau eru því orðin ansi mörg árin sem hafa liðið frá því ég kom síðast í heimsókn á Nýbýlaveginn og síð- ast þegar ég sá Ingva var hann í fullu fjöri, sjálfum sér líkur, háðskur og hress. Mér varð því illa brugðið þegar ég frétti af veikindum Ingva fyrir nokkrum árum. Einhvern veginn fannst mér að ég gæti kíkt við á Nýbýla- veginum og gengið að honum vís- um í sjónvarpsholinu með logandi sígarettu og tekið góðan snúning í þrasi um pólitík og aðra vitleysu. Ég er búinn að vera lengi á leiðinni að heimsækja minn gamla vin, sem var einhver traustasta brú yfir kynslóðabil sem ég hef kynnst, en nú er það orðið of seint. Það er sárt en um leið finn ég huggun í því að í minningum mínum er Ingvi nákvæmlega eins og hann var upp á sitt besta. Eins og við öll sem nutum þess að kynnast honum viljum helst muna hann. Þrátt fyrir öll þau ár sem liðu án þess að ég hitti Ingva skilur hann eftir sig skarð og söknuð og frá því ég frétti af andláti hans hef ég kastast til í hringiðu dásam- legra minninga æskuáranna úr Kópavogi á milli þess sem hugur minn dvelur hjá hans nánustu sem hafa misst svo miklu meira en ég nú þegar Ingvi hefur kvatt þennan heim. Þórarinn Þórarinsson. Laugardaginn 4. febrúar lést Ingvar Magnússon, fyrrum um- dæmisstjóri og einn af stofnfélög- um Kiwanisklúbbsins Eldeyjar, á 79. aldursári. Ingvar var einn af þessum atorkufélögum sem Kiwanis- hreyfingin hefur verið svo heppin að eiga í gegnum árin. Hann var fyrsti erlendi ritari umdæmisstjórnar og gegndi því starfi í áratugi, lengur en nokkur annar. Það segir mikið um það hversu góður embættismaður hann var og hans er minnst fyrir. Hann varð líka fyrsti svæðis- stjórinn fyrir Eldey, fyrsti um- dæmisritarinn, og síðast en ekki síst fyrsti Eldeyjarfélaginn til að gegna embætti umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar í um- dæminu Ísland, Færeyjar. Þessi stutta upptalning á störf- um Ingvars fyrir Eldey segir mik- ið um hversu öflugur Kiwanis- félagi Ingvar var á upphafsárum Eldeyjar. Hann var virkur félagi allt þar til veikindi hin síðari ár komu í veg fyrir að hann gæti sótt fundi. Fyrir hönd okkar Eldeyjar- félaga þakka ég honum samstarf- ið í gegnum árin og sendi fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Með vinsemd og virðingu, Eyþór Einarsson forseti Eldeyjar. Guggú, Guðrún Hjörleifsdóttir, var engin venjuleg kona, enda úr súperárgangi 1953 frá Siglufirði. En þar kynntust eiginkonur okk- ar og hún í barna- og gagnfræða- skóla. Þær hafa haldið hópinn í blíðu og stríðu og verið saman í „saumaklúbb“ í áratugi og kallað sig Klúbbsystur og meðal þeirra hefur myndast einstök vinátta fyrir lífstíð. Við makarnir, sem voru svo kallaðir, munkbræður, höfum fengið að njóta ávaxta þessarar vináttu, með boðum þeirra á mannfagnaði og í ferðalög í ára- raðir. Guggú var þar oft með og fór með okkur í ferðir innanlands og erlendis og um heima og geima og voru það óborganlegar stundir þar sem seiðmagnaður kraftur Guðrún Hjörleifsdóttir ✝ Guðrún Hjör-leifsdóttir fæddist á Siglufirði 9. september 1953. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 13. febrúar 2012. Útför Guðrúnar fór fram frá Hall- grímskirkju í Reykjavík 21. febr- úar 2012. Guggúar kom oft í ljós. Í örfáa mánuði hefur Guggú barist við skyndileg veik- indi með öllum ráð- um. Þegar veikindin fóru að ágerast, fyrr í vetur, sagði Guggú ávallt „Það gerist eitthvað í febrúar, en ég veit bara ekki hvað“. Og nú hefur það gerst að Guggú hefur skilað lyklinum að herberginu sínu á Hótel Jörð. En við teljum það víst að hún muni verða í sambandi síðar á sinn hátt. Guggú átti marga vini og stuðningsmenn í baráttu sinni. En síðustu vikurnar hefur Sissa, skólasystir hennar og vin- kona frá Siglufirði, reynst henni með þeim hætti að aðdáun hefur vakið. Við köllum hana klett. Fjölskyldu Guggúar, börnum, barnabörnum og öðrum ættingj- um eru sendar samúðarkveðjur. Karlarnir í saumaklúbbnum, Ómar, Haraldur, Gunnlaugur, Einar, Jakob, Jón og Sverrir. Þrjár konur aftan í jepplingi í 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli í 14 tíma ferðalagi á Indlandi í 35 stiga hita svitnandi saman íklæddar „punjap“ syngjandi og engar áhyggjur af þröngum fjalla- vegum þar sem bílarnir mættust bara einhvern veginn. Falleg fjallasýn, kærleikur og gleðin ein fyllti andrúmsloftið. Þetta er sú mynd sem okkur er efst í huga þegar við hugsum til þín nú við hinstu kveðjustund sem kom allt of fljótt. Þú varst góður vinur vina þinna og hafðir lag á ná því besta fram í öllum og búa til ævintýr og stemn- ingu sem einkenndist af hlátri, gríni og gleði. Ekkert aumt máttir þú sjá og minnisstætt er hversu mikið þú hafðir fyrir því að koma hrísgrjónum og fötum til fátækra á Indlandi sem átti svo stóran stað í hjarta þínu. Það verður að segjast að ekki er allt útskýranlegt í tilveru þinni, það er einfaldlega ekki hægt að setja suma hluti í orð. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Innilegar samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu þinni og vinum, við vitum að þú fylgist með okkur áfram. Om Sai Ram, hvíl í friði Hafdís Hafsteinsdóttir og Guðbjörg Runólfsdóttir. Þegar við setjumst niður sam- an og ræðum minningar sem við eigum um Guðrúnu kemur strax upp í huga okkar drifmikil og orkumikil kona sem alltaf var með heimili sitt opið fyrir þennan æskuvinahóp Eleonoru. Við minn- umst hennar fyrir gleðina sem hún hafði að geyma og fyrir vænt- umþykjuna sem hún sýndi okkur ávallt. Hún veitti okkur hand- leiðslu á lífsleiðinni sem aldrei verður gleymd og ávallt verður staðið í þakkarskuld fyrir. Elsku Guðrún okkar, við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir tímann sem þú deildir með okkur. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Eleonora, Atli og Ragn- hildur og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Hulda Bjarkar, Fríða Björk, Andri Viðar, Ingi Þór, Sigurður Rúnar, Helgi og makar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.