Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 11
Ari Þór hóf að boxa í Svíþjóð þegar hann var 12 ára gamall. Hann hefur 23 ára reynslu í hnefaleikum að baki og hefur keppt 41 sinni. Hann státar meðal annars af silfri á sænska meistaramótinu og hefur unnið gull á nokkrum stærstu mótunum í Svíþjóð. Einnig er Ari Þór alþjóðlegur dómari í ólympískum hnefaleikum. Þegar tal- inu víkur að þeirri áhættu sem fylgt getur boxinu segist hann því hafa set- ið báðum megin borðsins. „Rannsóknir í Bretlandi sýndu að höfuðhögg væru ekkert algengari í boxinu en hjá fótboltamönnum. Þetta hafði ég alltaf í huga þar til ég varð sjálfur fyrir því að það blæddi inn á heila og mér var vart hugað líf. Þá hugsaði ég með mér að þetta væri jú kannski svona en í fótbolt- anum væri ekki markmiðið að slá í höfuðið, líkt og í boxinu,“ segir Ari Þór sem nú nýtir boxið eingöngu sem feiknagóða æfingu fyrir fólk á öllum aldri. Úthaldið skiptir miklu Í fitness boxi fer hver á sínum hraða enda segist Ari Þór ekki vera jafn harður þjálfari og hann var í boxinu á sínum tíma. Hann þjálfaði í nokkur ár hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur en ákvað síðan að venda sínu kvæði í kross. Þá hóf hann störf sem einkaþjálfari hjá World Class og þar heldur hann námskeiðið í fitness boxi. Var Ari Þór fyrstur til að kenna slíkt nám- skeið innan stöðvarinnar og nýtist reynsla hans þar vel. „Úthaldið skiptir mjög miklu máli í boxinu. Ég læt hópinn gera mikið af styrktaræfingum fyrir kvið og bak en kenni líka tæknina við að boxa og nota það í og með. Þetta er mjög gott fyrir þá sem vilja styrkja líkamann en kannski ekki endilega fá stóra vöðva. Margir hnefaleika- kappar eru með sterka og flotta vöðva en líka úthald. Það munar um það,“ segir Ari Þór. Persónuleg ráðgjöf Til Ara Þórs kemur fólk á öllum aldri og er hægt að leita til hans með spurningar og ráð í gegnum tölvu- póst. Þetta segir Ari Þór hafa reynst vel enda vilji ekki allir bera upp spurningar sínar fyrir framan aðra. Sjálfur varð Ari Þór fyrir óhappi í fótbolta fyrir nokkrum ár- um og segist því sjálfur nú hreyfa sig sem minnst. Hann geri þó það sem hann geti og er auk vinnunnar í einkaþjálfaranámi hjá Keili. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má nálgast á heimasíðu World Class. Púl Á námskeiðinu fer hver á sínum hraða en allir fá að svitna og púla meira en nóg. Vígalegir Í fitness boxi styrkir fólk vöðvana og þá reynist boxið vel. Kraftur Ari Þór kennir réttu tæknina við boxið og þá skiptir meðal annars máli að slá rétt. Styrktaræfingar fyrir kvið og bak eru gerðar í bland við boxið DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Kappi Diego Hypolito stendur hér á einni hendi eins og ekkert sé sjálfsagðara. Fim Líklegast myndu flestir ekki vera jafn afslappaðir í þessari stellingu. Styrkur Hin brasilíska Daniele Hypolito er einbeitt á svip þar sem hún hangir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.