Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Við sjáum möguleikann í sérstöðu
íslenska kúakynsins. Það er seint
sem við getum farið að keppa á
sama grundvelli og önnur lönd í
mjólkurframleiðslu. Þannig að sér-
staðan á að vera okkar grundvöll-
ur,“ segir Þórir Níelsson, kúabóndi
á Torfum í Eyjafjarðarsveit og
stjórnarmeðlimur í Samtökum
ungra bænda.
Samtökin héldu aðalfund sinn á
laugardaginn í Brún í Bæjarsveit.
Þar var samþykkt ályktun þess efn-
is að ekki eigi að víkja frá því að
nota íslenska kúakynið til mjólk-
urframleiðslu. Sú umræða hefur
komið upp reglulega í gegnum árin
að hingað þurfi að flytja erlent kúa-
kyn, því íslenska til kynbóta. Fé-
lagar í Samtökum ungra bænda
mæla gegn því.
Kýrin ekki komin á endastöð
„Í þessari ályktun er lýst yfir
þeim vilja stærsta hluta ungra
bænda að halda áfram með þetta
kúakyn sem hér er. Aðallega vegna
þess að okkur finnst við ekki vera
komin á endastöð með það eins og
margir vilja halda fram. Við sjáum
að það er hægt að gera miklu betur
og það er ekki út af kyninu heldur
ófullnægjandi þátttöku í rækt-
unarstarfinu sem sést á mun eftir
búum. Þau lægstu framleiða 2400
kg eftir kúna á meðan þau hæstu er
með um 8000 kg sem segir manni
það að kýrin á helling inni. Við vilj-
um sjá meiri keyrslu setta í rækt-
unarstarfið og fá
meiri þátttöku í
því meðal bænda.
Það er talað um
að árangurinn í
dag sé ekki nema
2/3 af því sem við
ættum að ná.
Kúakynið á mikið
inni,“ segir Þórir.
Sá þáttur sem
er oftast nefndur í sambandi við
innflutning á öðru kúakyni er af-
urðarmunurinn sem hefur aldrei
verið staðfestur við íslenskar fram-
leiðsluaðstæður, einnig er talað um
að það muni skila meiri hagnaði til
bænda og neytenda. „Menn eru að
hugsa um samkeppni í framtíðinni
og vilja því lækka framleiðslukostn-
aðinn sem þeir halda fram að muni
gerast með nýju kúakyni. En það
má lækka hann með því að gera
átak í ýmsu öðru en að skipta um
kúakyn. Ég vil meina að þessi um-
ræða sé ekki sanngjörn gagnvart
kúnni. Menn verða að gera sér
grein fyrir hverju þeir gætu verið
að fórna með innflutningi á öðru
kúakyni, því það verður ekki aftur
snúið,“ segir Þórir.
Ákvörðunarfælið fólk
Þórir er ungur kúabóndi, kveðst
vera bjartsýnn á framtíðina og seg-
ir kraftinn í unga fólkinu vera mik-
inn. Hann segir Samtök ungra
bænda hafa gert mikið fyrir land-
búnaðarstéttina.
„Ég held að þessi félagsskapur
hafi breytt landslaginu í um-
ræðunni mikið, við erum þegar far-
in að sjá árangur af okkar baráttu-
málum, t.d í sambandi við
nýliðunarstyrk í mjólkurfram-
leiðslu,“ segir Þórir. Hann vill sjá
sama kraft á Búnaðarþingi, sem nú
stendur yfir, og er í Samtökum
ungra bænda. „Okkur finnst eins og
Búnaðarþing breyti voðalega litlu.
Það vantar að þessi samkoma þori
að fara í breytingar og keyri hlut-
ina áfram. Maður hefur á tilfinning-
unni að þetta fólk sem þar situr sé
ákvörðunarfælið.“
Engin stöðnun í hugsun bænda
Samtök ungra bænda voru stofn-
uð 2009 og eru nú starfandi deildir
ungra bænda í hverjum landsfjórð-
ungi. Félagar í samtökunum eru á
fjórða hundrað en samtökin eru op-
in öllum á aldrinum 18 til 35 ára
sem hafa áhuga á málefnum land-
búnaðar og landsbyggðar.
Helgi Haukur Hauksson, formað-
ur samtakanna, segir að tilkoma
þeirra hafi skipt miklu máli og það
sé engin stöðnun í hugsun ungra
bænda, þeir vilji byggja upp og efla
landbúnaðinn. Hann segir að það
hafi verið eindreginn vilji aðalfund-
arins að samþykkja ályktun gegn
innflutningi á erlendu kúakyni.
„Það er mikil óánægja með þessa
innflutningsumræðu. Mörgum
finnst hún fara fram á röngum
forsendum. Það eru klárlega
dæmi um að íslenska kúa-
kynið getur mjólkað, þetta
er sérstakt kyn í formi lita
og er hvergi til annars
staðar í heiminu. Að
sjálfsögðu á það að vera
metnaðarmál Íslend-
inga að rækta íslensk-
ar kýr,“ segir Helgi
Haukur.
Möguleikinn er í sérstöðu kýrinnar
Samtök ungra bænda álykta gegn innflutningi á erlendu kúakyni Horfa í sérstöðu íslenska kúa-
kynsins „Menn verða að gera sér grein fyrir hverju þeir gætu verið að fórna,“ segir ungur kúabóndi
Morgunblaðið/RAX
Sérstakar Íslensku kýrnar hafa verið eins frá landnámi og þykir það mikil
sérstaða auk þess sem mjólk þeirra er sögð betur samsett en annarra kynja.
Ný Nautaskrá Nautastöðvar
Bændasamtaka Íslands leit
dagsins ljós í síðustu viku. Þar er
lýsing á 22 afkvæmaprófuðum
nautum sem bændur geta valið
úr til sæðinga á kúm sínum.
Einnig eru alltaf óreynd naut í
dreifingu.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir,
nautgriparæktarráðunautur
Bændasamtaka Íslands, segir
naut vera valin í skrána eftir
ýmsum eiginleikum en mesta
áherslan sé á afurðirnar, síðan
byggingareiginleika, júgur,
spena, mjaltir og skap og þá frjó-
semi, frumutölu og endingu.
„Nautin sem eru valin í skrána
eru þau naut sem koma best út í
heildina. Núna erum við með
naut sem gefa ágætlega afurð-
arsamar dætur sem eru almennt
séð með góða júgur- og spena-
gerð. Ef við horfum á heildarhóp-
inn eru það mjaltirnar og
skapið sem er aðeins mis-
jafnt,“ segir Gunnfríður.
Stærsti hluti bænda tek-
ur þátt í ræktunarstarf-
inu og notar sæðingar
að sögn Gunnfríðar en
hún væri samt til í að sjá
örlítið betri og
virkari þátt-
töku.
Áhersla lögð
á afurðirnar
NAUTASKRÁIN
Gunnfríður Elín
Hreiðarsdóttir
Þórir Níelsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það er líflegt hér við Reykjanesið, um tugur
loðnuskipa og svo önnur fiskiskip af öllum
stærðum og gerðum með alls konar veiðar-
færi í sjó,“ sagði Sturla Einarsson, skipstjóri
á Guðmundi VE, síðdegis í gær. Loðnan var
þá komin vestur fyrir Reykjanes á leið sinni á
hrygningarstöðvarnar og voru skipin að
byrja að vinna eftir um sólarhringsbrælu.
„Það er mikið að sjá hérna, sterk lóð, mik-
ill flekkur fremst í loðnugöngunni og veiðar-
færunum hætta búin ef menn fá of stór köst,“
sagði Sturla. „Venjan er sú að stærsta sílið sé
fremst í göngunni og það styttist í hrogna-
töku almennt. Þá hættum við að frysta um
borð og förum að veiða fyrir hrognavinnsl-
una heima í Eyjum.“
Þeir á Guðmundi voru að klára að heil-
frysta fyrir Japansmarkað það sem fékkst út
af Grindavík á sunnudaginn og voru ekki
búnir að kasta eftir bræluna. Sturla sagði að
sjór hefði verið þungur fram eftir degi, en
þeir sem voru búnir að kasta síðdegis í gær
höfðu fengið góð köst.
Nægur hrognaþroski fyrir
Japansmarkað um miðja vikuna
Um helgina var byrjað að vinna hrogn fyr-
ir markaði í Austur-Evrópu hjá HB Granda á
Akranesi og á Vopnafirði. Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, deildarstjóri uppsjávardeildar
fyrirtækisins, segir að þetta séu góð iðnaðar-
hrogn. „Þroski ætti síðan að verða nægur
fyrir hrognatöku fyrir markaði í Japan upp
úr miðri vikunni,“ segir Vilhjálmur, en hrogn
á Japansmarkað eru verðmætustu afurð-
irnar.
Þrjú skip HB Granda voru í gær á miðun-
um við Reykjanes, Ingunn, Lundey og Vík-
ingur. Faxi var hins vegar að landa á Vopna-
firði, en þangað er um 30 tíma sigling.
Vilhjálmur segir að fyrirtækið eigi eftir að
veiða um 36 þúsund tonn af 109 þúsund tonna
kvóta og almennt giskar hann á að fyrir-
tækin eigi eftir um 30% af kvótum sínum.
„Ætli við þurfum ekki þokkalegt veður og
þrjár vikur áður en loðnan hrygnir, þá ætti
þetta að hafast þokkalega,“ sagði Vilhjálmur.
Mestu hefur verið landað
í Neskaupstað og Vestmannaeyjum
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu
Fiskistofu var í gær búið að landa um 385
þúsund tonnum, en reikna má með að aflinn
sé kominn yfir 400 þúsund tonn þar sem lönd-
unarskýrslur berast einhverjum dögum eftir
löndun.
Mestu hefur verið landað í Neskaupstað,
yfir 72 þúsund tonnum. Vestmannaeyjar eru í
öðru sæti með um 64 þúsund tonn og Þórs-
höfn, Vopnafjörður og Eskfifjörður koma
þar á eftir.
Ljósmynd/Ómar Smári
Skip við skip Loðnuflotinn hefur verið að veiðum undan Reykjanesi síðustu daga. Hér er flotinn skammt utan hinnar fornu verstöðvar Selatanga.
Bátar af öllum stærðum og gerðum
Líflegt á miðunum við Reykjanesið Mikill flekkur fremst í göngunni, segir Sturla á Guðmundi VE