Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Bros Lífið brosir við Jóhannesi eftir að hann sigraðist á krabbameini í blöðruhálskirtli. Fylgdist með ferð blóðsins Jóhannes byrjaði að mynda áð- ur en hann greindist og fylgdist í mynd með beinaskanna, sneið- myndatöku og fleira sem fylgir rannsókn. Eins fékk hann að fylgj- ast óvenju vel með meðferðinni. Hann fékk t.d. að skoða blóðsýni úr sér og sjá hvernig krabbameinið réðst á frumur líkamans. Einnig fékk hann að fylgja blóðinu eftir þar sem það fer inn í skilvindur og sjá aflesturinn. „Ég vildi sjá óvininn því ósýni- legur óvinur er dálítið erfiður óvin- ur. Mér finnst betra að hafa stjórn á hlutunum og þetta var mín aðferð til þess,“ segir Jóhannes sem fylgd- ist vel með sjálfum sér, skráði vandlega niður lyfja- og vítamíninn- töku, blóðþrýsting, þyngd, púls og fleira á meðan á meðferð stóð. Jó- hannes kúventi einnig mataræði sínu og skipti yfir í hráfæði. Hann sleppti kjöti, fiski og víni og segir blaðamanni hvernig hann hélt kveðjustund með rauðvínsflöskunni áður en grænmetisneyslan tók við. En með tók hann einnig vítamín til að fá örugglega nægilega mikið af bætiefnum. Enginn slaufugaur Eftir mikla aðgerð dvaldi Jó- hannes nokkra daga á spítalanum en hélt eftir það til hvíldar í Dúbaí þar sem sonur hans er búsettur. Þar kviknaði hugmyndin að Bláa naglanum þegar Jóhannes hitti fyr- ir Emily, starfsmann Estée Lau- der, en fyrirtækið átti frumkvæðið að Bleiku slaufunni, aþjóðlegu ár- veknisátaki um brjóstakrabbamein. „Ég sá mig ekki fyrir mér sem slaufugaur svo þegar ég kom heim fór ég beint upp í Húsasmiðju. Þar náði ég mér í kassa af sex tommu nöglum og spreyjaði þá bláa. Þann- ig varð Blái naglinn til og þeir sem kaupa einn slíkan verða stuðnings- naglar,“ segir Jóhannes. Til styrktar tækjakaupum Myndin hefur þegar vakið at- hygli lækna bæði hér og erlendis. Ingi R. Ingason framleiðandi og Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður tóku við myndefninu frá Jóhannesi og tóku viðtöl við hann og fjölskylduna. Úr mynd- efni hans og viðtölunum varð til 45 mínútna heimildarmynd en í myndinni er teiknimyndakafli eftir Gunnar Karlsson sem Krabbameinsfélagið styrkti. „Það var dálítið erfitt í fyrstu að gera þessa mynd en ég er sallarólegur vegna frumsýningarinnar. Svona nokkuð hefur fólk varla séð áður en ég vildi þó ekki stuða fólk heldur einfaldlega deila reynslu minni. Þessi sjúkdómur er svo mikið feimnismál en ég sýni t.d. alla flór- una af stinningarlyfjum sem ég gat valið um eftir aðgerðina og bindin sem ég þurfti að vera með í bux- unum fyrst á eftir. Nokkuð sem karlmenn þurfa alla jafna ekki að gera enda brosti ég bara í fyrstu. Svo sá ég batann í klósettskálinni og myndaði alltaf morgunbununa þar til hún náði eðlilegum lit. Það var kannski erfiðara fyrir konuna mína og syni að koma fram í mynd- inni, en þau sáu hvað ég var með sérstakt efni í höndunum og veittu mér mikinn stuðning,“ segir Jó- hannes sem hefur í dag náð fullum bata og segist vera í jákvæðum gír að vinna í sínum málum og takast á við eftirköst aðgerðarinnar. „Í október þegar vakin er at- hygli á brjóstakrabbameini er allt lýst upp í bleikum lit en í Mottu- mars-mánuðinum, sem vissulega er verðugt verkefni, er allt slökkt. Þetta sýnir kannski ólíkan hugs- unarhátt karla sem enn eru í Þyrnirósarsvefni og vantar al- menna vitundarvakningu,“ segir Jóhannes. ins munu söfnin bjóða ýmist upp á viðburði, útstillingar eða annað. Til að taka þátt í ljósmyndasamkeppn- inni skal senda mynd á netfangið ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykja- vik.is fyrir 10. apríl.“ Myndirnar birtast á facebook- og flickrsíðu Bókasafnsdagsins. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina á Bókasafnsdaginn. Hvar sem er Það er hægt að lesa allsstaðar. Utandyra Ströndin er tilvalinn staður fyrir bóklestur og nægur tími í fríinu. Barn Aldrei of ung til að lesa. Ljósmynd/Margrét Lilja Sigurgeirsdóttir Ljósmynd/Áslaug Óttarsdóttir Ljósmynd/Auður Jónsdóttir DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 Vert er að hvetja fólk til að njóta far- andsýningar sem nú stendur yfir í Minjasafni Austurlands á Egils- stöðum. Farandsýning þessi heitir Ekki snerta jörðina! Sýningin er byggð á rannsóknaraðferð um „sam- tímasöfnun“ og tóku 5. bekkingar víðs vegar um landið þátt fyrir tveim- ur árum. Verið er að sýna það sem þessir krakkar töldu vinsælast og yrðu bestu sýnishornin í framtíðinni af leikjum barna við byrjun 21. aldar. Þetta er snertisýning og gestir á öllum aldri og af öllum þjóðernum eru hvattir til að prófa og leika sér. Einnig eru önnur spil og leikir sem má prófa ásamt fróðleik um leiki barna áður fyrr. Farandsýning þessi stendur í að- eins tvær vikur í viðbót, eða til 30. mars. Skólahópar eru hvattir til að bóka tíma við fyrsta tækifæri. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 13-16. Sjá einnig heimasíðu Minjasafns Austurlands www.minjasafn.is og heimasíðu rannsóknarinnar www.thjodminjasafn.is/ekki-snerta- jordina Snertisýning Gaman Frá opnun sýningarinnar. Ekki snerta jörðina! Á hverju ári greinast 220 karl- menn á Íslandi með krabba- mein í blöðruhálskirtli. Af þeim fjölda deyja 50 karl- menn. Krabbamein í blöðru- hálskirtli er algengasta krabbamein í íslenskum karl- mönnum. Blái naglinn er átak til vitundarvakningar um blöðruhálskirtilskrabbamein og jafnframt fjáröflunarátak til styrktar rannsóknum, fræðslu og tækjakaupum. Hann er hugsaður til sölu all- an ársins hring en naglinn verður sér- innpakk- aður með upplýs- ingum á ensku. Allar nánari upp- lýsingar um átakið og myndina má nálgast á www.blainagl- inn.is. Frumsýningin hefst klukkan 20 annað kvöld og er aðgangur ókeypis. Hægt er að fá miða á harpa.is eða midi.is. 220 karlar greindir á ári BLÖÐRUHÁLSKIRTILS- KRABBAMEIN Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun. Sjá sölustaði á istex.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.