Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Lykillinn að ánægjulegu lífi er góð heilsa. Það veit JónínaBenediktsdóttir, forstjóri Nordich Health, vel enda snýst lífhennar fyrst og fremst um að njóta lífsins með uppbyggingu
heilsunnar í fyrirrúmi. „Lífið leikur við mig,“ segir afmælisbarn
dagsins en Jónína Ben er 55 ára í dag. Hún má samt ekki vera að því
að halda sérstaklega upp á það heima með börnum og barnabörnum
fyrr en á morgun því vinnan hefur forgang í dag og í kvöld.
Jónína segir að líf sitt sé í frekar föstum skorðum. Eftir að eigin-
maðurinn Gunnar Þorsteinsson hefur fært henni kaffi í rúmið og
lesið leiðara Moggans upphátt fyrir þau bæði fer hún í Vesturbæj-
arsundlaugina skömmu fyrir hádegi. „Þar hitti ég skemmtilegt fólk
og stunda mín heitu og köldu böð,“ segir íþróttafrömuðurinn. Í há-
deginu segist hún reyna að fara á einhvern heilsuveitingastað og
borða eitthvað hollt og gott. „Besti maturinn finnst mér vera á
Kryddlegnum hjörtum,“ heldur matgæðingurinn áfram.
Fyrir skömmu sendi Jónína frá sér vinnubókina Í form á 40 dög-
um en að undanförnu hefur hún fylgt verkefninu eftir með fundum
víða um land og verður á Akranesi í kvöld. Áður stendur til að Nor-
dic Health opni fjölbreytta heimasíðu, nokkurs konar sjónvarpsstöð
með heilsutengdu efni. „Þarna verður umfjöllun um heilsu allan lið-
langan sólarhringinn,“ segir jákvæða konan síunga. steinthor@mbl.is
Jónína Benediktsdóttir er 55 ára í dag
Ljósmynd/Ragnhildur Scheving
Framtakskona Jónína Ben lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna.
Lífið leikur við
heilsufrömuðinn
Á
gúst Geir Ágústsson
fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Breið-
holtinu, fyrst í Fella-
hverfinu og síðan í
Seljahverfi.
Hinn gullni meðalvegur
Ágúst dvaldi í sveit á sumrin á
unglingsárunum frá því hann var
fjórtán ára og þar til hann varð
sextán ára. Hann var þá á bænum
Prestbakka í Vestur-Skaftafells-
sýslu, hjá góðu fólki sem hann hef-
ur alla tíð metið mikils. Bóndinn
þar á bæ, Jón Jónsson, eða Jonni,
eins og Ágúst kallar hann jafnan,
hafði umtalsverð og mótandi áhrif
á unglinginn úr Breiðholtinu með
almennum viðhorfum sínum til lífs-
ins og tilverunnar. Má þar m.a.
nefna það viðhorf Jonna, sem hann
áminnti Ágúst oft um, að hinn
Ágúst Geir Ágústsson 40 ára
Samrýnt par Ágúst ásamt konu sinni, Ingibjörgu Kristínu Eiríksdóttur hjúkrunarfræðingi.
Lífið er langhlaup
Hlauparinn Ágúst Geir er meðlimur í skokkhópnum Valur Skokk og hefur
m.a. hlaupið maraþon og Laugavegshlaupið og stefnir nú á að taka þátt í
Amsterdam-maraþoninu í haust.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
40 ára Víkingur Kristjánsson leikari fæddist í Neskaupstað,
ólst upp á Eskifirði fyrstu tvö árin, síðan á Ísafirði og loks í
Ármúla við Ísafjarðardjúp en flutti í Hafnarfjörð er hann var
sextán ára. Hann var í Barnaskólanum og Héraðsskólanum í
Reykjanesi við Djúp, lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1992
og BA-prófi í íslensku frá HÍ. Hann starfaði síðan við Orðabók
HÍ í eitt ár og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 2001.
Víkingur var einn af stofnendum leiklistarhópsins Vest-
urports, 2001, og hefur starfað með þeim síðan. Hann hefur
leikið í flestum stórum uppfærslum Vesturports, hefur leikið
í kvikmyndunum Foreldrar, Sveitabrúðkaup og Brim, og í sjónvarpsþáttunum
Réttur sem sýndir voru á Stöð 2.
Fjölskylda Börn Víkings eru Tómas, f. 4.7. 1993, nemi; Stefanía Arna, f. 9.4.
2000; Baldur Hrafn, f. 3.6. 2010.
Systkini Víkings eru Sigurður, f. 1962, sjómaður; Sigurborg, f. 1963, leik-
skólastjóri; Heiðar Birnir, 1969, starfsmaður hjá VÍS; Hlynur, f. 1974, smiður; Júl-
ía Hrönn , f. 1976, grafískur hönnuður.
Foreldrar Víkings: Kristján Sigurðsson, f. 2.3. 1937, lést í flugslysi 5.4. 1986,
kaupmaður á Ísafirði og bóndi í Ármúla, og Gerður Kristinsdóttir, f. 3.5. 1941,
húsmóðir.
Víkingur Kristjánsson
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur
hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar
verður einnig sagt frá öðrum merkum við-
burðum í lífi fólks, svo sem hjónaböndum,
barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af
nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum
fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn
mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta á net-
fangið islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is
Fastus til framtíðar
Bjóðum öflugar og endingargóðar
vélar frá Electrolux og Primus.
Hafðu samband við söluráðgjafa
okkar og við aðstoðum þig við að
finna hagkvæmustu lausnina.
ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR,
STRAU- OG BROTVÉLAR