Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
FRÉTTALJÓS
Andri Karl
andri@mbl.is
Óvíst er með framhald aðalmeðferð-
ar í Straumsvíkurmálinu svonefnda
sem hófst í gær, eftir að verjendur
fóru fram á aðgang að upptökum lög-
reglu af hlerunum sakborninga.
Einn þeirra var hleraður í hálft ár.
Himinn og haf er á milli framburða
tveggja aðalmanna í málinu sem báð-
ir eru ákærðir fyrir innflutning mik-
ils magns fíkniefna.
Mönnunum tveimur, Geir Hlöð-
veri Ericssyni og Sævari Sverris-
syni, er gefið að sök að hafa flutt inn
til landsins með vörugámi tæp tíu
kíló af amfetamíni, 8.100 e-töflur,
rúm tvö hundruð grömm af kókaíni
auk steralyfja. Geir Hlöðver neitar
alfarið sök en Sævar játar að hluta,
þ.e. allt nema að hafa vitað að fíkni-
efni væru auk steralyfja í gáminum.
Þó svo að fleiri séu nefndir í ákær-
unni og önnur brot tilgreind er ofan-
greint mál það langstærsta. Því
verður látið liggja á milli hluta að
geta hinna. Enda er mál umræddra
tveggja aðalmanna nokkuð sérstakt.
Fyrir dómi í gær kom í ljós að nafn-
laus ábending til lögreglu um að Geir
Hlöðver hygðist flytja til landsins tíu
kíló af fíkniefnum var rót þess að
rannsókn hófst. Það var snemma á
árinu 2011 og frá vori til hausts voru
símar Geirs Hlöðvers hleraðir en
einnig húsnæði hans.
Nafn kom upp við húsleit
„Við töldum okkur alltaf vera að
heyra meira og meira sem staðfesti
grun okkar um þetta. Á meðan við
biðum eftir þessum stóra pakka
komu upp svo upp tvö önnur mál, í
júní og september. Þar sem þar var
um töluvert af fíkniefnum að ræða
töldum við okkur nauðbeygða til að
fara í þau mál. En við reyndum að
gera það þannig, að sakborninga
myndi ekki gruna að við vorum að
bíða eftir einhverju meira.“ Þetta
sagði lögreglumaður sem kom að
rannsókninni. Og það var í öðru
þessara mála, við húsleit á heimili
Geirs Hlöðvers, sem sími fannst sem
ekki var hleraður. Honum var um-
svifalaust bætt á listann en að öðru
leyti látinn kyrr liggja. Var um að
ræða símatæki sem aðeins var notað
til samskipta milli tveggja manna,
Geirs Hlöðvers og Sævars. Fyrir
þessa stund hafði nafn Sævars ekki
komið upp í rannsókn lögreglunnar.
Af fyrsta degi aðalmeðferðar, sem
upphaflega átti aðeins að vera tveir
dagar, má ráða að Sævar er lykilvitni
í málinu. Hann var samvinnuþýður
frá því hann var handtekinn og upp-
lýsti um allt það sem hann var spurð-
ur. Lögreglumenn sem mættu fyrir
dóminn sögðu hann meira að segja
hafa verið trúverðugan, og það þó að
hann neitaði að hafa vitað um fíkni-
efnin. Hins vegar kom ekkert fram
sem bendlaði Geir Hlöðver með
beinum hætti við innflutninginn.
Fram kom að ekki hefði verið rætt
um hann í síma, þó svo að hann hefði
innt greiðslur af hendi til Sævars var
það af öðrum sökum, og þó svo að
menn hafi greint á um hvaða sakir
það voru þurfa þær ekki að tengjast
innflutningnum.
Eftir stendur að aðalmeðferðinni
er ekki lokið og því hugsanlegt að
ekki séu öll kurl komin til grafar.
Áfram verður haldið á föstudag, og
þá verða hljóðupptökur fengnar með
hlerunum bornar undir Geir og Sæv-
ar. Hverju þær skila verður að koma
í ljós.
Morgunblaðið/Ómar
Í felum Lögmennirnir Jóhannes Árnason, Jóhann Karl Hermannsson og Ómar Örn Bjarnþórsson ásamt tveimur sakborningum sem kusu að hylja andlit sín.
Krefjast þess að fá aðgang
að sex mánaða upptökum
Nafnlaus ábending varð til þess að upp komst um umfangsmikið fíkniefnasmygl
Ragna Árnadótt-
ir, fyrrverandi
dómsmálaráð-
herra, verður að-
stoðarforstjóri
Landsvirkjunar,
samkvæmt til-
kynningu frá fyr-
irtækinu í gær.
Þar kemur
fram að skipulagi
framkvæmda-
stjórnar fyrirtækisins hafi verið
breytt og ákveðið að starfs-
mannasvið og upplýsingasvið skuli
nú tilheyra skrifstofu forstjóra og
vera undir stjórn Rögnu.
Ragna var ráðin skrifstofustjóri
Landsvirkjunar í nóvember 2010.
Hún gegndi m.a. áður embætti
dómsmálaráðherra frá febrúar 2009
til september 2010.
Þá hefur Sturla Jóhann Hreinsson
verið ráðinn starfsmannastjóri
Landsvirkjunar. Hann hefur und-
anfarin tvö ár starfað sem fram-
kvæmdastjóri Storðar ehf. og var
starfsmannastjóri Nýherja á ár-
unum 2003-2010.
Ragna að-
stoðarfor-
stjóri LV
Liður í skipulags-
breytingum
Ragna Árnadóttir
Gunnar Snorri
Gunnarsson,
sendiherra Ís-
lands í Þýska-
landi, segir að
utanríkis-
ráðuneytið hafi í
hans tíð enga að-
komu haft að máli
Jóns Baldvins
Hannibalssonar
sem hefur verið í
fréttum vegna bréfaskrifta hans til
ungrar systurdóttur konu hans.
Fram hefur komið að um ár tók að fá
svör frá ráðuneytinu varðandi refsi-
löggjöf í Washington D.C og Ven-
esúsela. Gunnar var þá ráðuneytis-
stjóri í ráðuneytinu og segir ekkert
viðkomandi málinu hafa komið inn á
sitt borð. Hann segist, eftir að hafa
spurst fyrir, hafa fengið upplýsingar
um að borist hafi almennt orðuð
fyrirspurn um réttarfar í öðrum
löndum en án þess að þar hafi verið
vísað til einstaklinga. Sú fyrirspurn
hafi farið í almenna meðferð hjá
borgaraþjónustu. sigrunrosa@mbl.is
Vissi ekki af
máli Jóns
Baldvins
Gunnar Snorri
Gunnarsson
Alls var fallið frá saksókn eða ákæra afturkölluð í 2.286
málum á árunum 2006 til 2011. Þetta kemur fram í svari
ríkissaksóknara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis sem óskaði eftir upplýsingunum. Ákæra var gef-
in út aftur í 232 málum af þeim 676 þar sem ákæra var
afturkölluð, eða í um 34 prósentum tilfella.
Um ástæður þess að saksókn sé felld niður er kveðið á í
lögum um meðferð opinberra mála og lögum um meðferð
sakamála. Þar á meðal er ef brot er mjög smávægilegt, ef
sakborningur virðist ósakhæfur eða ef sátt hefur náðst í
máli. Þá er einnig hægt að fella niður saksókn vegna
brota sem ekki eru talin hafa áhrif við ákvörðun við-
urlaga ef maður er ákærður fyrir fleiri brot.
Þurfa ekki að gefa upp ástæðu
Ekki er lögbundið að gefa upp ástæðu þess að kæra sé
afturkölluð en í svari ríkissaksóknara kemur fram að
nokkrar skýringar séu skráðar við nokkur málanna. Þar
hefur ákæra verið afturkölluð vegna þess að ákærði er
látinn eða farinn úr landi, sekt hafi verið greidd, málið sé
fyrnt eða að kæra hafi verið dregin til baka.
Á þriðja þúsund mála
verið látin falla niður
Ákært aftur í 34% tilfella þegar ákæra er afturkölluð
Fallið frá saksókn og afturkallaðar ákærur
400
350
300
250
200
150
100
50
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011
Fjöldi mála þar sem fallið var frá saksókn (samtals 1.610)
Fjöldi mála þar sem ákæra var afturkölluð (samtals 676)
Tölur frá ríkissaksóknara
Meðal þess sem upplýst var um
fyrir dómi í gær, er að farið hefur
verið fram á að hollensk yfirvöld
rétti yfir Íslendingi búsettum í Hol-
landi en sá afhenti Sævari Sverr-
issyni fíkniefnin sem fóru í vöru-
gáminn og fundust 10. október sl.
Maðurinn sem er á fimmtugsaldri
var yfirheyrður úti í Hollandi og
fylgdust íslenskir lögreglumenn
með. Þetta er sami maður og verj-
andi eins sakborninga hefur kraf-
ist að mæti til Íslands og gefi
skýrslu fyrir dómi. Tekin verður af-
staða til kröfunnar við framhald
aðalmeðferðar á föstudag.
Einnig viðurkenndi Geir Hlöðver
Ericsson að hann þekkti manninn
og hefði heimsótt hann á und-
anförnum árum. Lögreglumaður
sem kom fyrir dóminn tók hins
vegar sérstaklega fram að Sævar
þekkti manninn ekki, og hefði ver-
ið að hitta hann í fyrsta skipti.
Réttað yfir einum í Hollandi
MAÐUR Í HOLLANDI HEFUR TENGSL VIÐ EINN AÐALMANNA
Skannaðu kóð-
ann til að lesa
umfjöllun mbl.is
ELDRI BORGARA FERÐIR
um fornar byggðir á Suður-Grænlandi.
Ævintýraferð um Suður-Grænland, 9. - 12. júlí 2012
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/F
LU
58
56
7
02
.2
01
2
flugfelag.is
GRÆNLAND
Nuuk
IIulissat
Narsarsuaq
Reykjavík
Ittoqqortoormiit
Kulusuk
Nánari upplýsingar á www.flugfelag.is og hjá Emil Guðmunds-
syni í síma 898 9776 eða emil@flugfelag.is, einnig má senda
tölvupóst á hopadeild@flugfelag.is