Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Útför Jónasar H. Haralz var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjöl- menni. Sr. Hjálmar Jónsson jarðsöng, Dóm- kirkjukórinn söng og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng. Líkmenn voru Þorsteinn Páls- son, Jóhann J. Ólafsson, Már Guðmundsson, Einar Benediktsson, Ásgeir Jónsson, Jón Sig- urðsson, Jónas Halldór Haralz og Haraldur Rafnar. Útför Jónasar H. Haralz Morgunblaðið/Sigurgeir S. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aðeins þrír lögreglumenn sem út- skrifuðust úr Lögregluskóla ríkisins fyrir helgi hafa fengið vilyrði fyrir störfum og þá einungis fram á haust. Óljóst er um ráðningar vegna sum- arafleysinga hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu en einhverjir nem- anna gera sér vonir um að komast þar að. „Það er ekki of bjart útlitið. Ekk- ert þeirra er að fara í skipaða stöðu. Örfá hafa fengið tímabundna ráðn- ingu fram á haust og önnur gera sér vonir um sumarafleysingar. Þau kvarta yfir því að fá ekki afdrátt- arlaus svör,“ segir Árni Sigmunds- son, deildarstjóri grunnnáms í Lög- regluskólanum. Átján lögreglumenn útskrifuðust úr skólanum sl. föstudag. Nemandi sem blaðamaður ræddi við segir að flestir nemendanna hafi stefnt að vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Þau sem ekki voru þar fyrir fluttu til borgarinnar vegna námsins. Þeim hafi verið tilkynnt nokkrum vikum fyrir útskrift að vegna niðurskurðar yrði líklega ekkert ráðið í nýjar stöð- ur eða þær stöður sem losna í ár. Seinna hafi komið fram að hugsan- lega yrði ráðið í einhver sumarstörf en það skýrðist ekki fyrr en eftir tvo mánuði. Tveir nýútskrifuðu lögreglumann- anna fengu tímabundnar ráðningar á Suðurnesjum og einn á Sauðár- króki. Nemandinn taldi að fæstir væru farnir að huga að annarri vinnu, heldur vonuðu að eitthvað breyttist. Aðeins tveir lögreglumenn eru skráðir sem atvinnuleitendur hjá Vinnumálastofnun. Steinar Adolfs- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands lögreglumanna, segir þó vitað um mun fleiri menn með þessa menntun sem væru þá í annarri vinnu. „Þetta er sérhæft nám og allir eru sammála um að það vantar fleira fólk í lögregluna. Það er miður ef þetta nýútskrifaða fólk missir tengslin við lögregluna og finnur sér annan farveg,“ segir Steinar. Þrír komnir í tímabundna vinnu  Nemendur sem útskrifuðust úr Lögregluskólanum fá ekki loforð um vinnu  Þrír af átján hafa fengið tímabundna vinnu úti á landi  Aðrir bíða svara um sumarvinnu á höfuðborgarsvæðinu Brautskráning Hópurinn útskrifaður í Bústaðakirkju síðastliðinn föstudag. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í síðustu viku komu þrjátíu og þrjár konur í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands vegna PIP-brjóstafyll- inga. Af þeim hópi greindist leki frá púðum hjá tuttugu konum samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætt- inu. Var það fjórða vikan sem Leitarstöð krabbameins- félagsins tók á móti konum með PIP-brjóstafyllingar í ómskoðun. Skoðað er á fimmtudögum og föstudögum í hverri viku og verður áfram í þessari viku samkvæmt áætlun. Alls hafa 187 konur gengist undir þessa rannsókn hér- lendis og hafa 58% þeirra greinst með lekar PIP-brjósta- fyllingar. Í fyrstu viku ómskoðunar var 41 kona skoðuð og niður- staðan þá var að 34 konur greindust með leka púða, eða yfir 80% kvennanna. Í vikunni á eftir voru 64 konur skoð- aðar og reyndust 37 þeirra vera með leka brjóstapúða, eða tæp 58%. Þriðju vikuna komu 49 konur í ómskoðun og af þeim greindust 29 með leka púða, eða 59%. Ómskoð- unin er konunum að kostnaðarlausu. Í byrjun febrúar tilkynnti velferðarráðuneytið að öll- um konum með PIP-brjóstapúða yrði boðið að láta nema þá burt á Landspítalanum. Þær skurðaðgerðir hófust á spítalanum í síðustu viku þegar púðar voru fjarlægðir úr sex konum hið minnsta. 187 konur með PIP-púða hafa mætt í ómskoðun Reuters Brjóstapúðar Franskur lýtalæknir með PIP-brjóstafyll- ingar sem voru framleiddar úr ólöglegu sílíkoni.  120 konur í heildina hafa greinst með leka púða Verið er að ljúka vinnu við samn- ingu draga að frumvarpi um lækkun fast- eignaskatts á hesthús í þétt- býli. Reiknað er með að Ögmund- ur Jónasson, inn- anríkisráðherra, kynni frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Mörg sveitarfélög, þar á meðal Reykjavík, hækkuðu fasteignaskatt á hesthúsum nú í upphafi árs. Töldu þau skylt að gera það vegna úr- skurðar yfirfasteignamatsnefndar. Skatturinn margfaldaðist hjá hest- húsaeigendum og hafa hestamenn mótmælt kröftuglega. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók málið upp að beiðni borgarinnar og óskaði eftir því að innanríkisráðuneytið léti vinna breytingar á lögunum þannig að fasteignaskattur á hesthúsum yrði sá sami og á íbúðarhúsum og sumarbústöðum, eins og áður var, en ekki eins og á atvinnuhúsnæði. helgi@mbl.is Hesthúsa- skattur lækkaður Ögmundur Jónasson Átján nemendur sem hófu nám við Lögregluskólann fyrir ári brautskráðust sl. föstudag. Enginn nemandi útskrifaðist á síðasta ári en nú hefur nýr 20 manna hópur hafið nám. Arnar Guðmundsson skólastjóri vekur athygli á því að fyrir hrun hafi skólinn aldrei náð að útskrifa nógu marga nemendur. Nú þurfi embættin að skera niður og við- urkennir Arnar að ekki þýði að taka nemendur í nám ef ekki sé von til þess að þeir fái störf. Voru aldrei nógu margir NÝR HÓPUR HEFUR NÁM Þingsályktunartillaga Bjarna Bene- diktssonar um afturköllun ákærunn- ar á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi er á dagskrá fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrir hádegi í dag. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni segist vona að nefndin af- greiði málið frá sér á fundinum í dag. Nauðsynlegt að fá botn í málið „Ég kýs að taka mark á því sem formaður nefndarinnar sagði í fjöl- miðlum að hún stefndi að því að gera það í fyrri hluta vikunnar. Það er nauðsynlegt að það fáist botn í þetta mál núna því að óbreyttu eiga rétt- arhöldin að hefjast í næstu viku [mánudaginn 5. mars]. Það er þægi- legast fyrir alla að vilji þingsins liggi þá skýr fyrir,“ segir Birgir. Aðspurð hvort ætla megi að vilji þingsins liggi fyrir áður en stefnt er að því að hefja réttarhöldin kveðst Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, binda vonir við það. Lýsir sig sammála Birgi „Ég held að við eigum von á því. Það ætla ég að rétt að vona. Ég er mjög sammála Birgi Ármanssyni í því að það þarf að liggja fyrir fyrir 5. mars,“ segir Valgerður og á við hver vilji þingsins er í málinu. Hún sagði það ekki í sínum verkahring að tjá sig um hvort til stæði að halda auka- þingfund á föstudag vegna málsins. Tæpt eitt og hálft ár er liðið síðan Alþingi samþykkti hinn 28. septem- ber 2010 að höfða bæri sakamál fyrir landsdómi á hendur Geir H. Haarde. Ekki náðist í forseta þingsins, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Afstaða þings í máli Geirs sé skýr  Tillaga Bjarna rædd í nefnd í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.