Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 ✝ SkarphéðinnBjarnason klæðskeri fæddist í Reykjavík 30. maí 1925. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 13. mars 2012. Foreldrar hans voru Vestur- Skaftfellingar, Bjarni Bjarnason, f. 24. janúar 1891, d. 10. desember 1980. Pálína Bjarnadóttir, f. 2. nóvember 1895, d. 29. júlí 1985. Systkini hans Bjarni Sigurður Bjarnason Álftanesi. Skarphéðinn talaði alltaf um árin á Álftanesinu með mikilli hlýju. Árið 1940 flyst fjöl- skyldan að Sogamýrarbletti 20 í Sogamýri sem nú heitir Rauða- gerði 74 og þar bjó hann alla tíð eða á meðan heilsan leyfði. Fyrstu árin var hann vinnumað- ur hér í borg og í Fljótshlíðinni. Síðar nam hann klæðskeraiðn hjá Axel Andersen að Að- alstræti 16 og vann hjá honum í nokkur ár eftir að námi lauk. Einnig vann hann allmörg ár hjá Hreiðari Jónssyni klæðskera að Laugavegi 11 og Guðmundi klæðskera í Garðastræti. Eftir að Pálína móðir hans missti heilsuna gerði Skarphéðinn sér vinnustofu á loftinu í Rauða- gerðinu. Útför Skarphéðins fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 26. mars 2012, kl. 13. f. 23. desember 1920, d. 7. sept- ember 1997. Magn- úsína Bjarnadóttir f. 16. júní 1923. Skarphéðinn var ókvæntur og barn- laus. Fyrstu fimm ár ævinnar bjó fjöl- skyldan á Njálsgötu 29 í Reykjavík. Árið 1930 flyst fjöl- skyldan að Brekku á Álftanesi. Ári seinna flytjast þau að Svalbarða á Álftanesi. Skarphéðinn lauk barnaskóla- prófi frá Bjarnastaðarskóla á Elskulegur móðurbróðir okk- ar er látinn. Í augum okkur systra var hann flottastur, hár og myndar- legur, óaðfinnanlegur í klæða- burði og í glansandi pússuðum skóm. Það var alltaf tilhlökkun- arefni þegar Skarphéðinn átti að vera með okkur. Ógleymanlegar eru æskuminningar um vikurnar sem við áttum saman í sumarbú- stað foreldra okkar við Meðal- fellsvatn, þar sem hann töfraði fram frábæran mat og alltaf eitt- hvað gott að snarla á kvöldin. Ferðirnar í Nauthólsvík á góðum sumardögum, bíóferðir, mál- verkasýningar og að ógleymdum árvissum jólainnkaupum sem enduðu alltaf á Mokkakaffi þar sem hann bauð upp á heitt súkkulaði og rúnstykki. Á vet- urna voru svo skautaferðir á Reykjavíkurtjörn þar sem hann kenndi okkur á skauta, dró okk- ur um á löngum trefli og hrópaði: Varúð! hér koma skautadrottn- ingarnar. Ekki má gleyma klæð- skerasaumuðum öskudagspok- um sem voru svo flottir að við tímdum varla að hengja þá á nokkurn mann. Þannig gætum við haldið áfram að rifja upp ynd- islegar minningar sem tengjast honum og æsku okkar. Skarphéðinn var mikill fagur- keri, annálað snyrtimenni og hafði auga fyrir fallegum hlutum og list. Hann var mikill dýravin- ur og frábær kokkur sem var svo sannarlega á undan sinni samtíð í matargerð og lagði hann einnig mikið upp úr því hvernig mat- urinn var fram borinn. Hann hafði mikla ánægju af silungs- veiði og þótti mjög flinkur flugu- veiðimaður. Skarphéðinn var einn þekktasti veiðimaður við El- liðavatn til margra ára en þang- að fór hann með strætó mörg sumur upp að Rauðhólum og gekk þaðan inn að vatni, því aldr- ei lærði hann á bíl. Hann hnýtti einnig margar þekktar flugur og er ein þeirra, Tailorin, nefnd eft- ir honum. Skarphéðinn var hreinskiptinn maður, hnyttinn í svörum og hrókur alls fagnaðar í samkvæmum þótt í raun væri hann einfari og léti sig jafnan hverfa þegar veislan var í há- marki. Dýrmætar stundir áttum við einnig með honum á fullorð- insárum þar sem alltaf var gott að koma í Rauðagerðið og betra kaffi var ekki hægt að fá þar sem alltaf var hellt upp á á gamla mátann. Hann bjó í húsi ömmu okkar og afa alla tíð eða frá árinu 1940. Það var aðdáunarvert hvað hann hugsaði vel um foreldra sína, sérlega eftir að heilsu ömmu hrakaði og hún var komin á hjúkrunardeild í Hátúni. Þang- að heimsótti Skarphéðinn hana daglega í þau 7 ár sem hún dvaldi þar. Síðustu árin eftir að heilsu hans hrakaði þurfti hann á stuðningi okkar að halda og var allt gert til að hann héldi sinni reisn og sjálfstæði svo hann gæti verið sem lengst heima í Rauða- gerðinu þar sem hjarta hans sló. Síðustu mánuðina dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Mörk þar sem hann naut frábærar umönn- unar og hlýju. Við kveðjum góð- an frænda og þökkum honum samfylgdina. Við munum halda uppi minningu hans með „bravör og elegans“ eins og að hann sjálf- ur tók svo oft til orða. Þínar systurdætur. Sólrún og Heiða. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast Skarphéðins Bjarnasonar frænda míns sem er látinn á 87. aldursári. Hann var lífskúnstner og sögumaður mikill sem fór víða þegar hann tók flugið. Einna helst voru efnistökin frá hans yngri árum þegar hann eyddi tíma sínum í skemmtanahald með listaspírum borgarinnar. Einnig hafði hann ófáar veiðisög- ur að segja úr Elliðavatni en það var eitt af hans uppáhaldsvötn- um. Hann var líka sérfræðingur í fluguveiði og hnýtingum og gaf óspart ráð um hverjar þeirra virkuðu best. Það var alltaf notalegt að líta inn á heimili Skarphéðins og spjalla um fótbolta, veiði og myndlist sem hann hafði mikið dálæti á. Hann hafði sinn eigin húmor og reyndi oft að slá mig út af laginu sem oft á tíðum snerist í höndunum á honum og þá var mikið hlegið. Alveg þar til hann veiktist fylgdist hann vel með öllu og oft- ar en ekki gat hann sagt mér nýjustu fréttir. Síðastliðið ár var það orðin óskráð regla að koma til hans með Coke Light og app- elsínusúkkulaði og ef það klikk- aði var alltaf spurt: „Komstu ekki með kók?“ Minning hans verður mér ávallt nærri. Ragnar Norðfjörð og fjölskylda. Í dag kveðjum við Skarphéðin föðurbróður minn. Hann var í mínum huga sérstakur maður sem ég minnist með mikilli hlýju. Fyrstu minningar mínar um Skarphéðinn eru úr jólaboðunum hjá afa og ömmu í Sogamýrinni. Þau bjuggu í litla gula húsinu á horni Rauðagerðis. Litla húsinu, sem hafði sömu náttúru og fé- lagsheimilið í kvikmynd Stuð- manna „Með allt á hreinu“, það var lítið að utan en stórt að inn- an. Þegar stórfjölskyldan kom saman á jólum og afmælum var alltaf nóg pláss fyrir allan þenn- an fjölda. Þessar samkomur voru miklar veislur og þar kynntist maður ýmsum spennandi réttum, eins og t.d. laxi í majónesi, tartalett- um og „bóndadóttur með blæju“, svo fáeinir séu nefndir. Þarna voru líka stórir stampar af Mach- intoshi, sem við krakkarnir gæddum okkur ótæpilega á, við misjafnan fögnuð hinna eldri. Skarphéðinn var lífið og sálin í þessum samkvæmum. Hann eld- aði allan veislumatinn, enda frá- bær kokkur og hélt uppi stuðinu með skemmtisögum af kyndug- um karakterum og skondnum at- vikum úr daglega lífinu. Skarp- héðinn var fagurkeri og lagði því mikla áherslu á útlit réttanna og að allt væri fallega fram borið, þannig að við upplifðum veislu sem var bæði fyrir augu og bragðlauka. Skarphéðinn lærði klæðskera- iðn og starfaði við hana alla sína tíð. Hann var bæði vandvirkur og hraðvirkur, sem varð til þess að hann eignaðist fjölda „fasta kúnna“ sem skiptu við hann allan hans starfsferil. Skarphéðinn var mjög list- elskur, stundaði listsýningar, ræktaði vinskap við listamennina og safnaði málverkum. Það var alltaf spennandi að koma í heim- sókn og uppgötva ný málverk og nýjar myndir. Málverkin kallaði hann stundum „eftirlaunasjóðinn sinn“. Ein aðalástríða Skarphéðins var stangveiði. Hann fór fjöl- margar veiðiferðir með vinum og kunningjum. Oft tók hann mynd- ir í þessum veiðitúrum, og þá var allt tekið á „slides“. Þá nutum við þess, sem ekki fórum með, þegar sýningarvélin var dregin fram og veiðitúrinn rifjaður upp í máli og myndum. Þá var mikið hlegið að skemmtilegum atvikum og lýs- ingarnar oft svo lifandi að stund- um fannst okkur að við hefðum jafnvel verið með í ferðinni. Elliðavatn var þó sá staður sem Skarphéðinn sótti mest. Þangað fór hann helgi eftir helgi, sumar eftir sumar. Það fór held- ur ekki hjá því að hann þekkti vatnið eins og lófann á sér og alltaf kom hann með fisk úr þessu ferðum. Kannski lýsir hún Skarphéðni best sem veiðimanni tileinkunin sem Stefán Jónsson skráði í bók sína Roðskinnu: „Til geðprúða veiðimannsins sem gaf mér svörtu Zulu-fluguna við Elliða- vatn árið 1962 og ég gleymdi að spyrja að nafni.“ Síðustu árin heimsótti ég Skarphéðin reglulega og við ræddum saman um lífið og til- veruna. Þessar stundir eru mér ánægjulegar og verðmætar minningar og mig langar að ljúka með tilvitnun í Spámanninn eftir Kahlil Gibran: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Jón Bjarni Bjarnason. Skarphéðinn Bjarnason Elsku mamma, ég sakna þín svo mikið. Þú varst mamman sem gast gert allt, sama hvort það var að sauma föt á okkur systkinin eða skipta um dekk á bílnum. Alltaf á afmælinu mínu bakað- ir þú uppáhaldskökuna mína, sem pabbi er svo frábær að vera búinn að læra að gera alveg eins og þú. Gerður Kristín Karlsdóttir ✝ Gerður KristínKarlsdóttir fæddist í Neskaup- stað 16. október 1950. Gerður lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boða- þingi 5. mars 2012. Útför Gerðar fór fram frá Kópavogs- kirkju 14. mars 2012. Ég fékk draum minn uppfylltan þegar ég á brúð- kaupsdaginn minn gekk inn kirkjugólf- ið í brúðarkjólnum þínum með pabba mér við hlið og þú beiðst okkar innst í kirkjunni með bros á vör. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vaka yfir þér síðustu sólar- hringana þína hér hjá okkur. En nú ert þú búin að fá langþráða hvíld, þér líður vel og ert laus úr viðjum þíns erfiða sjúkdóms. Ég veit að vel var tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Eitt sem við áttum sameigin- legt var dálæti á íslenskri tónlist og kveð ég þig því móðir kær með ljóði sem okkur þótti báðum vænt um. Handan við hafdjúpin bláu, hugur minn dvelur hjá þér, ég vil að þú komir og kyssir kvíðann úr hjarta mér. Hvítu mávar, segið þið honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann, hvítu mávar, segið þið honum, að hann sé það allt, sem ég í brjósti ann. Þótt þú færir burt, ég hugsa enn sem áður, um okkar liðnu tíð, er ég þig fann. Hvítu mávar, segið þið honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann. (Björn B. Magnússon) Þín dóttir, Elsa Rannveig. Elsku mamma mín. Ég man svo vel eftir því þegar ég lét pabba fá umslag og bað hann að fara með það til þín í bílinn og átt- uð þið að opna það saman. Í um- slaginu voru sónarmyndir af Kristrúnu Lilju. Þú komst í vinn- una til mín og varst með tárin í augunum og knúsaðir mig fast því þú varst svo ánægð yfir þess- um fréttum. Það var svo æðislegt að horfa á þig halda á stelpunni okkar í fyrsta skiptið og þú gast varla lit- ið af henni. Mér finnst svo sárt að skottan mín skuli ekki fá að kynn- ast ömmu sinni betur því betri manneskju er varla hægt að finna. Þú varst svo góð við alla sem á vegi þínum urðu. Ég man að áður en þú varðst veik fannst þér gaman að vera úti í garði að sinna garðinum sem var eitt af áhugamálum þínum. Þú varst líka rosalega dugleg að sauma föt á okkur systkinin og prjóna. Ef það var eitthvað sem þú kunnir ekki þá lærðir þú það eins og ekk- ert væri. Ég mun aldrei gleyma þér elsku mamma mín. Ég vona svo innilega að þér líði vel núna. Ég elska þig mamma mín og ég á eftir að sakna þín alveg rosalega mikið. Þín dóttir, Guðrún Þórarna Sveinsdóttir. Einar bróðir hefði orðið 37 ára í dag. Við Einar vorum samfeðra og ólumst því ekki upp saman þar sem hann bjó hjá mömmu sinni mestalla sína æsku. For- eldrar okkar töluðust lítið við og hlutirnir æxluðust þannig að við þekktumst lítið í æsku. Hann kom þó af og til í heimsókn til okkar eða við til hans, þó meira eftir því sem hann varð eldri. Það var svo árið 2000, þegar ég var á 16. ári, að ég kynntist Ein- ari upp á nýtt. Upp frá því urð- um við bestu vinir og hittumst næstum alla daga eða spjölluðum í síma enda áttum við margt sameiginlegt. Einar var hress og skemmtilegur, hjartahlýr og með virkilega góðan húmor. Hann var gömul sál og skemmtilega sérvit- ur. Hann safnaði helgimyndum, englum og íkonum og svo var hann virkilega gott skáld og gaf út þrjár ljóðabækur. Við Einar vorum miklir félagar og gerðum mikið af því að elda saman, fara í bíó og horfa á dvd. Hann var bú- inn að glíma við matarfíkn í mörg ár sem olli því að hann var kominn langt yfir kjörþyngd. Ár- ið 2002 sótti hann um á Heilsu- hælinu í Hveragerði þar sem honum gekk vel og hann náði talsvert góðum árangri. Sá ár- angur varaði ekki lengi og á end- anum missti hann alla von um að geta orðið grannur aftur. Einar hafði kviðið fyrir dvölinni í Hveragerði þar sem hann var haldinn félagsfælni. Skömmu áð- ur en hann fór þangað hafði hon- um verið ávísað svefnlyfjum af lækni og í ótta sínum byrjaði Einar Már Kristjánsson ✝ Einar MárKristjánsson fæddist í Reykjavík 26. mars 1975. Hann lést á heimili sínu 16. september 2009. Útför Einars Más fór fram frá Foss- vogskapellu 29. september 2009. hann að taka meira af lyfinu en sagt var til um, því það sló á kvíðann og auðveld- aði honum sam- skipti við annað fólk. Upp frá því varð ekki aftur snú- ið og fljótlega eftir þetta ánetjaðist hann róandi lyfjum. Hann fór í meðferð árið 2004 og varð edrú í nokkra mánuði. Eftir það fór hann aldrei aftur í meðferð. Einar var ekki vanur að misnota verkjalyf en löngunin í eitthvað meira og sterkara hefur líklega sótt á hann. Hinn 16. september árið 2009 lést hann eftir að hafa tekið of stóran skammt af verkjatöflum. Það var mér gríð- arlegt áfall og örið á hjarta mínu mun aldrei hverfa. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Einari og átt með honum allar þessar dýr- mætu stundir. Við vorum alltaf til staðar hvort fyrir annað og það getur enginn tekið frá okkur. Stundum rifumst við líka en aldrei leið langur tími þar til við sættumst aftur. Með tímanum hef ég lært að lifa með fráfalli Einars þótt ég muni aldrei sætta mig við að svo fór sem fór. Ég trúi því að það sé eitthvað þarna úti sem tekur við eftir að við deyjum og ég veit að hann er umvafinn kærleik og hlýju á þeim stað sem hann er á. Mér finnst hann mikið vera hjá mér og ég er viss um að hann verndar mig og yndislegu dóttur mína sem hann hélt svo óend- anlega mikið upp á. Sem betur fer á ég mikið af myndum og myndböndum af Einari sem ylja mér um hjartarætur og geta þá afkomendur mínir fengið að sjá það besta af honum og er það mér virkilega dýrmætt. Við töl- um oft um hann og minning hans mun alltaf verða fallegur hluti af lífi okkar. Með söknuði, Eva Kristjánsdóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar og mágur, GUÐJÓN ÁRNI SIGURÐSSON fyrrverandi yfirpóstafgreiðslumaður, Njálsgötu 78, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi föstu- dagsins 16. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. mars kl. 13.00. Lilja Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson, Guðbjörg Elentínusardóttir, Kristinn Sigurðsson, Erna Gunnarsdóttir, Þórey Sigurðardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, mágur, tengdasonur og vinur, SIGURÐUR FREYR GUNNARSSON, lögreglumaður, Fögrubrekku 9, Kópavogi, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu og vina 22. mars síðastliðinn Útför Sigurðar Freys fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 28. mars. kl 15.00 Fyrir hönd fjölskyldu og vina, Rakel Óskarsdóttir, Egill Freyr Sigurðsson, Andrea Þórey Sigurðardóttir, Sindri Aron Sigurðsson, Gunnar Randver Ingvarsson, Jófríður Guðjónsdóttir, Guðni Þór Gunnarsson, Írís Eiríksdóttir, Frosti Viðar Gunnarsson, Kristín H. Hannesdóttir, Gunnar Hrafn Gunnarsson, Óskar Þórarinsson, Ingibjörg Andersen, og vinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.