Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 Rétt tæp 34% þeirra sem tóku af- stöðu í nýrri könnun Capacent Gall- up um forsetaefni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. Rúm 66%, eða nærri tveir af hverjum þremur, vilja að nýr forseti verði valinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá hópnum Betri valkost á Bessastaði. Þrjár konur voru oftast nefndar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi for- seta. Þetta eru þær Þóra Arnórs- dóttir, Elín Hirst og Salvör Nordal. Næstir á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Alls völdu 30,3% þeirra sem nefndu a.m.k. einn valkost í könn- uninni Þóru sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val, en 41,5% þeirra völdu Ólaf í eitthvert sæti. Þá völdu rúm- lega 22% Elínu Hirst og tæplega 19% Salvöru Nordal sem sitt fyrsta til þriðja val. Aðrir sem spurt var um í könnuninni voru valdir í eitthvert sæti af um 17% eða færri. Fjöldi frambjóðenda ræður „Samkvæmt þessu virðist fjöldi frambjóðenda geta ráðið mestu um það hvort núverandi forseti haldi velli eða ekki. Þá vekur það athygli að 83% af þeim sem svöruðu tóku af- stöðu,“ segir í fréttatilkynningu. Svarhlutfall var 62,8% og úrtaks- stærð 1.346 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 15.-23. mars 2012. 66% vilja nýjan forseta  34% vilja að Ólaf- ur Ragnar sitji áfram Morgunblaðið/Ómar Valkostir Þrjár konur voru oftast nefndar í könnuninni. Íslandsmeistaramót Sleða- hundaklúbbs Íslands var haldið á laugardaginn. Mótið átti að fara fram á Mývatni en var flutt vegna góðs veðurs upp á Leir- hnjúka fyrir ofan Kröfluvirkjun. Fenginn var snjótroðari til að troða braut fyrir keppnina. Ann- ars vegar var keppt í sleða- drætti en líka er keppt í því sem sleðahundafólkið kallar „skijör- ing“, þ.e. maður og hundur fara brautina saman, maðurinn á skíðum og hundurinn í taumi fyrir framan hann eins og sést á myndinni. Skíði og sleðadráttur Morgunblaðið/Birkir Fanndal Keppendur Hér má sjá nokkra keppendur nálgast markið í annarri af tveimur keppnisgreinum. Vélsleðamaður fór niður um ís á Svínavatni á Húnavöllum sl. laug- ardag. Björgunarsveitirnar Blanda á Blönduósi og Strönd á Skaga- strönd voru kallaðar út en betur fór en á horfðist og náði maðurinn í land. Voru björgunarsveitirnar aft- urkallaðar um 15 mínútum síðar. Þær fóru þó á staðinn til að reyna að ná sleðanum upp úr vatninu. Annar vélsleðamaður lenti í slysi á laugardaginn. Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út til að sækja vél- sleðamann sem meiðst hafði á baki við Hrauneyjalón. Maðurinn var fluttur af slysstað til móts við sjúkrabíl sem beið við Hrauneyjar. Þá voru björgunarsveitir einnig kallaðar út þennan sama dag til að aðstoða ferðamenn á biluðum og föstum bílum. Sækja þurfti fólk við Langjökul þar sem bíll þess hafði bilað. Þá var björgunarsveit kölluð út til aðstoðar vegna bíls sem fastur er við Hverfjall, samkvæmt upplýs- ingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Niður um ís á vélsleða á Svínavatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.