Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 – fyrst og fre mst ódýr! 1198kr.tvennan Aðeins Coke, Coke Light eða Coke Zero , velur þér Freyju Rísegg nr. 4 eða Nóa Perluegg nr. 4! Þú kaupir 4x2 lítra af Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hafinn er undirbúningur að því að breyta DC-3 flugvélinni Páli Sveins- syni í farþegavél en Þristavinafélag- ið sér um rekstur vélarinnar sem var um árabil notuð til farþegaflugs hjá Flugfélagi Íslands og síðan til áburð- arflugs. Tómas Dagur Helgason, for- maður Þristavinafélagsins, upplýsti þetta á norrænum fundi þristavina- félaga í Kaupmannahöfn um helgina. Tómas Dagur segir að lengi hafi verið áhugi á því hjá félaginu að breyta vélinni í farþegavél sem myndi auka notagildið og hjálpa til við reksturinn. Núna er málum þannig háttað að nauðsynlegt er að fá styrktaraðila fyrir hvert flug. Fjarlægja þarf áburðartankinn úr vélinni og fá innréttingu og sæti í farþegarýmið og er nú verið að und- irbúa hina tæknilegu hlið breyting- anna eftir því sem reglur kveða á um. Eftir að þeirri vinnu er lokið verður sótt um leyfi til Flugmála- stjórnar. Nokkurra ára gömul kostn- aðaráætlun hljóðar upp á 30 millj- ónir króna en hún er trúlega enn hærri í dag. Á fundinum í Kaupmannahöfn var rætt um ýmis sameiginleg málefni er varða rekstur slíkra véla bæði fjár- hagsleg sem tæknileg. „Við höfum verið að bera saman bækur okkar og hittast reglulega frá 2006. Við hjálp- um hver öðrum eins og við getum með vandamál sem koma upp,“ segir Tómas Dagur. Á fundinum í Kaupmannahöfn kom fram að norrænu félögin reka öll sínar vélar sem farþegavélar og afla tekna til rekstrarins með því að bjóða útsýnisflug. Það sama væri hægt að gera hér á landi. Þekkingin er að hverfa Sameiginlegt vandamál með öllum félögunum er að sífellt fækkar þeim flugvirkjum og flugmönnum sem hafa full réttindi til viðhalds vélarinn- ar og til að fljúga henni og oft hvílir sá hluti starfsemi félaganna á örfáum mönnum. „Helsta ógnin okkar í dag er að þekkingin er að hverfa. Við höf- um verið að hjálpa Dönunum og það stendur til að það komi danskur flug- maður hingað með vorinu í þjálfun,“ segir Tómas Dagur, sem sjálfur hef- ur réttindi til að fljúga vélinni. Hann er flugmaður hjá Icelandair og flýgur jafnan á 757-vélum en tilfinningin við að fljúga Þristinum er allt önnur. Hann segir að á Þristinum sé hægt að upplifa flugið eins og það var í ár- daga, þegar áætlunarflug var að komast í gang hjá Flugfélagi Íslands. Tækin eru þau sömu nema búið er að bæta við einu GPS. Að sama skapi er það ekki bara útsýnið sem fólk sæk- ist eftir í flugi með Þristinum heldur er það tilfinningin við að vera um borð í svona vél, hljóðið og meira að segja lyktin er allt önnur, útskýrir Tómas Dagur. Þristurinn hef- ur aðdráttarafl Breytingar Þristurinn hefur undanfarin ár verið notaður á flugsýningum og í kynningarskyni, m.a. í tengslum við afmæli aðalstyrktaraðilans Icelandair.  Fyrirhugað að breyta Páli Sveinssyni í farþegavél  Eykur notagildið Ungi maðurinn sem lést í um- ferðarslysi á Hrútafjarðarhálsi síðastliðinn föstudag hét Knút- ur Trausti Hjálmarsson. Knútur fæddist 19. febrúar 1988 og var búsettur í Reykja- vík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Er þetta fyrsta bana- slysið í umferðinni í ár. Lést í um- ferðarslysi „Víðar er illa farið með dýr árið 2012 en í kringum Selfoss. Víðar en við hringveginn eru hross á útigangi, skjóllaus eða skjóllítil og stöku sinn- um einnig fóðurlítil,“ segir Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýra- læknir, í grein á vef Fréttablaðs Suð- urlands í gær. Hann lýsir áhyggjum sínum af ástandi víða og hvetur til þess að bú- fjáreigendur komi upp skjóli í öllum hólfum þar sem hross og nautgripir eru á útigangi. Sigurður segir að sjaldnast vanti lagaheimildir til að koma á úrbótum, en frekar vanti vilja, rétt, öguð og hiklaus vinnu- brögð og bein í nefið á eftirlitsaðilum og dómurum. Hann segir sveitar- stjórnir oft ráð- villtar. „Málin taka allt of langan tíma. Réttur eig- enda til að ráða yfir sínum dýrum og græða á þeim er oft metinn hærri af dómur- um en réttur dýr- anna til fóðurs og vatns, lífs og heilsu.“ Hann segir að sektir séu of lágar og að þær séu jafnvel felldar niður. „Það ætti að vera leyfisskylt til eins árs í senn að hafa búfé og auð- veldara þyrfti að vera en nú að svipta þá leyfinu sem bregðast.“ ipg@mbl.is Gagnrýnir við- brögð við slæmri meðferð dýra  Vill að dýrahald verði leyfisskylt  Segir skorta vilja hjá eftirlitsaðilum Sigurður Sigurðarson Stærðarinnar búrhval rak á land á Snæfellsnesi, í fjörunni við Klofn- ingsrétt í Beruvík. Hvalurinn er 12- 15 metrar á lengd og er afar heil- legur og ekkert byrjaður að rotna. Gott aðgengi er að búrhvalnum í Beruvík og lögðu nokkrir leið sína þangað til að skoða hann í gær. „Þetta er alveg ótrúleg sjón, ekki síst fyrir marga hverja sem aldrei hafa séð hval,“ sagði Skúli Alexand- ersson íbúi á Hellissandi. Þegar hvalreki verður kemur til kasta Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands sem og lögreglu að bregðast við. Að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræð- ings hjá Hafrannsóknastofnun, má gera ráð fyrir því að stofnunin sendi mann á staðinn til að rannsaka hval- inn í dag. Allur gangur er svo á því hvort hvalir eru fjarlægðir eða þeim leyft að liggja og eyðast af sjálfu sér og er það oftast undir sveitarfélaginu komið. „Þetta er oft dálítið vesen að flytja svona,“ segir Gísli enda getur fullvaxinn búrhvalur orðið hátt í 60 tonn að þyngd. „Ef þeir eru til ama, til dæmis mjög nálægt byggð og ef það er lýsisbrák af þeim eða annað, þá eru þeir ýmist togaðir út á sjó aft- ur og reynt að sökkva þeim þar eða þeir eru urðaðir.“ Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Hvalreki Um 10-15 hvalrekar sem vitað er af verða árlega við Ísland en þessi búrhvalur er 12-15 metrar á lengd. Hvalreki á Snæfellsnesi  Stærðarinnar búrhval rak á land í fjörunni við Klofnings- rétt í Beruvík  Mögulega fluttur út á sjó eða urðaður Hátt uppi Hvalurinn er hátt uppi í fjörunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.