Morgunblaðið - 06.03.2012, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
✝ Elín Ósk Guð-jónsdóttir var
fædd á Læknes-
stöðum á Langa-
nesi þann 11. ágúst
1928. Hún lést á
heimili sínu þann
20. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðjón Hallsson
bóndi og verka-
maður, f. 1900 á
Hóli á Langanesi, d. 1988, og
(Guðrún) Elísabet Þorsteins-
dóttir, f. 1900 á Djúpalæk í
Bakkafirði, d. 1995. Þau bjuggu
fyrst að Læknesstöðum og síð-
ar á Þórshöfn á Langanesi.
Hún var næstelst fjögurra
systra, elst Charlotta, f. 1925,
en hún lést af barnsförum 1943,
Bára Soffía, f. 1937, og Guðný
Charlotta, f. 1943. Ennfremur
bjó á heimili þeirra Guðjón
Guðjónsson frá Syðri-Kvíhólma
undan Eyjafjöllum, unnusti
Charlottu eldri, en hann lést á
árinu 1995.
tæknifræði, Elín Mjöll masters-
nemi í arkitektúr, Lárus Ingi
rafvirki, nemi í tölvunarfræði,
Sigrún og Þórhallur. 2) Björn
Þrastar tannlæknir, f. 3.9.
1955, maki Heiðrún Hákonar-
dóttir kennari. Börn þeirra eru
Björney Inga, mastersnemi í
fjármálahagfræði, Hákon
Þrastar, nemi í hugbúnaðar-
verkfræði, og Harpa Ósk. 3)
Ella lífeindafræðingur, f. 24.4.
1957, maki Pjétur G. Hjaltason
kerfisforritari. Börn þeirra eru
Þórhallur Páll tölvusérfræð-
ingur, Hallgrímur Jón, nemi í
lífefnaverkfræði, og Pjetur. 4)
Sigríður, f. 22.12. 1958, maki
Guðbjörn Samsonarson vél-
virki. Börn þeirra eru Gunnar
Bjarni kvikmyndagerðarmaður
og Hlynur. 5) Páll Guðjón lög-
fræðingur, f. 5.6. 1960, maki
Ásdís Gíslason markaðsfræð-
ingur. Börn þeirra eru Arnar
og Fanney. Auk ofangreindra
barna eiga þau þrjú barna-
barnabörn.
Þau hjónin hófu búskap í
Reykjavík, bjuggu um tíma í
Kaupmannahöfn og í Vest-
mannaeyjum en í Kópavogi frá
árinu 1964.
Útför Elínar fór fram í kyrr-
þey 2. mars sl. að ósk hinnar
látnu.
Elín fluttist al-
farin frá Þórshöfn
um fimmtán ára
aldur og hóf þá
störf á sjúkrahúsi á
Húsavík, en þaðan
réð hún sig í vist
hjá Stefáni Thor-
arensen apótekara
í Reykjavík. Á ár-
unum 1949 til 1951
stundaði hún nám
við Húsmæðraskól-
ann við Hverabakka í Hvera-
gerði og lauk þaðan kenn-
araprófi. Lengstan hluta
starfsævinnar var hún heima-
vinnandi húsmóðir.
Hinn 21. júní 1952 giftist Elín
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Þórhalli Þrastari Jónssyni, f.
1931 í Hafnarfirði. Börn þeirra
eru: 1) Sólveig hjúkrunarfræð-
ingur, f. 13.1. 1953, maki Lárus
Einarsson rafmagnsverkfræð-
ingur. Börn þeirra eru Elísabet
Björney, doktorsnemi í raf-
magnsverkfræði, Einar Þór,
mastersnemi í rafmagns-
Í dag kveðjum við móður okk-
ar, Elínu Ósk Guðjónsdóttur, sem
lést þann 20. febrúar 2012. Móðir
okkar var fædd þann 11. ágúst
1928 í litlum torfbæ að Læknes-
stöðum á Langanesi. Foreldrar
hennar Guðjón Hallsson frá Hóli
á Langanesi og Elísabet Þor-
steinsdóttir frá Djúpalæk í
Bakkafirði voru lítt efnaðir
bændur og verkafólk sem komust
af við kröpp kjör með ráðdeild-
arsemi og dugnaði. Guðjón var
löngum heilsulítill eftir að hann
sýktist af berklum sem leiddi til
langrar vistar frá heimili á
berklahælum þess tíma. Fé-
lagsleg aðstoð fyrir þá sem minna
máttu sín var ekki með þeim
sama hætti og er í dag og urðu
þeir sem urðu fyrir slíkum áföll-
um að lifa við kröpp kjör frá degi
til dags.
Móðir okkar fór ung að árum
frá heimili sínu, fyrst til vinnu á
Húsavík og þaðan réð hún sig til
heimilis Stefáns Thorarensen
apótekara í Reykjavík, sem
reyndist henni afar vel. Bar hún
ætíð hlýjar tilfinningar til þess
fólks, en á þessum árum hóf hún
nám við Húsmæðraskólann í
Hveragerði og nam þar handíð og
lauk þaðan kennaraprófi. Í
Hveragerði kynntist hún föður
okkar og gengu þau í hjónaband
þann 21. júní 1952. Á fyrstu hjú-
skaparárum sínum bjuggu þau í
Kaupmannahöfn þar sem Þór-
hallur stundaði framhaldsnám í
verkfræði og eignuðust þau þar
elstu dótturina Sólveigu, en alls
eignuðust þau saman fimm börn á
árunum 1953 til 1960. Eftir dvöl-
ina í Danmörku bjuggu þau um
tíma í Reykjavík en þaðan lá leið-
in til Vestmannaeyja þar sem
Þórhallur gegndi stöðu bæjar-
verkfræðings á árunum 1960 til
ársins 1965. Eftir það bjuggu þau
í Kópavogi.
Eftir að foreldrar okkur gengu
í hjónaband var hún að mestu
heimavinnandi. Móðir okkar var
góðgjörn kona sem vildi öllum
vel. Hún var gjafmild og hafði
mikla ánægju af því að rétta þeim
hjálparhönd sem minna máttu
sín. Hún var höfðingi heim að
sækja og var heimili hennar ætíð
opið gestum og gangandi. Það
kom í hennar hlut að taka á móti
ættingjum og vinum frá Vest-
mannaeyjum, sem urðu að yfir-
gefa heimili sín vegna eldsum-
brotanna, sem þar urðu í
ársbyrjun 1973. Heimili okkar
var á næstu mánuðum sem fé-
lagsmiðstöð, þar sem vinir og
kunningjar hittust yfir kaffibolla
og skeggræddu gang gossins og
deildu sorgum sem fylgdu missi
heimilis og eigna af völdum eld-
gossins.
Móðir okkar var í eðli sínu
glaðvær kona, sem kunni að gera
að gamni sínu og létta öðrum
lund. Hún var ágætur sögumað-
ur, sem kunni að greina frá
mönnum og málefnum á græsku-
lausan og glettinn hátt. Barna-
börnum sínum var hún afar kær
og fengu þau að njóta frásagnar-
gáfu hennar í ríkum mæli. Hún
var afar stolt af barnabörnum
sínum og hafði mikla ánægju af
því að fylgjast með þroska þeirra
og framförum í leik og í starfi.
Móðir okkar hefur nú hafið
sína hinstu ferð til Austursins ei-
lífa, en hún var vel undir það
ferðalag búin og kveið því ekki.
Við sem eftir sitjum minnumst
hennar með þakklæti fyrir allt
sem hún gaf og gerði sínum.
Blessuð sé minning Elínar
Guðjónsdóttur.
F.h. barna hinnar látnu,
Páll Guðjón Þórhallsson.
Elsku Ellamma okkar.
Nú ert þú farin og það er svo
skrítið að fá ekki að hitta þig aft-
ur. Við systkinin eigum margar
góðar minningar með þér og við
erum svo þakklát fyrir það. Okk-
ur þykir vænt um allar þær
stundir sem við áttum með þér og
erum einstaklega þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga þig sem
ömmu.
Það var alltaf svo notalegt að
vera á Kópavogsbrautinni hjá
ykkur afa. Þegar við vorum lítil
var ótalmargt spennandi þar til
að leika sér að. Það var mikið fjör
að hjóla á æfingahjólinu sem var
alltaf uppi í einu af herbergjunum
þar og hvað það var nú spennandi
að opna setuna í sófanum í stof-
unni og finna gömlu Andrésblöð-
in sem lágu þar. Barinn var líka
framandi og við hann var sérstak-
lega gaman að sitja í háu stólun-
um og horfa á eldinn í stóra arn-
inum. Pallurinn var risaleiksvæði
og garðurinn alltaf jafnfallegur
og gróðursæll. Í honum leyndust
ævintýraslóðir og margir leyni-
staðir og okkur fannst æðislegt
að fá að taka upp og smakka gul-
ræturnar og jarðarberin. Þú
hafðir alltaf svo gaman af því að
fegra garðinn og varst svo dugleg
að fara út í náttúruna og sækja
blóm til þess að gróðursetja í hon-
um. Síðan áttirðu alltaf smákökur
í boxi í frystinum til þess að
lauma að okkur. Áramótin á
Kópavogsbrautinni voru bestu
áramót sem við gátum hugsað
okkur. Það var alltaf svo mikið
fjör og gaman að hitta öll frænd-
systkinin og vera saman.
Við gerðum svo margt
skemmtilegt með þér amma. Við
fórum í ótal gróðursetningarferð-
ir í Heiðmörk og grilluðum og
slógum köttinn úr tunnunni. Jóla-
böllin voru ógleymanleg og
ómissandi partur af jólunum.
Björney man þegar hún bakaði
með þér smákökur fyrir jólin og
hvað þær voru góðar á bragðið.
Hún fór alltaf með þér og pabba
að gróðursetja sumarblóm og
kveikja á jólakertum við leiðin í
Fossvoginum. Henni þótti mjög
vænt um að fá að taka þátt í þeirri
hefð og ætlar að halda henni
áfram. Hákoni þótti vænt um að
vera beðinn um hjálp þegar þú
áttir í erfiðleikum með tækninýj-
ungar. Þótt vandamálin sjálf
væru ekki stórvægileg þá fannst
honum þau ágætistilefni til þess
að kíkja í heimsókn til þín. Hörpu
þótti alltaf vænt um sunnudags-
heimsóknir hennar og pabba til
ykkar afa á Kópavogsbrautina.
Þótt þær væru stuttar þá fannst
henni alltaf jafn gaman að spjalla
aðeins um daginn og veginn og
segja þér frá helstu fréttum – þér
þótti allt sem hún hafði að segja
svo áhugavert. Hún man einnig
hvað þér þótti það gaman að hún
skyldi vilja fá lánaða gamla kjóla
og skó frá þér. Þér þótti það vera
frábær nýting á hlutum sem
hefðu annars bara rykfallið inni í
skáp. Þú vildir aldrei þiggja neitt
frá neinum en varst alltaf jafn
gjafmild.
Elsku amma, þú varst ekki
bara fyndnasta og skemmtileg-
asta amman í heiminum, þú sýnd-
ir okkur alltaf kærleik og lést
okkur alltaf vita hvað þér fannst
við frábær og hvað þú varst stolt
af okkur. Við vissum alltaf að þú
varst með okkur í liði.
Þín barnabörn,
Björney Inga, Hákon
Þrastar og Harpa Ósk.
Fallin er frá Elín Ósk Guðjóns-
dóttir tengdamóðir mín.
Ég sá Ellu fyrst árið 1982 þeg-
ar ég kom fyrst inn á heimili
hennar og tengdaföður míns,
Þórhalls Þrastar Jónssonar, í
fylgd Björns sonar þeirra. Mér
var afskaplega vel tekið. Ég tók
fljótt eftir því að hún var mikill
vinur strákahópsins sem kallaði
sig „Piparsveina“ og voru vinir
Björns. Hún opnaði hús sitt fyrir
þeim og bauð upp á kaffi og spjall
í eldhúsinu.
Ella kom mér fyrir sjónir sem
hress og skemmtileg kona, hnytt-
in í tilsvörum og hún hafði sterk-
ar skoðanir á mönnum og málefn-
um og lá ekki á þeim. Hún hafði
gaman af því að segja frá liðnum
atburðum úr eigin lífi og lífi fjöl-
skyldunnar, börnunum sínum og
þeirra uppátækjum í bernsku.
Árið 1964 flutti fjölskyldan á
Kópavogsbraut 111. Ella helgaði
sig heimilinu og börnunum með
öllum þeim störfum sem fylgja
fimm börnum fæddum á sjö ár-
um. Hún var útsjónarsöm varð-
andi heimilishaldið og saumaði öll
föt á börnin, bakaði og matbjó.
Þegar ég kynntist Ellu voru
börnin orðin fullorðin og hún
vann úti við ýmis störf tengd veit-
inga- og veisluþjónustu. Á heimili
hennar kynntist ég ýmsum nýj-
ungum í matargerð og matar-
hefðum sem ég ekki þekkti áður
og ásetti mér strax að tileinka
mér. Má þar nefna notkun henn-
ar á villibráð, rjúpum, gæsum og
laxi auk danskra áhrifa í mat eins
og t.d. lifrarkæfu með beikoni og
sveppum. Einnig þótti mér mikið
til koma að fá blóðuga nautasteik
með rauðvíni en því hafði ég ekki
vanist. Ég heillaðist líka af því að
fylgjast með henni og Birni hjálp-
ast að í eldhúsinu. Þá var gaman
að kynnast áramótaveislunum á
heimilinu. Þar komu saman fjöl-
skyldan og vinir þeirra hjóna.
Ella var þar hrókur alls fagnaðar
og bauð þá upp á fallegt veislu-
borð.
Á þessum árum fjölgaði hratt í
fjölskyldunni og barnabörnin
fæddust eitt af öðru. Á árunum
kringum 1990 fórum við með
þeim, Palla og Ásdísi og börnun-
um okkar í nokkrar veiðiferðir.
Ella naut sín vel í þessum ferðum
og eru minningarnar um þær mér
mikils virði.
Sumarbústaðurinn í Hraun-
túni var þungamiðja í lífi fjöl-
skyldunnar og var þeim afar kær.
Hann byggðu þau þegar börnin
voru ung og sagði Ella mér oft að
það hefðu þau gert til að hafa ofan
af fyrir krökkunum með sameig-
inlegu verkefni og forða þeim
þannig frá solli miðbæjarins.
Heimilið var vettvangur Ellu.
Þar vildi hún vera og þangað vildi
hún að við fjölskyldan kæmum
sem oftast. Hún vildi að allar há-
tíðarstundir fjölskyldunnar færu
fram hjá sér. Aldrei kom maður
nógu oft í heimsókn og kvartaði
hún oft yfir því hvað langt væri
milli heimsókna. Fyrir 25 árum
slasaðist Ella illa í bílslysi og var
það mikið áfall fyrir hana og varð
líf hennar ekki samt eftir það.
Hún átti þó sín góðu tímabil sem
hún nýtti vel. Hún ákvað að búa í
húsinu sínu þar til yfir lyki og við
það stóð hún. Á síðustu vikum var
hún að undirbúa ferð til Kanar-
íeyja ásamt Þórhalli og hlakkaði
mikið til. Allt var að verða tilbúið
en hún vissi ekki að undirbúning-
urinn var fyrir annað ferðalag.
Elsku Ella mín. Þakka þér fyr-
ir samfylgdina. Minningin lifir.
Heiðrún Hákonardóttir.
Það var í Akoges-ferð sem við
Ella kynntumst. Ég var spennt
að hitta konuna hans Þórhalls.
Við Sigurjón þekktum hann úr
Eyjum, þar sem hann var að
vinna og ég vissi að þau hjón voru
góðir vinir foreldra minna.
Ég fann við fyrstu kynni að
þessi kona var spes. Hún var orð-
heppin, skjót til svars, hrein og
bein og bráðskemmtileg sögu-
kona. Mikið gátum við hlegið
saman. Við urðum góðar vinkon-
ur og áttum eftir að fara í margar
Akoges-ferðir eftir þetta. Þessar
ferðir voru margar ógleymanleg-
ar. Þar sem mennirnir okkar voru
báðir með veiðibakteríuna fórum
við að fara í útilegur þar sem
tjaldað var við ár eða vötn. Í mörg
ár fórum við t.d. í Haukadalsá,
Selá og Vatnsá. Vatnsáin og um-
hverfi búa yfir töfrum. Kyrrðin,
fegurðin, dulúðin, veiðin og fé-
lagsskapurinn. Ella átti sinn þátt
í að gera þessar ferðir skemmti-
legar. Hún var náttúrubarn og
það var gaman að fara í göngu-
ferðir um þetta fagra land. Ellu
leið best innan um blóm, stokka
og steina. Þegar mennirnir fóru
út að veiða sátum við konurnar
með sérrítár og spáðum í lífið og
tilveruna og stundum í bolla, þá
var nú mikið hlegið. Þegar menn-
irnir komu heim með lax fengu
þeir rembingskoss. Það var dýr-
indis matur á borðum og kvöldið
leið allt of fljótt við söng og sögur.
Þetta var toppurinn á tilverunni.
Þessir dagar koma ekki aftur en
þeir lifa í minningunni. Ég rifja
þá upp, þegar ég er döpur og
sakna þeirra sem horfnir eru.
Ég sé hana fyrir mér eins og
forðum. Hún stendur við fallega á
með veiðistöng í hendi. Hún er í
rauðri peysu, dökka hárið bylgj-
ast í golunni, hún lítur til mín með
glettni í augum: Hann er á, hann
er á. Við borðum silung í kvöld.
Hvíl í friði, kæra vinkona. Þór-
halli og fjölskyldu sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Ragnheiður.
„Kötturinn hefur níu líf,“ sagði
móðir mín oft þegar ég var barn.
„Elín hefur minnst níu líf,“ sagði
ég löngu síðar, í hvert sinn sem
Elín reis upp frá dauðum eftir
áföll og veikindi sem kvöddu dyra
seinni hluta ævi hennar. Nú hefur
hún kvatt okkur, lífin verða ekki
fleiri. Þessi fallega og geislandi,
vel gefna og hlýja kona, sem
ásamt Þórhalli manni sínum
markaði svo djúp spor í þroska-
feril unglings, hefur kvatt í hinsta
sinn. Hún fór fallega eins og líf
hennar var allt, í værum svefni.
Kynni mín af fjölskyldunni á
Kópavogsbraut 111 hófust eftir
að vinskapur tókst með okkur
Birni sumarið 1969. Elín tók mér
strax opnum örmum og fljótlega
fóru þau Þórhallur að bjóða mér
með í ferðalög, fyrst vorið 1971
austur í Núpsvötn. Ég tók með
nokkur landakort úr fórum föður
míns, gömul mjög og snjáð, til að
glöggva mig á leiðinni. Þegar ég
tók að rýna í kortin á leið okkar
austur kom fljótlega í ljós að veg-
ir og brýr höfðu færst til á ýmsa
vegu, enda reyndust þau ævaforn
við nánari athugun, snjáð mjög og
rifin. Þetta vakti nokkra kátínu
ferðafélaganna og var haft í flimt-
ingum.
Þegar í ljós kom að ég var til
nokkurs nýtur á ferðalögum við
að lesa landakort og hafa ofan af
fyrir Bjössa vini mínum, urðu
ferðirnar fleiri. Ógleymanleg er
fyrsta ferðin upp að Reykjavatni í
maílok 1972 og síðar sama sumar
var haldið upp að Arnarvatni hinu
stóra. Gerðust þá þau tíðindi þeg-
ar við hossuðumst sem mest nið-
ur að vatninu eftir margra tíma
akstur, að ég tók víst að umla upp
úr svefni: „Hæ Stína stuð, halló“
eitthvað … og brá þá Elín við og
sagði: „Guð minn góður, er hann
Árni kominn með kærustu? Hver
er þessi Stína stuð?“ Og hvað við
gátum nú hlegið að þessu öll ár
síðan, þessu upphafi Stuðmanna-
sumarsins fræga! Loks vil ég
minnast ógleymanlegra ferða í
Selárdal á Ströndum. Allar eru
þessar ferðir og aðrar samveru-
stundir með Elínu og hennar fólki
ómetanlegur sjóður minninga.
Þegar ég kom heim úr sér-
fræðinámi haustið 1986 og varð
innlyksa á Akureyri um hríð fór
ég að heimsækja nokkuð reglu-
lega Guðjón, föður Elínar, en
hann var þá vistmaður á Krist-
neshæli. Í gegnum kynni okkar
Guðjóns urðum við Elín nánari,
ég held að henni hafi kannski þótt
svolítið vænt um ræktarsemi
mína við föður sinn.
Þau hjón dvöldu oft í sumarbú-
staðnum, sem kúrir við fallega
uppsprettulind í landi Hrauntúns
í Biskupstungum. „Þarna verpa
álftahjón ár eftir ár, alltaf sama
parið“ sagði Ella við mig eitt sinn,
og benti út á Hrauntúnstjörnina.
Álftahjón skilja aldrei, ekki fyrr
en dauðinn aðskilur. Og er þó fátt
um fyrirheit í upphafi hjúskapar,
ólíkt því sem tíðkast hjá okkur
mannfólki.
Ég votta Þórhalli, Birni æsku-
vini mínum og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð. Guð
blessi minningu Elínar Guðjóns-
dóttur, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Árni Þórðarson.
Elín Ósk
Guðjónsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín og móðir,
SÓLVEIG BJARNÞÓRSDÓTTIR,
Víðihvammi 30,
Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi föstudaginn 2. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Birgir Sigurðsson,
Nanna Lára Sigurjónsdóttir.
✝
Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, sonur og
tengdasonur,
STEINGRÍMUR JÓHANNESSON
frá Vestmannaeyjum,
Hæðargarði 42,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
fimmtudaginn 1. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. mars
kl. 13.00.
Jóna Dís Kristjánsdóttir,
Kristjana María Steingrímsdóttir,
Jóhanna Rún Steingrímsdóttir,
Geirrún Tómasdóttir,
María Gústafsdóttir, Kristján Birgisson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 111,
Kópavogi,
lést á heimili sínu mánudaginn 20. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þórhallur Þrastar Jónsson,
Sólveig Þórhallsdóttir, Lárus Einarsson,
Björn Þrastar Þórhallsson, Heiðrún Hákonardóttir,
Ella Þórhallsdóttir, Pjetur G. Hjaltason,
Sigríður Þórhallsdóttir, Guðbjörn Samsonarson,
Páll Guðjón Þórhallsson, Ásdís Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.