Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 11
margskonar óhefðbundin þráð- listaverk unnin í blandaðri tækni. Textílfélag Íslands var stofnað árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og hand- íðaskólans ásamt starfandi textíl- listamönnum. Eitt af aðalmarkmiðum félagsins hefur frá upphafi verið að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra á innlendum og erlendum vettvangi. Í dag eru fé- lagskonur 80 og þátttakendur á sýn- ingunni 40 eða um helmingur þeirra. Er það mikið gleðiefni að svo stór hluti félagsmanna eigi þar verk. Sýningin verður opnuð kl. 13.00 en henni lýkur svo sama dag og Hönn- unarmars, 25. mars nk. Sýningin verður opin kl. 14-18 fimmtudaga til sunnudaga og er að- gangur ókeypis. Hönnun Guðrún Hadda Bjarnadóttir. Sýning Um helmingur félagskvenna Textílfélags Íslands tekur þátt. Ljósmyndir/Kristveig Halldórsdóttir lítill strákur og ég get því ekki riðið þeim. En ég eignaðist minn fyrsta ís- lenska hest þegar ég var tólf ára. Það var hryssan Lipurtá og hún var mjög góður barnahestur, ljúflingur sem hentaði ungum dreng. Hún var skyldleikaræktuð og í henni rann blóð frá Sörla á Sauðárkróki bæði í föður- og móðurætt. Allar götur síð- an ég eignaðist Lipurtá hef ég verið mjög hrifinn af íslenskum hestum. Systir mín er líka mjög mikil hesta- kona og á okkar yngri árum var mikil keppni okkar á milli um að ná sem mestri færni með íslenska hesta.“ Íslensku hestarnir villtir Fredrik kom fyrst til Íslands ár- ið 2000 þegar hann var aðeins 18 ára og dvaldi þá yfir sumarið á hrossa- ræktunarbúinu Árbakka. „Mig lang- aði til að læra meira og verða betri í því að temja íslenska hesta. Og þetta var frábær tíma og mikil upplifun fyrir mig því ég hafði til dæmis aldrei áður hitt „villta“ hesta, því heima í Svíþjóð eru allir hestar svo vanir um- gengni við fólk að þeir eru mjög ólík- ir hestum sem koma úr stóði sem gengur frjálst á fjöllum. Tveimur ár- um seinna kom ég aftur til Íslands, þá tvítugur, og var yfir vetur hér í Dallandi að vinna við tamningar hjá Halldóri Guðjónssyni sem þá var yfirmaður hér. Síðan var ég í Þýska- landi árin 2004 og 2005 og vann hjá Rúnu Einarsdóttur og Karly Zings- heim með íslenska hesta sem var mikil og góð reynsla fyrir mig. Ég tók þátt í sýningum og keppti á mörgum mótum. Ég var með hestinn minn Andra frá Skarði hjá mér þessi tvö ár sem ég vann hjá Rúnu og Karly, en á honum hafði ég keppt í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu árið 2003. Andri er einstakur hestur, hann er hetja í mínum augum. Á hon- um kemst ég þangað sem enginn annar hestur getur farið með mig, á topp veraldarinnar. Það er ólýsanleg tilfinning að sitja hann. Ég mun aldr- ei selja hann, en ég hef fengið mörg og mjög góð tilboð í hann. Hann er vinur minn og verður ekki metinn til fjár.“ Heillandi stemning og lífsstíll Fredrik segir að það sem heilli hann við íslenska hestinn sé hversu mikil fjölbreytni finnist meðal þess- ara litlu hesta. „Það geta allir fundið hest við sitt hæfi innan raða íslenska hestsins, allt frá lúsþægum barna- hestum til flugviljugra keppnishesta. Lipurtá minn fyrsti hestur og grað- hesturinn Sorti frá Dallandi, sem ég þjálfa hér, eru til dæmis afar ólíkir hestar en hentuðu mér fullkomlega á ólíkum tíma í lífinu. Ég er líka heill- aður af stemningunni og lífsstílnum sem tengist íslenska hestinum. Ég hef kynnst svo ótal mörgu og ólíku fólki í gegnum hestamennskuna, gömlu fólki og börnum og allskonar fólki á öllum aldri þar á milli. Mér fellur líka vel að keppa á íslenska hestinum og ég er sannfærður um að hann á bjarta framtíð. Persónuleiki íslenska hestsins er stórbrotinn og ég ætla rétt að vona að hann fái að halda sínum sérkennum, að þau verði ekki ræktuð úr honum og að fjöl- breytnin lifi. Við verðum nefnilega að eiga bæði fjölskylduhesta og keppn- ishesta. Ég vona líka að þróunin verði ekki þannig að íslenski hest- urinn verði ofverndaður í umgengni, að hann fái að vera mátulega villtur og haldi sínu náttúrulega eðli. Það skiptir líka miklu máli.“ Draumur um eigin ræktun Frá því Fredrik tók við stjórn- inni í hestamiðstöðinni Dal hafa flest seld hross farið til Svíþjóðar enda er hann með góð sambönd þar. „Hluti af mínu starfi hér er að kynna hestana frá Dallandi, koma þeim á framfæri og sjá um sölu. Hér eru fyrsta flokks gæðahestar og við leggjum upp úr því að hafa persónulega þjónustu. Við bjóðum þeim sem hafa hug á að kaupa hest af okkur að koma hingað og dvelja hér um tíma, því það gerist ekki á einum degi að finna hest sem passar við hverja manneskju. Fólk þarf að fara oft bak og prófa sig áfram.“ En lífið snýst um fleira en hesta og þess vegna dreif Fredrik sig í háskóla í Svíþjóð eftir að hann kom frá Rúnu og Karly og lærði bygging- arverkfræði. „Ég fékk gott starf við það eftir að ég útskrifaðist og vinnu- veitendur mínir gáfu mér frí til að starfa hér. Ég get því gengið að mínu starfi þegar ég sný aftur heim. En ég játa að hugur minn er hjá hestunum, ég elska hesta og þetta er minn lífs- stíll. Draumurinn er að stofna í fram- tíðinni mitt eigið fyrirtæki tengt hrossarækt. Ég er búinn að safna vel í reynslusarpinn og ég er búinn að læra mikið af því að starfa með ýms- um frábærum tamningamönnum og reiðkennurum hér á Íslandi.“ Fredrik og Frida flytja senni- lega heim til Svíþjóðar í haust, þó að hann sé ekki búinn að ákveða sig endanlega, því Gunnar hefur boðið honum að vera lengur. Samhent par Frida og Fredrik saman í hesthúsinu, hann með Sorta en hún með Ágjöf undan Asa frá Kálfhóli og fyrstu verðlauna hryssuna Hetju frá Dallandi. Svíþjóð 2009 Fredrik keppir hér á hryssunni Nál frá Mosfelli. Ég mun aldrei selja hann. Hann er vinur minn. Ljósmynd/Mette Lundberg DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Stuðningsfélagið Einstök börn, fé- lag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúk- dóma eða skerðingar, verður 15 ára þann 13. mars næstkomandi. Af því tilefni ákvað stjórn félags- ins að gera eitthvað til hátíða- brigða fyrir félagsmenn, og ekki síst börnin. Í dag fer fyrsti viðburðurinn fram sem er víðavangshlaup á Seltjarnarnesi. Dagurinn í dag var valinn þar sem 29. febrúar er al- þjóðlegur „Rare Disease Day“. En þá er vakin athygli á sjaldgæfum sjúkdómum í yfir 60 löndum. Er félagið Einstök börn fyrst ís- lenskra félaga til að taka þátt í þessum mikilvæga degi. Í dag klukkan 16:30 hefst víða- vangshlaup, 5 og 10 km en hlaup- ið verður frá Sundlaug Seltjarn- arness og endað þar. Þátttökugjalds er ekki krafist og verður hægt að senda áheit á fé- lagið með því að hringja í 904 1001 fyrir 1500 krónur, 904 1003 fyrir 3000 kr. og 904 1005 fyrir 5000 kr. Í mars verða einnig viðburðir á dagskrá en nánari upplýsingar um þá má nálgast á vefsíðu félagsins, einstokborn.is. Einstök börn Ljósmynd/norden.org Einstök börn Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma er í dag. Fjölbreytt af- mælisdagskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.