Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 21
UMRÆÐAN 21Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Formaður Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, Helgi Magnússon,
skrifar grein í Morgunblaðið laug-
ardaginn 3. mars síðastliðinn, þar
sem hann ræðst á Helga í Góu fyrir
að birta mjög svo góða auglýsingu
um lífeyrissjóðina og þá sérstaklega
VR-sjóðinn. Þar sýnir Helgi í Góu
hvað lífeyrissjóðirnir virka vel fyrir
„frábæra“ stjórnendur sjóðanna
(VR?) og svo annars vegar hvernig
við aumingjarnir sem höfum verið
skyldaðir til að borga í tugi ára í
kerfi sem byggt var fyrir fjarhópa
lendum í því. Þegar ég las þessa
auglýsingu gat ég alls ekki tengt
hana við páskaegg eins og Helgi M.
gerir. Helgi M. byrjar grein sína
með öfundartón þar sem hann skrif-
ar um auðmann úr Hafnarfirði.
Helgi í Góu er sjálfsagt vel efnaður
en það er þá örugglega honum
sjálfum að þakka, og sjálfsagt hefur
hann verið með góðan endurskoð-
anda. Helgi M. segir að Góufor-
stjórinn hafi með þessari auglýs-
ingu verið með óttalegan dónaskap
við fólkið í landinu. Þvílíkt bull. Ég
er þess fullviss að fólkið í landinu,
flest allavega, myndi segja að dóna-
skapurinn við fólkið í landinu komi
frá stjórnendum lífeyrissjóðanna
sem tönglast endalaust á því að tap
lífeyrissjóðanna undanfarin misseri
sé heimskreppunni að kenna, en
alls ekki græðgislegum fjárfest-
ingum stjórnenda lífeyrissjóðanna.
Ég er klár á því, eftir að hafa fylgst
með Helga í Góu, að hann ber miklu
meiri umhyggju fyrir lífeyrissjóðs-
félögum heldur en Helgi Magn-
ússon.
Grein Helga M. er uppfull af
hroka, svívirðingum og öfund; já öf-
und yfir því að Helgi í Góu geti rek-
ið fyrirtæki og hagnast á því.
Ef vinnubrögð Helga Magn-
ússonar eru í anda þessarar greinar
hans, þá vorkenni ég þeim sem eru
í Lífeyrissjóði verslunarmanna.
P.s. Hefurðu frétt það, Helgi M.?
Jeppinn er farinn!
EINAR PÉTURSSON
Kópavogi
Helgi í Góu og Helgi M.
Frá Einari Péturssyni
„Ég er búinn að
fylgjast með þessu í 50
ár. Þetta er ógeðslegt
þjóðfélag, þetta er allt
ógeðslegt, það eru eng-
in prinsipp, það eru
engar hugsjónir, það er
ekki neitt. Það er bara
tækifærismennska,
valdabarátta.“
(Styrmir Gunn-
arsson í Skýrslu Rann-
sóknarnefndar Alþingis)
Fjármálaráðherra tók svo til orða
fyrir um ári síðan að ekki væru öll
kurl komin til grafar og synti milli
skers og báru, þegar að honum var
sótt úr öllum áttum að gefa upp
kostnað við nefnd nokkra sem skil-
aði af sér fjórum mánuðum fyrr.
Hvað svona feluleikur með jafn ein-
falda hluti á að þýða skilur ekki
nokkur maður. Og hvað skyldi það
vera stór hluti af vinnu alþing-
ismanna að knýja sífellt á dyrnar
hjá framvæmdavaldinu til að fá
upplýsingar um alls konar ráð-
stöfun fjármuna almennings? Það
skyldi þó ekki vera svona helm-
ingur af öllu röflinu?
Fyrir nokkru kom tillaga héðan
að vestan til ríkisstjórnarinnar um
að hún fyrirskipi öllum for-
stöðumönnum opinberra stofnana,
þar með talin ráðuneyti, að birta á
vefsíðum þeirra einu sinni í mánuði
alla kostnaðarreikninga sem þeir
hafa stofnað til mánuðinn á undan.
Og hverjir það eru sem fá þær
greiðslur. Og ekkert undan dregið!
Ekkert. Þennan góða sið ættu bæj-
arfélög á landinu einnig að taka upp
og ekki síður.
Með þessu móti, sem mætti kalla
sjálfbæra endurskoðun, getur al-
þýða manna og alþingismenn fylgst
með jafnóðum og hlutirnir gerast.
Einfaldlega að opna tölvuna og þeir
sem áhuga hafa geta svo lagt fram
fyrirspurnir og athugasemdir ef
þurfa þykir. Ekkert röfl eða vesen
á Alþingi um keisarans skegg og
sjálftaka mundi líklega minnka eða
jafnvel hverfa alveg. Það er nefni-
lega ekkert eftirlit eins gott og þeg-
ar almenningur lætur sig málin
varða. En auðvitað hlustar ekki
nokkur maður á svona vitlausar til-
lögur og það að vestan. Skárra væri
það nú!
Síst af öllu má upplýsa hvað svo-
kallaðir sérfræðingar eru að fá
greitt í verktakalaun úr ríkissjóði.
Þannig ríkisleyndarmál má auðvitað
ekki nefna við nokkurn mann. Þetta
eru heilagar kýr. Leyndarhyggjan,
sem er eitt alvarlegasta vandamál
sem okkar litla og sundurþykka
þjóð glímir við, skal áfram vera eitt
aðalstjórntækið eins og verið hefur.
Það er lengi hægt að segja að ekki
séu öll kurl komin til grafar!
Sannleikurinn er nú sá, að þetta
er sáraeinfalt í framkvæmd og get-
ur hvaða unglingur sem er gert ef
út í það er farið. Og þeir færu létt
með að búa til heimasíður fyrir við-
komandi stofnanir sem hugsanlega
færu að væla um að þær hefðu enga
heimasíðu! Einfalt og auðskiljanlegt
öllum, ungum sem öldnum. Við
spyrjum: Hvers vegna ekki?
Það er öllum til góðs að ekki sé
verið að fela neitt i opinberri stjórn-
sýslu. Og það sem meira er: Einka-
fyrirtæki gætu hæglega tekið þenn-
an sið upp með því að birta slíkar
upplýsingar innan stjórnar eða í
hópi hluthafa sinna og vonandi gera
sum þeirra það nú þegar. Þá væri
það engin afsökun fyrir stjórn-
armenn til dæmis í hlutafélögum að
segja að þeir hafi verið óvirkir
stjórnarmenn og hafi ekki vitað um
hlutina þegar skaðinn er skeður og
framkvæmdastjórinn eða einhver
annar hefur stolið öllu steini léttara
eða þannig! Það ætti að vera öllum
ljóst að spillingin þrífst í skjóli
leyndar.
Það er almennt álit að íslensk
stjórnsýsla sé vanmegnug og sumir
telja hana ónýta. Þar virðast vera
öfl til staðar sem vilja alls ekki
leggja spilin á borðið nema undir
brot og slit. Hvers vegna skyldi svo
vera?
Eftir Hallgrím
Sveinsson og Bjarna
Georg Einarsson
» Síst af öllu má upp-
lýsa hvað svokallaðir
sérfræðingar eru að fá
greitt í verktakalaun úr
ríkissjóði. Slík ríkis-
leyndarmál mega ekki
liggja á glámbekk.
Hallgrímur
Sveinsson
Hallgrímur er bókaútgefandi
og léttadrengur á Brekku í Dýrafirði
en Bjarni er fyrrverandi útgerðar-
stjóri og núverandi heldri borgari
á Þingeyri.
Bjarni Georg
Einarsson
„Ekki eru öll kurl
komin til grafar“
Þjóðnýta verður tvo innheimtubanka
Hæstiréttur
bætti hag skuld-
ara gjaldeyrisl-
ána með nýlegum
frægum dómi.
Fjórir dómarar á
móti þremur. Þá
virða innheimtu-
bankarnir ekki
dóminn og snúa
út úr með öllum
hætti. Sagt er frá sýslumanninum
sem seldi ofan af fólki án löglegrar
uppboðsheimildar. Gallinn er að
blankir skuldarar hafa ekki lögmann
til að verja sig en bankinn hefur
marga. Veita ætti skuldugum gjaf-
sókn, en þá borgar ríkið lögmennina
handa skuldugum. Sanngjarnt.
Innheimtubankarnir græddu fyrri
part ársins 2011 meira en 40 millj-
arða, sbr blöð og fréttir. Þetta eru
meiri nettótekjur en af sjávarútvegi
á sama tíma í heild. Þekktur pró-
fessor sagði í sjónvarpi nýlega að
vogunarsjóðir ættu innheimtubank-
ana og stunduðu okurstarfsemi.
Hafa haft 200 milljarða af Íslend-
ingum frá hruni til 2011 eða í þrjú
ár. Silfur Egils febrúar 2012 var
með hrikalegar frásagnir af hvernig
innheimtubankarnir hlunnfara
skuldara oft ólöglega. Er rán.
Það er ekkert annað að gera en
taka innheimtubankana til baka
með þjóðnýtingu og eignarnámi.
Fari í hendur innlendra skuldara.
Hlutur skuldara réttur. Farið að
lögum.
LÚÐVÍK GIZURARSON,
hæstaréttarlögmaður.
Frá Lúðvík Gizurarsyni
Lúðvík
Gizurarson
Afmælisráðstefna VFÍ
Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi
Fimmtudaginn 8. mars heldur Verkfræðingafélag Íslands ráðstefnu á Grand Hótel
um framtíðarnýtingu orkuauðlinda á Íslandi.
Dagskrá:
9:00 Setning. Kristinn Andersen, formaður VFÍ.
9:05 Ávarp. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
9:15 Hvað hafa auðlindirnar fært íslensku samfélagi? Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur.
9:35 Staða orkumála á Íslandi. Ingvar Birgir Friðleifsson, Orkustofnun - Jarðhitaskóla SÞ.
9:55 Orkufyrirtækin og samfélagið. Tryggvi Þór Haraldsson, Samorka.
10:15 Kaffihlé
10:40 Umhverfisáhrif orkuframleiðslu og -notkunar.
Kristín Linda Árnadóttir, Umhverfisstofnun.
11.00 Skipulag á orkumarkaði. Friðrik Már Baldursson, Háskólanum í Reykjavík.
11:20 Sýn iðnaðarins á orkunýtingu framtíðarinnar. Orri Hauksson, Samtökum iðnaðarins.
11:40 Samfélagsleg sátt - á að flytja orkuna út eða nýta hana innanlands? Gunnar Tryggvason,
Orkustefna fyrir Ísland.
12:00 Hádegishlé
13:00 Málstofa I Málstofa II
Orkuvinnsla og flutningur Orkunotkun og iðnaður
15:10 Kaffihlé
15:30 Pallborðsumræður - Tækifæri eða ógnun?
Þátttakendur eru: Gunnar Tryggvason, Hörður Arnarson, Kristín Linda Árnadóttir
og Rannveig Rist. Guðmundur G. Þórarinsson stýrir.
16:20 Samantekt ráðstefnustjóra.
16:30 Ráðstefnuslit - Léttar veitingar.
Ráðstefnustjóri: Jóhanna Harpa Árnadóttir.
Málstofustjórar: Gunnar G. Tómasson og Steinar Friðgeirsson.
Ráðstefnugjald, hádegismatur og hressing í kaffihléum innifalin:
Félagsmenn VFÍ og TFÍ kr. 10.000.
Utanfélagsmenn kr. 14.000.
Nemar og eldri borgarar kr. 8.500.
Skráning fer fram með tölvupósti á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma 535 9300.
Upplýsingar eru einnig á vef VFÍ www.vfi.is
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is