Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
auk þess að kenna myndlist og hafa um ára-
bil verið listgagnrýnandi Morgunblaðsins.
Meginmarkmið höfundar er að gera grein
fyrir því hvernig listgildi samtímans er mælt
og þannig vill hann skerpa á skilningi lesand-
ans á samtímalistinni. Og ekki er vanþörf á.
Ransu réttir hér fram lykla sem þeir sem
ekki þekkja til eða segjast ekki skilja, geta
notað til að opna dyrnar að listinni og öðlast
skilning á því hvað skapandi listamenn eru að
fást við. Hann ítrekar að hann sé ekki boð-
beri ákveðinna kenninga á þessu sviði, heldur
vill útskýra hvernig mælikvarðar á mat á
myndlist hafa breyst á liðnum áratugum.
Höfundur byrjar á að fjalla um svonefndar
fagurlistir og forsögu samtímalistar, og fetar
Í þessu knappa en þarfa verki fjallar JónB.K.Ransu um samtímamyndlist á Ís-landi, í ljósi alþjóðlegra kenninga umhræringar á þessum vettvangi. Höf-
undur er sjálfur starfandi myndlistarmaður,
sig síðan í umfjöllun um hugmyndafræði þar
sem finna má viðmið sem gefa hlutum merk-
ingu sem list.
Markaðurinn hefur vissulega áhrif á list-
gildið, hagfræðileg og menningarleg verð-
mæti listaverka, og stöðu listamanna í lista-
sögunni. Höfundur útskýrir það á
forvitnilegan hátt, áður en hann fjallar um
þrennskonar birtingarmyndir fagurfræði í
seinni hluta bókarinnar.
Sem gagnrýnandi fjallaði Ransu iðulega
um þessa þætti en hefur hér tekið þá saman
á þennan forvitnilega og jafnframt aðgengi-
lega hátt. Úrval svarthvítra eftirprentana af
verkum samtímalistamanna styður vel við
umfjöllunina. Það er þörf fyrir bækur sem
þessar, sem eru til þess gerðar að útskýra
hvað listamenn eru að fást við, og hvaða
kraftar eru að verki í listum; listum sem eru
mikilvægur þáttar í mótun og endurspeglun
samfélagsins.
Lyklar að samtímalist
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Höfundurinn Jón. B.K. Ransu fjallar um við-
miðin sem notuð eru við mat á myndlist.
Listgildi samtímans bbbmn
Listgildi samtímans: Handbók um samtímalist á
Íslandi eftir Jón B.K. Ransu.
Útgáfa höfundar, 2012. 103 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ríkissjóður aug-
lýsti nýverið eftir
fullbúnu skrif-
stofu-, æfinga- og
sýningarhúsnæði
til leigu fyrir Ís-
lenska dans-
flokkinn til 7 ára
hið minnsta með
möguleika á
framlengingu til
allt að 5 ára.
„Staðan er sú að síðsumars renn-
ur út 15 ára leigusamningur dans-
flokksins við Leikfélag Reykjavík-
ur, en fyrir þann tíma vorum við
með aðstöðu í Þjóðleikhúsinu. Við
erum opinber ríkisstofnun og því
ber að auglýsa eftir húsnæði undir
þessum kringumstæðum,“ segir
Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslenska dansflokks-
ins. Bendir hún á að Leikfélag
Reykjavíkur geti skilað inn tilboði
líkt og allir aðrir. „Það segir sig
auðvitað sjálft að það eru ákveðin
samlegðaráhrif af því að ÍD sé til
húsa í Borgarleikhúsinu auk þess
sem samstarfið hefur verið gott.“
Þess má geta að í fyrrgreindri
auglýsingu er gerð krafa um stað-
setningu húsnæðisins innan póst-
númers 103 vegna samvinnu dans-
flokksins og Borgarleikhússins.
Auglýst
eftir hús-
næði
15 ára samningur
að renna út í sumar
Sigrún Lilja
Guðbjartsdóttir
Kínverski arki-
tektinn Wang
Shu hlýtur Pritz-
ker-arkitekt-
úrverðlaun í ár.
Þetta eru ein-
hver virtustu
verðlaun sem
veitt eru í þeim
geira, en stofnað
var til þeirra árið
1979 og hlýtur
þau árlega arkitekt sem þykir skara
fram úr á sínu sviði.
Byggingar eftir Wang Shu hafa
vakið umtalsverða athygli í Kína á
síðustu árum, en hann notar mikið af
endurunnum efnum í þær, um leið
og hann gerir tilraunir með ný form
og rýmislausnir.
Wang, sem er 48 ára gamall, er
fyrsti kínverski borgarinn til að
hreppa Pritzker-verðlaunin og sá
fjórði yngsti. Formaður stjórn-
arinnar sem veitir verðlaunin, en
þau nema um 15 milljónum króna,
segir þau viðurkenningu á því hlut-
verki sem Kína muni gegna í þróun
bygginga á komandi árum. Hann
segir hönnum Wangs tímalausa,
byggða á hefðum og alþjóðlega.
Wang Shu
hreppir
verðlaunin
Bygging eftir
Wang í Jinhua.
Í dag, miðvikudag, klukkan
12.15. verða tónleikar í röðinni
„Ljáðu okkur eyra“, hádeg-
istónleikaröð Fríkirkjunnar.
Gerrit Schuil píanóleikari
stjórnar tónleikunum að vanda
og fær til sín gest eða gesti,
snjalla hljóðfæraleikara og
flytjendur, en ekki er tilkynnt
um efnisskrá fyrirfram.
„Mörgum tónleikagestum
finnst spennandi að láta koma
sér á óvart þegar þeir mæta og komast að því hver
er gestur dagsins,“ segir Gerrit. Fastur kjarni
gesta leggur leið sína á tónleikana í viku hverri,
hvernig sem vindar blása, en aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Tónlist
„Ljáðu okkur eyra“
í Fríkirkjunni
Gerrit
Schuil
Í fyrra hófu Gallerí Fold og
fornbókaverslunin Bókin sam-
starf um uppboð á bókum á
vefnum www.uppbod.is.
Fimmta slíkt uppboð er hafið,
stendur til 18. apríl, og eru 105
bækur boðnar upp.
Boðið er upp úrval fágætra
myndlistarbóka auk bóka um
íslensk og norræn fræði.
Þá eru þar athyglisverðir
prentgripir, prent frá Viðey,
Hólum í Hjaltadal og Hrappsey á Breiðafirði.
Af bókum prentuðum á Hólum í Hjaltadal má
nefna 7. útgáfu Passíusálma sr. Hallgríms Péturs-
sonar prentuð 1745 en Lögþingsbók var prentuð í
Hrappsey 1792.
Bækur
Myndlistarbækur
og aðrir prentgripir
Gamlar bækur eru
boðnar upp.
Þessa dagana stendur yfir sýn-
ing átta íslenskra myndlist-
armanna í Luise Ross Gallery
við 25. stræti austanvert í New
York, í Chelsea-hverfinu.
Þau sem sýna eru Guðbjörg
Lind, Guðný Kristmanns, Þór-
dís Alda Sigurðardóttir, Gúst-
av Geir Bollason, Guðjón Ket-
ilsson, Níels Hafstein og Jón
Laxdal. Þau sýna verk unnin í
ýmsa miðla; teikningar, mál-
verk, lágmyndir og skúlptúra.
Í texta Aðalsteins Ingólfssonar í sýningarskrá
kemur fram að allir hafi listamennirnir sterkar
tengingar við landslag og náttúru, sæki þangað
skjól eða noti þætti úr því sem efnivið í sköpun.
Myndlist
Átta listamenn
sýna í New York
Vow, 2011. Eftir
Níels Hafstein.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég reyni í nálgun minni að vera eins hlutlaus og gagn-
rýninn og hægt er, þannig að bæði trúlausir og trúaðir
geti lesið þessa bók án þess að móðgast. Markmiðið var
fyrst og fremst að koma trúarlegri menningu þjóðarinnar
til skila, en ekki að búa til eitthvert varnarrit fyrir ís-
lensku kirkjuna sem slíka,“ segir Torfi K. Stefánsson
Hjaltalín um bókina Íslensk kirkjusaga sem hann sendi
nýverið frá sér. Torfi er guðfræðingur að mennt, hefur
starfað sem prestur á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi, en
starfar nú sem fræðimaður og leggur stund á doktorsnám
við Háskóla Íslands.
Aðspurður segist Torfi hafa fengið hugmyndina að bók-
inni þegar hann starfaði sem prestur í Noregi. „Það voru
einkum tvær bækur um norska kirkjusögu sem skrifaðar
voru fyrir framhaldsskóla í Noregi sem urðu kveikjan að
bókinni minni. Mér fannst vanta aðgengilegt yfirlitsrit
hérlendis,“ segir Torfi og bendir á að Kristnisaga Íslands
hafi verið gefin út í fjórum bindum árið 2000 þegar þús-
und ára afmælis kristnitökunnar hérlendis var minnst.
„Mér fannst þær bækur ekki nógu mikil kirkjusaga. Ég
vildi frekar hafa þetta einnig stofnanasögu í stað þess að
vera einungis trúarsaga, en síðasta kirkjusagan sem út
kom hérlendis var árið 1925. Það vantaði því svona bók
sem spannar tímabilið allt frá heiðni í upphafi Íslands-
byggðar og til dagsins í dag. Auk þess fannst mér fyrr-
greindar bækur ekki veita nógu handhægt yfirlit yfir sög-
una, sem helgast kannski af því hversu margir höfundar
bókanna voru.“
Spurður hverjum bók hans sé ætluð segist Torfi fyrst
hafa hugsað sér að skrifa bókina sem kennslubók fyrir
framhaldsskóla en fljótlega gert sér grein fyrir því að það
gengi ekki þar sem ekki er boðið upp á námskeið
á þessu sviði í íslenskum framhaldsskólum. „Ég
reyndi markvisst að hafa bókina aðgengilega og
alþýðlega með fáum neðanmálsgreinum og tilvitn-
unum þannig að hún yrði ekki of fræðileg. Þetta er
frekar stutt bók, aðeins tæplega 350 bls. með ít-
arlegri nafna- og staðarnafnaskrá. Kaflarnir eru
stuttir og því auðvelt að rekja sig áfram í efnis-
yfirlitinu hafi maður áhuga á tilteknu efni. Markmið
mitt var að bókin myndi nýtast jafnt í efri bekkjum
grunnskólans sem og í framhalds- og háskólum. Þessi
bók ætti að vera til á öllum skólabókasöfnum þannig að
nemendur geti gengi í þetta sem uppflettirit.“ Undir lok
bókar veltir höfundur fyrir sér stöðu þjóðkirkjunnar í dag
og framtíðarhorfum. „Fráfarandi biskup var fulltrúi
ákveðins rétttrúnaðar sem faðir hans innleiddi á sínum
tíma. Það verða ákveðin tímamót við komandi bisk-
upsskipti og ég spái því að frjálslynda guðfræðin verði
aftur leiðandi innan þjóðkirkjunnar.“
„Aðgengileg og alþýðleg“
Nýtt yfirlitsverk um íslenska kirkjusögu er afrakstur tveggja ára vinnu
Markmiðið að koma trúarlegri menningu þjóðarinnar skilmerkilega til skila
Morgunblaðið/Ómar
Guðfræðingur „Markmið mitt var að bókin myndi nýtast jafnt í efri bekkjum grunnskólans
sem og í framhalds- og háskólum,“ segir Torfi um bók sína, Íslenska kirkjusögu.
„Eitt af því sem kom mér mest á óvart
við vinnslu bókarinnar var hversu mik-
il áhrif Íslendingar höfðu á kristna trú
í Noregi á miðöldum. Menn hafa allt-
af vitað að Íslendingar voru hirðskáld
konunganna fram undir 1300, en lítið sem
ekkert hefur verið fjallað um trúarkvæði Ís-
lendinganna og áhrif þeirra,“ segir Torfi og
nefnir máli sínu til stuðnings trúarkvæði sem
nefnist Geisli og flutt var við vígsluhátíð dóm-
kirkjunnar í Niðarósi.
Að sögn Torfa er bók hans fyrst og fremst
hugsuð sem yfirlitsverk. „Ég reyni að sýna
fram á samfellu í sögu íslenskrar kirkju og
kristni. Að mínu mati breytist kirkjan furðulít-
ið við siðaskiptin, hvort sem litið er til ytra
skipulags eða innra starfs,“ segir Torfi og
nefnir sem dæmi að prestar hafi fengið að
halda jörðum sínum, biskupar hafi tekið laun
sín á sama hátt og áður og bókmenntir eftir
siðaskiptin hafi áfram sótt mjög mikið í kaþ-
ólska arfinn. „Eina breytingin í reynd er að
klaustrin tapa sínu og eru lögð af. Við höldum
hins vegar áfram að vera „kaþólsk“ alveg
fram á 18. öld. Í raun breyttist trúin ekki fyrr
en með upplýsingunni.“
Áhrif Íslendinga á trúna í Noregi
TELUR ÍSLENDINGA Í REYND HAFA VERIÐ KAÞÓLSKA FRAM Á 18. ÖLD