Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Okkar helsta baráttumál er að fá
vegarkaflann sem fyrst inn á sam-
gönguáætlun þannig að það verði
farið að vinna í honum fljótlega. Við
fengum engin loforð en okkur var
vel tekið,“ segir Oddný Þórðardóttir,
oddviti Árneshrepps, sem ásamt
þremur öðrum hreppsnefndarmönn-
um átti í gær fund með umhverfis-
og samgöngunefnd Alþingis um
samgöngur í hreppnum.
Strandavegur yfir Veiðileysuháls
og norður fyrir Djúpuvík er ekki
mokaður frá áramótum til 20. mars
og vilja íbúar í hreppnum að veg-
inum verði breytt þannig að hægt sé
að halda honum opnum allt árið.
Að sögn Oddnýjar er vegurinn á
samgönguáætlun næstu tíu ára, til
2022, en hreppsnefndin óskaði eftir
því á fundinum í gær að fram-
kvæmdin yrði færð mun framar í
tíma. „Við getum ekki búið við þetta
ástand í tíu ár í viðbót,“ segir hún en
í Árneshreppi eiga ríflega 50 manns
lögheimili, þar af um 42 með fasta
búsetu allt árið. Hún segir þing-
menn hafa sýnt sjónarmiðum þeirra
skilning og vilji sé fyrir hendi hjá
stjórnvöldum að mæta óskum Ár-
neshrepps. Bendir hún að íbúar á
Djúpuvík séu innilokaðir þennan
árstíma þegar ekki er mokað og
komist t.d. ekki í flugið á Gjögri, en
þangað er flogið tvisvar í viku.
„Flugið er okkar eina haldreipi í
samgöngum yfir vetrarmánuðina en
ferðafrelsi okkar er takmarkað þar
sem aðeins er flogið á mánudögum
og fimmtudögum,“ segir Oddný,
sem kom reyndar akandi suður eins
og aðrir hreppsnefndarmenn þar
sem tókst að moka veginn sl.
fimmtudag vegna snjóbráðar. Akst-
urinn til höfuðborgarinnar tók fimm
tíma.
Ólína Þorvarðardóttir, varafor-
maður umhverfis- og samgöngu-
nefndar, segir ríkan skilning vera á
sjónarmiðum fulltrúa Árneshrepps
og vilja til að breyta samgönguáætl-
uninni. Hún hafi einmitt tekið málið
upp í þingumræðum um áætlunina í
vetur og sé fylgjandi því að veginum
um Veiðileysuháls verði flýtt. „Það á
að vera miðlægur andi íslenskrar
löggjafar að íbúar þessa lands gjaldi
ekki fyrir búsetu sína. Þetta sam-
félag norður á Ströndum á rétt á að
njóta sömu þjónustu og aðrir lands-
menn, geta sótt skóla, heilsugæslu
og aðra þjónustu,“ segir Ólína og á
ekki von á öðru en að þingnefndin
sameinist um að veita byggðarlaginu
liðsinni. Þetta sé alltaf spurning um
forgangsröðun, öðrum framkvæmd-
um geti þá þurft að fresta í staðinn.
Þingsályktun á leiðinni
Ólína er meðal flutningsmanna
þingsályktunartillögu sem Ásmund-
ur Einar Daðason, Framsóknar-
flokki, hyggst leggja fram um snjó-
mokstur í Árneshreppi. Þar er lagt
til að fela innanríkisráðherra að
tryggja að vetrarþjónusta nái til
Strandavegar, nr. 643, innan marka
Árneshrepps. Að lágmarki verði
tryggður nauðsynlegur mokstur tvo
daga í viku.
„Getum ekki beðið 10 ár í viðbót“
Hreppsnefnd Árneshrepps fundaði með þingnefnd í gær Vilja fá snjómokstur yfir veturinn og
færa Strandaveg framar í samgönguáætlun Þingmenn sýndu erindinu skilning en lofuðu engu
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Hreppsnefndarfulltrúar Árneshrepps á fundi með umhverfis- og
samgöngunefnd í gær, f.v. Guðlaugur Ágústsson, Eva Sigurbjörnsdóttir,
Oddný Þórðardóttir oddviti og Ingólfur Benediktsson.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Vesti
Ríta Tískuverslun
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Verð 6.900 kr.
YÜØ f|zâÜÄtâz
Mjóddin s. 774-7377
Aðhaldsföt
Sundbolir
Tankini
Bikini
Náttföt
Undirföt
Sloppar
Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík
Kynningarfundur á ferðum sumarsins verður haldinn á
Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00.
Kaffiveitingar verð 1.600 kr.
Stjórnin
SVARTAR KLASSÍSKAR TILBOÐ 17,900,-
GALLABUXUR TILBOÐ 14,900,-
Mörg snið/síddir
Laugavegi 63 • S: 551 4422