Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Morgunblaðið/RAX
Myndarlegur afgangur Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 46% milli
ára í febrúarmánuði. Alls voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 23 milljarða.
skiptum rúmlega 8,8 milljörðum
reiknað á sama gengi, og er hann
þar með um 42% meiri nú en á
sama tíma 2011.
Mikill vöxtur útflutnings milli
ára skýrir aukinn afgang nú, en
alls voru fluttar út vörur fyrir um
54,1 milljarð króna borið saman
við 44,6 milljarða í febrúar í fyrra,
reiknað á sama gengi. Munar þar
mestu um aukinn útflutning sjáv-
arafurða sem jókst um rúm 46% á
föstu gengi milli ára, en alls voru
fluttar út sjávarafurðir fyrir ríf-
lega 23 milljarða í febrúar.
Vöruskipti voru hagstæð um 12,5
milljarða króna í febrúar, að því
er fram kemur í nýjum bráða-
birgðatölum Hagstofunnar. Sam-
kvæmt þeim voru vörur fluttar út
fyrir 54,1 milljarð króna í mán-
uðinum en inn fyrir 41,6 milljarða.
Á það er bent í Morgunkorni
Greiningardeildar Íslandsbanka að
um sé að ræða mesta afgang af
vöruskiptum í einum mánuði síðan
í september síðastliðnum og mun
meiri en hann hefur að jafnaði
verið síðasta árið. Í febrúar í
fyrra nam afgangurinn af vöru-
Vöruskiptin hagstæð
um 12,5 milljarða
STUTTAR FRÉTTIR
● Viðskiptavinir sparisjóðanna á
höfuðborgarsvæðinu hafa fengið þá
þjónustu hjá MP banka sem þeir sóttu
áður til Byrs fyrir sameiningu við Ís-
landsbanka. Á meðal þess sem MP
banki mun sjá um fyrir viðskiptavini
sparisjóðanna eru erlendar sím-
greiðslur, kaup og sala á gjaldeyri, af-
greiðsla ferðamannagjaldeyris og af-
hending rafrænna skilríkja, samkvæmt
tilkynningu.
MP banki mun einnig bjóða við-
skiptavinum sínum ávöxtun séreignar-
sparnaðar í Lífsvali auk þess að taka
yfir eignastýringu ávöxtunarleiða Lífs-
vals. MP banki og sparisjóðirnir stefna
að enn nánara samstarfi.
Þjónusta til MP banka
● Efnahags- og við-
skiptaráðherra hefur
skipað dr. Katrínu
Ólafsdóttur, lektor við
Háskólann í Reykjavík,
fulltrúa í peninga-
stefnunefnd Seðla-
banka Íslands. Katrín
er lektor við viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík og lauk doktorsprófi í vinnu-
markaðshagfræði frá Cornell-háskóla í
New York árið 2009. Í peninga-
stefnunefnd sitja seðlabankastjóri, að-
stoðarseðlabankastjóri, einn af yfir-
mönnum bankans á sviði mótunar eða
stefnu í peningamálum og tveir sér-
fræðingar á sviði peningamála.
Katrín í peningastefnu-
nefnd Seðlabankans
● Greiningardeild Íslandsbanka spáir
því að peningastefnunefnd Seðlabank-
ans ákveði að hækka stýrivexti bankans
um 0,25 prósentur á næsta vaxta-
ákvörðunarfundi nefndarinnar 21. mars
næstkomandi. Verði daglánavextir
bankans þá 6,0%, vextir af lánum gegn
veði til sjö daga 5,0%, hámarksvextir á
28 daga innistæðubréfum 4,75% og
innlánsvextir 4,0%. Þetta kemur fram í
Morgunkorni deildarinnar í gær.
Þar kemur jafnframt fram að deildin
spáir því að stýrivextir verði 5,5% í lok
þessa árs.
Spáir 0,25% hækkun
stýrivaxta 21. mars
Hagnaður Strætó bs. á árinu 2011
nam um 184 milljónum króna en 2010
var hagnaðurinn um 340 milljónir.
Eigið fé samlagsins hefur aukist
milli ára úr 188 milljónum í 522 millj-
ónir. Þetta er í annað sinn frá árinu
2004 sem eigið fé Strætó bs. er já-
kvætt, samkvæmt fréttatilkynningu.
Heildarvelta Strætó bs. var liðlega
3,4 milljarðar króna á síðasta ári sam-
anborið við um 3,6 milljarða árið áð-
ur. Framlög sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu til rekstrarins voru
tæpir 2,4 milljarðar en rekstrargjöld
voru um 3,2 milljarðar. Rekstraraf-
koma fyrir fjár-
magnsliði var já-
kvæð um 229
milljónir. Fjár-
magnsliðir voru
neikvæðir um
tæpar 45 milljón-
ir og rekstraraf-
koma ársins því
um 184 milljónir.
Heildareignir Strætó bs. námu um
1.644 milljónum í árslok 2011 en voru
um 1.510 milljónir árið áður. Heild-
arskuldir lækkuðu milli ára úr 1.322
milljónum í 1.122 milljónir í árslok
2011. Stefnt er að því að byggðasam-
lagið verði skuldlaust í árslok 2017.
Frá 2008 hefur eigið fé byggðasam-
lagsins aukist úr því að vera neikvætt
um 658 milljónir og í að vera jákvætt
um 522 milljónir í árslok 2011.
Reynir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., segir í fréttatil-
kynningu að staðan sé að mörgu leyti
góð. „Það er hins vegar mikil óvissa
framundan vegna eldsneytisverðs,
sem vegur þungt í rekstrinum. Verð-
ið hefur hækkað mikið að undan-
förnu, og hefur það sett strik í reikn-
inginn.“
Strætó hagnaðist um 184
milljónir króna árið 2011
Dregið hefur úr hagnaði vegna hækkandi eldsneytisverðs
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Stærstu fjármálastofnanir heims hafa
dregið lappirnar við að ganga frá
drögum að aðgerðaáætlun um hvern-
ig hægt sé að selja eignir og draga úr
umsvifum þeirra hratt og skipulega
og samtímis tryggja að slíkt ferli ógni
ekki stöðugleika á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum.
Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja
heims gerðu með sér samkomulag í
nóvembermánuði á síðasta ári sem
kvað á um að 29 mikilvægustu fjár-
málastofnanir heims þyrftu að kynna
drög að slíkum áætlunum fyrir júní á
þessu ári.
Hins vegar kemur fram í frétt Fin-
ancial Times að samkvæmt könnun
ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young
hafi aðeins einn alþjóðlegur banki náð
að ljúka þeirri vinnu á þessari stundu.
Frá því að bandaríski fjárfesting-
arbankinn Lehman Brothers fór í
þrot haustið 2008 hafa ríkisstjórnir
beggja vegna Atlantshafsins þurft að
dæla peningum skattborgara í mörg
stór fjármálafyrirtæki í því augna-
miði að forða þeim frá falli. Ekki hef-
ur verið talið mögulegt að „leyfa“ slík-
um bankastofnunum að verða
gjaldþrota – „of stórir til að fara á
hausinn“ – þar sem það gæti valdið
skelfingu á mörkuðum. Sökum þessa
hefur það því verið talið eitt mikil-
vægasta úrlausnarefnið á alþjóðleg-
um vettvangi hvernig koma megi í
veg fyrir að skattgreiðendur þurfi í
framtíðinni að bera kostnaðinn af því
þegar stórar fjármálastofnanir lenda í
greiðsluvandræðum. Samkomulagið
sem var undirritað af leiðtogum G20
var einmitt liður í slíkum áformum –
en nú er ljóst að þeirri vinnu miðar
mun hægar en vonir stóðu til í upp-
hafi.
Evrópa á enn langt í land
Það eru fyrst og fremst evrópskir
og japanskir bankar sem eiga langt í
land með að kynna til sögunnar að-
gerðaáætlanir sínar og fæstir hafa
þeir útlistað hvaða eignir gætu verið
seldar ef þeir lentu í alvarlegum fjár-
hagsþrengingum - né heldur hvaða
tilteknu starfsemi mætti loka við slík-
ar aðstæður.
Sama er uppi á teningnum þegar
kemur að aðgerðum sem miða að því
hvernig megi brjóta upp fjármála-
stofnanir eða stöðva starfsemi þeirra
algjörlega. Þriðjungur bankanna hef-
ur ekki hafið vinnu að slíkum áætl-
unum.
Af þeim 29 bönkum sem eru taldir
kerfislega mikilvægastir fyrir alþjóð-
legt fjármálakerfi eru átta bandarísk-
ir, fjórir breskir, þrír frá Japan, þrett-
án evrópskir og einn kínverskur.
Stærstu bank-
ar heims draga
lappirnar
Of stór til að bjarga Frá því að Lehman Brothers var „leyft“ að fara í þrot
hafa skattgreiðendur þurft að bjarga mörgum bönkum frá sömu örlögum.
Eiga að útbúa aðgerðaáætlun um
sölu eigna til að forða skelfingarástandi
● Alls var 118 kaupsamningum þinglýst
á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku
febrúarmánaðar. Þar af voru 92 samn-
ingar um eignir í fjölbýli, 21 samningur
um sérbýli og 5 samningar um annars
konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heild-
arveltan var 4.019 milljónir króna og
meðalupphæð á samning 34,1 milljón
króna. Á sama tíma var 7 kaupsamn-
ingum þinglýst á Suðurnesjum og var
meðalupphæð á samning 16,3 milljónir.
Fasteignaviðskipti fyrir
rúma 4 milljarða króna
Stoðtækjafram-
leiðandinn Össur
hefur verið til-
nefndur sem eitt
af framsæknustu
fyrirtækjum
heims af tímarit-
inu Fast Comp-
any. Í flokki fyr-
irtækja á
heilbrigðissviði
lendir Össur í sjöunda sæti en önn-
ur fyrirtæki í flokknum eru m.a.
3M, IBM og Walgreens. Í tilkynn-
ingu þakkar Jón Sigurðsson for-
stjóri fyrir viðurkenningu á starfi
fyrirtækisins.
Össur í hópi
þeirra fram-
sæknustu
Jón Sigurðsson
!"# $% " &'( )* '$*
+,-
+../+0
+,-/-1
,,/12
,,/131
+4/451
+13/4+
+/2251
+.0/,1
+--/+4
+,-/1
+../-,
+,3
,,/0+2
,,/01.
+4/424
+14/,
+/2204
+.0/4+
+--/-0
,,4/.05-
+,-/-
,55/+
+,3/13
,,/04
,,/252
+4/.+1
+14/2.
+/22.1
+.2/1.
+-3/+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á