Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Á fimmtudaginn verður forsýning á íslensku
spennumyndinni Svartur á leik en myndin
er byggð á samnefndri spennusögu Stefáns
Mána en Stefán fór í töluverðar rannsóknir
á undirheimum Reykjavíkur og byggist bók-
in að einhverju leyti á atburðum sem raun-
verulega hafa gerst. Í myndinni er úrvalslið
leikara á borð við Þorvald Davíð Krist-
jánsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson,
Damon Younger, Maríu Birtu, Vigni Rafn
Valþórsson og Egil Einarsson. Allir leik-
ararnir undirbjuggu sig vel fyrir hlutverkin
sín en fáir þó jafn mikið og Jóhannes Hauk-
ur Jóhannesson en maðurinn er óþekkj-
anlegur eftir undirbúningsferlið fyrir mynd-
ina.
Undirbúningurinn og pressan
„Óskar Þór Axelsson, leikstjóri mynd-
arinnar, ræddi við mig eftir að prufum lauk
og við vorum báðir sammála um að mig
skorti líkamlegt atgervi,“ segir Jóhannes
sem fór beint í ræktina og massaði sig vel
upp fyrir hlutverkið. „Ég hef oft farið í átak
en ávallt gefist upp og hætt. Það var því
nokkuð gott að hafa utanaðkomandi pressu
á mér og síðan fékk ég góða hjálp frá einka-
þjálfurum því það er ekkert grín að breyta
sér svona. Maður verður að vita hvað á að
gera og hvernig á að bera sig að.“
Eftir umbreytinguna segir Jóhannes að
hann fái annars konar hlutverk og leiki ekki
lengur eldri menn. „Ég er hættur að leika
upp fyrir mig og er farinn að fá sprækari
hlutverk og leik mikið verkalýðs- og bylting-
arforingja í dag.“
Túlkun á Tóta og upplifun
Það sem aðskilur frábæra leikara frá góð-
um er túlkun þeirra á persónu sinni. Jó-
hannes nær á einstakan hátt að sýna áhorf-
andanum dökkar hliðar persónu sinnar,
Tóta, en um leið hið góða í honum. „Það er
mikilvægt að finna eitthvað gott í öllum. Það
er enginn vondur að ástæðulausu, það liggur
alltaf eitthvað á bakvið.“ Jóhannes segir að
persónan Tóti sé í raun að gera það sem
hann þarf til að byggja upp stöðu sína í
undirheimum og skynjar það illa þegar hann
gerir eitthvað rangt en um leið er hann góð-
ur við sína nánustu. „Hans heimur er frum-
skógurinn og þar gilda frumskógarlögmál.
Annaðhvort er hann harður og beitir aðra
ofbeldi eða hann endar sjálfur í líkkistunni.“
Tökur, slagsmál og veðrið
Tökur myndarinnar áttu að hefjast árið
2010 en töfðust um eitt ár og hófust í apríl á
síðasta ári. Aðspurður hvernig tökur á
myndinni hafi tekist segir Jóhannes að al-
mennt hafi gengið vel en upp úr standi þó
veðrið. „Maður er aldrei í búningi í sam-
ræmi við íslenska veðrið. Ekki misskilja
mig, tökur eru mjög skemmtilegar en veðrið
getur gert þær leiðinlegri. Mér eru sér-
staklega minnisstæðar tvær tökur með
Vigni Rafni. Í fyrra skiptið var verið að taka
upp í bíl og myndavélin var utan á bílnum
og því þurfti að skrúfa rúðuna alveg niður
þegar tekið var upp. Upptakan af mér gekk
fínt en þegar kom að Vigni þá fór að rigna
og blása duglega. Seinna skiptið vorum við
uppi í Hvalfirði og það er hvort tveggja
versti tökudagurinn og versti dagur lífs
míns. Þetta var 1. maí og við héldum að vor-
ið væri komið en þá kyngdi niður snjó og ég
þurfti að taka upp slagsmálasenu með Vigni
utandyra í þunnum jakkafötum og ég þurfti
að velta mér um í snjónum. Það var almennt
mjög slæmur dagur.“ Á þeim tökudegi var
að sögn Jóhannesar tekið upp slagsmála-
atriðið þar sem Vignir sparkaði af öllum
krafti og þunga í Jóhannes við tökur. „Ég
kunni ekki við að stöðva hans listrænu nálg-
un en leikstjórinn kom að mér og bað mig
að hætta að emja því Tóti væri harður nagli
sem myndi ekki emja svona mikið. Ég sagði
honum að þetta væri ekki listræn tjáning
heldur væru spörkin vond en lofaði að
reyna að halda í mér,“ segir Jóhannes með
glott á vör en þeir sem vilja sjá þess mögn-
uðu mynd geta farið á frumsýningu hennar
á föstudaginn.
Mjög krefjandi slagsmálaatriði
Morgunblaðið/RAX
Leikarinn Jóhannes Haukur lék eitt af aðalhlutverkum myndarinnar Svartur á Leik.
Hlutverk Jóhannes Haukur í hlutverki sínu
sem Tóti í myndinni Svartur á Leik.
Kvikmyndin Svartur á leik verður forsýnd á fimmtudaginn og frumsýnd strax um helgina
Leikarinn Jóhannes Haukur massaði sig upp fyrir hlutverkið Hollywood-bragur á allri myndinni
Miklar vangaveltur eru um hver muni leika poppstjörnuna
Whitney Houston í nýrri Hollywood-mynd um söngkon-
una. Nú er komið á daginn að söngkonan Rihanna komi
sterklega til greina en hún þykir hafa svipaða rödd og
sambærilegt útlit. Það eru vinir Houston og plötufyrirtæki
sem standa á bak við kvikmyndina um stjörnuna og vilja
þau byrja tökur á myndinni sem allra fyrst.
Samkvæmt Daily Mail hefur Jennifer Hudson einnig
komið til greina og því ekki sjálfgefið að hlutverkið fari til
hinnar hæfileikaríku Rihönnu. Vivica Fox, Jordin Sparks
og Willow Smith koma til greina.
Rihanna leikur mögulega
Whitney Houston
Reuters
Söngstjarnan Rihanna þykir bæði hafa röddina og útlitið.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
JOURNEY 2 3D Sýnd kl. 6 - 8
SAFE HOUSE Sýnd kl. 8 - 10
SKRÍMSLI Í PARÍS Sýnd kl. 6
THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:20
IRON LADY Sýnd kl. 5:50
CONTRABAND Sýnd kl. 10:20
ÞEGAR FLUGVÉLIN HRAPAÐI
VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA
V.J.V.
-SVARTHÖFÐI
HHHHH
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND!
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
H.S.K. -MBL
HHHH
Fréttablaðið
HHHH
Fréttatíminn
HHHH
Biofilman.is
HHHH
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
boxoffice magazine
hollywood reporter
TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA
TOM HANKS OG SANDRA BULLOCK
ERU STÓRFENGLEG Í ÞESSARI ÁHRIFARÍKU MYND
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK.
BESTA MYND
BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI – MAX VON SYDOW
blurb.com
Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær
gamanmynd
með
sótsvörtum
húmor
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE
ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN
MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD
ÁLFABAKKA
10
10
10
10
10
7
7
7
7
12
12
12
12
VIP
EGILSHÖLL
12
12
12
12
12
12
16
L
L
L
16
16
L
L
L
KRINGLUNNI
AKUREYRI
JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 - 8 2D
EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 10:20 2D
PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 6 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
JOURNEY 2:THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D
HAYWIRE kl. 8 - 10:10 2D
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D
HUGO kl. 5:20 - 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:40 2D
PRÚÐULEIKARARNIR m/ens tali kl. 5:40 2D
EXTREMELY LOUD & INCREDIBLY CLOSE kl. 10:20 2D
JOURNEY 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 2D
A FEW BEST MEN kl. 8:30 - 10:40 2D
A FEW BEST MEN Luxus VIP kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Talikl. 6 3D
HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D
ONE FOR THE MONEY kl. 8 2D
CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:20 2D
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 2D
7
12
12
KEFLAVÍK
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 8 3D
GHOST RIDER 2 Ótextuð kl. 10:10 3D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D
ERNANI ópera endurflutt kl. 6
JOURNEY 2 kl. 8 3D
EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 10:20 2D
SHAME kl. 10:10 2D
MAN ON A LEDGE kl. 10:40 2D
THE HELP kl. 5 2D
WAR HORSE kl. 5 2D
Toppmyndin á Íslandi
og vinsælasta myndin
í heiminum í dag
t.v. kvikmyndir.is
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
ÓSKARS-
VERÐLAUN5