Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 ✝ SigtryggurGuðmundsson fæddist á Akureyri 21. júní 1927. Hann lést á dvalarheim- ilinu Grund í Reykjavík 17. febr- úar 2012. Foreldrar hans voru Guðmundur Rósant Trjámanns- son, f. 1892, d. 1980 og Kristín Sig- tryggsdóttir, f. 1904, d. 1995. Systkini Sigtryggs, Olga, f. 1925, d. 1962, Rósa, f. 1929, d. 1995, Hólmfríður, f. 1931, d. 2002, Hanna Bryndís, f. 1934, Lilja, f. 1941. Eftirlifandi eiginkona Sig- tryggs er Jórunn Thorlacius, f. 1928, og eiga þau saman átta börn. Kristín, f. 1953, hún á fimm börn, maki Ágúst Ármann Lár- usson. Arnkell, f. 1955, maki Tina Nielsen. Sigurbjörg, f. 1957, hún á þrjú börn. Brynjar, f. 1958, hann á fjögur börn, maki Sigþóra Oddný Sigþórsdóttir. Guðmundur, f. 1960, hann á þrjú börn, maki Anna Magna Bragadótt- ir. Guðrún, f. 1963, hún á tvö börn, maki Guðmundur Guðlaugsson. Elva, f. 1965, hún á þrjú börn, maki Þórður Björnsson. Óðinn, f. 1968, hann á tvö börn, maki Tipsuda Param. Fyrir átti Sigtryggur Hel- enu, f. 1948, hún á þrjú börn, maki Eiríkur Rósberg. Sigtryggur ólst upp á Akur- eyri og Skagafirði. Hann bjó á Akureyri til 1960 og flutti þá til Reykjavíkur. Hann fór ungur á sjó og vann ýmis störf í landi á lífsleiðinni. Lengst af var hann bifreiðastjóri hjá Norðurleið, var leigubílstjóri, vann hjá Vita- og hafnarmálastofnun, Vega- gerðinni, var trillukarl og síðast vann hann hjá Olís. Útför Sigtryggs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 29. febrúar 2012 og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi. Þegar ég var barn hugsaði ég eins og barn. Í æskuminningunni varst þú í mínum huga eins kon- ar hetja. Þú varst rútubílstjóri hjá Norðurleið og keyrðir far- þega á milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Þú varst í einkennis- fatnaði og keyrðir nýjustu og flottustu rútur landsins. Þú lent- ir í ýmsum ævintýrum, slæmum veðrum á heiðum þar sem ekið var fetið á eftir veghefli, margir rútubílstjórar og flutningabíl- stjórar í halarófu í þeim tilgangi að flytja fólk og vörur á áfanga- stað. Oft voru þið veðurtepptir og urðuð að gista á hóteli þar til veðrinu slotaði. Þú varst ekki mikið heima hjá okkur krökkun- um og mömmu á þessum árum. Kannski gerði fjarlægðin þig að hetju í mínum huga en minningin er ljúf. Þegar aldur og þroski færist yfir mann þá sér maður hlutina í öðru ljósi, þú varst bara venjulegur maður að vinna vinn- una sína og hetjan í raun var eig- inkonan, móðirin sem ól upp börnin heima. Um tvítugt fórum ég og þú að vinna saman hjá Vegagerðinni við vegmerkingar. Við fórum saman tveir um allt land. Sá tími er mér mjög kær því við áttum góðar stundir saman og mér finnst eins og að þá hafi ég kynnst þér best. Þú varst alltaf svo kátur og frjáls þegar þú keyrðir um landið, fegurð lands- ins og saga þess heillaði þig, þú þekktir hvert fjall, hvern hól og hafðir alltaf einhverjar sögur á takteinunum frá hverjum stað. Lífið heldur áfram og fuglinn flýgur úr hreiðrinu. Maður eign- ast konu og börn. Þú varst ávallt mjög barngóður maður og börn- in mín eiga mjög góðar minning- ar um þig. Yndislegar samveru- stundir með þér og mömmu í Þjórsárdalnum þar sem þið áttuð hjólhýsi í sælureit og fallegri náttúru. Þar vildir þú helst vera allt sumarið, vakna við fuglasöng og dvelja með vinum og fjöl- skyldu. Síðan veikist mamma og þá stóðst þú þig vel við hennar hlið, sinntir heimilisstörfunum og eldamennsku af alúð. Hundurinn okkar hann Sámur var mikið í uppáhaldi hjá þér enda var hann ávallt spenntur að koma upp á Hjaltabakka eða í Þjórsárdalinn til þín. Nú hefur þú kvatt þennan heim en minningarnar lifa í hjarta mínu og fjölskyldu minn- ar. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur, Guðmundur Sigtryggsson. Elsku pabbi minn. Með þessu ljóði vil ég þakka þér allt sem þú varst mér og mín- um. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín dóttir, Guðrún (Badda). Elsku afi minn. Þá er komið að kveðjustund. Þú sem alltaf varst mér svo kær og góður, svo mikill nagli en á sama tíma svo mikið ljúfmenni. Það er sárt að kveðja þig, afi minn, en minningarnar sem þú gafst mér er fjársjóður sem ég mun alla tíð eiga. Sumarið sem við Jórunn Eva frænka vorum hjá ykkur ömmu á Arnarstapa, ferðirnar á trillunni og bíltúrarn- ir frægu þar sem þú slepptir höndum á stýrinu og þóttist keyra með hugaraflinu einu. Aldrei langt í húmorinn og sprell- ið. Einnig mun ég alltaf hugsa til þín er ég smyr mér ristað brauð með rúllupylsu. Ef einhver hefur skilið mikið eftir sig í jarðnesku lífi ert það þú. Börn, barnabörn og barnabarnabörn í bílförmum, hver hlaðinn sínum minningum. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir. Þar til við hittumst aftur, afi minn, kveð ég þig með söknuði. Sofðu vinur svefninn langa skapara þínum hjá við kveðjum þig með tár á vanga og tilveran er grá. En tíminn temur sárasorg hann sýnir okkur vinninga skreytir hugans stræti og torg stormi sælla minninga. Guðni Jóhann. Elsku besti afi minn. Að eiga þig fyrir afa voru forréttindi. Við eigum svo óendanlega margar minningar saman, svo margar að ég gæti skrifað heila bók. Þú hef- ur verið mér við hlið alla ævi. Frá því að ná í mig í leikskólann, fara með mér í sveitaferðir, allar Kolaportsferðirnar á laugardags- morgnum, þær ótalmörgu gisti- nætur þar sem ég kúrði á milli þín og ömmu (ég man ennþá hvað það var gott að kúra sér upp að þér). Þegar ég varð unglingur þá hringdir þú í mig, jafnvel þó að klukkan væri tvö, bara til að tékka á mér og segja mér að passa mig á strákunum. Þú komst og horfðir á mig dansa á æfingum og varst mér alltaf inn- an handar. Þegar Gola eignaðist sitt fyrsta folald þá dreymdi þig svo fallegan draum um það, svo ég ákvað að nefna það Draum. Bestu minningarnar okkar sam- an eru þó án efa þau ótalmörgu ferðalög um landið, fyrst í hjól- hýsinu, svo í tjaldvagninum, felli- hýsinu og að lokum á yndislega staðnum ykkar ömmu í Þjórsár- dal. Þú sýndir mér svo marga staði á Íslandi sem eru og munu alltaf vera staðirnir okkar, eins og uppáhalds fossinn minn Para- dís. Þú kenndir mér líka svo margt eins og örnefnin á öllum hólum og hæðum að ógleymdum öllum sögunum; það voru fáir jafn góðir í að segja sögur og þú. Þegar ég var beðin að skrifa rit- gerð í menntaskóla um áhuga- verða manneskju þá kom ekki annað til greina en að taka viðtal við þig. Eftir að ég skilaði rit- gerðinni þá kom kennarinn sér- staklega til mín og sagði við mig að ég ætti að verða rithöfundur í framtíðinni því að ritgerðin væri svo áhugaverð og skemmtileg. En ég vissi að eina ástæðan fyrir því var sú að þú varst svo góður sögumaður. Mér fannst svo sárt að sjá þig núna um jólin, því að afi minn, sem var alltaf svo glaður, syngj- andi og dansandi var svo fjarlæg- ur. En sárast finnst mér að hafa verið í burtu frá þér síðustu augnablikin og að hafa ekki náð að kveðja þig, sérstaklega þar sem það munaði einungis viku að ég kæmi til þín. Ég vona að þú sért hamingjusamur í Sumar- landinu og ég veit að þú munt taka á móti okkur öllum með opn- um örmum þegar þar að kemur. Þú átt stóran hluta í hjartanu mínu og mér finnst gott að hugsa til þess að þú munt fylgja mér alla ævi. Myndin af mér sem hékk alltaf fyrir ofan rúmið þitt mun fylgja mér hvert sem er því þá veit ég að þú ert hjá mér. Ég vona að börnin mín muni hljóta þau forréttindi að eiga afa eins og þig. Ég elska þig, afi. Þín dótturdóttir, Andrea Guðmundsdóttir. Jæja elsku afi okkar, þá er þinn tími kominn. Við munum aldrei gleyma þeim minningum sem þú hefur gefið okkur og þær munu lifa með okkur þangað til við hittumst aftur. Helstu minn- ingarnar okkar eru frá Hjalta- bakkanum þar sem þú bjóst ásamt yndislegu ömmu okkar. Við sjáum þig ennþá í anda taka danssporið fyrir okkur og það er nú ekki langt síðan þú steigst þinn síðasta dans fyrir okkur barnabörnin þín. Um leið og við komum inn til þín lá leiðin alltaf strax í nammiskápinn þar sem við vissum að þú myndir gleðja okkur með góðgæti. Þú lést okk- ur alltaf bíða eftir namminu og oft sagðirðu að ekkert væri til en þá klifruðum við upp í skápinn til að stelast í nammið þar sem þú varst sjálfur nammigrís og hafðir ekkert á móti því að eiga þetta sjálfur. Í lok heimsóknar settir þú á þig grímu og hræddir okkur og á sama tíma skemmtir okkur með því að vera með nammi í vas- anum til að gefa okkur. Það var aldrei langt í gleðina, hrekkju- svínið og stríðnina hjá þér. Það var líka alltaf gaman að gera eitthvað sem maður mátti ekki á Hjaltabakkanum, til dæm- is hoppa í rúminu ykkar ömmu, stela klinki í jakkavasanum þín- um fyrir nammi, klifra upp í skápa, gramsa í dótinu inni í svefnherbergi og fleira. Kolaportið var þinn uppá- haldsstaður um helgar og það gladdi okkur mikið að fá boð þangað, þá fékk maður alltaf eitt- hvað lítið dót sem manni þótti alltaf mjög vænt um. Það eru líka góðar minningar í Þjórsárdalnum, þar sem þér leið best. Bílferðirnar þangað voru alltaf skemmtilegar og mikið var hlegið, brandarar og stríðni endalaust í gangi í þeim ferðum með harmonikkutónlistina alveg í fullum gangi. Að vera í Þjórsár- dal var mikil upplifun fyrir okkur barnabörnin þín, það var aldrei neitt bannað þar, þá var hægt að hlaupa endalaust í sveitinni, vaða í ám, klifra í trjám og miklu, miklu fleira. Elsku afi, svona gæti maður endalaust haldið áfram að rifja upp góðar stundir með þér sem fá okkur til að brosa. Það er rosa- lega erfitt að þurfa að kveðja þig núna en við vitum að þú munt vera með okkur í anda, fylgjast með okkur og passa upp á okkur þar til okkar tími kemur. Við höldum í þessar minningar og munum sakna þín og hugsa til þín á hverjum degi. Hvíldu í friði. Þín barnabörn, Þórey Rán og Jóhanna. Sigtryggur Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Til þín, elsku pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir Elva og börn. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og sonur, EIRÍKUR Ó. ÞORVALDSSON frá Höfn í Hornafirði, búsettur í Færeyjum, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 24. febrúar. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. febrúar kl. 13.00. Útförin fer fram frá Vestmannakirkju í Færeyjum laugardaginn 3. mars. Sérstakar þakkir sendum við heimahlynningu Landspítalans, starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, starfsfólki krabbameinsdeildar 11E og Höllu Skúladóttur fyrir einstaka hlýju og umönnun. Rannvá Didriksen, Anna Eiríksdóttir, Björgvin Annar Gústavsson, Rannva Björk Jakobsdóttir, Sveinbjörg Eiríksdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, BALDVINA GUNNLAUGSDÓTTIR, Eiðsvallagötu 26, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 21. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ástvina, Anton Sölvason, Margrét Kristín Sölvadóttir, Gunnlaugur Sölvason, María Jakobína Sölvadóttir, Egill Sölvason, Guðfinna Sölvadóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Glæsibæ, lést á dvalarheimilinu á Sauðárkróki laugar- daginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Gyða Sigrún Stefánsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Friðrik Stefánsson, Ragnheiður E. Björnsdóttir, Sigurður H. Stefánsson, Sigrún Fanney Jónsdóttir, Guðríður María Stefánsdóttir, Jón Sigvaldason, Alda Engilráð Stefánsdóttir, Jónína Stefánsdóttir, Jón Gunnlaugsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar, SÆVAR GEIR SVAVARSSON í Norma, til heimilis að Furuási 8, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss í Kópavogi laugardaginn 25. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudaginn 6. mars kl. 15.00. Unnur I. Þórðardóttir, Guðrún A. Sævarsdóttir, Þórður Magnússon, Unnur L. Þórðardóttir, Magnús S. Þórðarson, Sævar J. Þórðarson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐGERÐUR LAUFEY ODDMUNDSDÓTTIR, Bárugötu 9, Dalvík, andaðist á Hornbrekku, heimili aldraðra í Ólafsfirði, sunnudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 3. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dalvíkurkirkju. Sigurlaug Guðrún Sverrisdóttir, Gunnþór Árnason, Sveinbjörn Sverrisson, Sigrún Sumarliðadóttir, Guðný Rut Sverrisdóttir, Ólafur Viðar Hauksson, Sverrir Már, Laufey, Katla Valdís, Eva Björk, Guðmundur Hagalín og Íris Ósk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.