Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Verð á húsnæði hækkaði hvergi meira hlutfallslega reiknað en á Ís- landi á árinu 2011séu verðbreytingar á fasteignum bornar saman í 23 Evr- ópulöndum. Greint er frá þessu í vef- tímaritinu This is Money þar sem vitnað er til nýrrar skýrslu, Royal Institution of Chartered Surveyors um fasteignamarkaði í Evrópu. Þar segir að Ísland sé sigurvegarinn sem komi á óvart því nafnverðshækkanir á húsnæði milli áranna 2010 og 2011 hér á landi séu þær mestu í prósent- um talið og skipar Ísland sé þar í flokk með Noregi og Frakklandi. Íbúðaverð lækkaði í flestum öðr- um löndum og hvergi meira í pró- sentum á seinasta ári en á Írlandi og Spáni í samanburðinum en tekið er fram að í útreikninginn sé ekki tekið tillit til verðbólgu í einstökum lönd- um. Þróunin á Íslandi komi hins vegar á óvart í ljósi þess að fjármálakerfi landsins hafi hrunið á árinu 2008. Eftir miklar verðlækkanir íbúða- verðs á Íslandi hafi markaðurinn tekið við sér í fyrra og íbúðaverð hækkað að nafnvirði um 10% á milli áranna 2010 og 2011. En tekið er þó fram í skýrslunni að þessi uppsveifla endurspegli tiltölulega litlar verð- breytingar þegar höfð er í huga sú mikla lækkun fasteignaverðs sem á varð á Íslandi í kjölfar bankahruns- ins. Í niðurstöðum skýrslunnar er spáð dökkum horfum á fasteignamörkuð- um í Evrópu á komandi árum. Húsnæðisverð – samanburður Ír la nd Sp án n Ký pu r D an m ör k Pó lla nd G rik kl an d H ol la nd Íta lía Sv íþ jó ð Sl óv ak ía U ng ve rja la nd B re tla nd Po rt úg al Fi nn la nd Sl óv en ía M al ta B el gí a Þý sk al an d Au st ur rík i Sv is s Fr ak kl an d N or eg ur Ís la nd B re yt in g m ill iá ra (% ) 10 5 0 -5 -10 -15 -20 2010 2011 Heimild: This is Money Fasteignir hækkuðu hlutfallslega mest hér  Nýr samanburður á íbúðaverði í 23 löndum milli 2010 og 2011 Morgunblaðið/RAX Dýrara Í kjölfar mikilla verðlækkana tók markaðurinn við sér. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þrír karlmenn voru dæmdir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir sér- lega hættulega líkamsárás. Þeir voru fundnir sekir um að hafa aðfaranótt 7. maí árið 2010 ráðist saman á er- lendan ferðamann í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti til móts við veitingastaðinn Sólon. Slógu þeir manninn ítrekað og spörkuðu víðsvegar í líkama hans, þar á meðal í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut tveggja sentímetra langt sár aftan á höfði, nefbrot, mar og yfirborðsá- verka á andliti, kvið, bak, mjaðma- grind og á hendi. Kröfðust verndargjalds Í skýrslutöku hjá lögreglu lýsti ferðamaðurinn atvikum þannig að hann hefði verið á gangi niður Laugaveg að fá sér frískt loft og beygt inn hliðargötu til vinstri. Þar hefðu þrír karlmenn gengið í veg fyr- ir hann og neitað að hleypa honum í gegn nema hann greiddi þeim vernd- argjald. Ferðamaðurinn neitaði og reyndi að halda för sinni áfram en menn- irnir þrír gengu enn í veg fyrir hann og byrjaði einn þeirra að ýta við hon- um. Sá hélt á bjórglasi í hendi og ótt- aðist brotaþoli að það yrði notað sem vopn gegn sér. Því hefði hann náð glasinu af manninum og hent því í götuna. Við það hefðu mennirnir þrír ráðist á hann með höggum og spörk- um. Ferðamaðurinn lenti í götunni en árásarmennirnir héldu áfram að sparka í hann og lemja þar til vegfar- anda bar að sem hringdi á lögreglu. Þá hættu mennirnir árásinni og fóru upp í bifreið. Þeir sneru hins vegar aftur og héldu áfram á berja og sparka í fórnarlambið þar sem það lá í götunni. Hættu þeir ekki fyrr en fleiri vegfarendur dreif að og komu þeir sér undan á bifreið. Komið hefur fram í fréttum RÚV að ferðamaðurinn sem varð fyrir árásinni svipti sig lífi á Ítalíu í des- ember en maðurinn var grískur. Langur brotaferill Tveir mannanna sem Héraðsdóm- ur dæmdi í gær, þeir Guðni Guill- ermo Gorozpe og Halldór Arnar Karlsson, fengu tveggja ára fangels- isdóm en sá þriðji hlaut 16 mánaða dóm. Fjórði maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi vegna annarrar líkamsárásar mánudaginn 27. des- ember 2010 sem þremenningarnir áttu einnig aðild að en ákærurnar voru sameinaðar. Guðni Guillermo á langan brota- feril að baki sér og hefur m.a. fimm sinnum verið ákærður fyrir hegning- arlagabrot frá árinu 1997 til 2007. Halldór Arnar hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot. Tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás Morgunblaðið/Ernir Dómsalur Árásarmennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.  Gengu í skrokk á erlendum ferða- manni í miðbænum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is St. 36-52 Fallegir sparikjólar fyrir fermingarnar Vertu vinur okkar á Facebook Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs sjö sæta í stjórn VR, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09:00 þann 1. mars 2012 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 9. mars 2012. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700. Kjörstjórn VR Allsherjar- atkvæðagreiðsla Í Tösku- og hanskabúðinni finnur þú mikið úrval af handtöskum, tölvu- og skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt. Þú getur litið við í verslun okkar eða farið á slóðina www.th.is þar sem hægt er að skoða úrvalið og gera góð kaup! Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is 1.-3. MARS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.