Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 VICTORINOX VASAHNÍFAR Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Verð frá 1.720 kr. Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Að axla ábyrgð hlægi- legt er hér á Fróni, hafirðu stolið, svindl- að, svikið sóminn eflist fyrir vik- ið. Í fyrri grein fjallaði ég um hvernig þetta dvergþjóðfélag með Sjálfstæðisflokkinn í aðalhlutverki hefði allt fram yfir 1990 verið að sökkva dýpra og dýpra í spillingarfenið og vitnaði því til staðfestingar í orð Styrmis Gunnarssonar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt.“ Nú hlýtur að vakna sú spurning hvers vegna ritstjórinn þagði þunnu hljóði, verandi í kjöraðstöðu til þess að vekja alþjóðarathygli á því sem miður fór! Svarið getur varla verið neitt annað, en að á Davíðs-tímabilinu hafi Styrmir ver- ið kúgaður af flokkshagsmunagæsl- unni sem til einföldunar kallast oft „bláa höndin“. Hér er ekki svigrúm til að gera Davíð verðug skil en til marks um ógnvænleg áhrif hans á jafnvel harðpólitíska andstæðinga er, að hann er eini stjórnmálamað- urinn sem mig hefur dreymt og það margoft. Þar fer vel á með okkur. Hann hefur gist og staðið sig vel í smalamennskum og skít- verkum. Frjálshyggjan tekur völdin Fyrir og um alda- mótin verða marghátt- aðar breytingar hjá Sjálfstæðisflokknum. Það kemur ekki bara nýr og sterkur leiðtogi til sögunnar heldur er gamla kjörorðið „ger rétt, þol ei órétt“ af lagt og nýr fálki tek- inn upp, sem er með þeim ósköpum gerður að hann getur ekki annað en dritað í stélfjaðrirnar, sem virðist líka hafa verið mjög táknrænt upp á framtíðina. Flokkurinn einkavæddi Póst og síma, sem breyttist við það úr þjónustustofnun í gróðafyr- irtæki. Bankarnir voru síðan gefnir vildarvinum og inn í þá streymdu herskarar vatnsgreiddra og áhættusækinna piltbarna nýfrjáls- hyggjunnar, uppaldir og upp- fræddir í Heimdalli og Vöku. Þeim var síðan með bónusgreiðslum sig- að á almenning með alkunnum af- leiðingum. Hlutabréf voru það sem gefa átti lífinu gildi, allt aðhald og eftirlit með fjármálastofnunum var skorið niður því markaðsguðinn átti ekki að vera í neinum vandræðum með að rétta sig af sjálfur. Útrás- arvíkingar spruttu upp eins og kan- ínur úr hatti töframanns. Sam- kvæmt skilgreiningum Hannesar Hólmsteins var sjálfstæðismaður sá sem græddi á daginn og grillaði á kvöldin. Viðhorf samstjórnar íhalds og framsóknar til öryrkja og ann- arra minnimáttar endurspeglast vel í þessari samtímavísu Aðalsteins L. Valdimarssonar, bónda á Strand- seljum hér við Djúp: Allir þeir sem eiga bágt, ef að finnast slíkir, gæti þess að gráta lágt því góðæri hér ríkir. Siðblindir sækja í völd Í afar athyglisverðu viðtali í Morgunblaðinu 21. janúar síðastlið- inn við merkan bandarískan lög- reglumann og afbrotafræðing greinir hann frá því að samkvæmt víðtækum rannsóknum sæki sið- blindir í völd og hjá yfirmönnum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og fólki í áhrifastöðum greinist sið- blinda 4% miðað við 1% í samfélag- inu, valdastöður næri egóið, valda- þörfina og græðgina. Við þennan lestur rifjaðist upp fyrir mér þegar Ólafur Ragnar brá sér af bæ og handhafar forsetavalds notuðu tækifærið og veittu uppreisn æru iðrunarlausum tugthúslim svo hann gæti aftur orðið gjaldgengur til að safna til flokksins atkvæðum minn- is- og siðferðissljórra Vest- mannaeyinga og Sunnlendinga. Einnig gríðarlegar eftirlaunahækk- anir ráðherra, þingmanna og kerf- ispótentáta. Það var heldur ekki að furða að hún móðir mín, sú eldheita framsóknarkona, sneri baki við flokknum þegar Halldór og Finnur hófust þar til valda. Væri ekki ráð fyrir heiðarlega og virðingarvanda sjálfstæðismenn að skyggnast um þingflokksbekkina fyrir næsta próf- kjör til að kanna hvort þar leynd- ust nokkuð kúlulánakóngar eða -drottningar, mútuþegar, fingra- langir, innherjar eða óheppnir fjár- málagerningamenn? Glórunni glatað Eftir Indriða Að- alsteinsson Indriði Aðalsteinsson » Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna ritstjórinn þagði þunnu hljóði, verandi í kjöraðstöðu til þess að vekja alþjóðarathygli á því sem miður fór! Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. Þegar eldri borg- arar í Hafnarfirði héldu aðalfund sinn 22. mars síðastliðinn kom fram svo ekki varð um villst að eldri borgarar eru langt í frá ánægðir með hvernig farið hefur með kjör þeirra á liðnum ár- um. Á þessum aðalfundi var sam- þykkt að krefjast þess að stjórn- völd standi vörð um kjör eldri borgara. Það er gjörsamlega óþol- andi að yfirvöld noti ávallt tilskip- unarvald í skatta- og kjaramálum aldraðra án nokkura skýringa eða samræðu við hópinn. Aðalfund- urinn gerir eftirfarandi kröfur og mótmælir skerðingum en hvetur um leið til samræðu ríkis og sveit- arfélaga við eldri borgara um skipun kjaramála aldraðra til framtíðar. Á aðalfundinum var mótmælt harðlega þeirri miklu kjaraskerð- ingu sem framkvæmd var 1. júlí 2009, sem var óskiljanleg aðför að kjörum eldri borgara. Sumir segja framkvæmd í skjóli myrkurs, alla- vega framkvæmd með fyrirdregin gluggatjöld. Einnig fordæmum við allar þær hækkanir sem orðið hafa á fram- færslu og rekstri heimila. Má t.d. benda á stórhækkun á bensíni undanfarnar vikur sem kemur að sjálfsögðu illa við eldri borgara, ekki síst. Við krefjumst þess að fjár- magnstekjuskattur af sparifé eldri borgara verði aðeins innheimtur af sparifé umfram 5 milljónir króna, ef einhverjir skyldu eiga slíkt í dag? Þjónusta við eldri borgara sem búa á heimilum sínum verði aukin og bætt. Eldri borgarar vilja eiga raun- hæft val um hvernig og hvar þeir búa, og tekið sé mið af óskum og aðstæðum, ásamt þeirri þörf sem er fyr- ir þjónustu. Aukin heimilisþjónusta getur kkað stofnanakostnað um milljarða. Yfirvöld eru hvött til að inn- leiða í búsetumál og heimaþjónustu við eldri borgara þá hug- myndafræði er ríkt hefur um árabil í þjónustu og bú- setumálum fatlaðs fólks. Þá má benda á að dráttur sá er hefur orðið á framkvæmdum við hjúkrunarheimili á Völlunum í Hafnarfirði er með ólíkindum. Hvað veldur? Það er ofvaxið mínum skilningi allavega. Tekin var skóflustunga fyrir allmörgum mánuðum með yf- irvöldum í Hafnarfirði og ráð- herra, síðan ekki söguna meir. Er svona gaman að láta taka af sér myndir, kemur ef til vill önnur mynd er framkvæmdir fara virki- lega í gang? Hvenær sem það nú verður. Það styttist í kosningar og eins gott að eitthvað raunhæft og já- kvætt fari að ske í málefnum eldri borgara hvar sem er á landi voru. Við erum allavega með kosninga- rétt, það skulu menn hafa í huga. Með ósk um bjartari tíma með hækkandi sól. Jón Kr. Óskarsson, formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði Eldri borgarar eru virkt afl í þjóðfélaginu Eftir Jón Kr. Óskarsson Jón Kr. Óskarsson »Eldri borgarar: Er atkvæði þeirra bara nauðsynlegt í kosn- ingum og gleymt eftir kosningar? Höfundur er formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.