Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Gunnar Rögnvaldsson segir frásvífandi mönnum: „Um er að ræða 160 manna setulið þýskra skattheimtusérfræðinga sem að- stoða eiga við innheimtu skatta og gjalda af almenningi í ESB- og evruríkinu Grikklandi.    MatsfyrirtækiðStandard & Poor’s flokkar nú Grikki sem gjald- þrota þjóð í gjald- þrota ríki. Stjórn- málamenn Grikklands hafa sumir hverjir verið fyrri til og þegar flutt peninga sína úr landi.    Kannski þeir hvíli í samaskattaskjóli og lúxuslífeyr- issjóðir 1.100 embættis- og stjórn- málamanna Evrópusambandsins gerðu í byrjun ársins 2009.    Fjármálaráðherra Norður-Rínarfylkis í Þýskalandi, Norbert Walter-Borjans, segir að Grikk- land standi nú í svipuðum sporum og Austur-Þýskaland gerði þegar það kom gjaldþrota og eyðilagt undan kommúnisma Sovétríkj- anna. Afleiðing 30 ára aðildar Grikklands að Evrópusambandinu og 10 ár þess í myntvafningi sam- bandsins, er sem sagt ekki nein hörmungaleg smásmíði.    Svo virðist sem evran hafi jafn-vel virkað betur en til var ætl- ast; sem gereyðingarvopn. Hver kann að umgangast gereyðing- arvopn? Aðeins tveir möguleikar eru; on eða off.    Almennt er talið að síðasta inn-heimtuferð Þýskalands inn í Grikkland hafi ekki verið nægi- lega hámörkuð. Þessi gangi þó betur, þar sem Þjóðverjar telja sig orðna sérfræðinga í Evrópufræð- um.“ Gunnar Rögnvaldsson Svífur á Grikki STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 léttskýjað Bolungarvík 3 snjóél Akureyri 5 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 skýjað Vestmannaeyjar 5 léttskýjað Nuuk -17 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 6 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 7 skýjað Brussel 8 þoka Dublin 11 skýjað Glasgow 11 alskýjað London 13 heiðskírt París 12 skýjað Amsterdam 8 þoka Hamborg 8 þoka Berlín 8 skýjað Vín 5 skúrir Moskva -3 skýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 18 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 3 skýjað Winnipeg -11 léttskýjað Montreal -6 léttskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 1 alskýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:37 18:44 ÍSAFJÖRÐUR 8:48 18:44 SIGLUFJÖRÐUR 8:31 18:26 DJÚPIVOGUR 8:08 18:12 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ein viðamesta rannsókn á heilsu- fari Íslendinga sem fram hefur farið er nú í undirbúningi. Það eru Háskóli Íslands og Krabbameins- félag Íslands sem skipuleggja rannsóknina en afrakstur hennar verður svokallaður Heilsusögu- banki Íslendinga (The Saga Co- hort) sem mun nýtast bæði inn- lendum og erlendum vísinda- mönnum til þess að afla nýrrar þekkingar á áhrifum og samspili lífshátta, streitu og erfða á heilsu- far. Heilsusögubankinn verður jafnframt hluti af Global Cohort Initiative en það er alþjóðleg sam- vinna um sams konar rannsóknir víðs vegar í heiminum. Öllum Íslendingum á aldrinum 20 til 69 ára verður boðið að taka þátt í rannsókninni og verður boð- ið endurtekið á þriggja til fjögurra ára fresti. Þannig er áætlað að rannsóknin taki til um 100 þúsund Íslendinga á næstu tíu árum. Gagnaöflunin verður tvíþætt, með spurningalista á netinu og með stuttri heilsufarsskoðun þar sem klínískar mælingar fara fram og lífsýnum er safnað. Þátttak- endur munu jafnframt fá upplýs- ingar um heilsufar sitt í gegnum rannsóknina. Byggður verður upp dulkóðaður gagnagrunnur með upplýsingunum sem nýtast mun vísindafólki á Íslandi og erlendis. Þá verða lífsýni vistuð í samvinnu við Lífsýnasafn Landspítalans. Tíu þúsund á ári Unnur Anna Valdimarsdóttir, dósent í faraldsfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Mið- stöðvar í lýðheilsuvísindum, mun leiða verkefnið fyrir hönd Háskóla Íslands. Hún er bjartsýn á að það náist að fá hundrað þúsund Íslend- inga til að taka þátt í rannsókn- inni. „Við ætlum að ná tíu þúsund manns á ári í tíu ár. Krabbameins- félagið hefur gott aðgengi að kven- þjóðinni, þangað koma um 20 þús- und konur á ári í skoðun og ætlum við að bjóða öllum þeim og mökum þeirra að taka þátt. Þetta er ferli sem mun ekki taka langan tíma, um það bil 30 mínútur í spurn- ingalista og 10 mínútur í heilsu- farsheimsókn og fólk fær upplýs- ingar um eigið heilsufar og lífsstíl í leiðinni. Við gerum ráð fyrir að þetta sé þjónusta sem fólk vill gefa sér tíma í og stuðla að aukinni þekkingu á Íslandi um áhrifaþætti og áhættuþætti á heilsu.“ Forrannsókn hefst í vor Markmiðið með rannsókninni er að auka lífslengd og lífsgæði með aukinni þekkingu. „Upplýsingarn- ar verða notaðar til að reyna að skilja allt milli himins og jarðar. Í einstaka vísindaverkefnum munum við tengja upplýsingarnar við skrárnar sem eru til í landinu, eins og dánarmeina- og krabbameins- skrá til að skilja hvaða þættir leiða til þess að fólk heldur heilsu eða greinist með sjúkdóm. Þessar skrár eru eitt af því sem gerir okkur og Svía mjög öfluga í þess- ari gerð af rannsóknum,“ segir Unnur. Forrannsókn vegna verkefnisins hefst nú í vor en stefnt er að því að gagnaöflun Heilsusögubankans hefjist formlega í janúar 2013. Gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsókna verði birtar í alþjóð- legum vísindaritum en einnig að upplýsingum sem fást með vinnslu í grunninum verði miðlað til al- mennings í því skyni að auka þekkingu þjóðarinnar á heilsufari og heilbrigðum lífsháttum. Rannsókn sem nær til hundrað þúsund Íslendinga  Rannsaka lífsstíll og heilsufar um 100 þúsund Íslendinga á næstu tíu árum  Afraksturinn fer í Heilsusögubanka Íslendinga  Hluti af alþjóðlegri rannsókn Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Undirritun Yfirlýsing um skipulag rannsóknarinnar var undirrituð í gær. F.v. Unnur Anna Valdimarsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir rektor, Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, og Hans-Olov Adami. Hans-Olov Adami, prófessor í faraldsfræði við Harvard School of Public Health, kem- ur að hinu alþjóðlega rann- sóknasamstarfi. Í því munu um ein og hálf til tvær milljónir manna taka þátt; hálf milljón í Svíþjóð, önnur hálf milljón í Afríku og nokk- ur hundruð manns á Indlandi og í Mexíkó og svo hundrað þúsund á Íslandi. „Fólk frá fjórum mismunandi heims- álfum tekur þátt í rannsókn- inni sem gefur mikla fjöl- breytni í erfðum og lífsstíl sem er einstakt,“ segir Adami sem er staddur hér á landi. Spurður hvers vegna Ísland hafi orðið fyrir valinu segir hann það meðal annars vera vegna fjölbreytninnar, þeirra góðu vísindamanna sem hér starfa og svo finni hann til tengsla við landið sem heið- ursdoktor við Háskóla Ís- lands. Adami segir að ekki sé hægt að segja fyrirfram um hvað eigi eftir að koma út úr rannsókninni en að það sé vitað að hún verði mikilvæg til að skoða þá sjúkdóma sem hrjá mannkynið og hvernig má koma í veg fyrir þá. Fjölbreytni í erfðum og lífsstíl ALÞJÓÐLEG RANNSÓKN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.