Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 23
ig tók hún því ávallt vel þegar ég leitaði til hennar, hvort heldur sem var vegna vandræða ung- lingsáranna, þegar mamma var að reyna að leggja mér línurnar í lífinu eða ég lenti í aðstæðum sem mér fannst ég einhverra hluta vegna ekki ráða við. Ég hef alltaf getað gengið að því vísu að Maddý yrði til staðar fyrir mig, hún vissi upp á hár hvað þyrfti til hverju sinni. Það að fara með mig fullorðna á KFC til þess að drekkja sorgum í djúpsteikt- um kjúklingi, gefa mér koddaver með bleikri áletrun, „lífið er ljúft“, eða ræða við mig í síma klukkustundum saman bjargaði oft sálartetri mínu. Fyrir nokkru var Maddý spurð að því uppi á Hrafnistu hvort ég væri dóttir hennar. Hún var ekki lengi að svara því játandi. Þegar sá sem spurði fór að spyrja hana nánar út í þetta útskýrði hún fyrir honum að þrátt fyrir að hún hefði ekki fætt mig í þennan heim ætti hún án efa stóran hlut í mér þar sem mamma mín væri besta vin- kona hennar og ég hefði því ávallt getað leitað til hennar. Maðurinn fékk síðan í óspurðum fréttum að heyra að hún og mamma hefðu á sínum yngri árum verið gerðar brottrækar úr Færeyjum. En þær stöllur höfðu tekið upp á því að syngja og tralla úti á götu með hatt fyrir framan sig sem setja átti pening í en svo kom í ljós að betl var víst bannað í Færeyjum. Slíkar sögur geta ekki annað en fengið mann til þess að brosa hringinn. Í dag sá ég Maddý og varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að greiða á henni hárið og snyrta hana í síð- asta skiptið. Á þeim tímapunkti upplifði ég það sama og þegar ég var lítil, svo falleg kona gæti ekki verið annað en álfaprinsessa eða engill. Elsku hjartans engillinn minn. Ég sakna þín alveg svakalega sárt og óska þess af öllu mínu hjarta að þú hafir það gott þar sem þú ert. Ég vona að þú sért í bleikum kjól og drekkir kampa- vín úr bleiku glasi. Ég skal passa mömmu fyrir þig. Þegar minn tími kemur treysti ég á að þú bíðir mín með kampavín í glasi. Góða nótt elsku vinkona, Saga Ýrr Jónsdóttir. Elsku Maddý mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orð- um. Elsku Maddý mín, þú varst mjög veik í heilt ár og stóð Didda eins og klettur við hliðina á þér þar sem þú áttir nú bara eina systur og Kolla dóttir hennar, sem var nú í miklu uppáhaldi hjá þér. Ég þakka góðum Guði fyrir að hafa leyft þér að koma svona fljótt og losna undan þessum veikindum. Nú er kátt á hjalla hjá þér og Daddý systur, sem var nú besta vinkona þín frá æsku og við Didda vorum vinkonur, en með árunum urðum við allar fjórar vinkonur. Alltaf var kátt á hjalla hjá okkur öllum saman þegar þú mættir á svæðið og var mikið hlegið. Var ég mjög glöð að heim- sækja þig og þú þekktir mig og gladdi það mig mikið. Þú vannst við mjög mikilvæg störf og eiga margir þér að þakka vel unnin störf og verður þín mjög sárt saknað. Elsku hjartans perlan mín Didda, við höfum verið vin- konur í mjög mörg ár og veit ég að þú átt um sárt að binda núna þar sem eina systirin er farin og vil ég votta þér mína dýpstu sam- úð og styrk. Vil ég votta Rúnari, Diddu, Kolbrúnu, Ingó og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu sam- úð. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. (Úr Hávamálum) Þín besta vinkona, Anna og fjölskylda. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 ✝ Steinunn Har-aldsdóttir var fædd 3. janúar 1923 á Þorvaldsstöðum, Skeggja- staðahreppi, Norð- ur-Múlasýslu. Hún lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 16. febr- úar 2012. Foreldrar henn- ar voru Haraldur Guðmundsson, bóndi og kennari á Þorvaldsstöðum, fæddur 9. okt. 1888, á Öngulsstöðum í Eyjafirði, en ólst upp í Skaga- firði o.v., d. 1. júni 1959 á Þor- valdsstöðum. Þórunn Björg Þór- arinsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Þorvaldsstöðum, fædd þar 18. des. 1891 og d. þar 3. sept. 1973. Önnur börn þeirra Ingveldur, f. 8. des. 1917, bú- stýra á Þorvaldsstöðum hjá bræðrum sínum, býr nú á Bakkafirði. Unnur, f. 17. mars 1919, d. 25. maí 1941. Þórdís, f. 26. júní 1920, d. 2. ágúst 2008, húsfreyja Patreksfirði. Þór- arinn, f. 27. nóv. 1921, bóndi og hreppstjóri á Þorvaldsstöðum. Sigrún, f. 19. feb. 1924, hús- freyja í Reykjavík. Ragnar, f. 13. maí 1926, sjómaður og bú- fræðingur í Reykjavík. Hálfdan, kennari og skólastjóri í Norð- fjarðarhreppi. Auðunn, f. 8. okt. 1928, bóndi á Þorvaldsstöðum, býr nú á Bakkafirði. Arnór. f. 10. des 1929, verka- maður á Akureyri. Guðríður, f. 24 febr. 1931, hús- freyja og sjúkraliði Reykjavík. Har- aldur, f. 3. júní 1932, hús- gagnasmiður og húsgagnabólstrari í Hafnarfirði. Þór- unn, f. 1. maí 1934, húsfreyja í Hafn- arfirði. Ragnhildur, f. 22. júní 1939, húsfreyja og sjúkraliði Reykjavík. Steinunn átti einnig hálfsystur, Kristínu Haralds- dóttur, f. 16. júlí 1920 í Stein- túni, Skeggjastaðahreppi N- Múl., dáin, bjó síðast á Vopna- firði. Steinunn ólst upp á Þorvalds- stöðum, vann þar við almenn sveitastörf og þótti meðal ann- ars góður sláttumaður. Stein- unn gekk í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og fór svo í Hús- mæðrakennaraskóla Reykjavík- ur. Gerðist síðar kennari við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað 1950-1952. Ráðskona við Sjúkrahúsið á Patreksfirði 1952- 1956. Kaffikona í Laug- arnesskóla í Rvík. Seinna að- stoðarmatráðskona í eldhúsi Landspítalans við Hringbraut. Steinunn var ógift og barnlaus. Útför Steinunnar fer fram frá Langholtskirkju 28. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Svo lengi sem við munum eftir okkur hefur Steinunn verið hluti af lífi okkar. Hún var ráðskona hjá Þórði afa í Skipasundinu þar sem móðir okkar bjó þegar við bræðurnir vorum að stíga okkar fyrstu skref. Þar leit hún eftir okkur bræðrum á meðan afi og mamma voru að vinna og eigum við góðar minningar frá þeim tíma. Steinunn var einstaklega úrræðagóð og beitti oft mikilli hugkvæmni við lausn mála. Sem dæmi um þetta var að annar okk- ar hafði ótrúlega mikinn áhuga á að stinga öllu mögulegu inn í raf- magnsinnstungur. Leysti hún málið með að setja upp ótengda innstungu á vegg sem hamast mátti í að vild. Seinna þegar við fluttumst austur fyrir fjall og hún í Njörva- sundið vissum við alltaf hvert af öðru og misstum aldrei þráðinn. Við heimsóttum hana oft og gist- um jafnvel hjá henni þegar við vorum á ferðinni í Reykjavík. Þegar við fullorðnuðumst héld- um við alltaf sambandi og síðar tókum við meðal annars upp þann sið til fjölda ára að heimsækja hana alltaf seint á aðfangadags- kvöld og lagðist sá siður ekki af fyrr við vorum báðir komnir með börn og við tóku hefðbundin jóla- boð. Steinunn var höfðingi heim að sækja og snaraði fram veisluborði á örfáum mínútum. Í heimsókn- um hjá henni var margt skrafað og aldrei komið að tómum kofun- um, enda Steinunn mjög vel lesin og fylgdist vel með öllu. Skipti þá engu hvort um væri að ræða upp- runa lífsins, steinöldina, upphaf siðmenningar eða nýjustu tækni og vísindi. Á þessu síðastnefnda kom hún okkur kannski mest á óvart. Hún var alltaf með þeim fyrstu til að kaupa nýjustu græj- urnar hvort sem um var að ræða vídeó, litasjónvarp, hljómflutn- ingstæki eða stafrænan örbylgju- ofn. Það sem meira var hún not- aði tækin sér til hagsbóta, gömlu eldvélahellurnar fengu til dæmis frí langtímum saman eftir að ör- bylgjuofninn kom til sögunnar. Annars var helsta ástríða Steinunnar garðyrkja og ræktun, þá sérstaklega ræktun matjurta og fjölærra blóma. Í garðinum hjá henni voru mörg hundruð tegundir af hinum margvísleg- ustu plöntum. Oft þegar við kom- um í heimsókn var hún að grúska í garðyrkjuritum, flokka fræ eða vökva. Á seinni árum kom svo til óslökkvandi áhugi á köttum og áttu Guðbrandur og síðar Lísa og Lukka stóran sess í lífi hennar. Komið er að leiðarlokum. Við bræðurnir og fjölskyldur okkar þökkum þér, Steinunn, fyrir ein- staka væntumþykju og tryggð. Góð kona er gengin. Þórður, Stefán og fjölskyldur. Það var mikið lán fyrir mig þegar Steinunn kom til okkar fóstra míns í Skipasundið. Betri manneskju var ekki hægt að fá til að annast syni mína á meðan ég var að vinna. Hún vildi allt fyrir þá gera, sem dæmi var Þórður orðinn þriggja ára þegar hún sótti hann enn í kerru á gæslu- völlinn. Hafði hún með sér heitt kakó og brauð handa honum svo hann yrði ekki of þreyttur eða svangur. Stefán fór hún með í ljós svo ég þyrfti ekki að taka frí frá vinnu. Þetta eru bara tvö lítil dæmi af mörgum um það sem hún gerði fyrir mig og þá, á meðan hún dvaldi hjá okkur. Steinunn flutti síðan í Njörva- sund og við austur fyrir fjall, en sambandið hélst og kom það fyrir að við gistum hjá henni ef við þurftum að dvelja yfir nótt í Reykjavík. Steinunn var mjög gestrisin og snögg að töfra fram hlaðborð og helst þurfti að smakka á öllu. Hún kom einnig stundum austur til okkar og þá aldrei tómhent. Oft- ast kom hún með kleinur sem hún hafði steikt og voru þær vel þegn- ar. Fylgdu oft með sokkar og vettlingar sem komu sér vel. Ekki má gleyma kisunum sem Steinunn eignaðist eftir að hún að flutti inn í Njörvasund, annan eins kattavin hef ég ekki þekkt, enda dekraði hún við þá af ástúð. Steinunn sagði mér fyrir mörgum árum að hún hefði farið á miðilsfund og þar hefði mamma mín, sem lést löngu áður en Stein- unn kom til sögunnar, komið til sín og þakkað sér fyrir og sagt að hún og Þórður fóstri minn þyrftu að taka á móti henni með kaffi- sopa þegar þar að kæmi. Svo hún hefur fylgst með og verið þakklát fyrir hvað Steinunn reyndist okk- ur vel. Það kæmi mér ekki á óvart að kisurnar hennar Steinunnar hefðu verið í móttökunefndinni ásamt vinum og vandamönnum í fallegri blómabrekku því Stein- unn var mikil blómakona. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Góða ferð, Steinunn mín, takk fyrir mig og mína. Vigdís (Vigga). Látin er kær skólasystir okkar sem brottskráðumst úr Hús- mæðrakennaraskóla Íslands vor- ið 1950, Steinunn Haraldsdóttir. Hún kom frá norðausturhorni landsins, fædd og uppalin á Þor- valdsstöðum á Langanesströnd. Steinunn var mjög róleg í fasi og hógvær í framkomu, en undir bjó glaðleg og hæfileikarík kona. Hún leyndi því á sér og reyndist okkur góð og trygg skólasystir er á reyndi. Eftir skólavistina hefur hún lengst af stundað matreiðslustörf á sjúkrahúsum bæði á Patreks- firði og á Landspítalanum. Ekki er að efa að hún lagði sig þar fram um að vinna öll sín störf vel. Hún var gædd mörgum góðum eigin- leikum, og samviskusemi hennar og góðvild komu fram í öllu henn- ar fasi. Hún hefur lengi fengist við ým- is tómstundastörf, svo sem garð- rækt eða gróðurrækt ýmiss kon- ar, og hún lætur einnig eftir sig margvíslegar myndskreytingar, bæði frumlegar og fallegar, unn- ar með hennar sérstöku aðferð- um. Steinunn átti við talsverðan heilsubrest að stríða á síðari ár- um, en mætti því öllu með miklu æðruleysi. Hún var mjög trygg og traust skólasystir og hefur alltaf viljað taka þátt í samverustundum þeim sem við höfum efnt til á síðari ár- um, þegar við höfum notið þess að hittast og rifja upp gamlar stund- ir og glaðar minningar. Við eigum því bara góðar minningar um hana, og þökkum að leiðarlokum allar góðu samverustundirnar. Við sendum systkinum hennar og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur og biðjum henni allrar blessunar. Sigríður Kristjánsdóttir. Steinunn Haraldsdóttir ✝ Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEINDÓRS ARASONAR frá Ísafirði, síðast til heimilis að Skipalóni 24, Hafnarfirði, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 1. mars kl. 15.00. Þakkir sendum við starfsfólki á 4. hæð Sólvangs fyrir góða og alúðlega umönnun. Þórdís Þorláksdóttir, Þóra Steindórsdóttir, Ari Steindórsson, Lára Grétarsdóttir, Guðlaug Steindórsdóttir, Sævar Örn Guðmundsson, Alda Áskelsdóttir, Sigurður Óli Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR kjólameistari, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 2. mars kl. 13.00. Ágústa Högnadóttir, Eyjólfur Ólafsson, Ólafur Ellertsson, Guðmunda Árnadóttir, Baldur Ellertsson, Ásthildur Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, ÁSLAUG SVEINSDÓTTIR, Borgarbraut 53, Borgarnesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi laugardaginn 25. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Júlíus Jónsson, Inga Kolfinna Ingólfsdóttir, Garðar Sveinn Jónsson, Aldís Eiríksdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Ásberg Jónsson, Sigríður Jóna Sigurðardóttir, Hrefna Bryndís Jónsdóttir, Þorvaldur T. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR, Imma í Klöpp, áður Langholtsvegi 184, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 24. febrúar, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni, Reykjavík, föstudaginn 2. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Kjartansdóttir, Einar Helgi Kjartansson. ✝ Faðir okkar, BRYNJÓLFUR VALGEIR VILHJÁLMSSON vélstjóri, Austurbrún 2, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 16. febrúar. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Ingimar Brynjólfsson, Haraldur Brynjólfsson. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN DANÍELSSON, Starengi 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 26. febrúar. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.00. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Dagný Kristjánsdóttir, Jónas B. Jónasson, Silvía Kristjánsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.