Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 26. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Lést í umferðarslysi
2. Getur ekki lýst léttinum með orðum
3. Manns leitað í Reykjavíkurhöfn
4. „Það sem ég hefði viljað vita“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
10 ráð til að hætta að drepa fólk og
byrja að vaska upp (The Hitman’s
Guide to Housecleaning) eftir Hall-
grím Helgason er í áttunda sæti yfir
þær bækur sem seljast best í Kindle-
útgáfu á vef Amazon.com.
Bók Hallgríms í
8. sæti á Amazon
Póstlistarsýn-
ingin „Saint-
Lunaire-
Reykjavík: Bréf
frá Bretaníu“
verður opnuð á
miðvikudaginn
kemur kl. 17-19 í
Alliance française
í Reykjavík. Sýnd
verða listilega skreytt umslög bréfa
sem Marie Schimpf, sem býr í Saint-
Lunaire á Bretaníuskaga, sendi vin-
konu sinni í Reykjavík, Valérie Anne.
Frönsk póstlistar-
sýning opnuð
Útskriftartónleikaröð Listaháskóla
Íslands hefst formlega í Neskirkju
klukkan 20.00 á fimmtudaginn kem-
ur með tónleikum Halldórs Smára-
sonar sem útskrifast í
vor með BA-gráðu í
tónsmíðum. Alls
halda 23 nem-
endur tónlistar-
deildar skólans
útskriftartónleika í
vor. Tónleikarnir
verða alls
tuttugu.
Útskriftartónleikaröð
LHÍ að hefjast
Á þriðjudag Suðvestan 8-13 m/s. Léttskýjað á Norðaustur- og
Austurlandi, annars skúrir eða slydduél. Hiti 3-12 stig, hlýjast eystra.
Á miðvikudag Vestlæg átt, milt veður. Súld eða rigning með köflum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvessir í dag, sunnan 13-18 m/s síðdegis og
víða 18-23 m/s á Vestur- og Norðvesturlandi undir kvöld. Úrkomulít-
ið norðaustanlands, annars rigning eða súld. Hiti 7 til 17 stig.
VEÐUR
Kvennalandsliðið í hand-
knattleik heldur enn í vonina
um að komast í úrslitakeppni
Evrópumótsins. Íslenska lið-
ið sýndi flotta takta í leikn-
um gegn Svisslendingum í
Vodafone-höllinni í gær og
vann stórsigur, 31:16. Til
þess að komast í úr-
slitakeppnina þurfa Íslend-
ingar að vinna Spán á heima-
velli og Úkraínu á útivelli en
Úkraína vann í gær óvæntan
sigur á Spáni. »4-5
Enn er von að
komast á EM
Strákarnir í U17 ára landsliðinu í
knattspyrnu náðu þeim frábæra ár-
angri að vinna sér sæti í úrslita-
keppni Evrópumótsins sem haldin
verður í Slóveníu í sumar með því að
vinna 4:0 sigur á
Litháum í loka-
umferð í milli-
riðlinum í Skot-
landi í
gær. »
8
Farseðill í úrslitakeppni
Evrópumótsins
Lið SA Ásynja tryggði sér á laugar-
dagskvöldið Íslandmeistaratitilinn
í íshokkíi kvenna. Ásynjurnar tóku
á móti Birninum í þriðja úrslitaleik
liðanna og norðankonur fögnuðu
sigri og unnu þar með einvígið,
3:0. Systurnar Diljá Sif og Silvía
Rán Björgvinsdætur, sem eru 14
og 12 ára, fóru hreinlega á kostum
í leiknum. »3
Ásynjur hömpuðu Ís-
landsmeistaratitlinum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Okkur langaði til að gefa skólanum
flotta afmælisgjöf,“ segir Gunn-
heiður Kjartansdóttir sem ásamt
góðum hópi fólks heldur tónleika í
tilefni af 60 ára afmæli Myllubakka-
skóla í Keflavík. Fjölmargir fyrrver-
andi og núverandi nemendur taka
þátt í tónleikunum þar á meðal
nokkrir af þekktustu popp- og rokk-
tónlistarmönnum landsins.
„Er þetta ekki komið hjá okkur?“
sagði Magnús Kjartansson tónlist-
armaður í lok æfingar með kórum
nemenda sem nokkrir fyrrverandi
nemendur höfðu gengið til liðs við.
Lag hans, To Be Grateful, verður
lokalag tónleikanna. „Ég vildi að það
hefði verið svona sönghópur þegar
ég var í Barnaskóla Keflavíkur. Þá
var bara lúðrasveit og ég byrjaði í
henni níu ára,“ segir Magnús.
Myllubakkaskóli, áður Barnaskólinn
í Keflavík, rekur sögu sína aftur til
ársins 1897. Ný bygging skólans, við
Sólvallagötu, var formlega tekin í
notkun fyrir sextíu árum.
„Þetta er frábær skóli. Hér hófust
kynni við alla mína bestu vini,“ segir
Atli Sigurður Kristjánsson, mark-
aðsfulltrúi hjá Bláa lóninu og trúba-
dor. Hann hafði orð á því
þegar hann kom á æf-
inguna að lítið hefði
breyst í húsnæði skól-
ans frá því hann
útskrifaðist.
„Mér finnst
ofsalega gaman
að syngja,“
segir Lísbet
Helga Helga-
dóttir sem
syngur í kór
skólans. Hún er í söngnámi og lang-
ar að verða söngkona. Vegna und-
irbúnings tónleikanna hefur Lísbet
kynnst gömlum áhugaverðum lög-
um sem hún hefur ekki heyrt fyrr.
Þrjár konur sem unnið hafa að
söngleikjum nemenda standa fyrir
tónleikunum með fleirum. Við-
brögðin sem þær fengu þegar leitað
var til fyrrverandi nemenda voru af-
ar góð. „Allir þessir frægu lista-
menn sögðu strax já,“ segir Gunn-
heiður.
Margir þekktir listamenn voru í
skólanum og taka þátt í tónleik-
unum. Nægir að nefna einn af eldri
kynslóðinni og annan af þeirri yngri,
Gunnar Þórðarson og Valdimar
Guðmundsson.
„Ætli það sé ekki rétt að kenna
þeim um þetta sem á undan fóru.
Þeir ruddu brautina svo við vorum
ekki skammaðir fyrir að fara út á
hana,“ segir Magnús Kjartansson
þegar leitað er skýringa á stöðu
Keflavíkur í popptónlistinni. Hann
nefnir frægð Hljóma í því efni.
Afmælisgjöf til gamla skólans
Frægir popparar og nemendur
heiðra Myllubakkaskóla
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
To Be Grateful Nemendakór æfir lokalag tónleikanna með aðstoð höfundarins, Magnúsar Kjartanssonar. Fyrrverandi nemendur koma til liðs við núverandi.
Tónleikarnir „Gamli skólinn
minn“ verða haldnir í Andrews
Theater á Ásbrú sunnudaginn
1. apríl næstkomandi. Tvennir
tónleikar verða, þeir fyrri
klukkan 16 og seinni kl. 20.
Hagnaður af tónleikunum
rennur í Minn-
ingarsjóð Vil-
hjálms Ketils-
sonar sem var
skólastjóri
Myllu-
bakka-
skóla en
féll frá á
besta
aldri.
Sungið í And-
rews Theater
TVENNIR TÓNLEIKAR