Morgunblaðið - 29.02.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 29.02.2012, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 60. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Eiga von á barni 2. Borgarstjóradóttir í sínu besta… 3. „Starfsfólkið er alveg miður sín“ 4. Laug að tengdafjölskyldunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Miðasalan hefst kl. 10 í miðasölu Hörpu, á Harpa.is og Miði.is og í síma 528-5050. Aðeins 1.500 miðar eru í boði. Sérstök forsala fyrir áskrif- endur Tónlist.is fer fram daginn áður en almenn sala hefst. Miðasala á Tony Bennett hefst 8. mars  Undankeppni alþjóðlegu hljóm- sveitakeppninnar Global Battle Of The Bands hefst 13. mars nk. á Gamla Gauknum. Skráning er hafin og eru hljóm- sveitir hvattar til að skrá sig til leiks iceland@gbob- .com. Úrslitin fara fram í Búkarest, Rúmeníu, hinn 1. til 3. júní. Endless Dark fór síðast fyrir hönd Íslands. Global Battle Of The Bands 2012  Ein magnaðasta öfgarokkssveit ís- lenskrar tónlist- arsögu, Celestine, snýr aftur á Fak- torý hinn 22. mars eftir langt hlé. Sveitin vinnur nú hörðum höndum að þriðju plötu sinni sem kemur út von bráðar. Einn- ig koma hljómsveitirnar Muck og World Narcosis fram en þær eru af svipuðum toga. Ofursveitin Celestine snýr aftur á Faktorý Á fimmtudag Suðvestan og síðar sunnan 8-13 m/s og éljagangur, en bjart norðaustantil. Frost víða 0-5 stig. Á föstudag Suðaustan 13-18 og rigning, en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnar í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él. Léttir til um austanvert landið síðdegis, en hvessir heldur með samfelldri snjókomu eða slyddu vestantil síðdegis og í kvöld. Hiti 1-7 stig. VEÐUR Grétar Rafn Steinsson er kominn aftur í íslenska landsliðið í knattspyrnu eft- ir sextán mánaða fjarveru en það mætir Svartfjalla- landi í Podgorica í dag. Hann er ánægður með ungu strákana í hópnum. „Þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér og það er mikill heiður að fá að taka þátt í þeirra vegferð að bjartri framtíð,“ sagði Grétar við Morgun- blaðið. »1 Grétar með eftir 16 mánaða hlé Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leiknum í Alg- arve-bikarnum í knattspyrnu kvenna í Portúgal í dag. „Þeir eiga frábæran mannskap og mikla breidd, þannig að fyrir okkur er mikil áskorun að mæta þeim og fá dýrmæta reynslu af því að mæta einu allra besta liði í heim- inum,“ segir Sigurður Ragnar lands- liðsþjálfari. »3 Mikil áskorun að mæta Þjóðverjum „Við erum bara sáttir með þessa nið- urstöðu. Aðalmálið var að sleppa við að mæta Kielce. Þetta er stutt ferða- lag og við fáum örugglega fullt af stuðningsmönnum okkar með til Sví- þjóðar,“ sagði Arnór Atlason, fyrirliði danska meistaraliðsins eftir að dreg- ið var í 16 liða úrslit Meistaradeild- arinnar í handbolta í gær. AG dróst gegn Sävehof frá Svíþjóð. »2 Stutt ferðalag og marg- ir stuðningsmenn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samansafnið hefur sprengt utan af sér húsnæðið og eru hjónin á Sól- heimum í Hrunamannahreppi að gera upp fjóshlöðuna til að safnið fái notið sín betur. „Það var til svo mikið af gömlu dóti svo annaðhvort var að henda því eða gera eitthvað við það. Við ákváðum að gera eitthvað,“ segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi í Sól- heimum, en hún og Jóhann Kor- máksson, maður hennar, hafa ver- ið að draga saman efni í safnið í allmörg ár. „Við vildum koma okkur upp smáferðaþjónustu til að dunda við í ellinni, eftir að börnin taka við búskapnum. Tíminn líður hratt og það þarf að hugsa fram í tímann,“ bætir Esther við. Hér ægir öllu saman Heiti safnsins gefur til kynna hvað þar er að finna, það er sam- ansafn af allskonar hlutum. „Við einskorðum okkur ekki við neina sérstaka tegund safnmuna, hér ægir öllu saman og fólki finnst gaman að skoða munina,“ segir Esther. Jóhann og Esther eru með hefð- bundinn búskap, mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárrækt. Þau eru þátttakendur í Opnum landbúnaði og fara gjarnan með gestina í Samansafnið eftir að búið er að skoða nýja fjósið. Samansafnið er í gamla fjósinu sem gert hefur verið upp fyrir nýtt hlut- verk. Þó var haldið eftir tveimur básum til að halda til haga vinnuaðstöðu í íslensku fjósi á seinni hluta tutt- ugustu aldar. Nú eru þau að laga og end- urbyggja fjóshlöðuna. Sett er milligólf í hlöðuna. Þá er bætt við kvistum um leið og þakið er lagað, til að opna rýmið og gera það bjartara. Þar fær Samansafnið aukið hús- pláss enda segir Esther ekki van- þörf á. Sífellt eru að berast munir. Á hlöðugólfinu verður hægt að hafa gamlar dráttarvélar, bíla og tæki sem þurfa meira pláss. Jóhann vinnur á fullu við endur- bæturnar með smiðum frá Flúð- um. Húsið verður tilbúið að utan í vor og þau vonast til að geta lokið innréttingu þess næsta vetur. Meðan á framkvæmdum stendur er ekki fast hvenær opið er í Samansafninu en það er opnað þegar einhver er heima. Samansafn allskonar hluta  Gamla fjóshlað- an í Sólheimum fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hlöðuloftið Ýmsar framkvæmdir eru að hefjast í Hrunamannahreppi með hækkandi sól. Gamla fjóshlaðan í Sól- heimum nýtur góðs af framkvæmdagleðinni. Smiðir setja milligólf í hlöðuna og bæta við kvistum. Esther telur að Kennedy-bíllinn sé verðmætasti safngripurinn í Sólheimum. Það er eðalvagninn Cadillac Fleetwood árgerð 1958. Þau keyptu bílinn fyrir rúmum tveimur árum en hann er talinn hafa verið upphaflega í eigu Ken- nedy-fjölskyldunnar bandarísku. Fjölskyldan er afar áhugasöm um bíla, ekki síst amerískar drossíur. Hjón- in eru með fjóra fornbíla á skrá og nota þá reglulega yfir sumarmán- uðina, en auk þess tvo hefðbundnari fjölskyldubíla. Í allt eru á ann- að hundrað bílflök á bænum, í kirkjugarði sem er falinn en gestir geta fengið að skoða ef þeir vilja. Eitt sérkennilegasta eintakið er Dodge-pallbíll sem Jóhann hefur smíðað upp úr sjö bílum. Hann er talinn árgerð 1978 af því að grindin er af bíl sem þá var framleiddur. Eðalvagn frá Kennedy 130 BÍLAR Á SÓLHEIMUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.