Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins
íhugar að setja þak á
laun starfsmanna
banka og fjármála-
stofnana svo þau verði
að hámarki ákveðið
margfeldi af launum
undirmanna.
Þá kemur einnig til
greina að setja þak á
bónusgreiðslur banka-
manna, eftir því sem Michel Bar-
nier, fyrrverandi ráðherra í rík-
isstjórn Frakklands og situr nú í
framkvæmdastjórn ESB, sagði við
Reuters á mánudag.
Maður hugsaði hreinlega hlýtt
til ESB, þetta er með því vitleg-
asta sem þaðan hefur komið. Ég
held að mér hafi farið svipað og
flestum sem lásu þessa grein, loks-
ins á að fara að gera eitthvað í
þessu ofurlauna- og bónusarugli
öllu saman.
Það er óþarfi að nefna dæmi,
allir muna hverskonar rugl var í
gangi í fjármálakerfinu.
Þetta var lexía sem ég hélt að
ekkert okkar myndi gleyma alveg
á næstunni.
Flest áttum við held ég von á að
komið yrði böndum á þennan fjár-
málageira en það virðist ekki vera.
Í greininni kemur fram svo him-
inhrópandi fáránleiki
og ósvífni að engu tali
tekur og þetta er
langt frá því að vera
einsdæmi.
Royal Bank of
Scotland sem var
kominn á hausinn
fékk stærsta björg-
unarpakka sem nokk-
ur banki í Evrópu
hefur fengið. Þetta
fallega orð „björg-
unarpakki“ er sem
sagt bara fé frá skatt-
greiðendum – hugsið ykkur.
Og hvað gerðu stjórnendur
bankans eftir að þeir fengu „björg-
unarpakkann“?
Jú, þeir greiddu sér bónusa, 500
millj. punda. Ég bið ykkur, les-
endur góðir, um að reikna hver
fyrir sig, ég höndla bara ekki
svona tölur. Þá er ég aftur kominn
að upphafinu, sem sagt að allir
hlytu að fagna þessum nýju til-
lögum Evrópusambandsins, það
gæfi bara auga leið.
Á sömu síðu er Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, spurður um
hvernig honum lítist á þessar til-
lögur.
Hann svarar og segir að sér lít-
ist ekkert á þær. Ég þurfti að lesa
viðtalið við hann nokkrum sinnum,
var viss um að ég misskildi eitt-
hvað, en það virtist ekki vera.
Hann líkti banka- og fjármála-
starfsemi við sjómennskuna, skip-
stjórana, áhöfn og aflahlut. Það er
vægast sagt slæmur samanburður.
Tökum dæmi.
Skipstjórinn og áhöfnin fara út
að fiska, það hagnast allir ef skip-
stjóri og áhöfn getur náð í aflann á
hagkvæman og skjótan hátt.
Aflinn er síðan seldur og and-
virðið skiptist á milli útgerðar og
áhafnar þar sem skipstjórinn er
með tvöfaldan hásetahlut og í sum-
um tilfellum meira.
Stóra málið er að þessir aðilar
fá ekki greitt fyrr en aflinn er
seldur og greiddur, engir bak-
reikningar, nema aflinn reynist
gallaður þá er það dregið af and-
virði aflans.
Fjármálajöfrarnir okkar fyrrver-
andi fóru út að fiska en þeir voru
alltaf búnir að taka sér greiðsluna
fyrir aflann áður en búið var að
selja hann.
Stundum voru þeir búnir að
selja aflann og borga sér hlut úr
túrnum áður en þeir fóru í veiði-
ferðina. Svo endar það með því að
þeir nenna ekki að fara út að fiska
en dettur ekki í hug að borga til
baka það sem þeir borguðu sér
fyrirfram.
Getum við ekki verið sammála
um að aðferð sjómannanna sé
gáfulegri og væri ekki gott að
koma þeirri aðferð á fjár-
málakerfið?
Hjá sjómönnum fiskast misjafn-
lega, stundum eru allir á lág-
markslaunum, þ.e. tryggingu.
Þeir taka á sig ábyrgðina ef illa
gengur og lækka í launum.
Sáum við þetta gerast í fjár-
málakerfinu, ég man ekki til þess.
En væri ekki gott að koma
þessu kerfi á fjármálakerfið?
Skipstjóri og áhöfn eru bundin
ströngum reglum, geta bara fiskað
upp að ákveðnu marki sem er tak-
markað með kvóta í hverri tegund.
Fjármálajöfrarnir okkar, fyrst
verið er að bera þá saman við
skipstjóra hegðuðu sér eins og
skipstjóri sem gaf skít í kvótann
og djöflaðist bara alla daga við að
fiska sem mest óháð öllum reglum
um kvóta.
Gæti þetta gengið á sjónum?
Nei! Vilhjálmur segir að sé sett
eitthvert þak á hvað skipstjórar
mega fiska þá fari þeir bara ann-
að.
Skipstjórar eru alltaf á hreyf-
ingu og það eru margir góðir skip-
stjórar tilbúnir að taka við ef einn
hættir, þeir telja sig ekki ómiss-
andi.
Er reynsla okkar sú að fjár-
málajöfrarnir okkar voru svo mikl-
ir snillingar að það mátti borga
þeim hvað sem var bara til að fá
þá inn fyrir dyrnar á bankanum og
moka svo stanslaust í þá eftir það?
Það sýndi sig bara fráleitt og
ætli hefði ekki farið betur ef fiski-
mannaaðferðin hefði verið notuð.
Nýleg dæmi um þá lífshættu
sem sjómenn okkar eru í flesta
daga gerir samanburð á þessum
stéttum hreinlega ósvífinn. Gerið
það því fyrir mig að hætta að bera
saman fiskveiðar og fjármálakerfi.
Stóra málið er að það verður að
koma böndum á þetta fjármála-
skrímsli sem er búið að setja
heiminn á heljarþröm, það verður
að setja hámörk og takmarkanir
og sjá til þess að þeir aðilar sem
þar starfa taki ekki bara gróðann
heldur ábyrgð líka.
Með þessu á ég engan veginn
við venjuleg starfsfólk í fjár-
málageiranum, þar á ég marga
góða vini sem mega ekki vamm
sitt vita og ég tel víst að þeirra
ósk sé sú að sett verði skýrari lög
með takmörkunum á stjórnendur
því það bitnar jú verulega illa á
þessu góða starfsfólki þegar
stjórnandinn býr við allt annan
veruleika en það sjálft.
Sjómennska, ofurlaun og bónusar
Eftir Elvar
Reykjalín » Getum við ekki verið
sammála um að að-
ferð sjómannanna sé
gáfulegri og væri ekki
gott að koma þeirri að-
ferð á fjármálakerfið?
Elvar Reykjalín
Höfundur er fiskverkandi.
Ég hef tekið eftir
því að þegar við al-
menningur tölum um
lýðræðið, þá tala
stjórnmálamennirnir
alltaf um þingræðið.
Af hverju er það og
er þetta sami hlut-
urinn?
Hver er munurinn?
Í mínum huga er
munurinn einfaldlega
sá að í lýðræðisríki
ræður almenningur. En þar sem
þingræðið er til staðar, þá afsalar
almenningur valdi sínu til ein-
staklinga sem veljast á þing. Þing-
ið á svo að stjórna öllu. Þegar
þetta birtist í sinni hreinustu
mynd, eins og viljinn er til hjá
stjórnmálamönnum, þá er lýðræð-
ið í raun bara virkt einn dag á
fjögurra ára fresti.
Í hreinu þingræði, þá velja þing-
menn forseta og ríkisstjórn, en
„vald“ almennings á að vera fólgið
í fulltrúunum sem kosnir eru á
þing. En er þetta svona í raun?
Hvers er valdið?
Í mínum huga er svarið einfalt.
Valdið er og á alltaf að vera fólks-
ins.
Það eru einstaklingar og hópar
sem vilja hafa af okkur almenningi
þetta vald og við verðum að passa
okkur á því að gleyma aldrei mik-
ilvægi þess að halda valdinu.
Nú vakna spurningar um það
hvort ég sé ekki að fara með fleip-
ur, það sé lýðræði á Íslandi og
þannig muni það alltaf vera. En er
það þannig og er það eitthvert
óbreytanlegt náttúrulögmál að hér
sé alltaf lýðræði? Við skulum
nefnilega hafa í huga að Sov-
étríkin sálugu áttu einhverja flott-
ustu stjórnarskrá sem gerð hefur
verið, en það var bara ekki farið
eftir henni. Valdið var tekið af
fólkinu.
Hvernig er staðan hjá okkur?
Venjan er sú að hér er kosið til
Alþingis einu sinni á fjögurra ára
fresti. Þegar niðurstöður kosninga
liggja fyrir, sammælast forsvars-
menn tveggja til þriggja stærstu
flokkanna um ríkisstjórn. Því næst
er farið á Bessastaði þar sem for-
seta er gert að skipa
þessa einstaklinga
sem ráðherra.
Nú segja menn að
þetta hafi alltaf verið
svona og virki fínt,
enda á Alþingi að
endurspegla vilja
þjóðarinnar. Þegar
allt er í lagi, þá er
þetta fyrirkomulag
ekki að trufla okkur.
En þegar við stöndum
frammi fyrir tímum
eins og nú ríkja, þá
skiptir þetta máli.
Þegar svo horft er til Icesave
III, þá kemur í ljós að meirihluti
Alþingis tók ákvörðun þvert á vilja
meirihluta þjóðarinnar. Það er því
ekki endilega svo háttað að Al-
þingi taki alltaf afstöðu í samræmi
við vilja þjóðarinnar. Allt afsal
valds, sérstaklega þegar því fylgir
samþjöppun, er hættulegt almenn-
ingi.
Við verðum að átta okkur á því
að þegar einstaklingar eru kosnir
á þing, eftir að hafa lagt margar
milljónir í persónulega kosninga-
baráttu (milljónir sem fengnar eru
sem styrkir fyrirtækja), þá er ver-
ið að bjóða hættunni heim. Það er
nefnilega þannig, eins og segir í
Hávamálum: „Æ skal gjöf gjalda.“
Flóknara er það ekki.
Eins og ég nefndi, þá tökum við
ekki eftir göllunum þegar allt virð-
ist vera í lagi, en þegar á bjátar,
þá líðum við fyrir þetta. En þýðir
það þá að kerfið sé í lagi, svo lengi
sem aðstæður er góðar?
Nei, engan veginn. Það er nefni-
lega þannig að kerfið er alveg jafn
bilað og það er kerfið sem við
verðum að laga. Í öllu falli þá
þurfum við að ákveða hvernig
kerfi við viljum hafa og hvað við
þurfum að gera til að ná því fram.
Hlutverk forseta og þings
Við tölum um stjórnarskrána
sem eitthvert kóngaplagg og að
forsetinn hafi komið í stað kóngs-
ins. Kóngurinn geti ekki ráðið og
því geti forsetinn ekki ráðið neinu.
En er þetta rétt svona? Getur ver-
ið að stjórnarskrá Danmerkur sé
skrifuð fyrir forseta en hafi verið
aðlöguð að kóngi, frekar en öfugt?
Veltum því aðeins fyrir okkur.
Ef við værum með kóng, þá er
eðlilegt að hann myndi ríkisstjórn
í samráði við þingið þar sem það
er eini vettvangurinn til að skynja
vilja fólksins. En ef við erum með
forseta, sem kosinn er af almenn-
ingi, þá horfir málið öðruvísi við.
Niðurstaða í forsetakosningum
endurspeglar vilja þjóðarinnar og
jafnvel betur en kosningar til Al-
þingis. Einn einstaklingur með
skýra stefnu, kosinn af almenn-
ingi, hefur umboð til að fara að
þeirri stefnu. Alþingi þar sem
flokkar sameinast og vinna jafnvel
þvert á það sem þeir lofuðu, til að
ná ráðherravaldi, endurspeglar
ekki endilega vilja þjóðarinnar.
Valdataflið og hagsmunagæslan
tekur yfir hagsmuni samfélagsins.
Kjarni vandans
Vandi okkar sem samfélags
liggur í því að það er allt of sterk
tenging milli þings og stjórnar.
Eftir að fámennur hópur hefur
náð meirihluta í gegnum þing-
flokka sína, þá er Alþingi í raun
óvirkt og framkvæmdavaldið fer
öllu sínu fram. Lýðræðið hefur í
raun verið tekið úr sambandi.
Lausnin liggur í því að forseti
kosinn af almenningi skipar sem
ráðherra þá einstaklinga sem hann
telur hæfasta til að fylgja þeirri
stefnu sem hann var kosinn til að
sinna. Alþingi, kosið af almenn-
ingi, er þá frjálst til að taka mál-
efnalega afstöðu til frumvarpa, í
samræmi við þá hugmyndafræði
sem þingheimur var kosinn til að
framfylgja.
Þegar svo litið er til þess að for-
seti er öryggisventill á ákvarðanir
Alþingis, og Alþingi öryggisventill
á hegðun forseta, þá fara hlutirnir
að smella saman. Við erum þá
ekki að tala um þingræði eða for-
setaræði, heldur lýðræði. Lýðræði
þar sem almenningur hefur alltaf
síðasta orðið.
Er lýðræði á Íslandi?
Eftir Jón Lárusson » Í mínum huga er
svarið einfalt. Valdið
er og á alltaf að vera
fólksins.
Jón Lárusson
Höfundur hefur gefið kost á sér í
embætti forseta Íslands og heldur úti
vefsíðunni www.jonlarusson.is.
Þann 4. mars 2010
samþykkti Alþingi
breytingar á lögum
nr. 2/1995 um hluta-
félög sem fela m.a. í
sér nýjar greinar um
kynjahlutfall í stjórn-
um hlutafélaga með
fleiri en fimmtíu
starfsmenn. Breyt-
ingarnar taka að
óbreyttu gildi 1. sept-
ember á næsta ári.
Í stjórnarskránni, sem rík-
isstjórninni hefur ekki enn tekist
að eyðileggja, segir í 65. gr.: „Allir
skulu vera jafnir fyrir lögum og
njóta mannréttinda án tillits til
kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, lit-
arháttar, efnahags, ætternis og
stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta
jafns réttar í hvívetna.“ Allir Ís-
lendingar hafa sem sagt sömu rétt-
indi samkvæmt ákvæðinu.
Lagabreytingarnar voru gerðar í
nafni jafnréttis, en það hugtak
tókst þingmönnunum, sem komu
úr öllum flokkum nema Sjálfstæð-
isflokknum, augljóslega að mis-
skilja. Þær fela ekki í sér jafnrétti
heldur þvingaðan jöfnuð en jafn-
réttið hverfur um leið og jöfnuður-
inn er þvingaður fram.
Stjórnarskráin tiltekur fleiri
þætti en kyn til áréttingar á jafnri
stöðu fyrir lögum sem móta ein-
staklinga rétt eins og kyn. Verða
alþingismennirnir sem samþykktu
lagabreytingarnar því ekki að berj-
ast fyrir þvinguðum jöfnuði með
fleiri aðferðum en kynjakvótum?
»Allir skulu vera jafnir án tillits
til trúarbragða.« Um þrír af hverj-
um fjórum Íslendingum eru skráð-
ir í þjóðkirkjuna. Ef þingmennirnir
eru sjálfum sér samkvæmir þykir
þeim eðlilegt að binda í lög að á
milli sjötíu og áttatíu prósent
stjórnar skuli vera skráð í það til-
tekna trúfélag. En væru þá allir
jafnir án tillits til trúarbragða?
»Allir skulu vera jafnir án tillits
til efnahags.« Ef um stórfyrirtæki
er að ræða þar sem stjórnarseta er
vel launuð gerir það stjórnarmenn-
ina efnaða. Þingmönnunum hlýtur
að þykja nauðsynlegt að lögbinda
ákveðin hlutföll efna-
minni og efnameiri í
stjórnum. Með því
móti væri komin sjálf-
krafa rótering á
stjórnina því stjórn-
arsetan sjálf myndi
breyta efnahagsstöðu
stjórnarmannsins og
þar með fyrirgera rétti
hans til setu í henni.
En væru þá allir jafnir
án tillits til efnahags?
»Allir skulu vera
jafnir án tillits til ætt-
ernis.« Ef um fjölskyldufyrirtæki
er að ræða, hlýtur að vera rétt að
koma í veg fyrir að ein ætt geti
ráðið ríkjum í því. Væntanlega
þarf því að festa í lög að stjórn-
armenn megi ekki vera skyldir
nema um ákveðið marga ættliði?
En væru þá allir jafnir án tillits til
ætternis?
Ungt fólk gegnir sjaldan stjórn-
arsetu enda er yfirleitt horft til
reynslu og þekkingar. En þing-
mennirnir vilja væntanlega leið-
rétta hlutfall fólks á aldrinum
átján til þrjátíu ára í stjórnum fyr-
irtækja. Það er auðvitað bara
sanngjarnt. En ekkert af ofantöldu
getur lýðræðislega þenkjandi ein-
staklingi þótt sanngjarnt og þ.a.l.
er skrítið hvernig talist getur
sanngjarnt að mismuna út frá kyni
sem er í eðli sínu nákvæmlega
eins.
Hver sá sem ekki er blindaður af
ljóma þvingaðs jafnréttis getur séð
hve ósanngjarnar breytingarnar
eru og þeim þingmönnum sem þær
samþykktu til skammar. Þær eru
stórt skref afturábak í jafnréttis-
og mannréttindabaráttu og því
hljóta allir sem bera minnstu virð-
inu fyrir jafnrétti að krefjast þess
að komið verði í veg fyrir að þær
taki gildi.
Þvingaður jöfnuður
Eftir Auðberg
Gíslason
Auðbergur
Gíslason
» Breytingarnar fela
ekki í sér jafnrétti
heldur þvingaðan jöfnuð
en jafnréttið hverfur um
leið og jöfnuðurinn er
þvingaður fram.
Höfundur er stjórnarmaður í SUS.