Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 ✝ Ásdís MagneaIngólfsdóttir „Maddý“ var fædd á Kárastíg 13 í Reykjavík hinn 20. júní 1954. Hún lést 20. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar eru Ólafía Kol- brún Óskarsdóttir, fædd 16. mars 1936, og Ingólfur Arnór Magnússon, fæddur 11. apríl 1933, dáinn 16. apríl 1983. Systir Maddýjar er María Petrína Ingólfsdóttir, fædd 9. september 1955. Sam- býlismaður hennar er Þorlák- ur Rúnar Loftsson, fæddur 13. september 1952. Börn Maríu eru Kolbrún Arna Villadsen, fædd 9. febrúar 1974, og Ing- ólfur Freyr Elmers, fæddur 18. apríl 1979. Maddý ólst upp hjá föðurforeldrum sínum, Ás- dísi Pétursdóttur og Magnúsi Grímssyni, frá 8 ára aldri. Fyrst bjuggu þau á Kárastíg 13, Reykjavík, og síðar fluttu þau í Háagerði 35, Reykjavík, þar sem Maddý bjó þar til hún veiktist 2010. Síðastliðið ár hefur hún dvalið á hjúkr- unarheimili þar sem hún lést 20. febrúar síðastlið- inn. Árið 1983 giftist hún Bjarna Þórarinssyni og voru þau gift þar til 2006. Foreldrar Bjarna eru Svan- hildur Bjarnadótt- ir, fædd 8. febrúar 1937, dáin 5. jan- úar 2002, og Þór- arinn Guðmundsson, fæddur 9. júní 1936, dáinn 12. október 1995. Sem ung stúlka vann Maddý við afgreiðslustörf, síð- ar snéri hún sér að því sem varð hennar ævistarf og átti hug hennar allan. Vann hún meðal annars á Arnarholti í 12 ár og hjá Útideild Reykjavíkur fyrir unglinga frá stofnun þess og var þar í allmörg ár. Maddý var menntuð sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi og síðustu starfsár var hún forstöðukona unglingaheimils í Dalbrekku í Kópavogi. Ásdís Magnea verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 28. febrúar 2012, kl. 13. Elsku sæta, sætastan mín. Ég trúi því varla að ég sé að kveðja þig í hinsta sinn í þessari jarðvist, en svona er það víst. Þegar ég var 21 árs nýbökuð móðir með Helenu mína þriggja mánaða, þú 12 ára, vorum við saman eitt sumar hjá frændfólki okkar í Biskupstungunum, þú að passa þrjú börn, ég ráðskona að elda og hugsa um heimilið. Eftir þetta varð ekki aftur snú- ið hjá okkur, svo náið varð sam- band okkar. Í mínum huga erum við sem mæðgur, systur, nöfnur og frænkur. Síðan giftist ég hon- um Geira mínum og eignaðist Ilmi litlu og alltaf varst þú með í öllu og þið Geiri líka svo miklir vinir. Þú varst hjá okkur í Kefla- vík, með okkur í Danmörku þegar Geiri fór að læra, með stelpunum mínum alla tíð sem stóra frænka og vinkona, með barnabörnunum mínum sem „gamla uppáhalds- frænkan“. Með í öllum afmælum, skírnum, fermingum, giftingum, útskriftum, í sorg og í gleði, já bara með í öllu lífinu mínu. Þú varst falleg, hlý, skapstór og réttsýn, trygg, frændrækin, vitur, dugleg, kjarkmikil, heiðar- leg, listræn, jákæð, þakklát, húm- oristi, mikill fagurkeri, já, svo varstu svo mikil alvöru hefðar- dama. Þú varst alveg „unik“ kona. Samverustundirnar okkar, elsku Maddý mín, eru svo margar og svo margbreytilegar, svo dýr- mætar að ég veit ekki einu sinni hverjar ég á helst að þakka þér sérstaklega nú á þessari stundu. Ég held ég þakki þér bara jafn- mikið fyrir þær allar. Ég er líka svo þakklát þér fyrir uppeldið á stelpunum mínum, en þú átt ótrú- lega mikinn þátt í því. Þegar þær giftu sig undirbjóst þú gæsapartí- in þeirra og skipulagðir alfarið. Enginn gat gert það betur og enginn þekkti þær jafnvel og þú, allt í þeirra anda, allt með þínu ívafi, allt svo fallegt og elegant. Þú varst svo mikil fyrirmynd fyrir þær. Það er svo ótrúlega mikið af þér í þeim. Ég sé þig í Helenu minni þegar hún er að nostra við heimilið sitt, þegar hún sýnir sína einstöku tryggð, þegar hún lætur í ljós sín- ar skoðanir með festu og réttsýni og þegar hún velur sér föt af fín- ustu gerð. Ég sé þig í henni Ilmi minni þegar hún sýnir sína miklu hlýju, húmorinn, dugnaðinn, kjarkinn og listrænu hæfileikana. Ekki síst birtist þú í báðum stelp- unum mínum í þeirra uppeldi á sínum börnum. Engin manneskja hefur hælt mér og fjölskyldunni jafnmikið og þú elsku hjartað mitt. Hversu oft komstu til okkar Geira og dætra minna, gekkst um heimilin okkar, tókst eftir öllu, hældir öllu og okkur sjálfum mest. Hversu oft sagðir þú við mig elsku Maddý mín: „Það er svo mikið ríkidæmi að eiga ykkur öll“ eða „Þú ert svo góð við mig elsku frænka mín“ eða „Þið eruð svo mikið fjölskyldan mín“, bara endalaust hól og endalaus já- kvæðni alltaf. Eitt er víst, enginn hefur kennt mér eins mikla jákvæðni og þú. Sem betur fer sagði ég þér allt- af hversu mikið ég elska þig og hversu stórt pláss þú átt í hjart- anu mínu. Ég kveð þig elsku frænka mín með óendanlegu þakklæti, ást og söknuði. Megir þú hvíla í Drottins náð og friði. Þín Magnea frænka. Elsku Maddý frænka. Það er svo sárt að missa þig. Ég sé þig fyrir mér labba upp tröppurnar á húsinu mínu við Grettisgötuna, þú þarft að hafa dálítið fyrir því og þú minnist hlæjandi á handriðið sem ég hef ætlað að setja upp fyrir þig frá því ég flutti í húsið en hef ekki komið í verk. Svo svífur þú inn og talar fallega um allt sem fyrir augu ber. Ekkert fer framhjá þér, þú tekur pláss, sem er gott því þú ert svo falleg manneskja, svo næm og forvitin um lífið, svo jákvæð og geislandi. Að hafa fengið að fylgj- ast með því hvernig þú nærðir þína kvenlegu eiginleika og dekr- aðir við sjálfa þig hefur kennt mér meira en allir skólar sem ég hef farið í til samans. Þú ert líka mesti fagurkeri sem ég hef kynnst. Það var ekki einn fersentímetri á heimili þínu sem mig langaði ekki að stara endalaust á. Og hvernig þú klæddir þig og mál- aðir þig, hvernig þú nostraðir við að skreyta jólatré eða veisluborð. Allt varð að heilagri athöfn, sem endurspeglaði næmni þína. Og ekki sparaðir þú hrósið. Allt sem ég gerði var stórkostlegt, mest og best. Þú hefur ávallt sagt að mér væru allir vegir færir. Og því trúði ég, vegna þess að þú lifðir þannig sjálf, þú hefur alltaf verið töffari sem lætur ekkert stöðva þig. Ekki hvarflaði að mér, þegar þú hringdir í mig fyrir rúmu ári og sagðist vera of slöpp til að hitta mig á kaffihúsi að þú myndir ekki ná heilsu. Ég hef hugsað til þín daglega síðan þá, frá útlandinu mínu. Ég er með svo mikið planað fyrir okkur að gera þegar ég flyt heim í sumar. Falleg tískublöð og innanhússtímarit sem ég ætlaði að skoða með þér, bækur og greinar sem ég ætlaði að lesa upphátt fyrir þig, svo mikið af sænsku postulíni og antík sem ég ætlaði að fá álit þitt á. Svo ætlaði ég að færa þér ilm af liljum, vanillu og espressó, sýna þér myndir af ilmvatns- klaustrinu í Flórens sem við höf- um svo oft talað um og sýna þér nýja Santa Maria Novella-ilm- vatnið mitt. Þú hefðir elskað að heyra um þessa elstu ilmvatnsfa- brikku í heimi og ég bara veit ekki um neinn annan sem ég get deilt þessu með. Ég á kannski aldrei eftir að skilja hvers vegna það eru okkar örlög að geta ekki verið saman í veikindunum þínum. En eitt er víst, að lífið verður aldrei eins án þín. Þín verður saknað á mörgum stöðum, þú ert þekkt alls staðar sem þú vandir komur þínar, fyrir það hvað þú gafst af þér fallegan þokka og jákvæða strauma. Ég er þakklát fyrir að ég skuli hafa fengið að vera samferða þér. Þú varst mér sem eldri systir, þú fylltir mig af trú á lífið og kenndir mér að hugarfarið er það eina sem skiptir máli. Það er kaldhæðni örlaganna að með það þú sem kenndir mér að takast á við sorgina sem fylgir því að missa. Það hvernig þú tókst á við erfiðleika og sorg og leyfðir öllum tilfinningaskalanum að flæða gegnum þig var til eftir- breytni. Glasið þitt var alltaf hálf- fullt, aldrei hálftómt, alveg sama á hverju gekk – og það var ekkert smáræði sem þú þurftir að takast á við. Ég mun aldrei hætta að spyrja mig: „Hvernig hefði Maddý frænka tekist á við þetta?“ Ég elska þig og sakna þín. Helena. Frá því ég man eftir mér hefur djúp vinátta móður minnar og Magneu frænku minnar verið mér fyrirmynd að sterkri, ævi- langri samstöðu og samkennd vinkvenna. Magnea frænka mín var einstök kona og í hennar ná- vist var hversdagurinn aldrei hversdagslegur. Maddý hafði sér- stakt lag á að gera alla atburði, bæði stóra og smáa, í lífi sínu og samferðafólks síns fallega og þýð- ingarmikla. Lífsgleði hennar, glæsileiki og einlægni hrifu alla sem henni kynntust. Maddý var trú sjálfri sér og bar aðdáunar- verða virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum. Hún fann ávallt leiðir til að hrósa og nálgast hvert og eitt okkar á þann veg að við urðum öll sérstök og mikilvæg. Það eru for- réttindi að hafa haft konu eins og Maddý í lífi sínu og missir okkar er mikill og sár. Hún snerti líf ást- vina sinna og falleg minning hennar mun lifa með okkur. Henný. Elsku engillinn minn! Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú passaðir mig þegar ég var lítil, leyfðir mér að vera hluti af þér og öllu þínu, leyfðir mér að skoða og prófa alla hundrað vara- litina þína og máta kórónuna þína. Allt sem þú átt og ert er eins og ævintýraveröld fyrir börn og fullorðna. Með þér er ég sannur gimsteinn og perla af því þú segir mér að ég sé einstök. Þú segir mér að ég sé ómetanleg í móð- urhlutverkinu, að ég leyfi börn- unum mínum að vera þau sem þau eru og blómstra. Ég heyri röddina þína segja mér allt það besta um sjálfa mig og ég ætla að varðveita öll þín fallegu orð alla tíð. Ég elska þig. Þín frænka, Ilmur. „Hve blásnautt er hjarta sem einskis saknar.“ (E. Ben.) Allir dagarnir sem við höfum átt, elsku, elsku stelpan mín, okk- ar eilífa bernska og gleðin yfir að vera til. Hvernig sú gleði braust óbeisluð út þegar við vorum sam- an, sama hvernig allt velktist. Allt þetta þakka ég svo innilega fyrir. Löngu farnar af sokkabandinu sem var uppspretta alls og komn- ar á lífstykkjaaldurinn en samt jesúsaði Maddý frænka Reinalds, sem er sanntrúuð kona, sig yfir okkur og signdi sig í bak og fyrir og kallaði okkur óforbetranlegar skvettur þegar hlátrasköllin voru að æra hana. Ég get aldrei nógsamlega þakkað fyrir að hafa lifað þessa daga og ár í ómældri elsku þinni. Hvíldu í hjarta mínu, elsku Maddý mín. Edith Randy (Edittin). Í heimi fullkomnunar var ég með þér á hverjum degi, alveg frá því við urðum hjartans vinkonur fyrir nokkrum árum. Í þessum heimi réði nánd og dýpt ríkjum. Ástin umvafði okkur og á sama tíma fengu systurnar gleðin og sorgin, ásamt öllum öðrum í til- finningafjölskyldunni að vera með. Fullkomnunin fólst í því að það var rými fyrir að upplifa sam- an, allt það sem áður hafði verið, var og átti að vera. Þannig vorum við flæðandi óháðar tíma og rúmi, ýmist tvær eða með öðrum, sem voru eða komu inn í okkar líf. Þú varst ekki bara vinkona mín heldur líka ótrúlega fögur fyrir- mynd og fræðari. Að vera með þér og finna hvernig nærvera þín laðaði fram á heillandi hátt ein- staka stemningu og dásemd í um- hverfi og öðrum manneskjum, var og verður mér ómetanlegt. Hversdagsleikinn var aldrei hversdagslegur með þér. Það var unun að sjá hvernig þú sýndir öllu svo mikla alúð og lést þig allt varða sem hefðarkona, Íslending- ur, manneskja, kona og sem Maddý. Þú hélst uppi heiðri merkra Íslendinga sem höfðu lagt sitt af mörkum við að skapa söguna almennt og einnig þína eigin sögu. En það gerðir þú með því að halda í gamlar hefðir á óhefðbundinn sem og hefðbund- inn hátt með þínum einstaka per- sónulega stíl. Saman bjuggum við svo til okk- ar hefðir og siði samhliða þeim gömlu og þannig sköpuðum við okkar sögu. En hún samanstóð af mörgum ævintýrum þar sem þráður örlaganna var ofinn með töfrum, dulúð, dramatík og feg- urð og við það varð hið ótrúlega að hinu trúlega. Þó svo að hjarta mitt sé fullt af sorg og söknuði nær þakklætið oftast að vera yfirsterkara því að þær gjafir sem mér hefur hlotn- ast frá þér hafa veitt mér svo mikla hamingju og hafa gert mér fært að búa við mikið innra og ytra ríkidæmi. Ævintýrin sem eitt sitt voru okkar munu halda áfram sem mín ævintýri og veit ég að þú fylgir mér sem verndardís. Verndari ástarinnar, kærleikans og frelsis- ins, alls sem þú trúðir á og lifðir eftir. Og þetta veit ég þar sem að þú skildir mig eftir í faðmi þeirra yndislegu kvenna sem í lífi þínu voru. Ég þakka þér af öllu mínu hjarta. Þú munt ávallt lífa í mér, Maddýin mín. Þín elskandi og saknandi vin- kona, Elísabet. Maddý og mamma mín hafa verið bestu vinkonur síðan þær muna eftir sér og hefur Maddý því ávallt verið stór hluti af mínu lífi. Fyrstu minningarnar mínar um Maddý einkennast því af æv- intýralegum hugsunum barns því ég var nokkuð viss um að Maddý væri álfaprinsessa. Fallegir lang- ir slöngulokkar, stór blá augu, tignarlegt fas og fallegt bros spiluðu þar stórt hlutverk. Eftir því sem ég varð eldri átt- aði ég mig á því að Maddý var ekki álfaprinsessa en ég hef þó ávallt vitað að Maddý er betri manneskja en flestir aðrir. Þann- Ásdís Magnea Ingólfsdóttir ✝ (Sigurður)Guðgeir Ingv- arsson fæddist 28. febrúar 1946 á Desjarmýri í Borg- arfirði eystra. Hann lést á heimili sínu Mánatröð 8b á Egilsstöðum 14. febrúar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Júlíus Ingvarsson, bóndi og oddviti, og Helga Björnsdóttir húsfreyja. Guðgeir ólst upp á Desjarmýri, elstur sjö systkina en þau eru: Ingunn Júl- ía, bóndi á Viðborðsseli á Mýr- um, Hornafirði, Vigfús Ingvar, fyrrverandi sóknarprestur á Egilsstöðum, Guðríður, ljós- móðir í Hafnarfirði, Björn, raf- magnsiðnfræðingur á Egils- stöðum, Guðrún, bókhaldari í Reykjavík, og Soffía, mennta- skólakennari og bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði. Guðgeir kvæntist Anne Kampp leirlistakonu 17. ágúst 1974. Foreldrar hennar voru véum í Danmörku 1971-74 og lauk þá prófi sem félagsráðgjafi. Guðgeir var kennari við Barnaskóla Keflavíkur 1968-69 og vann á Skrifstofu ríkisspít- alanna 1969-70. Starfaði sem fé- lagsráðgjafi við Sálfræðideild skóla í Reykjavík 1974-79. Fé- lagsmálastjóri á Akranesi 1979- 86 og á Egilsstöðum frá 1986- 1999. Vann við ráðgjafarstörf í skólum á Akureyri 1999- 2000 og árið eftir sem félagsmála- stjóri og kennari á Fáskrúðs- firði og fékkst svo við kennslu í Fellabæ. Guðgeir vann tvö ár sem blaðamaður á Austra. Starf- aði síðari árin og til æviloka við Héraðsskjalasafn Austfirðinga, samtals í um hálfan annan ára- tug. Guðgeir tók mikinn þátt í ýmsum félagsstörfum og fékkst nokkuð við ritstörf svo sem ljóðagerð. Útför Guðgeirs fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey 24. febrúar en minningarathöfn verður í Egilsstaðakirkju í dag, 28. febrúar, kl. 16. hjónin Svend Aage Kampp, lýðhá- skólakennari og frí- kirkjuprestur, síð- ast í Óðinsvéum, og Elinor Kampp hús- freyja. Börn Guð- geirs og Anne eru: 1) Ingvar Smári, tæknifræðingur í Danmörku, kona hans er Hjördís R. Nielsen og eiga þau dótturina Huldu Elisabeth. 2) Guðný Elísa, deildarstjóri á leik- skóla í Reykjavík. 3) Elín Helga, við þroskaþjálfanám í Reykja- vík, unnusti hennar er Björn Halldór Björnsson. Þau Guðgeir og Anne skildu. Guðgeir stundaði nám við Flensborgarskóla og síðan Gagnfræðaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan vor- ið 1966. Nam ensku við HÍ 1966- 67 og við Kennaraskóla Íslands næsta vetur og lauk kenn- araprófi vorið 1968. Nam við Den sociale Højskole í Óðins- Með fáum orðum vil ég kveðja Guðgeir, eldri bróður minn, sem kvaddi fyrr en búast mátti við þótt heilsu hans hafi farið hrak- andi síðustu mánuði. Hugurinn leitar til bernskuslóða á Desjar- mýri. Mörg spor áttum við bræð- ur saman um hagana þar ef ekki í tengslum við búskapinn þá að horfa eftir blómum, fuglum og öðrum furðum náttúrunnar. Fyr- ir kom víst að einhverjir nyt- semdarleiðangrar leystust upp í eintóma náttúruskoðun. Ég minnist líka nosturs Guðgeirs við garðrækt en alla ævi hafði hann mikinn áhuga á ræktun blóma og runna. Svo voru það bækurnar. Áhugi hans á bókum dvínaði síst með árunum og þá ekki aðeins á innihaldi þeirra heldur ekki síður gerð og flokkun bóka. Og reglan í bókaskápum hans var aðdáunar- verð – allar bækur skráðar og flokkaðar á réttan stað. Sam- viskusemi og vandvirkni var Guð- geiri eiginleg og að horfa ekki í tíma eða fyrirhöfn ef um var að ræða að ganga sómasamlega frá einhverju. Dýrmætt verður okk- ur ættfólki hans hvernig hann varðveitti ýmis bréf, skjöl og myndir frá skyldmennum. Hann var sannarlega á réttri hillu þar sem hann vann nú síðari árin á Héraðsskjalasafni Austfirðinga og margir fengu að njóta vand- virkni hans og greiðvikni, fróð- leiks og góðra skipulagshæfi- leika. Guðgeir hóf meðal annars tölvuskráningu á gögnum safns- ins. Guðgeir hafði gott vald á ís- lensku máli og raunar fleiri tungumálum og var vel ritfær. Hann fékkst nokkuð við kveðskap og þá einkum með hefðbundnum háttum. Tónlist og söng hafði hann alltaf yndi af og lék á ýmis hljóðfæri. Best man ég þó eftir honum með harmonikkuna. Guð- geir var frændrækinn og hélt góðu sambandi við fjarlæga ætt- ingja. Hann var aðalhvatamaður að velheppnuðu ættarmóti á Desjarmýri sumarið 2008 og raunar einnig ættarmóti móður- fólks okkar áður og hann tók sam- an niðjatöl afa og ömmu í báðum tilfellum. Guðgeir var drjúgur liðsmaður í félagsstörfum og gott að reiða sig á hann í þeim efnum og margir munu sakna hans á þeim vettvangi svo sem í Lions- klúbbnum Múla eða hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi. Þeg- ar Guðgeir lét af starfi sem fé- lagsmálastjóri mun hann hafa átt einna lengstan starfsaldur hér- lendis í slíku starfi. Fjölskyldu Guðgeirs votta ég samúð mína og bið Guð að styrkja og hugga syrgjendur. Sendi jafnframt kveðju mína og konu minnar, Ástríðar Kristinsdóttur, sem er- um bæði stödd erlendis þegar minningarathöfnin fer fram á af- mælisdegi bróður míns, sem ég kveð með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir óteljandi ánægju- legar samverustundir. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Við systur kynntumst Guðgeiri frænda vel í gegnum árin því við vorum mikið með dætrum hans. Við eigum því margar góðar minningar um hann. Við munum sérstaklega eftir því þegar hann kom og heimsótti Sigríði á sjúkra- húsið fyrir nokkrum árum og sat heillengi og spjallaði við okkur. Hann var þá nýkominn frá Dan- mörku þar sem hann sá Huldu, barnabarnið sitt, í fyrsta sinn. Hann var svo glaður og stoltur af henni. Hann hafði líka keypt gjaf- ir úti handa dætrum sínum sem hann hafði greinilega lagt sig all- an fram við að velja og það sást vel hversu spenntur hann var að gefa þær. Það sýnir hversu góð- hjartaður hann frændi okkar var. Hann var alltaf mjög elskulegur við okkur systur. Blessuð sé minning hans. Sigríður Ásta og Kristín Inga. Guðgeir Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.