Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Ég vil byrja á
því að þakka þér fyrir allt sam-
an, þú varst ekki einungis pabbi
minn heldur varstu líka minn
lærimeistari og besti vinur. Við
áttum svo vel saman og við vor-
um alltaf sammála um allt það
sem við tókum okkur fyrir
hendur, ekki var lífið okkar allt-
Stefán Gunnar
Bragason
✝ Stefán GunnarBragason
fæddist 4. júlí 1955.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
10. febrúar 2012.
Útför Stefáns
Gunnars fór fram
frá Fossvogskap-
ellu í kyrrþey.
af auðvelt en við
gátum talað um allt
og leist úr öllum
vandamálum sam-
an. Þú varst besti
vinur minn og ég
gat alltaf leitað til
þín ef mér leið illa.
Alltaf fór ég sáttur
frá þér. Við skild-
um hvor annan svo
vel að við þurftum
oft ekki að segja
mörg orð, við litum bara hvor á
annan og það var eins og þús-
und orð.
Við vorum svo rólegir saman
og horfðum oft út um gluggann,
hugsuðum og töluðum um lífið
og tilveruna, það fannst mér
ómetanlegur tími. Ég man þeg-
ar ég var ungur og fólk spurði
mig hvað mig langaði að vera
þegar ég yrði stór þá sagði ég
alltaf „Ég vil verða smiður eins
og pabbi“. Ég hef alltaf litið svo
upp til þín, pabbi minn, þú ert
hetjan mín.
Ég man þegar ég var um 15
ára gamall og ég hringdi í þig
um nóttina og sagði að mér liði
ekki vel og spurði þig hvort ég
mætti ekki gista hjá þér í
nokkra daga, þú varst ekki lengi
að koma að sækja mig og við
ræddum saman alla nóttina og
það var eins og ég öðlaðist nýtt
líf og þessir nokkrir dagar urðu
að tveimur árum og á þessum
tveimur árum varð ég að þess-
um sjálfstæða stolta manni sem
ég er í dag.
Þú kenndir mér svo húsa-
smíði og tókst mig að þér og
bauðst mér og vini mínum að
koma að vinna hjá þér, þú settir
mig inn í rekstur fyrirtækis
þíns sem þú varst svo góður að
byggja upp frá grunni og sagðir
oft að þú vonaðir að ég tæki við
þessum rekstri einn daginn. En
þú kenndir mér ekki bara húsa-
smíði heldur kenndir þú mér á
lífið sjálft. Ég er þér svo þakk-
látur að gera mig að þeim
manni sem ég er í dag. Alltaf
varstu sanngjarn á milli okkar
þriggja bræðra og áttir sérstakt
samband á milli okkar allra, ég
get sagt fyrir okkur bræðurna
að við erum allir svo ánægðir og
stoltir að hafa átt þig sem föður
og vin.
Takk fyrir allar ferðirnar
okkar þar sem við fórum í fjall-
göngur, veiðar og fleira, þetta
voru svo skemmtilegar ferðir og
það var hlegið oft svo mikið,
þetta eru stundir sem maður
mun aldrei gleyma. Þú átt eftir
að lifa að eilífu í minningu minni
og ég mun oft hugsa til baka um
þessa góðu tíma sem við áttum
saman. Þín verður sárt saknað.
Takk fyrir að vera svona heið-
arlegur, traustur vinur.
Sigurður Stefánsson.
Fyrstu kynni mín af Óla Abu
voru, skiljanlega, þegar ég kynnt-
ist dóttur hans. Ég var þá háseti á
varðskipinu Ægi, og mér fannst
að Óla fyndist það heiður að geta
starfað hjá Gæslunni. Ég var og er
stoltur af því að hafa starfað hjá
Gæslunni og skil Óla að því leytinu
mjög vel.
Þetta ár, 1997, bauðst Óli til að
aka mér á Bessastaði, þar sem
áhöfnin á varðskipinu Ægi átti að
Ólafur Helgi
Friðjónsson
✝ Ólafur HelgiFriðjónsson
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík
5. apríl 1933. Hann
lést á Landspít-
alanum 10. febrúar
2012.
Útför Ólafs fór
fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 21.
febrúar 2012.
taka við viðurkenn-
ingu frá forseta Ís-
lands vegna björg-
unartilraunar á
fraktskipinu Vikar-
tind.
Hann skutlaði
mér á Patrol sem
hann átti og ég sá að
ýmislegt við þennan
Patrol hafði verið
virkilega vel útfært í
þeim breytingum
sem Óli hafði gert á honum. Þetta
var stuttur Patrol með stóru vél-
inni, 3500 cc diesel að mig minnir,
og karlinn hafði gert bílinn jökla-
færan. Ég sá að maðurinn var
handverksmaður af ástríðu.
Ég átti eftir að sjá ýmislegt
fleira frá væntanlegum tengdaföð-
ur mínum og þar af nokkuð sem
ég átti ekki von á.
Óli var leikari af Guðs náð og
samdi og lék í nokkrum auglýs-
ingum. Þar á meðal auglýsingu
um Abu-veiðivörur. Í þeirri aug-
lýsingu sést Óli standa úti í hver
og veiða lax. Maður kemur að hon-
um og spyr hvernig þetta sé hægt
og Óli svarar: „Nú, auðvitað með
Abu!“
Þessi auglýsing gaf honum við-
urnefnið Óli Abu.
Þegar ég var sjö ára lenti ég í
því að falla í hver og brenna mig
illa. Þegar ég var spurður hvað ég
hefði verið að þvælast út í hverinn
svaraði ég í hálfgerðu gríni: „Ég
var bara að reyna að veiða lax eins
og maðurinn í auglýsingunni!“
Ég hafði ekki hugmynd um, að
þessi maður sem ég vitnaði í átti
eftir að verða tengdafaðir minn.
Þegar ég læt hugann reika um
kynni mín af Óla kemur alltaf bros
hjá mér. Hann var bara skemmti-
legur og virkilega þægilegt að
hafa hann nálægt sér.
Hann kenndi mér t.d. hvernig
ætti að búa til prestakaffi: „Nú,
það er þannig gert að fyrst tekur
þú kaffibolla og setur krónu í
botninn á bollanum. Síðan hellirðu
kaffi í bollann þangað til krónan
hverfur. Þá tekurðu vodka eða ís-
lenskt brennivín og hellir í bollann
þangað til krónan kemur í ljós. Þá
ertu kominn með prestakaffi!“
Oft kom það fyrir að við rædd-
um þjóðmálin. Umburðarlyndi
hans gagnvart þjóðníðingum,
ónytjungum og öðrum liðleskjum,
sem áberandi hafa verið í um-
hverfi okkar, var aðdáunarvert og
man ég ekki til að hafa heyrt hann
tala illa um neina manneskju,
sama hvað viðkomandi hafði gert
af sér. Þetta segir mér allt sem
segja þar um þann kærleika sem
einkenndi þennan mann.
Kærleikurinn var smitandi frá
honum og það voru börnin og dýr-
in sem fundu hvað mest fyrir hon-
um. Þau löðuðust að honum eins
og segli. Dóttir mín dýrkaði hann
og báðir labradorhundarnir sem
við hjónum höfum átt vildu hvergi
annars staðar vera en við fætur
hans þegar hann kom í heimsókn.
Þetta segir mér allt sem segja
þarf um Óla Abu, tengdaföður
minn, sem ég kveð nú með söknuð
í brjósti en samt með bros á vör.
Eins ótrúlegt og það hljómar.
Guð geymi þig, kæri vinur, og
við hittumst í fyllingu tímans.
Kærar þakkir fyrir allt.
Olgeir Gestsson.
Elsku afi.
Takk fyrir allar góðu minning-
arnar sem þú gafst mér, þín verð-
ur sárt saknað.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Ég kveiki á kerti fyrir þig,
góða nótt.
Þín
Linda.
Haukur
Arnars
Bogason
✝ Haukur Arnars Bogasonfæddist á Akureyri 21. nóv-
ember 1919. Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 11. febrúar
2012.
Útför Hauks var gerð frá Ás-
kirkju í Reykjavík 17. febrúar
2012.
Nú, þegar þessi sérkennilega
fjölhæfi listamaður er hallur af
heimi, vil ég þakka fyrir mig.
Fyrst man ég eftir henni sem
barn, og þá fyrir fegurð henn-
ar, og sú dofnaði ansi lítið með
árunum. Ekki eru þær síðri
endurminningarnar um bæk-
urnar, sem hún myndskreytti.
Myndirnar skoðaði ég aftur og
aftur með röntgenaugum, og
man þær enn. En mikilvægasta
gjöfin, hvað mig varðar, er hún
Helga dóttir hennar og vinkona
mín. Tryggðin, eins og hún best
getur orðið, húmorinn og vænt-
umþykjan sömuleiðis. Sigga
mín, Böggi og Tryggvi eru ekk-
ert slor, heldur, góðar og heil-
steyptar manneskjur – og
skemmtilegar.
Egill, eiginmaður Þórdísar,
er mér sömuleiðis mjög minn-
isstæður. Hann var góður mað-
ur og hlýr. Við vorum sam-
kennarar nokkur ár, og sá barg
nú oft lífi mínu, þegar leiðindin
Þórdís
Tryggvadóttir
✝ ÞórdísTryggvadóttir
fæddist í Reykjavík
14. desember 1927.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 10. febrúar
2012.
Þórdís var jarð-
sungin frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 17. febrúar
2012.
á kennarastofunni
voru að drepa
mann. Nú hafa
þessi sómahjón
bæði kvatt, og að
þeim er eftirsjá.
Mikið vildi ég óska
þess að heimurinn
væri fullur af fólki
eins og þeim. Ég
hugsa til ykkar
allra, sem elskuðuð
Þórdísi, og sam-
hryggist ykkur einlæglega.
Guðrún Ægisdóttir.
Það er stundum erfitt að búa
í útlöndum. Sérstaklega þegar
maður fær símhringinu frá
pabba sínum um miðja nótt til
að tilkynna manni að amma
manns hafi fallið frá. Það er
sérstaklega erfitt líka þegar
hún hafði verið hress kvöldið
áður. Það er erfitt að vera ekki
innan um fjölskylduna sína á
slíkum stundum.
Hún amma mín var merk-
iskona. Hún var dóttir Tryggva
Magnússonar, listmálara, og
Sigríðar Sigurðardóttur, sem
líka var listmálari og fékk hún
hæfileika þeirra í vöggugjöf.
Hún var afar flink í fingrunum,
hvort sem það var píanóleikur,
útsaumur, fatasaumur, mál-
verk, leirverk eða smíðar. Ég
hef verið svo heppin að hún
saumaði á mig allmarga kjóla
þegar ég var lítil stelpa, sem ég
á enn. Listhæfni hennar lifir í
þeim.
Ég mun sakna hennar mikið,
ég mun sakna að koma til
hennar til að fá „jukk“ um jól-
in. Eins ólystuglega og það
hljómar, þá var þetta bara
nokkuð góður kjúklingaréttur í
tartalettum. Hún gerði það vel
þó henni leiddist eldamennska
yfirleitt.
Ég mun sakna þess að
hlusta á hana, pabba og systk-
ini hans tala um gamla tíma.
Sögurnar um allt fólkið sem
þau þekktu og bjó í kringum
þau úti á Seltjarnarnesi og í
vesturbænum. Ég gæti setið
tímunum saman án þess að
segja nokkuð, bara að hlusta á
sögurnar um allt litskrúðuga
fólkið. Þær sögur munu von-
andi halda áfram en það verður
ekki eins án hennar.
Fyrir nokkrum árum tók ég
viðtal við hana vegna verkefnis
í háskólanum og sagði hún mér
frá stríðsárunum og þegar hún
gifti sig rétt eftir þau. Hún
varð að gifta sig í svörtu því
það var eina efnið sem hún
fékk og þurfti hún að fara alla
leið á Selfoss til þess að ná í
efnið. Hún reddaði sér alltaf.
En nú er hún fallin frá, öll-
um að óvörum, en hún átti þó
langa og skemmtilega ævi,
þrátt fyrir streð. Ég vona að
hún sé á skemmtilegum stað
með afa, vinum og vandamönn-
um, kannski er hún að bera
fram hangikjöt og jukk á milli
þess sem hún spilar fyrir þau á
píanó og segir sögur.
Ég votta pabba, systkinum
hans og öðrum ættingjum mína
dýpstu samúð.
Helga Dís Björgúlfsdóttir.
Elsku Gísli, þar sem ég sit og
horfi yfir fjörðinn okkar fagra
streyma fram minningar um
þig. Þú varst mér svo mikið.
Alltaf flottastur og svo mikill
mannvinur.
Ég varð þess aðnjótandi að
vera mikið með þér. Fara með
þér og pabba í siglingu til Eng-
lands. Vinna með þér og Dísu
við uppstokkun og í harðfisk-
verkuninni. Þið alltaf svo sam-
hent, dugleg og gaman að vinna
með ykkur. Það var mikill kær-
leikur með ykkur Dísu og oft
stutt í glens og gaman.
Þú varst svo laginn að tala
fólk til. Þú stóðst alltaf með
mér, sagðir mömmu og pabba
að ég, litla systir þín, gæti gert
hluti sem stundum voru smá
fullorðins. Þú varst meira að
segja lengi í peysunni sem ég
prjónaði handa þér. Það vissu
allir hver stóð í brúnni þegar
þeir sá appelsínugulu peysuna
sem þú kallaðir veiðikló. Já, þá
var oft fjör og prakkaragangur
hjá okkur. Það var með þér sem
ég fór fyrst á ball 14 ára gömul
og þú taldir það sjálfsagt.
Tíminn leið og við þroskuð-
umst, eignuðumst maka og fór-
um að búa. En við áttum alltaf
svo vel saman. Fórum í stuttar
gönguferðir í nágrenni Norð-
fjarðar og siglingar með barna-
hóp okkar systra. Sjómanna-
dagurinn var dagurinn þinn. Þú
varst alltaf aðalkarlinn hjá
börnunum, áttir flottasta bátinn
og í minningunni vorum við allt-
af fyrst í hópsiglingunni.
Það er erfitt að kveðja en
enginn breytir örlögum sínum.
Við biðjum Guð að styrkja Dísu
og fjölskyldur okkar á þessum
dimmu dögum.
Brynja systir
og fjölskylda.
Það var erfitt að heyra að
togarans Hallgríms SI 77, sem
Gísli var á, á leið til Noregs,
væri saknað. Óvissa tók við en
svo bárust fréttir að einum
skipverja hefði verið bjargað og
við vissum ekki hver það var en
við vonuðumst til að allir skip-
verjar myndu finnast heilir á
húfi.
Þegar við hugsum til Gísla
færist yfir okkur bros. Fyrir
okkur var Gísli eiginmaður föð-
Gísli
Garðarsson
✝ Gísli Garð-arsson fæddist
í Neskaupstað 1.
júní 1949. Hann lést
í sjóslysi við Nor-
egsstrendur 25.
janúar 2012.
Minningarathöfn
um Gísla Garð-
arsson var í Ytri
Njarðvík 24. febr-
úar 2012.
ursystur okkar,
skipstjóri, útgerð-
armaður og sjálf-
stæðismaður þrátt
fyrir að vera Norð-
firðingur. Gísli var
líka margt annað,
hann var einstak-
lega geð- og barn-
góður, með þétt
handtak, hlátur- og
brosmildur, hjálp-
samur og skemmti-
legur. Hann hafði hlýja nær-
veru og hugsaði svo vel um
Dísu og fjölskylduna.
Eftir sjóslysið hafa komið
upp minningar í hugann frá
liðnum árum af samverustund-
um okkar með Gísla eins og
jólaboðin, laufabrauðsgerðin
þar sem hver hafði sitt hlutverk
(og Gísli og pabbi sáu um steik-
ingu), útilegur, fertugsafmælið í
Neskaupstað, glænýr fiskur í
orlydeigi, ákafur grassláttur í
„garð-fjallshlíð“ Þiljuvalla,
fimm lítra pick-up í hæsta gír á
leið upp Oddsskarðið og sigling
á Fylki m.a. í Við- og Miðfjörð
svo fátt eitt sé upptalið.
En í rauninni er ekki hægt að
tala um Gísla í eintölu, því við
hugsuðum yfirleitt til þeirra
beggja í senn, Dísu frænku og
Gísla – þau voru svo miklir vin-
ir.
Söknuðurinn er sár og erfitt
að sætta sig við að Gísli sé far-
inn og að við munum ekki hitta
hann aftur.
Elsku Dísa frænka, missir
þinn er mikill, en minningin um
góðan og kærleiksríkan mann
mun lifa með okkur.
Árni, Kolbrún og
Vala Georgsbörn.
Mig langar að minnast Gísla
sem var mér kær frændi og vin-
ur.Við tengdumst þannig að ég
og móðir hans vorum bræðra-
dætur. Fjarlægðin gerði það að
verkum að við þekktumst ekki
mikið, hún alin upp á Norðfirði
en ég í Reykjavík. En seinna
fann ég hann frænda minn hér í
Reykjanesbæ þar sem við
bjuggum bæði.
Við fundum strax ættar-
tengslin og tengdumst vináttu-
böndum. Mér fannst gott að
vita af honum frænda mínum
svona nálægt mér. Hann birtist
eins og ferskur vindur í dyra-
gættinni hjá mér, kallaði „hæ“
er einhver heima, þegar hann
kom færandi hendi til frænku
sinnar.
Ég votta eiginkonu, systkin-
um og öðrum ástvinum innilega
samúð og bið góðan Guð að vera
með okkur öllum.
Guð geymi þig, elsku frændi,
og takk fyrir allt.
Þín frænka,
Þóra Jónsdóttir.