Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Haustvindur napur næðir, og nístir mína kinn. Ég kveð þig kæri vinur, kveðja í hinsta sinn. Ég man brosið bjarta, og blíðan svipinn þinn. Það er sárt að sakna, sorgmæddur hugurinn. (Sæbjörg María Vilmundsd.) Mig langar að minnast í nokkrum orðum hans Róberts, fósturföður míns og góðs félaga. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var 12 ára gamall, þegar þú og mamma byrjuðuð að búa í Háukinn í Hafnarfirði. Góð vinabönd mynduðust strax á milli okkar og hafa ávallt verið. Minnist ég veiðitúranna sem ég fór með þér og sonum þínum í, oftast upp á Úlfljótsvatn. Og sem unglingur fékk ég að vinna hjá þér á sumrin. Eftir að ég stofnaði sjálfur fjölskyldu ferðuðumst við mikið saman og samgangur var mikill á milli fjölskyldu minnar og ykkar mömmu. Ótalmargar minnisstæðar eru útileigur sem við fórum í öll saman, og oftast var farið austur fyrir fjall, þar sem þú, kæri vinur, fræddir okkur um sveitina þína. Ógleymanlegt er þegar ég var á Costan del Sol að halda upp á 30 ára afmælið mitt með fjölskyldunni minni, þegar þið mamma komuð óvænt út við mikinn fögnuð. Og fleiri utan- landsferðir fylgdu eftir sem við fórum með ykkur í sem gleym- ast seint. Er mér minnisstætt þegar við Dúna giftum okkur, við vor- um ekki klár á danssporunum og vorum aðeins að vandræðast með það. Þú bauðst okkur á þá heim til þín og mömmu og heima í stofu skelltir þú harm- Róbert Benediktsson ✝ Róbert Bene-diktsson fædd- ist í Stóru-Hildisey í Austur- Landeyjum 28. jan- úar 1944. Hann lést á Kanaríeyjum 28. janúar 2012. Róbert var jarð- sunginn frá Sel- fosskirkju 18. febr- úar 2012. onikkutónlist á fón- inn og þið kennduð okkur brúðarvals- inn, enda varst þú mikill músíkmaður og þið mamma allt- af flottust á dans- gólfinu og sást hvað ástin blómstr- aði á milli ykkar. Tresegy, tipp- hópurinn okkar. Þar sem í átta ár samfleytt hittumst við nokkrir félagarnir á föstudagskvöldum og spáðum í fótboltaleiki helg- arinnar. Alltaf var mikið fjör og gaman. Sjö ár af átta endaði bikarinn uppi á hillu hjá þér þar sem þú varst tippari ársins. Margar fleiri minningar um þig geymum við í hjarta okkar. Mjög þakklát erum við fyrir að hafa kynnst þér og hvað þú hefur reynst mömmu minni vel og mér og minni fjölskyldu. Þín verður sárt saknað og átt þú alltaf stað í hjarta okkar. Guð geymi þig, kæri vinur. Brynjar, Guðrún, Sandra og Auðbjörg. Laugardaginn 28. janúar átti hann pabbi minn afmæli. Þann dag varð hann 68 ára. Á afmæl- isdaginn var hann staddur úti á Spáni, en foreldrar mínir hafa um langt árabil farið þangað í frí hvern vetur. Nú var afmæl- isdagurinn hans pabba runninn upp og ég ætlaði svo sannarlega ekki að klikka á því að heyra í besta vini mínum á afmælisdag- inn. Þegar síminn hafði hringt nokkrum sinnum svaraði ókunnug rödd. Ég hélt ég hefði hringt í vitlaust númer, en svo var ekki og röddin tjáði mér að hann pabbi minn hefði dáið nokkrum mínútum áður. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því að þú sért farinn. Þú sem varst svo eldhress þeg- ar ég hitti ykkur mömmu kvöld- ið áður en þið fóruð út. Það er ömurlegt að hugsa til þess að börnin mín fái aldrei að kynnast manninum sem reyndist mér alltaf svo vel og studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hend- ur. Manninum sem ól mig upp, kenndi mér allt sem ég kann og gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég veit hreinlega ekki hvernig maður heldur áfram eftir að fótunum hefur verið kippt svo rækilega undan manni. Það er þó huggun í trúnni og öllum þeim góðu minningum sem ég á um þig. Ég mun aldrei gleyma því hvað þið mamma voruð ástfang- in. Þið létuð alltaf eins og ung- lingar. Þið kölluðuð hvort annað aldrei neitt annað en ástina – „Ástin, viltu rétta mér …“ Ef mamma kallaði þig Róbert hafðir þú gert eitthvað af þér. Þú varst alltaf svo ráðagóður og það var hægt að stóla á þig með allt, því þú kunnir allt. Þú hlóst svo mikið í síðasta samtal- inu okkar þegar ég hringdi út til ykkar og spurði þig hver væri besta leiðin til að berja harðfisk og að sjálfsögðu kunnir þú bestu aðferðina. Ég vona að allar þær góðu stundir sem við áttum saman muni aldrei líða mér úr minni. Þú varst besti, hlýjasti, gáf- aðasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst. Mikið er ég heppinn að hafa þekkt þig svo vel og verið þér svo náinn. Mik- ið er ég lánsamur að hafa þig sem fyrirmynd. Mikið er ég heppinn að þú varst pabbi minn. Þinn sonur, Róbert Benedikt Róbertsson. Elsku pabbi. Það var mikið högg sem ég fékk þegar Bensi bróðir hringdi og sagði mér að þú værir dáinn. Þú varst svo hress nokkrum dögum áður þegar þú hringdir í mig frá Kanarí bara til að at- huga hvort allt væri í lagi hjá okkur og á Engjaveginum hjá ömmu og Gauja eða hvort ég hefði heyrt í Pétri bróðir. Þann- ig varst þú alltaf. Símtal í 5 mínútur bara til að sjá að allt væri í lagi þá varst þú ánægður. Síðan ég flutti aftur heim á Sel- foss hefur þú fylgst vel með því hvort allir hefðu að gott og hvort eitthvað væri að frétta af gömlu vinum þínum hérna. Þegar þið Auðbjörg komuð í heimsókn gáfuð þið ykkur alltaf góðan tíma að spjalla um alla heima og geima og svo var allt- af farið í herbergið hjá Agnari Petro að skoða dótið hans. Ég held að engin hjón hafi eins góða nærveru og þið og hjá ykkur sá ég hvernig ástin getur þroskast og enst að eilífu. Þið voruð alltaf eins og nýtrúlofuð þrátt fyrir 30 ára samband og nutuð lífsins þannig að fólk tók eftir. Alltaf á Laugavatni í hjól- hýsinu og svo var húsbíllinn keyptur og þar næst tjaldvagn- inn og svo aftur húsbíll, enda- laus ferðalög um hverja helgi á bæjarhátíðir harmonikkuhátíðir eða vestur á firði í heimsóknir. Ég sagði oft þegar ég var spurður frétta af þér að það væri allt gott frétta og ef við- komandi vildi hitta þig þá sagði ég honum að finna næstu útihá- tíð þar sem harmonikka og gömlu dansarnir væru hhöfð í hávegum því þið væruð þar. Þið kunnuð að njóta lífsins og hafa gaman af lífinu á sumrin innan- lands og á Kanarí lágmark einu sinni á vetri. Þú varst alltaf kátur og létt- ur í skapi og komst fram við fólk sem jafningja, talaðir aldrei niður til fólks og ég man ekki eftir að hafa heyrt þig tala illa um nokkurn mann síðustu 47 árin. Það segir meira um þig að vinir mínir sem hafa unnið með þér í smíðinni í gegnum tíðina hafa allir verið í sambandi við mig, þeir segja að það hafi verið mikill lærdómur að vinna með þér því þú hafðir alltaf lausnir ef eitthvað kom upp á og ef ein- hver gerði mistök þá skamm- aðir þú ekki viðkomandi heldur sýndir réttu handtökin. Ég hef fengið ótal samúðar- kveðjur hérna á Selfossi fá vin- um þínum og samferðafólki þrátt fyrir að það séu 30 ár síð- an þú fluttir í bæinn, það segir mér hversu góður vinur þú varst og að flestallir sem um- gengust þig hafa fengið já- kvæða strauma frá þér. Þú ert núna kominn til vina þinna Bósa, Hebba Gränz og Steina spil og ef ég þekki ykkur rétt að þá eruð þið að bralla eitthvað, sennilega að smíða kofa undir Mána … Ég vill þakka þér allt það góða sem ég hef fengið frá þér í lífinu, þú varst góður pabbi og ég mun aldrei gleyma þeirri stund sem við áttum saman hérna heima í nóvember þegar þið Auðbjörg komuð í 7 ára af- mælið hans Agnars Petro og þið bræðurnir voruð skírnavottar hjá Benedikt Jóni. Það er ógleymanleg stund sem ég mun ávalt geyma í hjartanu. Baldur, Jill, Ívan Guðjón, Agnar Petro og Benedikt Jón. Það er skörungskona sem gengin er, þegar Ásta Bjarna- dóttir kveður. Hún var ein af þeim sem var ákaflega dýrmætt að eiga samleið með og eiga margar minningar sem kalla fram ríkt þakklæti. Leiðir okkar Ástu lágu saman fyrir mörgum áratugum. Ég var þá ungur prestur og hóf samstarf með sr. Guðmundi manni hennar. Það samstarf varð afskaplega náið, bæði í starfi og félagsmálum, vinátta sem varð mikils virði. Ég lærði þá þegar að líta upp til hennar Ástu og finna það hversu heilsteypt hún var í öllu. Það gef- ur auga leið að á langri ferð í þeim störfum sem lágu fyrir okkur kollegum, að oft þurfti að Ásta Bjarnadóttir ✝ Ásta Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1930. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 12. febrúar síðastliðinn. Útför Ástu var gerð frá Árbæj- arkirkju 21. febr- úar 2012. íhuga varlega, sjá allt frá mörgum hliðum. Ég minnist margra stunda þar sem Ásta fylgdist með, glaðvær, ákveðin og lífsvitur. Þá var oft bent á þær hliðar sem skiptu máli og hún sá. Ég minnist að hafa þurft á huggun að halda, – þess þurfa prestar líka, og Ásta umvafði með þeirri hlýju og umhyggju, sem skipti miklu. Alltaf fylgdist hún með, – spurði um börnin. Það var gott að vita af bæninni sem maður vissi að fylgdi. Það var gott að eiga hana Ástu að vini. Þau sr. Guðmundur og Ásta voru kölluð til ábyrgðarmikilla starfa. Á Hvanneyri fyrst og síð- an brautryðjendastarfið í Árbæj- arsókn, þar sem þurfti að byggja frá grunni. Þar geta engir skilið til fulls hversu mikið á reynir, nema þeir sem staðið hafa í sömu sporum. Þar hafði hún Ásta áhuga og ábyrgð, einstak- lega uppörvandi í hressileikan- um, sú sterka sem stóð allt af sér. Það var líka gott og lær- dómsríkt að finna hvað sr. Guð- mundur sá það vel og var þakk- látur fyrir hana Ástu sína. Þannig nálægð yljar líka þeim sem í kring eru. Hún var sannarlega skörung- ur, hlýr og dýrmætur vinur. Með slíku fólki eru það forréttindi að starfa og eiga saman trúna á þann Guð sem annast manneskj- urnar og veitir þeim styrk. Á kveðjustundum styrkir sú trú, gefur sýn til þess eilífa, þar sem frelsarinn er og lætur sína hitt- ast á ný. Við Emilía þökkum í gleði góða vináttu. Valgeir Ástráðsson. Er við kveðjum hana Ástu minnumst við hennar með þakk- læti í huga. Fyrir tæpum 30 ár- um vorum við svo heppin að flytja í næsta hús við þau Ástu og Guðmund. Það er mikils virði að kynnast góðum grönnum og það voru þau hjón svo sannar- lega. Ásta var kona sem ræktaði garðinn sinn á svo margan hátt. Hún var áræðin, ósérhlífin og vílaði ekki fyrir sér að takast á við hlutina. Auk þess var hún fróð og skemmtileg og vinur vina sinna. Margt var hægt að læra af Ástu, hún fylgdist með nátt- úrunni og kunni vel til verka á mörgum sviðum. Hún fylgdist með atferli og kvaki fuglanna og brumi birk- isins og vissi hvenær óhætt var að hefja vorverkin, þannig fór hún eftir eigin hyggjuviti. Þegar Ásta var komin út í garð vissum við, að rétti tíminn var kominn til að taka til hend- inni. Þegar fór að líða að vori fylltust allir gluggar hjá Ástu af blómapottum, hún var þá búin að sá fyrir sumarblómum og mat- jurtum sem hún nýtti í hollustu- rétti enda afbragðskokkur. Ásta sýndi fjölskyldu okkar umhyggju og áhuga. Þegar við fórum að heiman í lengri ferðir vorum við vön að kveðja Ástu og biðja hana að líta eftir húsinu okkar, alltaf var það sjálfsagt og okkur fylgdu góðar ferðaóskir. Nú eftir strangan vetur fer brátt að hlýna og birta á ný. Við kveðjum Ástu í síðasta sinn og sendum Guðmundi og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Þóra og Bjarni. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 S:HELGASON 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Vandaðir legsteinar á betra verði!!! - Sagan segir sitt - Skemmuvegur 48 s: 557 66 77 ✝ Okkar ástkæri ÞÓRÐUR ÓLAFSSON sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington D.C. verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 2. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Lára Alexandersdóttir, Gígja Þórðardóttir, Páll Liljar Guðmundsson, Orri Þórðarson, Silja Þórðardóttir, Jóhann Gunnar Jónsson, Sölvi, Lára og Laufey afabörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir og amma, SIGRÍÐUR AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 13.00. Kolbeinn Helgason, Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir, Kolbeinn Vormsson. ✝ Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓRUNNAR EINARSDÓTTUR frá Seyðisfirði, Valhöll, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hraunbúða í Vestmannaeyjum. Friðþjófur Másson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KATLA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Sjávargötu 13, Álftanesi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 26. febrúar. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Ástvaldur Eiríksson, Ólafur Þ. Pálsson, Lára Björnsdóttir, Lárus R. Ástvaldsson, Kristín Stefánsdóttir, S. Helga Ástvaldsdóttir, Ágúst Kárason, Erla Lóa Ástvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hóli, lést á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi sunnudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstu- daginn 2. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi njóta þess. Þórir Finnsson, Rósa Arilíusardóttir, Sigrún Finnsdóttir, Guðmundur Óskar Finnsson, Guðrún Fjeldsted, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.