Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 ● Vísitala framleiðsluverðs í jan- úarmánuði var 213,6 stig og hækkaði um 1,1% frá desember á síðasta ári, að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Miðað við janúar 2011 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 5,7% en verðvísitala sjávarafurða um 16,3%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stór- iðju hins vegar lækkað um 8,1% en matvælaverð hækkað um 7,5% frá því í janúar fyrir ári. Framleiðsluverð hækkar um 1,1% í janúarmánuði Morgunblaðið/ÞÖK Ál Verð á afurðum stóriðju hefur lækkað um 8,1% frá janúar 2011. FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eftir að gengislánadómur féll í Hæstarétti fyrr í þessum mánuði hafa verðbólguvæntingar fjárfesta hækk- að skarpt á mjög skömmum tíma. Þetta sést þegar horft er til þeirra hörðu viðbragða sem hafa verið á skuldabréfamarkaði síðustu daga þar sem ávöxtunarkrafan á löng óverð- tryggð ríkisbréf hefur hækkað meira en hún gerði í janúar. Þrátt fyrir að enn ríki mikil óvissa um hversu mikil áhrif gengislána- dómurinn mun hafa á skuldir heimila og fyrirtækja þá eru allar líkur á því að hann muni verða til þess að auka einkaneyslu í hagkerfinu og valda verðbólguþrýstingi. Til skamms tíma eru áhrifin þó takmörkuð. Fram kemur í greiningu ráðgjafa- fyrirtækisins IFS að mikil óvissa hafi ríkt á skuldabréfamarkaði að undan- förnu og verðbólguótti fjárfesta í kjöl- far dóms Hæstaréttar hefur þrýst óverðtryggðu kröfunni upp. Sigurður Örn Hilmarsson, hagfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í samtali við Morgunblaðið að dómurinn hafi vald- ið umtalsvert neikvæðum viðbrögð- um á skuldabréfamarkaði. „Fjárfest- ar eru svartsýnni en áður á verðbólguhorfur og ávöxtunarkrafan hefur því hækkað skarpt.“ Sigurður bendir hins vegar á að hugsanlega hafi viðbrögðin á markaði verið heldur hörð í kjölfar dómsins. „Við gætum því séð kröfuna ganga til baka að einhverju leyti þegar dregur úr óvissunni. Það eru jafnframt líkur á því að sumir fjárfestar hafi verið að skortselja óverðtryggð bréf dagana eftir dóminn sem hugsanlega hefur ýkt þessar hækkanir.“ Ljóst er að frekari niðurfelling á skuldum heimilanna mun að öllum líkindum leiða til þess að einkaneysla aukist meira á þessu ári heldur en fyrri hagspár höfðu reiknað með. Tal- ið er að dómur Hæstaréttar gæti lækkað heildarskuldir heimilanna um allt að 30 milljarða króna, sem eru um 4% af árlegri einkaneyslu. Sigurður segir þó óljóst hvenær áhrifanna mun fara að gæta í hagkerfinu. „Það mun taka einhverja mánuði fyrir fjármála- stofnanir að ráðast í endurútreikning á þessum lánum. En á móti kemur að ef fólk býst við skuldaniðurfærslum þá gæti það farið að auka einkaneysl- una áður en endanleg niðurstaða verður ljós.“ Gæti flýtt vaxtahækkun Við ákvörðun stýrivaxta horfir Seðlabankinn mikið til þess hver þró- un verðbólguvæntinga á skuldabréfa- markaði hefur verið. Gengislánadóm- urinn vekur því þá spurningu hvort Seðlabankinn telji þörf á því að bregð- ast við hækkandi verðbólguvænting- um með skarpara og hraðara vaxta- hækkunarferli. Í ljósi þess að enn er töluverður tími – líklega sex til tólf mánuðir – þangað til væntanlegar endurgreiðslur munu berast skuldur- um gengistryggðra lána þá er aftur á móti fullsnemmt að leiða líkur að því að Seðlabankinn telji nauðsynlegt að auka enn aðhaldið í peningamálum. Mikil umframeftirspurn eftir skuldabréfum á þessu ári – um 66 milljarðar samkvæmt spá IFS – gæti þó orðið til þess að krafan á löng óverðtryggð ríkisbréf fari aftur að lækka á ný. Rétt eins og bent er á í greiningu IFS er engu að síður ljóst að fjárfestar eru uggandi yfir þróun mála hvað varðar skuldir heimilanna og verðbólguhorfur og eru því smeyk- ir við að fara í löng óverðtryggð bréf. Vaxandi verðbólguótti fjárfesta  Krafan á löng óverðtryggð ríkisbréf hefur hækkað mikið eftir gengislánadóm Hæstaréttar  Gæti aukið líkurnar á vaxtahækkun Seðlabankans  Lítið framboð á löngum skuldabréfum á þessu ári Hörð viðbrögð » Krafan á löng óverðtryggð ríkisbréf hefur hækkað skarpt eftir gengislánadóm Hæsta- réttar fyrir tveimur vikum. » Verðbólguótti fjárfesta virð- ist hafa aukist frá því að dóm- urinn féll. » Meiri líkur taldar á vaxta- hækkun Seðlabankans. Kröfuþróun langra óverðtryggðra ríkisbréfa Gengislánadómur fellur í Hæstarétti 8,0% 7,5% 7,0% 6,5% 6,0% 5,5% 5, 0% 2. janúar 2012 28. febrúar 2012 6,332% 6,664% 6,936% 6,946% 6,699% 7,208% 7,455% 7,448% RIKB 25 0612 RIKB 19 0226 RIKB 22 1026 RIKB 31 0124 ● Landsbankinn býður til opinnar ráð- stefnu á morgun, 1. mars, um stöðu og þróun innlendra og erlendra markaða, undir yfirskriftinni „Hvert stefnir? Staða og þróun markaða.“ Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nor- dica og hefst klukkan 09:00 og stendur til 11:30. Fjallað verður um yfirstandandi sviptingar á erlendum mörkuðum sem hafa mikil áhrif á íslenskt hagkerfi og endurreisn íslensks atvinnulífs. Dr. Martin Feldstein, prófessor við Harvard háskóla, mun halda erindi á fundinum. Feldstein er þekktur hagfræðingur. Dr. Martin Feldstein talar í boði Landsbankans ● Á síðustu fimm árum hefur hrein raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verið -3,8%. Raunávöxtun á síðustu 10 árum er 2,8%. Lífeyrissjóðirnir hafa sett sér það markmið að skila að meðaltali 3,5% raunávöxtun. Almennt eru þeir ekki að ná því markmiði. Lífeyrissjóður verzlunarmanna birti í fyrradag fyrstur lífeyrissjóða upplýsingar um starfsemi sjóðsins á síðasta ári. LV er annar stærsti lífeyrissjóður landsins. Hann skilaði 8,2 nafnávöxtun á síðasta ári og 2,8% hreinni raunávöxtun. Þetta er heldur lakari niðurstaða en árið 2010 þegar sjóðurinn skilaði 3,4% raunávöxtun. Eignir sjóðsins námu 345,5 milljörðum í árslok en voru 309 milljarðar árið áður. Raunávöxtun á 10 árum 2,8% ● Breska verslanakeðjan Iceland Foods, sem er nú í söluferli hjá slita- stjórnum Landsbankans og Glitnis, áformar að opna verslanir í Póllandi. Pólska blaðið Warsaw Business Journal greindi frá þessu í gær. Fram kom að Iceland Foods leiti leiða til að vaxa í Ungverjalandi og Póllandi. Vill opna í Póllandi Tap varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2011 að fjárhæð 144 milljónir króna og var EBITDA um 245 milljónir króna, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu.Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,5 milljörðum króna og jukust um 3% frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,8 millj- arðar króna í árslok 2011 og eigið fé nam 2,4 milljörðum króna. Fé- lagið greiddi 80 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu. Veruleg- ur samdráttur hefur verið í bréfa- sendingum á undanförnum árum en frá árinu 2006 hefur bréfasend- ingum innan einkaréttar fækkað um 30%. Spáð er áframhaldandi magnminnkun og er áætlað að bréfamagn muni minnka enn um allt að 16% til ársins 2015. Íslandspóst- ur tapaði 144 milljónum Tap Íslandspóstur tapaði 144 millj. Grikkland varð í gær fyrst ríkja á evrusvæðinu sem er úrskurðað gjaldþrota í kjölfar þess að banda- ríska matsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) lækkaði lánshæfis- mat landsins niður fyrir ruslflokk og sagði að ríkissjóður Grikklands væri tæknilega gjaldþrota. Fast- lega er gert ráð fyrir því að láns- hæfismatsfyrirtækin Moody’s og Fitch muni fylgja í kjölfarið og meta ríkissjóð Grikklands gjald- þrota. Fram kemur í mati S&P að ástæðan fyrir ákvörðuninni sé það samkomlag sem Grikkir gerðu ný- verið við lánardrottna um að þeir felli niður stóran hluta af skuldum ríkisins. Samkvæmt þeim áformum munu afföll fjármálastofnana og fjárfestingasjóða af grískum rík- isskuldabréfum nema tæplega 54%. Í gærmorgun tilkynnti Evrópski seðlabankinn jafnframt að við- skiptabankar gætu nú ekki lengur notað grísk ríkisskuldabréf í veð- lánaviðskiptum við bankann. Ákvörðun S&P mun hins vegar litlu breyta fyrir fjármálakerfi og ríkissjóð Grikklands þar sem Evr- ópusambandið og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hafa samþykkt að veita 130 milljarða evra neyðarlán til Grikklands. hordur@mbl.is Grikkland tækni- lega gjaldþrota  Fyrst evruríkja sem er úrskurðað gjaldþrota af S&P Reuters Gjaldþrot Grikkland er fyrst evru- ríkja til að vera metið gjaldþrota. Væntingar íslenskra neytenda fara enn batnandi í febrúar, fjórða mán- uðinn í röð. Væntingavísitala Capa- cent Gallup var birt í gær og mælist vístalan nú 76,7 stig, sem er hækk- un um 1,8 stig frá fyrri mánuði. Þá hefur vísitalan nú ekki mælst hærri frá því fyrir hrun en leita þarf allt aftur til júlímánaðar 2008 til að finna hærra gildi vísitölunnar. Engu að síður eru enn mun fleiri neikvæðir en jákvæðir, en þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neikvæðir. Væntingavísitalan hefur verið undir 100 stigum frá því í febrúar 2008. Landinn er nú mun bjartsýnni en á sama tíma fyr- ir ári, en þá var væntingavísitalan 59,9 stig og hefur hún hækkað um tæp 30% síðan þá. Sagan sýnir að vísitalan hefur sterka fylgni við gengi krónunnar sem hefur nú ver- ið að veikjast hratt undanfarið og gæti sú þróun, haldi hún áfram, dregið niður væntingar neytenda á vormánuðum. Væntingar fólks vaxa hægt og hægt WOW air áformar að hefja vikulegt áætlunarflug til Salzborgar í Aust- urríki næsta vetur í samvinnu við tvær íslenskar ferðaskrifstofur. WOW air áætlar að hefja flug til Salzborgar seinni hluta desember nk. og fljúga þangað vikulega á laugardögum fram til loka febrúar. Salzborg er í norðurhluta aust- urrísku Alpanna og því nálægt helstu skíðasvæðum Austurríkis. Áformar flug til Salzborgar                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.-, +/0.+1 +,-.2, ,,.-33 ,,.,/- +2./,/ +42.34 +.1-34 +/4.4+ +30.52 +,-.0, +/0.34 +,1.+/ ,,.14, ,,.43 +2./2- +4/.5, +.1152 +/4.2/ +30.11 ,,2./,41 +,1.5, +/2.++ +,1.13 ,,.1/2 ,,.-,3 +/.54/ +4/.-+ +.1114 +/-.-0 +32.5, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.