Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vel hefur viðrað á Héraði í vetur og vorið er farið að gera vart við sig í skógunum þar. Síðustu daga hefur hæg sunnanátt með 12-14 stiga hita glatt fólk á Austurlandi. „Við höfum sloppið við mikla snjó- komu þegar gert hefur norðanátt og þegar hann liggur í vestanáttum með éljagangi, slyddu og rigningu til skiptis á Vesturlandi þá er hér þurrt og gott. Í heildina hefur þetta verið mildur og blíður vetur fyrir utan svolítinn kulda í desember og smá- vegis snjó í janúar,“ segir Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógrækt ríkisins á Egils- stöðum. Hann sagði að óvenjumikil hlýindi hefðu verið fyrir austan í febrúar og það sem af er marsmánuði. Talsvert er farið að bera á þrútnandi brumum og sjást í græna sprota á nokkrum trjátegundum eftir mildan vetur. Að sögn Þrastar er heggur kominn einna lengst, en hann er einkum skrauttegund í görðum. „Í skóg- ræktinni er farið að sjá verulega mikið í grænt í brumi lerkis, en það er margt sem miðast við þá tegund hérna fyrir austan.“ Unnið við grisjun Þröstur segir að á þessum árstíma sé einkum unnið við grisjun í þjóð- skógunum. Á Hallormsstað sé verið að grisja greni og lerki, á Suður- og Vesturlandi greni og furu og á Norð- urlandi sé m.a. verið að afla arinvið- ar úr birki. Ef hret gerir þegar kemur fram í maí eftir góða vetrartíð eykur það líkur á skemmdum á trjágróðri. Slíkt gerðist í fyrra, en eftir hlýjan aprílmánuð voru nálar farnar að lengjast verulega á lerkinu og marg- ar tegundir voru orðnar vel laufg- aðar þegar gerði kuldatíð í meira en mánuð með tilheyrandi afturkipp í vexti á mörgum trjátegundum. Blíður vetur og brumin þrútna Ljósmynd/Hlynur Á Eyjólfsstöðum á Völlum Skógarhöggsmennirnir Kristján Már Magn- ússon og Borgþór Jónsson stilla bil milli trjáa í ungum skógi til að gefa trján- um sem eftir standa nægt vaxtarrými. Sherry Curl og Hlynur Gauti Sigurðs- son, starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga, mæla tré í blíðunni í gær. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Staða Vestur-Norðurlanda í ljósi breytinga á norðurskautinu vegur æ þyngra í utanríkisstefnu landanna. Við erum ekki ein um norðurskautið lengur. Jafnvel Frakkar, Ítalir og Kínverjar eru farnir að sýna þessu svæði áhuga. Rússar reistu hér um árið fána sinn á hafsbotninum við norðurskaut. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þetta svæði hafi hern- aðarlegt mikilvægi. Kanadamenn hafa talað í svipaða veru. Þannig að Vestur-Norðurlönd geta ekki látið þessa þróun mála fram hjá sér fara, enda eiga þau ríkra hagsmuna að gæta, t.d. sem fiskveiðiþjóðir. Þau verða að fara að kortleggja sína stöðu í þessu samhengi,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, formaður Íslands- deildar og 2. varaformaður Vest- norræna ráðsins, um málefni þema- ráðstefnu ráðsins nk. miðvikudag. Fundarstaðurinn er Ilulissat á Grænlandi og munu nokkrir fyrir- lesarar leggja sitt af mörkum til að kortleggja sameiginlega hagsmuni Færeyja, Grænlands og Íslands. Fisktegundir færa sig til Ólína bendir á að lífríkið á norður- slóðum sé að breytast vegna hlýn- unar. Ein afleiðingin sé sú að fiskteg- undir geti fært sig úr einni lögsögu í aðra. „Makríllinn er farinn að koma inn í íslenska lögsögu og hrygna hér. Gull- depla er nýr fiskistofn sem hefur ekki sést mikið áður. Skötuselurinn er mikið að fjölga sér hér við land. Bráðnun íssins hefur opnað nýjar siglingaleiðir sem mun leiða til bæði aukinna umsvifa og auðlindanýtingar á þessum slóðum. Þetta hefur áhrif á afkomu landanna þriggja, bæði sem tækifæri og ógnanir. Tækifærin geta legið í þjónustu landanna við flutn- inga- og farþegaskip svo dæmi sé tek- ið. Ógnanirnar felast í vaxandi hættu á umhverfisslysum sem geta haft áhrif á fiskistofna okkar samfara auk- inni skipaumferð og auðlindanýtingu. Breytingarnar í umhverfinu og um- svifin sem þeim tengjast eru það miklar að það hlýtur að hafa áhrif á samskipti þjóðanna og samstarf, t.d. varðandi umgengni við fiskistofna og nýtingu þeirra, eins og makríldeilan sýnir og sannar. Það er svo margt að breytast að Vestur-Norðurlöndin þurfa að taka sér stöðu,“ segir Ólína. Hnattvæðing og hlýnun Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni í Ilulissat á miðvikudag er Margrét Cela, sérfræðingur í alþjóðastjórn- málum og doktorsnemi við Háskól- ann í Lapplandi. Hún lýsir aðspurð erindi sínu á ráðstefnunni svo: „Ég ætla að fjalla um þær breyt- ingar sem eiga sér stað á norður- slóðum. Þá tek ég fyrir hnattvæðingu og loftslagsbreytingar og aukinn al- þjóðlegan áhuga á svæðinu. Og ég ætla að setja það í samhengi við smá- ríkjakenningar. Vestnorrænu ríkin eru minnstu ríkin á svæðinu. Ég ætla að ræða hvað það er sem þau þurfa að gera til að styrkja sína stöðu á svæð- inu og hvernig þau geta átt í öflugu samstarfi um að tryggja sína hags- muni. Flest það sem er að gerast á norðurslóðum er þess eðlis að ekkert ríki getur tekist á við það eitt síns liðs. Yfirleitt kallar þetta allt á sam- vinnu og þá alveg sérstaklega hjá smáríkjunum sem eru ekki nógu sterk til að geta haft áhrif einsömul. Mér finnst það mjög knýjandi að samstarfið sé sett í forgang og sé raunverulegt. Það má ekki aðeins vera í orði heldur verður einnig að vera á borði. Ríkin verða að huga að því að vera með sína fulltrúa og gæta sinna hagsmuna. Það má ekki sofna á verðinum. Það er margt gott sem er verið að gera í dag. Þörfin kemur til með að aukast ef eitthvað er,“ segir Margrét og nefnir hvernig óveður geti orðið tíðari í heimshlutanum vegna hlýnunar og breytinga á hita- stigi sjávar. Þá geti nýjar lífverur komið sér fyrir og haft áhrif á fæðu- hringinn í lífríkinu. Stórveldin horfa til auðlinda norðursins  Vestnorræna ráðið fundar á Grænlandi á miðvikudag Morgunblaðið/RAX Kulusuk Miklar auðlindir er að finna undir íshellunni á Grænlandi. Ólína Þorvarðardóttir Margrét Cela Samtök atvinnulífsins hafa fyrir hönd Iceland Express stefnt Flug- freyjufélagi Íslands fyrir félagsdóm vegna ólögmætrar verkfallsboðunar af hálfu félagsins. Er gert ráð fyrir að niðurstaða félagsdóms liggi fyrir fljótlega í þessari viku og kemur fram í frétt frá SA að því verði engin röskun á starfsemi félagsins. „Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að allir flugliðar um borð í vélum Iceland Express skuli vera félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, einnig sú tékkneska flugfreyja sem Iceland Express er skylt að hafa um borð að kröfu tékkneska flugfélagsins og flugmálayfirvalda í Tékklandi. Ice- land Express lýsti því þegar yfir eft- ir dóminn að honum yrði hlítt og að Flugfreyjufélaginu myndu berast fé- lagsgjöld vegna tékknesku flugfreyj- anna. Er það í fullu samræmi við lög Flugfreyjufélagsins,“ segir í skýr- ingum SA á vísun málsins til fé- lagsdóms. Flugfreyjufélagið hafi hins vegar krafist þess að flugliðum um borð yrði fjölgað sem eigi sér enga stoð í dómi félagsdóms. Þar sem kjara- samningur milli Iceland Express og Flugfreyjufélags Íslands er í fullu gildi er verkfallsboðunin ólögmæt að mati SA. Iceland Express er með samning við tékkneska flugfélagið Holidays Czech Airlines sem er bundið af al- þjóðlegum reglum og landslögum í heimalandinu. Í samningi Iceland Express við Holidays Czech Airlines er að sögn SA gert ráð fyrir að fyrsta freyja komi frá félaginu um það bil fyrstu sex mánuðina, talið frá ára- mótum. Að þeim tíma liðnum hyrfu flugliðar HCA á braut. Flugfreyjudeilan til félagsdóms  SA segja verkfallsboðun ólögmæta Iceland Express Deilt er um mönnun flugliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.