Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Stjórn Fjármálaeft- irlitsins hefur tilkynnt forstjóra eftirlitsins, að hugsanlega standi til að segja honum upp störfum, þar sem hann njóti ekki lengur trausts stjórnarinnar. Þær ávirðingar, sem á forstjórann eru born- ar eru þær helztar, að hann hafi ekki brugðist við sem skyldi að því er varðar til- kynningar um aflandsfélög gamla Landsbankans í útlöndum til Fjár- málaeftirlitsins, er hann var starfs- maður bankans árið 2001, en hann var þá ríkisbanki. Ekki hefur orðið uppvíst um aðrar sakir á forstjórann. Fram hefur komið, að ofangreind ákvörðun á því herrans ári 2001 var tekin að vandlega athuguðu máli eft- ir að leitað hafi verið til fleiri til þess bærra aðila um hvað rétt væri og eðlilegt að gera að því er varðar til- kynningu í þessu máli. Niðurstaðan var í samræmi við þá ákvörðun, sem tekin var. Það mun ekki ofsagt, að allt sóma- kært fólk, sem gefur þessu furðulega máli einhvern gaum, setur hljótt yfir hinum dæmalausa málatilbúnaði á hendur forstjóranum. Ekki verður betur séð en að sú ófrægingarherferð, sem hér hefur verið efnt til, miði að því að setja af vammlausan embættismann, sem hefur af nokkrum krafti, að því er virðist, leitast við að sinna embætt- isskyldum sínum í þágu alþjóðar af heilindum í því skyni að gera upp fjár- málahrunið þannig að þrjótarnir, sem að því stóðu, fái réttláta máls- meðferð. Vel unnin og útfærð lögfræðiálit gefa ekki tilefni til ofangreindrar niðurstöðu stjórn- arinnar. Engu að síður hefur stjórnin séð ástæðu til að fá nýja að- ila til að gefa nýtt álit, sem nota mætti til að komast að þóknanlegri niðurstöðu, en virðist illu heilli byggð á sandi. Það má ljóst vera, að hér eru myrkraöflin að verki. Er það reynd- ar í samræmi við það sem þekkt er erlendis, að rannsakendur efnahags- brota verða fyrir ofsóknum og ófrægingarherferðum á borð við þá, sem hér um ræðir. Eva Joly benti á sínum tíma á, að þetta mundi vænt- anlega gerast, sem nú er raunin. Meðal þóknanlegra ráðgjafa fjár- málaeftirlitsins, er að finna pólitískt handbendi og lánakóng, sem hefur fengið kvartmilljarð eftirgefinn á kostnað alþjóðar. Varaformaður stjórnar hefur kennt krökkum uppi á Bifröst en stjórnarformaðurinn virðist reynslulaus í stjórnun og hef- ur það helzt sér til ágætis unnið að taka þátt í fyrirlestramaraþoni í Há- skólanum í Reykjavík. Þriðji stjórn- armaðurinn kemur úr Seðlabank- anum, stofnun, sem ekki mun vanþörf á að sé undir stöðugu eft- irliti í ljósi sögunnar. Í stjórnarlaun hefur stjórn Fjár- málaeftirlitsins 24 milljónir á ári. Verður að telja sanngjarnt að fyrir þau laun taki stjórn vitrænar og vandaðar ákvarðanir, sem byggist á einhverju öðru en sandi. Í dæmalausu sjónvarpsviðtali í RÚV var leitt fram vitni, sem mun vera verjandi helztu útrásar- og fjár- glæfravíkinganna, og orð hans túlk- uð sem heilagur sannleikur. Ekki voru fleiri vitni leidd fram í því við- tali. Það viðtal og sá spuni, sem þar var settur á svið, var stofnuninni til ævarandi vanza og sízt til þess fall- inn að auka traust á rannsókn- arblaðamennsku nútímans, sem að öllu jöfnu ætti að vera nauðsynlegur þáttur í eftirlitskerfi frjálsra og óháðra ríkja með fjármálalífinu. Það er augljóst, að dæmalaus boð- skapur stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að forstjórinn verði hugsanlega settur af fyrir engar sakir, virðist fullkomlega út í hött. Það hlýtur að vera réttlát krafa þjóðar, að óhæf stjórn víki nú þegar og þvælist ekki frekar fyrir nauðsynjaverkum, sem í vinnslu eru í Fjármálaeftirlitinu. Vonandi tekur efnahags- og við- skiptaráðherra VG á sig rögg og sparkar stjórninni sem fyrst, jafnvel þótt í henni kunni að vera einhverjir flokksgæðingar Samfylkingarinnar. Af vammlausum forstjóra Eftir Sverri Ólafsson » Það mun ekki ofsagt, að allt sómakært fólk, sem gefur þessu furðulega máli gaum, setur hljótt yfir hinum dæmalausa málatilbún- aði… Sverrir Ólafsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Stutt fyrirspurn á vef Alþingis vakti for- vitni mína sem for- eldri barns með sjald- gæfan og alvarlegan sjúkdóm. Spurt var: „Hve langt er í að lok- ið verði gerð nor- rænnar aðgerðaáætl- unar um þjónustu við fólk með sjaldgæfa sjúkdóma sem þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2010 fól norræna ráðherraráðinu að vinna?“ (Þingskjal 496, 259. mál.) Svarið var: „Á þessari stundu ligg- ur ekki fyrir hvort eða hvenær verður ráðist í gerð norrænnar að- gerðaáætlunar um þjónustu við fólk með sjaldgæfa sjúkdóma. Á vett- vangi norræna ráðherraráðsins hafa um nokkurt skeið verið skoð- aðar hugmyndir um að fella vinnu við slíka aðgerðaáætlun undir starf nefndar sem hefur fengið það hlut- verk að vinna að tillögugerð um norrænt samstarf þegar um er að ræða hátækni í meðferð sjúkdóma. Ekki hefur fengist niðurstaða úr þeirri skoðun en málið mun verða tekið til frekari umfjöllunar á vett- vangi norrænu embættismanna- nefndarinnar sem fjallar um vel- ferðarmál í febrúar næstkomandi. Ráðherra lítur svo á mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið og mun á næstunni beita sér fyrir því að svo verði.“ Til að setja þessa fyrirspurn í samhengi, þá eru að minnsta kosti 200 fjölskyldur sem eiga börn eða ungmenni með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma eða ógreindar skerðingar. Þeir sjúkdómar sem börnin glíma við eru langvinnir og hafa varanleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur. Þar sem um sjaldgæfa sjúkdóma er að ræða hafa margir þeirra lítið verið rannsakaðir, meðferðir takmark- aðar og oftast engin lækning til. Ís- lenska heilbrigðiskerfið nær ekki utan um þessa sjaldgæfu sjúkdóma, enda ekki von til annars í litlu sam- félagi eins og okkar. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er allt af vilja gert til að gera sitt besta, en skortir í raun þekkingu og aðstöðu til að afla sér hennar með kerf- isbundnum hætti. Þess vegna er samstarf við aðra, eins og norrænu þjóðirnar þar sem þekkingu og reynslu er að finna, lífsnauðsynlegt fyrir okkur í bókstaflegri merkingu. Ég trúi því ekki að ráðherra vel- ferðarmála skuli ekki geta sagt með afdráttarlausum hætti að Ísland muni taka þátt í að gera norræna aðgerðaáætlun um þjónustu við fólk með sjaldgæfa sjúkdóma. Samstarf snýst ekki um há- tækni, heldur um miðl- un upplýsinga og reynslu manna á milli. Norðurlandaráð hefur tekið þetta mál upp á arma sína og 87 þing- menn frá öllum helstu stjórnmálaflokkum Norðurlanda hafa samþykkt að beina því til ráðherra Norð- urlanda að vinna slíka áætlun. Þetta er sér- staklega mikilvægt fyrir okkur Ís- lendinga, en við erum svo fá og þannig eru enn færri sem greinast með sjaldgæfa sjúkdóma á Íslandi. Dóttir mín er með sjúkdóm sem heitir Rett Syndrome og það eru, eftir því sem ég best veit, bara tvær stelpur á Íslandi með þann sjúkdóm staðfestan. Ég þekki líka til margra fjölskyldna og einstaklinga sem vinna óþrjótandi starf fyrir börn sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma og myndu gefa hvað sem er fyrir að geta tengst reynslu og þekkingu annarra sérfræðinga á Norðurlönd- unum til að bæta lífsgæði barnanna. Þetta mál átti að koma til um- fjöllunar í febrúar skv. svari ráð- herra. Ég skora á ráðherrann að staðfesta þátttöku Íslands í þessu verkefni, setja það í forgang, vinna það í samráði við Einstök börn og önnur sambærileg félög og tilkynna opinberlega við fyrsta tækifæri hver næstu skref verði. Sjaldgæf börn á Íslandi Eftir Friðrik Friðriksson » Skorað er á ráðherra velferðarmála að staðfesta þátttöku Ís- lands í gerð norrænnar aðgerðaáætlunar um þjónustu við fólk með sjaldgæfa sjúkdóma. Friðrik Friðriksson Höfundur er faðir einstakrar stelpu.Umræðan undanfarið um kosningu forseta Íslands er eins og menn líti svo á, að sigurstranglegt forsetaefni geti því aðeins komið fram að nú- verandi forseti segi örugglega upp starfi. Samkvæmt þessu og sam- kvæmt reynslunni mætti ákvæði stjórnarskrárinnar um kjör forseta Íslands hljóða svo: „Forseti skal kosinn til fjögurra ára. Hann getur framlengt setu sína um fjögur ár í senn.“ Svipað er iðulega uppi á ten- ingnum við kjör forseta félags eða formanns. Það virðist ekki þykja fýsilegt að tefla fram manni gegn þeim, sem situr, enda þótt hann þætti sig- urstranglegur, ef sá, sem situr, dregur sig í hlé. Það gerir framboð sennilega enn ófýsilegra, að fleiri gætu þótt sigurstranglegir. Hugur manna kann að standa til endurnýjunar, en það heldur aftur af mönnum, ef sá, sem situr, er líklegur til að hafa meira fylgi en hver hinna fyrir sig. Sigurstrangleg forseta- eða for- mannsefni gefa sig því ekki fram. Leikurinn breytist, ef forseti eða formaður er raðvalinn. Hugsum okkur, að fullur vilji 60% kjósenda sé til endurnýjunar og þrír bjóði sig fram, sá gamli, sem við nefnum A, og tveir til viðbótar, B og C. End- urnýjunarliðið raðar B,C,A, C,B,A eða B,C,A. Í fyrsta dæminu fengi B 2 stig fyrir að vera ofar en tveir, C 1 stig fyrir að vera fyrir ofan einn og A ekkert stig. Í öðru dæminu fengi C 2 stig, B eitt stig og A ekkert stig. Í þriðja dæminu fengi B 1,5 stig (1 stig fyrir að vera ofar en A og 0,5 stig fyrir jafna stöðu við C). Sömu- leiðis með C. Þeir, sem vilja þann gamla, raða A,B,C, A,C,B eða A,BC. Annaðhvort B eða C hlyti að koma út með flest stig. Maður, sem vill endurnýjun, en samt ekki fyrir hvern mun, mundi raða B,A,C, C,A,B, B,AC eða C,AB. Ef margir raða þannig, gæti A feng- ið flest stig og unnið. Dæmið sýnir, hvernig raðval eyðir vandræðagangi. Þeir, sem gaumgæfa endur- skoðun stjórnarskrárinnar, athugi þetta. BJÖRN S. STEFÁNSSON, fer fyrir Lýðræðissetrinu. Vandræði við endurnýjun í sæti forseta og formanns Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Bréf til blaðsins Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Brúðkaupsblað Föstudaginn 16. mars kemur út hið árlega BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins. –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. mars Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ... það verður stútfullt af spennandi efni. Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Sími: 569-1134 Brú ðka up MEÐAL EFNIS: Fatnaður fyrir brúðhjónin. Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina. Veislumatur Brúðkaupsferðin. Undirbúningur fyrir brúðkaupið. Giftingahringir. Brúðargjafir Brúðarvöndurinn. Brúðarvalsinn. Brúðkaupsmyndir. Veislusalir. Veislustjórnun. Gjafalistar. Og margt fleira skemmtilegt og forvitnilegt efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.