Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  50. tölublað  100. árgangur  SLAGSMÁLA- ATRIÐIN MJÖG KREFJANDI HEILLAST AF FJÖLBREYTNI HROSSANNA NÝ MONA LISA VEKUR MIKLA ATHYGLI ÍSLENSKI HESTURINN 10 PRADO-SAFNIÐ Í MADRID 31SVARTUR Á LEIK 32 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Til verða 120 til 200 störf við flug- vélamálun á Keflavíkurflugvelli, ef nýsköpunarverkefni sem unnið er að verður að veruleika. Með áætluðum afleiddum störfum myndi þessi vinnustaður skapa mörg hundruð störf á vinnumarkaði Suðurnesja. Verkefnið er enn á undirbúnings- stigi. Unnið er að viðskiptaáætlun og fjármögnun. Frumkvöðull fyrirtækisins, Hjalti Kjartansson bílamálari, hefur lengi gengið með þá hugmynd í maganum að koma upp málningarverkstæði fyrir flugvélar hér á landi. „Flug- heimurinn stækkar ört og stöðugt eiga sér stað breytingar. Ég tel að mikil tækifæri felist í þessari starf- semi,“ segir Hjalti. Hugmyndin er að koma verkstæð- inu upp í flugskýli 885 á Keflavík- urflugvelli, „stóra flugskýlinu“ sem svo er nefnt, en það er í eigu ríkisins og hefur staðið ónotað frá því Varn- arliðið fór. Ekki hefur verið gengið frá samningum um notkun á hús- næðinu. Verkefni verða sótt til Evrópu og Ameríku, auk þess sem fellur til inn- anlands. Frumkvöðullinn telur að aðdráttarafl Íslands sem ferða- mannastaðar hjálpi verkefninu því flugfélögin geti notað ferðina til að koma með hópa ferðafólks. 200 störf við að mála  Frumkvöðlar undirbúa stofnun verkstæðis til að mála flugvélar í stóra flugskýl- inu á Keflavíkurflugvelli  Verkefni verða sótt á alþjóðlegan flugmarkað MStór vinnustaður »15 Nýsköpun » Málun á einni Boeing 757- þotu tekur 7 til 10 daga. » Vonir standa til að mála 80 þotur á ári. » Ekki er krafist fagmennt- unar og verður starfsfólkið sótt á almennan vinnumarkað. Sigurörn unir sér vel í Húsdýragarðinum, að sögn Tómasar Óskars Guðjóns- sonar forstöðumanns. Hann verður þveginn á morgun og sleppt fljótlega eftir það í Grundarfirði þar sem hann fannst grútarblautur sl. föstudag. Tómas seg- ir að sjaldgæft sé að fá örn í garðinn og einstakt að fá sama fuglinn tvisvar. Hann sé einstaklega spakur og fólk geti skoðað hann á meðan hann sé í garð- inum. „Þetta er tignarlegur fugl,“ segir Tómas. Grútarblautur fálki fannst í grennd við Grundarfjörð í vikunni sem leið og Róbert Arnar Stefánsson, for- stöðumaður Náttúrufræðistofu Vesturlands, segir það mjög óvenjulegt að tveir grútarblautir ránfuglar skuli finnast með svo skömmu millibili. Ekki sé vitað um uppruna grútarins en hann tengist hugsanlega síldargengd. Sigurörn tekur vel á móti gestum Morgunblaðið/Ómar  „E.t.v. ekki í formlegum skiln- ingi en a.m.k. pólitískt eru öll þjóðþingin orðin að Evrópustofn- unum,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á fundi um efnahagsmál í Brussel í gær. Hann sagði ástæðuna þá að ákvarðanir á þjóð- þingum ESB-ríkja hefðu í vaxandi mæli þýðingu fyrir önnur aðildarríki. Hann sagði þessa þróun draga úr fullveldi ríkjanna að nokkru leyti, að því er fram kemur á frétta- vefnum Euobserver.com. „Þjóðþingin halda fullveldi sínu í ríkisfjármálum, a.m.k. á meðan stefnumörkunin ógnar ekki fjármála- legum stöðugleika heild- arinnar,“ sagði hann en bætti við að evruríkin yrðu að hafa samráð við framkvæmdastjórn ESB og önnur aðild- arríki áður en þau tækju stærri ákvarðanir sem gætu haft áhrif á hin ríkin. Van Rompuy segir þjóðþing ríkja Evrópu- sambandsins orðin að ESB-stofnunum Herman Van Rompuy  Krabbameins- félag Íslands og Háskóli Íslands undirbúa nú viðamikla rann- sókn á heilsufari Íslendinga. Stefnt er á að rannsaka lífsstíl og heilsufar allt að hundrað þús- und manns á næstu tíu árum. Af- raksturinn verður svo lagður inn í Heilsusögubanka Íslendinga. „Við ætlum að ná tíu þúsund manns á ári í tíu ár. Við gerum ráð fyrir að þetta sé þjónusta sem fólk vill gefa sér tíma í og stuðla að aukinni þekkingu á Íslandi um áhrifaþætti og áhættuþætti á heilsu,“ segir Unnur Anna Valdi- marsdóttir, dósent í faraldsfræði við HÍ. »8 100.000 Íslend- ingar í rannsókn  Rúmlega tvítug stúlka, sem er ákærð fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana, segist sann- færð um að hún hafi aldrei eignast barn. Hún skilji enn ekki hvað gerðist daginn sem henni er gefið að sök að hafa myrt barnið og skilið eftir í ruslagámi. Það er álit geðlækna sem mátu heilsu stúlkunnar að hún sé óþroskuð eftir aldri og hafi búið við ofverndun foreldra sinna. Allt bendi til þess að ekki hafi hvarflað að stúlkunni að hún væri barnshafandi. Fæðing barnsins hafi líklega verið henni gríðarlegt áfall og hugsanlegt sé að hún hafi upplifað tímabundið hugrof á einhverjum tímapunkti við fæðinguna. »12 Telur sig ekki hafa fætt barn „Ákæran nýtur ekki meirihluta- stuðnings. Þá er gripið til þess ráðs að finna einhverjar nýjar ástæður til þess að láta málið halda áfram, aðrar heldur en þá hvort menn telja að Geir H. Haarde hafi gerst brotlegur við lög,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í til- efni af þeirri niðurstöðu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að vísa beri frávísunartillögu Bjarna í landsdómsmálinu frá. Í nefndaráliti meirihlutans kom fram sú skoðun að ekki væru komn- ar fram efnis- legar ástæður til þess að afturkalla ákæruna á hend- ur Geir fyrir landsdómi. Til þess „að unnt sé að aft- urkalla ákæru fyrir landsdómi þurfi að liggja fyrir efnislegar ástæður eða efnisleg sjónarmið sem réttlæta slíkt,“ segir þar m.a. »4 Gripið til nýrra ástæðna til að halda máli Geirs áfram Bjarni Benediktsson  Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, telur „að það þurfi alveg sérstaka trúgirni“ til að fallast á þá skýringu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, að undirskriftir 31.000 stuðningsmanna hans hljóti að kalla á endurmat á þeirri ákvörðun að láta af embætti í sumar. Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að forsetinn hefði getað stöðvað undirskriftasöfn- unina í fæðingu ef hann hefði verið ákveðinn í að hætta. „Þetta hlýtur að vera eitthvað sem hann hefur verið að bræða með sér.“ »14 Telur forsetann hljóta að hafa íhugað framboð Áskorun Forsetinn fær afhentar undir- skriftir á Bessastöðum í vikunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.