Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Fylgstu með í MBL sjónvarpi
alla mánudaga
Marta María ræðir við
einstaklinga sem glímt hafa við
offitu og haft betur í baráttunni.
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
www.falkinn.is
Það borgar sig að nota það besta!
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Það er ekki að ástæðulausu að stjórnvöld
á mörgum stöðum í heiminum reyna mark-
visst að laða að og styðja við tískugeirann.
Ekki aðeins geta tískufyrirtæki skilað um-
talsverðum tekjum heldur hefur starfsemi
þeirra virðisskapandi áhrif víða um sam-
félagið,“ segir Salman Khokar þegar hann
er spurður um mikilvægi tískuiðnaðarins.
„Hönnuður rissar upp flíkurnar, graf-
ískur hönnuður skapar vörumerkið,
saumafólk setur fatnaðinn saman, vefhönn-
uðir skapa vefsíðurnar, auglýsingastofur
skipuleggja auglýsingaherferðir og við-
burðastjórnendur halda utan um tískusýn-
ingarnar sem aftur kalla á fyrirsætur,
tæknimenn, förðunardömur og svona má
lengi telja. Allt þetta á sér stað áður en var-
an er svo mikið sem komin í verslanir.“
Salman mun stýra pallborðsumræðum á
Reykjavík Fashion Festival næstkomandi
laugardag. Salman, sem á að baki 20 ára
feril í tískuiðnaðinum, á og rekur ráð-
gjafarfyrirtækið Koka Consulting. Fyrir-
tækið hefur aðsetur í New York og sérhæf-
ir sig í stjórnunarráðgjöf fyrir ung og
vaxandi tískufyrirtæki.
Hluti af sjálfsmynd þjóðar
Auk þess að geta skapað góðar tekjur og
fjölda starfa segir Salman að tískuiðnaður-
inn spili oft mikilvægt hlutverk í ímynd
borga og þjóða. „Tískuiðnaðurinn í New
York er nátengdur persónuleika, menn-
ingu og aðdráttarafli borgarinnar rétt eins
og klæðskerarnir á Jermyn Street í Lond-
on, eða Giorgio Armani á Ítalíu. Það eru
listrænu greinarnar sem móta ásýnd þjóða
út á við og inn á við: rithöfundar, tónlist-
armenn, listmálarar – en af listrænu grein-
unum er tískuiðnaðurinn sá sem hefur
hvað mesta burði til að skapa tekjur og
störf.“
Salman segir að íslenskir fatahönnuðir
hafi þannig margt fram að færa, ekki bara
til að styrkja efnahag þjóðarinnar heldur
líka byggja upp ímynd landsins eftir
skakkaföll síðustu ára.
Hann segir ýmislegt hægt að gera til að
skapa umhverfi sem örvar vöxt þessa
geira, hvort sem stjórnvöld beina styrkjum
til hönnuða, bjóða upp á gott og ódýrt rými
til að opna skammtímaverslanir eða reynt
sé eins og frekast er unnt að ryðja úr vegi
hindrunum á inn- og útflutningi.
„En allt veltur samt á einstaklingunum.
Bæði þurfa íslenskir hönnuðir að skilja
hvað markaðurinn kallar á og krefst, og
svo þurfa hönnuðirnir líka að standa saman
og muna að samkeppnin á alþjóðamark-
aðinum er ekki við aðra íslenska hönnuði
heldur merkin sem seld eru í Harrods,
Harvey Nichols og Galeries Lafayette.“
Kjöraðstæður fyrir fjárfesta
Fjárfestar ættu líka að gefa tískunni
gaum. „Tískufyrirtæki getur verið mjög
góð fjárfesting, svo lengi sem fjárfestirinn
skilur að um skapandi geira er að ræða og
að búast má við að taki þetta 18-36 mánuði
að koma út á sléttu. Íslensk tískufyrirtæki
sýnist mér vera á því þroskastigi að geta
notið mjög góðs af svokölluðum „engla-
fjárfestum“ (e. angel investor). Það þarf
ekki að leggja fram nema 100.000 til
250.000 dali til að ná fótfestu á erlendum
mörkuðum, t.d. hjá einhverju hinna land-
anna á Norðurlöndum, og skila í kringum
hálfri milljón dala í sölu.“
Salman segir íslenska hönnuði líka
myndu hafa gott af að taka saman höndum
og koma sér, í sameiningu, vel á framfæri á
stöðum eins og New York eða London. „Ég
er þá ekki endilega að tala um dýrar og
íburðarmiklar tískusýningar, heldur hag-
kvæma og úthugsaða viðburði í samstarfi
við hæfa aðila, með það fyrir augum að
fanga athygli fjölmiðla og tískuverslana.
Með þessu myndu hönnuðirnir fá sýnileik-
ann og traustið til að taka næstu skref út á
erlenda markaði.“
Tíska getur verið góð fjárfesting
Tækifæri Salman Khokar segir að nokkuð hófleg fjárfesting ætti að duga til að skapa íslenskum hönnuðum og fyrirtækjum þeirra fótfestu á erlend-
um markaði. Fjárfestar verði þó að skilja geirann vel og sýna þolinmæði. Hönnuðir eigi líka að vinna saman við að koma íslenskri hönnun á framfæri.
Segir tískugeirann geta eflt bæði efnahag og ímynd Íslands Íslensk tískufyrirtæki mörg kjörin
fyrir „engla-fjárfesta“ Hönnuðir ættu að taka höndum saman til að koma sér á framfæri í útlöndum
Tískuiðnaðurinn vill oft mæta afgangi í umræðu um
atvinnulífið. Þegar hagtölur eru skoðaðar sést hins
vegar glögglega að tískan er mikils virði. Þannig
sýna mælingar Hagstofunnar að um 5,7% af út-
gjöldum heimilanna fara í kaup á fötum og skóm.
„Þegar allt er talið hefur tískugeirinn algjöra sér-
stöðu borið saman við aðra geira sem framleiða
vöru sem ekki er beinlínis lífsnauðsynleg. Þar er
tískan alveg í sérflokki,“ segir Salman.
Fyrir miðstöðvar tískuheimsins eru efnahagslegu
áhrifin enn greinilegri. „Bara í New York-borg er
áætlað að tískuiðnaðurinn velti um 30 milljörðum
dala og sést mikilvægi þessa geira m.a. í því að
borgarstjórinn leggur sig fram við að styðja við
tískuheiminn.“
Hvers virði er tískan?
MYNDAR STÓRAN HLUTA AF HAGKERFINU
Áhugasamir geta skráð sig í pallborðs-
umræður Reykjavík Fashion Festival á
slóðinni rff.is/schedule.
Ráðgjafarfyrirtæki Salmans Khokar er
á vefnum á www.kokaconsulting.com
Google fékk á dögunum einkaleyfi á tækni sem tengir auglýsingar við um-
hverfisaðstæður notenda raftækja. PCWorld greinir frá því að með
tækninni geti t.d. skynjarar á farsíma gefið Google skilaboð um hvort not-
andinn er í kulda eða hita. Eins og auglýsendur geta núna tengt auglýs-
ingar við tiltekin leitarorð í leitarvélum þá gæti auglýsandi tengt auglýs-
ingar sínar við tilteknar umhverfisaðstæður.
Á nýja tæknin líka að geta greint hljóðin sem heyrast í bakgrunninum
þegar talað er í eða við símann. Kerfið nemur t.d. hvort hávaðinn er frá
íþróttaleik eða tónleikum, áætlar áhugasvið notandans út frá því og beinir
til hans auglýsingum í samræmi. ai@mbl.is
Umhverfið ræður auglýsingunni