Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 40
Akureyringurinn Brynjar Leó Krist- insson gæti orðið fyrsti íslenski skíðagöngumaðurinn til að keppa á Ólympíuleikum í 20 ár. Brynjar hefur tekið miklum framförum, hækkaði sig um 900 sæti á heimslistanum á skömmum tíma, og á dögunum komst hann undir ólympíulágmarkið. Hann þarf þó að ná því aftur til að komast á ÓL í Sochi 2014. »3 Skíðagöngumaður á næstu Ólympíuleika? ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Matthew Perry býr í húsinu 2. Íslendingar sýndu hugrekki 3. Sýslumaður stöðvaði uppboð 4. „Starfsfólkið er alveg miður sín“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Iceland Airwaves tilkynnti í gær tíu fyrstu sveitirnar sem munu leika á há- tíðinni í ár. Í erlendu deildinni eru það Django Django, Friends, Daughter og Exitmusic. Í íslensku deildinni eru það Sóley, Prins Póló, Sykur, Samaris, Úlf- ur Úlfur og The Vintage Caravan. Opn- að hefur verið fyrir hljómsveit- arumsóknir á nýrri heimasíðu. Airwaves tilkynnir fyrstu listamenn  Edda Heiðrún Backman málar með munninum og hafa verkin hennar verið í sýningu í verslun og veitingastofu Þjóðmenningar- hússins frá 1. des- ember og vakið mikla athygli. Öll verkin hennar seld- ust á nokkrum dögum en nú er búið að bæta við verkum sem hægt er að kaupa og lýkur sýningunni á morgun, 29. febrúar. Spóinn er í aðalhlutverki á sýningu hennar. Síðustu sýningardag- ar Spóans eftir Eddu  Tónleikaröðin Kaffi, kökur & rokk & ról fer fram í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7, í kvöld. Í þetta skiptið koma Sól- stafir fram ásamt Stafrænum Hákoni. Húsið verður opnað kl. 20, það verður talið í á slaginu 20.30 og tónleikum lýkur fyrir kl. 22. Sólstafir og Stafrænn Hákon í Edrúhöllinni Á miðvikudag og fimmtudag Suðvestan 5-13 m/s og éljagangur, en bjart að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig, en hiti 0-4 stig við suður- og vesturströndina. VEÐUR Ísfirðingar eru komnir aftur í hóp þeirra bestu í körfubolta karla en lið KFÍ hefur tryggt sér öruggan sigur í 1. deild og sæti í úrvalsdeildinni þó að mótinu sé ekki lokið. „Við er- um að byggja upp lið og vitum að það tekur tíma. Við förum hægt upp metorðastigann. Það er búið að ganga vel í vet- ur en við vitum að það verður erfitt á næsta tímabili,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Ísfirðinga. »2 Ísfirðingar eru að byggja upp lið Handknattleiksmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson flytja sig frá Þýskalandi til Frakk- lands í sumar og leika næstu þrjú ár með París Handball. Félagið ætlar sér stóra hluti en gæti samt verið fallið úr efstu deild áður en þeir félagar koma til frönsku höf- uðborg- arinnar. »1 Flytja til Frakklands en liðið gæti verið fallið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eiga minningar um skemmt- anir í veitingahúsinu Silfurtungli, sem var starfrækt á efri hæð Austur- bæjarbíós í Reykjavík á árunum 1955 til 1977. Ákveðið hefur verið að opna Silfurtunglið á ný á sama stað í lok næsta mánaðar og gefa gestum kost á að rifja upp gamla tíma. „Þetta verður létt og skemmtilegt, ódýr veitingastaður í bistró-stíl með uppákomum í leiklist og tónlist fyrir alla,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins. Til að byrja með verður opið á kvöldin frá mið- vikudegi til sunnudags og rými verð- ur fyrir um 180-190 manns í sæti. „Draumur í dós“ Kristján Þorgrímsson, afi Péturs Péturssonar, byggði húsið, Pétur, pabbi hans, var sýningarmaður í bíóinu og Pétur lék sér í húsinu sem gutti, byrjaði sem dyravörður 14 ára og var sýningarmaður um árabil. „Þetta er draumur í dós,“ segir hann um fyrirhugaða opnun veitingastað- arins. „Silfurtunglið var einn helsti staðurinn í bænum frá því að hann var opnaður og þar til honum var breytt í Snorrabæ.“ Silfurtunglið var vinsæll dans- staður um helgar og síðdegis á sunnudögum voru þar oft unglinga- dansleikir. Trix var lengi hljómsveit hússins og Flowers spilaði þar iðu- lega. Reyndar var Austurbæjarbíó einn helsti hljómleikastaður landsins og haft hefur verið á orði að ónefndir skrækir hafi fyrst heyrst hérlendis, þegar hljómsveitin Kinks hélt þar hljómleika 1965. Eigendur hússins vilja halda sögu Silfurtunglsins hátt á lofti og margir hafa brugðist við auglýsingum eftir myndum eða hlutum sem tengjast húsinu á umræddu 20 ára tímabili. Steinn Óskar segir að Almar Al- ferðsson vöruhönnuður og Jón Ingi- berg Jónsteinsson, grafískur hönn- uður, hafi fengið það verkefni að hanna staðinn með sögu hans í huga. Innréttingarnar séu í gamla stílnum, gömul húsgögn í bland við ný hús- gögn í gömlum stíl. Myndir af stjörn- um, sem spiluðu í húsinu, koma til með að prýða veggina og myndbönd frá tónleikum í húsinu verða látin rúlla í betri stofu. „Saga hússins verður sýnd í máli og myndum og endurspeglar þannig stemninguna eins og hún var,“ segir Steinn Óskar. Hann bætir við að reynt verði að skapa sambærilega stemningu og var á árum áður. Sviðið með gömlum hljóðfærum verði til taks hvenær sem er. „Þetta verður nokkurskonar Food&Fun. Matarlist, leiklist og tón- list verða allsráðandi og við ætlum að reyna að tvinna þetta saman eins mikið og við getum.“ Matarlist, leiklist og tónlist  Silfurtunglið opnað í Austurbæ eftir 37 ára hlé Morgunblaðið/Árni Sæberg Efni Hjónin Sveinn Sveinsson og Margrét Steinunn Nielsen gáfu Silfurtunglinu myndir og úrklippur í fyrradag. Pétur Pétursson er lengst til vinstri en hönnuðirnir Almar Alfreðsson og Jón Ingiberg Jónsteinsson eru til hægri. Stuð Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, í sveiflu í Silfurtunglinu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðvestan 10-15 m/s með slyddu og síðar rigningu eða skúrum, en heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar í bili og hiti 2 til 7 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.