Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Í tilefni þess að Einar B. Pálsson verkfræðingur og prófessor hefði orð- ið 100 ára í dag, 29. febrúar, ætla ég að minnast starfa hans fyrir skíðaíþróttina í landinu, sem að allra dómi hafa ver- ið ómetanleg. Einar lagði ásamt Steinþóri Sigurðssyni grunninn að skíða- íþróttinni sem keppnisgrein allt frá árinu 1937 og langt fram eft- ir síðustu öld. Upphafið að því var hið svo- kallaða Thule-mót sem Skíða- félag Reykjavíkur og L. H. Mull- er ofl. stofnuðu til. Þetta mót varð að skíðamóti Íslands 1937. Þá í fyrsta sinn komu saman til keppni allir bestu skíðamenn landsins. Á þessum tíma voru ekki til neinar skráðar reglur um íþrótt- ina, en Íþróttasamband Íslands bað Steinþór og Einar að útvega handbók frá Noregi um skíða- Einar B. Pálsson keppnir sem þeir síðan notuðust við. Í mínum huga varð skíðaíþróttin til sem keppnisíþrótt með starfi þessara tveggja manna. Allt þeirra starf var unnið af áhuga fyrir þessari fögru íþrótt sem hafði heillað þá eins og marga aðra. Einar og Steinþór voru dómarar á öllum skíðamót- um, lögðu svig- og brunbrautir, allt eftir settum reglum. Skíðaráð Reykjavíkur var stofnað í nóvember 1938 og urðu þeir Steinþór og Einar forystu- menn þess. Síðan voru stofnuð skíðaráð á Akureyri og Siglu- firði. Þetta var upphafið að stofnun Skíðasambands Íslands, en það var stofnað 23. júní 1946. Með stofnun Skíðasambands Ís- lands var brotið blað í starfsemi ÍSÍ, en SKÍ var fyrsta sérsam- bandið sem stofnað var sam- kvæmt lögum ÍSÍ. Steinþór og Einar urðu forystumenn hins nýstofnaða sambands, Steinþór fyrsti formaður, en Einar tók við 1947-1950 og svo aftur 1960- 1964. Eftir stofnun SKÍ opnaðist möguleiki fyrir íslenskt skíðafólk að taka þátt í skíðamótum er- lendis. M.a. var Einar fararstjóri á fyrstu vetrarólympíuleikunum árið 1948 í St. Moritz í Sviss og á þeim næstu í Oslo 1952. Allur undirbúningurinn hvíldi á Einari, svo og allt sem tilheyrði þátttöku okkar í leikunum. Fyrstu íslensku skíðareglurn- ar voru samdar af Einari og Steinþóri, en þær voru sam- þykktar af ÍSÍ í janúar 1940. Það merkilegasta við reglur þessar er að þar kemur fyrir orðið svig í stað slalom. Ísland er eina landið í veröldinni sem tekist hefur að búa til orð fyrir þessa íþrótt sem er þægilegra í framburði en upp- haflega orðið. Guðm. Finnboga- son landsbókavörður bjó til þetta fallega nýyrði. Hér er aðeins stiklað á stóru, því sannarlega eru störf þeirra Steinþórs og Einars efni í marg- ar slíkar greinar. Við sem vorum svo gæfusöm að fá að starfa með þessum mönnum erum ríkari af reynslu sem búa má við um ókomna tíð. Þórir Jónsson fyrrverandi formaður SKÍ ✝ Hrönn Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. febrúar 1959. Hún lést á heimili sínu 21. febrúar 2012. Foreldrar hennar voru Magnús Sig- urðsson vélstjóri, fæddur í Stafnnesi, Miðneshreppi í Gullbringusýslu 9. ágúst 1912, d. 2. janúar 1982, og Lilja Sigríður Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. á Siglufirði 17. júlí 1923, d. 13. maí 2002. Systkini Hrannar eru: 1) Valur Arnar, f. 21. janúar 1944, d. 9. mars 2002, hann á 4 börn og 4 barnabörn. 2) Árnína Gréta, f. 11. júní 1945, maki Baldur Arnar Hlöðversson, þau eiga 3 börn og 8 barnabörn. 3) Eyrún, f. 15. júní 1948, maki Guðlaugur Liszt Páls- son, þau eiga 3 dætur og 8 barna- börn. 4) Áslaug, f. 29. desember 1950, hún á 1 dóttur, 4 barna- börn og 2 langömmubörn. 5) Sól- ey Magnea, f. 23. febrúar 1956, maki Eiríkur Ottó Bragason, hann á 2 börn og 3 barnabörn. 6) Hreinn, f. 15. maí 1957. 7) Birna, f. 4 október 1962, hún á 2 syni og 1 barnabarn. Hrönn giftist 29. júlí 1977eft- irlifandi eiginmanni sínum Gunn- ari Vagni Aðalsteinssyni frá Þingeyri við Dýrafjörð, f. 10. febrúar 1955. Hrönn og Gunnar tóku að sér bróðurdóttur Hrannar, Kolbrúnu Rósu Valsdóttir, f. 3. nóvember 1989 í Reykjavík, í sambúð með Jóni Skúla Traustasyni. Hrönn ólst upp í stórum systkinahóp við Suðurlandsbraut í Reykjavík til 7 ára aldurs, en þá fluttist fjölskyldan að Bústaðabletti v/Bústaðaveg. Tveimur árum síðar fluttust þau í Neðra-Breiðholt og stundaði hún skóla þar. Á sama tíma var Hrönn í sveit nokkur sumur í Húnaveri í Svartárdal. En á Blönduósi kynnist Hrönn ung að árum eftirlifandi eiginmanni sín- um. Fyrstu hjúskaparár þeirra voru þau á Þingeyri, en þar fékkst Hrönn við hin ýmsu störf. Flytjast þau suður í Kópavog árið 1985 og taka að sér 7 árum síðar Kolbrúnu Rósu, þá 3 ára gamla. Hrönn starfaði hjá Ísfisk við fisk- vinnslu, einnig í versluninni Sæ- kjör og síðar sem dagmóðir. Árið 2006 flytjast þau í Breiðholtið, en þá starfaði Hrönn sem húsvörður á Smáratorgi eins lengi og kraft- ar leyfðu. Útför Hrannar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 29. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Með fáeinum orðum langar mig að minnast frábærrar konu, Hrannar Magnúsdóttur sem ég kynntist fyrir 12 árum þegar ég var framkvæmdastjóri Smára- torgs ehf. Þú vannst við ræstingar í verslunarmiðstöðinni og vaktir athygli mína þegar þú komst til húsvarðanna, alltaf hress og skemmtileg og settist gjarnan og spáðir í spil viðmælanda þinna. Oft varð mikil skemmtun í kring- um þetta og þú varst hrókur alls fagnaðar. Árið 2000 vantaði okkur húsvörð í Smáratorg og bauð ég þér starfið. Ég sé ekki eftir því. Mörgum þótti þetta ekki starf fyrir konu en í ljós kom að þú stóðst þig með stakri prýði og hafðir góð áhrif á „kallana“ mína og náðir góðu sambandi við leigj- endurna. Þú varst afskaplega já- kvæð baráttukona og áttum við margar skemmtilegar stundir saman. Það var oft mikið álag á húsvörðunum á Smáratorgi og Glerártorgi og við reyndum að hafa skemmtilegar árlegar sam- verustundir. Sérstaklega er mér minnisstæð ferðin okkar til Costa Brava sem skilur eftir frábærar minningar. Undanfarin ár hef ég fylgst með baráttu þinni og dáðst að þínu æðruleysi og hvernig þú tal- aðir um „kvikindin“ sem þú varðst að berjast við. Fyrir skömmu átt- um við Skúli, samstarfsfélagi okk- ar, yndislega stund með ykkur hjónum á heimili ykkar sem bæt- ist í safn minninganna. Því miður get ég ekki fylgt þér síðasta spöl- inn þar sem við hjónin erum er- lendis. Megi góður Guð vera Gunnari og Kollu styrkur í sorginni. Eftir stendur minning um yndislega baráttukonu og frábæra mann- eskju. Blessuð sé minning hennar. Þín samstarfsfélagi og vinkona, Agnes Geirsdóttir. Hrönn Magnúsdóttir Elsku Sævar bróðir. Ekki átti ég von á neinu óvenjulegu hinn 17. janúar síðastliðinn þegar læknir þinn hringir í mig og seg- ir þig vera meðvitundarlausan og að þú sért að yfirgefa þetta líf. Þú fékkst ekki auðvelt hlut- skipti, elsku Sævar minn, í þess- um heimi en tókst á við erfið- leika þína af æðruleysi. Yfirleitt glettinn og gamansamur, en átt- ir það líka til að vera ósegjan- lega þrjóskur og gat verið erfitt að ætla að hagga þér. Þú hafðir gaman af því þegar ég gaf þér nafna haustið ’97 en varst síðar gáttaður á mínum tíðu barn- eignum og skaust því reglulega að mér hvort ég væri orðin ófrísk eina ferðina enn. Ég mun alltaf minnast þín fyrir glettnina og fyrir fallega brosið þitt sem mér þótti svo vænt um. Mér eru líka minnisstæðar heimsóknir þínar heim til mín Sævar Þór Þórisson ✝ Sævar ÞórÞórisson fæddist í Reykja- vík 21. maí 1959. Hann lést á Sjálfs- bjargarheimilinu í Hátúni 12 17. jan- úar 2012. Útför Sævars fór fram frá Rauf- arhafnarkirkju 28. janúar 2012. þegar ég bjó í Mos- fellsbæ. Stundum komstu með okkur Grétari í bílferðir um Reykjavík og nágrenni og enduðu þær ferðir gjarnan á KFC, enda kjúk- lingur og franskar í uppáhaldi hjá þér á þeim tíma. Þá eydd- um við líka jólunum saman, en það höfð- um við ekki gert síðan ég var barn og þú komst heim á Rauf- arhöfn. Þú talaðir alltaf svo mikið um Raufarhöfn, gömlu dagana þar, þegar þú fórst á veiðar með pabba og þegar mömmu naut við. Þú rifjaðir upp ánægjulegar stundir og augu þín ljómuðu af gleði og þú brostir út að eyrum. Já, þú saknaðir alltaf heima- bæjar okkar, þar áttir þú þinn besta tíma og þar bjó fjölskyld- an þín. Þú vildir fá að hvíla við hlið mömmu okkar sem var þinn besti vinur en fór alltof snemma frá okkur. Elsku Sævar minn, núna ertu kominn til hennar – þú ert kominn heim. Hvíldu í friði, kæri bróðir. Minning þín lifir í hjarta mínu og þar er hún vel varðveitt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Sóley Björk Sturludóttir, Grétar Þór Pálsson, Alexandra Ísey, Kristófer Sævar, Viktoría Eldey, Ísabella Máney, Axel Sturla og Aþena Guðrún Þórey. Elsku bróðir minn, það voru þung sporin þegar ég fékk hringingu að morgni 17. janúar og mér tjáð það að þú værir að fara í ferðina löngu. Ég man þegar við Bjössi komum til þín síðast, hvað þú varst glaður og kátur vegna þess að við komum alltaf óvænt og þú vissir ekkert um það að við værum í bænum og þá náðum við frábærum myndum af þér og mér saman, sem verða hjá mér alla tíð. Allt- af var yndislegt að hitta þig og knúsa, en við sáum hvað veik- indi þín voru farin að draga af þér og erfitt að vera hinum meg- in á landinu og geta ekki verið meira hjá þér. En yndislegar stundir áttum við. Ég gleymi því ekki þegar við systkinin komum til þín á fertugsafmælinu syngj- andi afmælissönginn, hvað þú varst glaður og við fórum með þig á Hard Rock í glaum og gleði, það kvöld naustu þín í botn, sæll og kátur. Það var gaman þegar þú komst til okkar á Þórshöfn á sumrin og jólunum meðan heilsa þín leyfði. Þú hafð- ir svo gaman af því að hafa frænda þinn aftan á stólnum og rúnta með hann á stéttinni fyrir framan húsið, og brostir allan hringinn og leyfðir honum að rífa upp alla jólapakkana þína. Já, ég á margar góðar minning- ar um þig og þær geymi ég í hjarta mínu. Elsku brósi minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig, en núna ertu á góðum stað. Komin til mömmu okkar sem var þér allt og allra hinna, ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði Þín systir, Edda Una Þórisdóttir. Elsku frændi minn. Það var sárt að heyra þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir að kveðja þennan heim. Veikindi þín versnuðu en ekki datt mér samt í hug að þú værir að kveðja okkur strax. Minning- arnar sem ég á um þig mun ég geyma og varðveita í hjarta mínu. Það var alltaf svo gaman að kíkja á þig þegar maður kom til Reykjavíkur og fannst þér fátt skemmtilegra en þegar við komum þér á óvart. Þér þótti svo vænt um strákana mína þótt að þú hafir bara séð Aron Inga í nokkur skipti en Egill Helgi náði aldrei að fá að hitta þig en ég segi honum og Aroni Inga að þú varst frábær frændi. Elsku frændi minn, hvíldu í friði og ég á eftir að sakna þín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín frænka, Katrín Egilsdóttir. ALDARMINNING Frá því við heyrðum það fyrst að það hefði orðið sjóslys datt okkur það ekki í hug að það hefði verið hann Maggi Dan æskuvinur minn sem hafði verið þarna stadd- ur á þessum tíma og á þessari stundu. Það er svo skrítið hvað líf- ið færir manni í fang á hverjum degi sem maður lifir og á stundum sem þessari þá vakna með manni margvíslegar spurningar hvað ef, hvað ef, en hins vegar eru minn- Magnús Þ. Daníelsson ✝ Magnús Þór-arinn Daní- elsson fæddist á Þórustíg 20 í Njarðvík 25. des- ember 1947. Hann fórst með Hall- grími SI-77 25. jan- úar 2012. Minningarathöfn um Magnús var í Ytri-Njarðvík- urkirkju 17. febr- úar 2012. ingar okkar um góð- an vin ekki um mann sem lifði eftir því sem gæti hafa gerst. Hann var einn af þeim sem grípa lífið báðum höndum og upplifði þau ævin- týri og þrár sem lífið hafði upp á að bjóða, hann lifði því ekki eftir orðum eins og hvað ef. Minningar okkar Magga liggja langt aftur í tímann, allt frá því í barnaskóla en þar sátum við tveir vinirnir oftast saman, ég ári á eft- ir og hann jafngamall bekkjar- félögum okkar. Hópurinn okkar var sterkur og samheldinn, við gerðum margskonar skemmtileg strákapör eins og tíðkaðist í þá daga. Það er mér sérstaklega minnisstætt þegar við bekkjar- systkinin keyptum gamlan bragga en þar vorum við tímun- um saman að vinna í því að gera upp gamlan bíl og skemmta okk- ur. Það var hann Maggi vinur minn sem sagði mér eitt sinn „Gunni, ég veit hvað er að þér, ég heyrði það í útvarpinu um fólk sem ruglar saman stöfunum þeg- ar það les í bók, svona eins og þú gerir – þetta heitir víst lesblinda og þú ert sko ekki einn um þetta, það er fullt af fólki með þetta“. Það var árlega á afmælisdegi Magga sem við hittumst ásamt konunum okkar en þá áttum við góðar stundir saman, það var ým- ist spilað, hlegið, hlustað á góðar vínilplötur og haft gaman. Þessar minningar ásamt mörgum öðrum yljum við okkur við þegar við hugsum til hans Magga, hann var einn af þeim sem gaman var að vera í kringum, hann var alltaf með skemmtilegustu sögurnar og sagði svo vel frá. En eftir lifir minningin um frábæran mann sem átti engan sinn líkan, það er djúpt skarð sem hann skilur eftir sig og er hans sárt saknað af okk- ur öllum. Við sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Ey- rúnar og fjölskyldunnar, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Gunnar og Elsa. Blessunin hún Sigurborg er dáin. Í mínum huga er hún allt- af Bogga frænka. Þegar ég var lítill strákur, fjögurra ára gam- all eða svo, var ég stundum í pössun hjá Boggu. Þegar ég var hjá henni og Kalla á Háleitis- Sigurborg Guðmundsdóttir ✝ SigurborgGuðmunds- dóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 27. september 1915. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. febrúar 2012. Útför Sig- urborgar fór fram frá Áskirkju 23. febrúar 2012. brautinni, notaði hún tækifærið og kenndi mér að lesa. Ég var bara lítill strákur, sem sagt. Hef minningabrot frá þessum tíma. Bogga var að kenna mér að lesa á litlu skrifstofunni við hliðina á eld- húsinu. Eða þegar Bogga og Kalli voru að búa til fjallagrasasúpu, annað minningarbrot. Man að mér fannst hún ekki góð. Man líka þegar ég var í göngutúr með Boggu. Hún hélt fast í höndina á mér, passaði að strákurinn væri ekki að hlaupa út á götu. Mér fannst ég örugg- ur þegar hún hélt fast í höndina á mér, það var engin hætta á ferðum. Svo man ég eftir Boggu úti í Flatey á Breiðafirði, í Ásgarði. Ég var þar með ömmu Regínu og afa Benna, Bogga og Kalli voru þar líka. Við fórum oft út að dorga. Það fannst mér skemmtilegast. Stundum fórum við Bogga saman út í fjöru að tína maðk til að beita með þeg- ar við fórum að dorga þorsk. Mér fannst það spennandi. Bogga stjórnaði ferðinni, mér fannst spennandi að tína maðk- inn, ég vissi að ef það myndi ganga vel, þá var meiri von á fiski. Bogga hefur alltaf skipað hjá mér sérstakan sess, frá þessum árum þegar ég var lítill. Í gegn- um áratugina síðan þetta var, var alltaf einhver taug til Boggu frænku. Ég votta Sigrúnu innilega samúð mína. Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.