Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11
í leiðinni.
þess sem maður lendir í flugi með
þessari eða hinni freyjunni. Þess
vegna er þessi vikulegi hittingur í
gönguferðunum svo dýrmætur. Það
myndast öðruvísi og dýpri vinskapur
en gegnum vinnuna eingöngu,“ segir
Hugborg.
Ljósmyndaáhuginn nýtur sín
Báðar eru þær stöllur miklar
útivistarkonur og finnst ekkert
betra en að vera úti og ganga í nátt-
úrunni. Þegar góður félagsskapur
bætist síðan við sé auðséð hvers
vegna þær vilji ógjarnan missa af
miðvikudagsgöngunni með hópnum.
Ljósmyndun hefur líka lengi verið
áhugamál hjá Hugborgu og í göngu-
ferðunum gefst henni vikulegt tæki-
færi til að munda vélina úti í nátt-
úrunni.
Framundan er hjá hópnum að
fara í sumarbústaðarferð í Húsafell í
apríl og ganga þar auk þess að fara í
ýmsar skemmtilegar göngur út fyrir
höfuðborgarsvæðið.
Forkólfar Þær stöllur Hugborg og Gurrý en Gurrý (t.h.) stofnaði hópinn.
Ganga Hópurinn á gangi í Heiðmörk í fallegu veðri fyrir skömmu.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Útivist getur verið margskonar og
áhugamál fólks eru bæði fjölbreytt
og ólík. Sumum hentar að hlaupa á
sem skemmstum tíma upp fjall og
líta vart til hægri né vinstri á leiðinni,
á meðan aðrir kunna því best að fara
sér hægt og skoða til dæmis lággróð-
urinn, fara í rólegheita grasaferð,
leita uppi fjallagrös eða aðrar lækn-
ingajurtir sér til heilsubótar, nú eða
tína jurtir í te eða til að krydda mat-
inn með. Þeim sem stunda fugla-
skoðun fer fjölgandi hér á landi og er
það vel, enda býður slíkt upp á góða
útivist og aukna þekkingu á fuglum.
Sumum hentar að fara í skipulagðar
fuglaskoðunarferðir þar sem iðulega
er með í för einhver fuglafróður. Aðrir
rölta um í náttúrunni í fuglaskoðun á
eigin vegum og forsendum, kannski
til að leita að einum ákveðnum fugli
eða til að skoða margar tegundir
fugla. Þeir sem hafa áhuga á fuglum
eða langar til að auka við þekkingu
sína um fugla ættu ekki að láta
framhjá sér fara erindi sem flutt
verður í kvöld á vegum Fuglaverndar.
Erindið fjallar um vorboðann ljúfa,
sandlóuna, og yfirskriftin er Ástir og
örlög sandlóunnar. Vigfús Eyjólfsson
og Böðvar Þórisson munu segja frá
rannsóknum sínum á sandlóunni.
Þeir munu segja frá merkingum í Bol-
ungarvík, Önundarfirði og á Stokks-
eyri og hvernig endurheimtur og af-
lestrar af litmerktum fuglum
hérlendis og erlendis hafa varpað
ljósi á ferðir, stofnstærð, útbreiðslu,
varpárangur og fjölmargt annað í
lifnaðarháttum þessa smávaxna og
kvika vaðfugls, en hluti stofnsins fer
alla leið til NV-Afríku. Fræðslufundir
Fuglaverndar eru haldnir í húsakynn-
um Arion banka, Borgartúni 19, geng-
ið inn um aðalinngang á austurhlið.
Fundurinn hefst klukkan 20:30 og er
öllum opinn svo lengi sem húsrúm
leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir fé-
laga í Fuglavernd en aðgangseyrir er
500 krónur fyrir aðra.
Fuglaskoðun er góð útivist
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Ástarfuglinn Lóan dregur margan manninn út í náttúruna með fögrum söng.
Ástir og örlög sandlóunnar