Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Leigubílstjórar eru margir hverjir að kikna undan kostnaðarhækkun- um og þar vega þyngst verðhækk- anir á dísilolíu og bensíni að und- anförnu. „Ástandið er orðið mjög alvarlegt. Olían hækkar stanslaust og við fáum engar niðurgreiðslur af neinu tagi,“ segir Eysteinn Georgsson, leigubílstjóri í Reykja- nesbæ, í samtali við Morgunblaðið. „Um leið og verðið fer upp í 300 krónur er ég hættur,“ bætir hann við og gerir fastlega ráð fyrir að fjöldi annarra bílstjóra muni gera slíkt hið sama. Hærri kostnaður en ekki er svigrúm til að hækka fargjöld Kostnaður við rekstur leigubif- reiðar hefur hækkað gríðarlega að sögn Eysteins og hann telur ekki svigrúm til að hækka fargjöldin meira en orðið er. „Það eru á bilinu 700-800 bíl- stjórar á landinu,“ segir Eysteinn, sem telur lífsnauðsynlegt að ríkið komi til móts við þessa atvinnu- grein svo hún geti borið sig við nú- verandi aðstæður, t.d. með því að lækka álögur á eldsneyti eða að leigubílar fái að kaupa litaða olíu. Fólksflutningarútur njóti niður- greiðslna á olíukostnaði en aldrei hafi fengist neitt fyrir leigubíla. „Þetta er deyjandi atvinnuvegur ef fram heldur sem horfir,“ segir hann. Eysteinn sem er formaður Freys, félags leigubílstjóra, segir að akstur með farþega frá Leifsstöð til Reykjavíkur hafi skipt miklu máli fyrir leigubílana á Suðurnesjum en hlutur þeirra í akstri flugfarþega hafi minnkað verulega og sé kom- inn niður í 2%. „Það eru kannski 20 til 30 bílar að berjast um þetta að jafnaði yfir sumarið. Oft kemur það fyrir að maður hefur ekki nema um 2.000 kall upp úr þessu á dag.“ Dýrar tryggingar og varahlutir Eysteinn er á dísilbíl og segir að 80 lítra tankur dugi í 6 til 7 ferðir til Reykjavíkur. Lítraverðið er komið yfir 260 kr., sem þýðir að eldsneytiskostnaður er ríflega 3.000 á ferð milli Reykjavíkur og Leifs- stöðvar. Að sögn Eysteins er kostnaður við tryggingar leigubíla einnig mjög þungur. Tryggingafélögin flokki leigubíla með bílaleigubílum, þar sem mestu tjónin eru yfir heildina. „Það er náttúrlega langt út úr kort- inu því iðgjöldin hlaupa á fleiri hundruð þúsunda fyrir einn bíl.“ Hann nefnir fleiri dæmi. Þannig hafi t.d. kostnaður hans vegna dekkjaskipta hækkað um 40 þúsund á milli ára. Og varahlutaverðið sé orðið helmingi hærra en það var fyrir tveimur árum. Hætta þegar verð- ið fer í 300 krónur  Leigubílaakstur deyjandi atvinnugrein vegna olíuverðs Morgunblaðið/Jim Smart Taxi Eldsneytiskostnaður og annar rekstrarkostnaður leigubíla hefur rokið upp úr öllu valdi. Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til- kynnti lögreglu í gær meint brot Sím- ans og starfsmanns hans gegn fjar- skiptalögum. „Við tilkynntum lögreglunni að starfsmaður Símans hefði skoðað þessi gögn. Við báðum lögregluna líka um það, tækju þeir mál starfsmannsins til rannsóknar að taka þá einnig þátt Símans, sjálfs í málinu til skoðunar,“ segir Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræði- deildar PFS. Það sé hins vegar ekki þeirra að kæra í málinu. PFS telur Símann hafa gert sig sekan um ámælisvert athafnaleysi og brotið gegn fjarskiptalögum, með því að rannsaka ekki kvörtun frá konu um hugsanlega ólögmæta hlerun fyrrverandi eigimanns hennar, sem starfar hjá félaginu, fyrr en um ári eftir að kvörtunin barst því. Einnig að upplýsa konuna ekki um að maðurinn hafi með ólögmætum hætti kynnt sér upplýsingar um símnotkun hennar. Telur PFS að Símanum hafi borið að tilkynna lögreglu að starfsmaðurinn hafi nýtt sér ólögmætan aðgang að upplýsingum um símtöl fyrrverandi konu sinnar. Tvö aðskilin mál Í raun hér um að ræða tvö aðskilin mál. Annars vegar er PFS að tilkynna viðbrögð Símans til lögreglu þ.e. at- hafnaleysi í þeirri stöðu sem upp var komin. Ákvörðun stofnunarinnar sem birt var í gær sneri að skyldum fjar- skiptafyrirtækisins. Hins vegar er um að ræða brot starfsmannsins gegn einkalífi konunnar og kemur fram að Síminn segist hafa leiðbeint konunni að leita til lögreglu vegna málsins. Væntanlega er það konunnar sem brotaþola að kæra ef hún vill. Síminn hefur sent starfsmanninn í ótíma- bundið leyfi. Brot gegn 47. gr. fjarskiptalaga, þar sem kveðið er á um öryggi og þagnarskyldu geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi, teljist brotin mikil eða ítrekuð. Síminn virðist hafa túlkað beiðni PFS og konunnar um málið þannig að þar væri eingöngu verið að tala um hlerun. Maðurinn hafi ekki haft að- gang til að getað hlerað í rauntíma. Heldur að hann hafi skoðað upplýs- ingar um fjarskiptaumferð. Það virð- ist þýða að hann hafi getað séð í hverja var hringt, hvenær og hve sím- tölin stóðu lengi. Í raun að hann virð- ist hafa vitað allt, nema hvað henni og fólkinu sem hún talaði við fór á milli. PFS vísar til þessa og segir svör fyrirtækisins hafa verið misvísandi og til þess fallin að villa um fyrir stofn- uninni. Síminn viðurkennir í yfirlýsingu sem send var í gær að fyrirtækið hafi gert mistök. Í síðustu viku hafi fyrir- tækið fundað með lögreglu og þar hafi komið skýrt fram af hálfu lögreglu að því hafi verið óheimilt að afhenda öðr- um en lögreglu eða ákæruvaldi um- beðnar upplýsingar. Síminn segir málið þýða að farið verði yfir ferla og vinnubrögð innan- húss til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki og staðinn verði vörður um einkalíf viðskiptavina. PFS tilkynnti meint brot Sím- ans til lögreglu  Skoði einnig þátt starfsmannsins Morgunblaðið/Kristinn Síminn Starfsmaður sendur í leyfi vegna hlerunarmáls. Njósnaði um fyrrverandi » Konan sendi fyrirspurn til Símans haustið 2008 vegna gruns um að fyrrverandi eigin- maður hleraði símtöl hennar. » Eftir ítrekun barst konunni svar ári seinna. Maðurinn hefði ekki hlerað síma hennar. Var henni vísað á lögreglu. » Konan sendi PFS kvörtun vegna svarsins í júní 2010. » Niðurstaða PFS er að bæði Síminn og starfsmaðurinn hafi brotið gegn fjarskiptalögum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýliðanámskeið sem Hestamanna- félagið Fákur er að undirbúa eru ætluð til að opna leið fyrir unglinga inn í hestamennskuna. Unglingarnir fá aðgang að hesti með öllum búnaði og reiðkennara. „Hestamennskan er dýrt sport og reynslan sýnir að ekki eru margir krakkar að byrja sem eru ótengdir hestafólki,“ segir Rúnar Sigurðsson, varaformaður Fáks, um ástæðu þess að félagið er að hefja nýliða- námskeið með stuðningi ÍTR. „Markhópurinn er krakkar með brennandi áhuga á hestum, hafa jafnvel sótt námskeið að sumri til, en eiga erfitt með að komast áfram.“ Nýliðanámskeiðin eru fyrir unglinga á aldrinum 14 til 17 ára og standa yfir í 3 til 4 mánuði. Ungling- arnir hafa aðgang að hesti tvo daga í viku, þannig að hver hestur nýtist þremur krökkum. Fákur útvegar hnakk og beisli og ungmennin hafa aðgang að kennara í þrjá tíma á dag. „Þetta er fyrsta skrefið, að gefa börnunum kost á að komast inn í hestamennskuna. Þau sem eru dug- leg og áhugasöm geta haldið áfram og fyrirhugað er að vera með fram- haldsnámskeið næsta haust. Þau geta síðan orðið að fullgildum Fáks- mönnum með tíð og tíma, fengið leigða aðstöðu hjá hestamanni og jafnvel hjálpað til við hirðingu. Ég veit að margir Fáksmenn myndu þiggja slíka hjálp,“ segir Rúnar. ÍTR styður Fák fjárhagslega í þessari tilraun. Námskeiðsgjald er 15 þúsund kr. á mánuði. Frí- stundakort ÍTR getur gengið upp í gjaldið. Fákur á hesthús sem félagið getur nýtt og hyggst byggja stærra hús og skapa betri aðstöðu ef verk- efnið þróast eins og vonir standa til. Til samanburðar má geta þess að það kostar nokkur hundruð þúsund að byrja í hestamennsku og rekst- urinn kostar tugi þúsunda á mánuði. Hjálpa unglingum að byrja í hestamennsku Morgunblaðið/Ernir Námskeið Frá barnanámskeiði á félagssvæði Fáks í Víðidal.  Fákur heldur nýliðanámskeið „Ég hef reiknað þetta á ársgrund- velli og þá kemur í ljós að eins og ástandið er núna þá borgum við ekki undir fimm til sex milljónum kr. á ári að meðtöldum tryggingum og öðrum kostnaði,“ segir Ey- steinn Georgsson leigubílstjóri. „Það endurnýjar enginn bíl í dag. Það er gjörsamlega út úr kortinu og þarf ekki einu sinni að láta sér detta í hug að reyna það. Bíllinn sem ég ek í dag er kominn yfir 557 þúsund kílómetra. Mér finnst skelfilegt að horfa upp á að það eru komnir 15 og upp í 20 ára gamlir bílar í þessa vinnu,“ segir hann. Að sögn Eysteins getur mánaðarreksturinn verið í mínus ef viðbótarkostnaður bætist við vegna viðgerða og viðhalds á bílnum. Kostar 5-6 milljónir á ári REKSTURINN ÞYNGIST Eysteinn Georgsson – fyrst og fremst ódýr! 593kr.stk. Verð áður 790 kr. stk. Momma matardiskur374 kr.stk. Verð áður 499 kr. stk. Momma sílikonsmekkur 2243kr.pk. Verð áður 2990 kr. pk. Momma startpakki, 4 pelar, túttur og bursti Momma – fyrir þa u yngstu! By 593kr.stk. Verð áður 790 kr. stk. Momma sogrörakanna 25%afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.