Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 34
Fermingardagurinn minn Gestabók - myndir - skeyti Fæst í öllum helstu bóka- og blómaverslunum landsins V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð 34 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Undankeppni hljómsveitakeppninnar Músíktilrauna lýkur í kvöld í Austurbæ, en þá keppa tólf hljómsveitir um síðustu sætin í úrslitum að viku liðinni. Þegar hafa átta hljómsveitir tryggt sér sæti í úrslitunum og í kvöld bætast tvær sveitir við eftir keppnina, en dómnefnd velur svo tvær eða fleiri til úr hópi þeirra hljómsveita sem ekki hafa þegar komist áfram. Helstu verðlaun Músíktilrauna eru hljóðverstímar að vanda og þá með upptökumanni, en einnig eru efnilegustu hljóðfæraleikarar verðlaunaðir og bestu textasmiðir á íslensku. 1. sæti gefur tuttugu tíma í Sundlauginni, 2. sæti upptökuhelgi í Island Studios í Vestmannaeyjum með gistingu og 3. sætið 20 tíma í Stúdíó Ljónshjarta. Að auki spilar sigursveitin á tónlist- arhátíð í Delft í sumar. Dómnefnd Músíktilrauna 2012 er skipuð ofanrituðum og þeim Arnari Eggert Thoroddsen, Ásu Dýradóttur, Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur, Krist- jáni Kristjánssyni, Dönu Rún Há- konardóttur og Ragnheiði Eiríks- dóttur. Aragrúi Selfosssveitina Aragrúa skipa Tóm- as Smári Guðmundsson gítarleikari, Markús Harðarson trommuleikari, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir söngv- ari, Bergþóra Rúnarsdóttir fiðluleikari, Margrét Rún Símonardóttir fiðluleik- ari, Hlynur Daði Rúnarsson bassaleik- ari og Iðunn Rúnarsdóttir klarinettu- leikari. Þau eru sextán ára nema Hulda sem er fjórtán. Þau segjast spila glað- legt þjóðlagalopapeysurokk með grindmetal-gripum, fiðlubogum og mikillegum rörablæstri – eins og flat- baka með sjö áleggstegundum og aukaosti. Síðasti tilrauna- spretturinn No Class Reykvíkingarnir No Class spila raftónlist sem spannar allt frá nu-disco yfir í future garage og dubstep. Tvíeykið skipa Jón Reginbald Ívarsson og Ómar Egill Ragnarsson, báðir tvítugir og báðir trommuheila- og tölvumenn. White Signal Hljómsveitin White Signal er skipuð krökkum á aldrinum 14-17 ára úr Reykjavík og Hafnarfirði. Sveitina skipa Guð- rún Ólafsdóttir, sem leikur á hljómborð og syngur, Brynjar Guðlaugsson, sem leikur á gítar, Sólrún Mjöll Kjart- ansdóttir, sem leikur á trommur, Snorri Örn Arnarsson, sem leikur á bassa, og Katrín Helga Ólafsdóttir, sem leikur á hljómborð og syngur. Bakkus Tríóið Bakkus úr Breiðholti skipa Daníel Ágúst Agueda gítar- leikari og söngvari, Þór Ragnarsson trommuleikari og Ingvar Páll Valdimarsson bassaleikari. Meðalaldur þeirra félaga er 20 ár og þeir spila blússkotið rokk. Cosmos Tríóið Cosmos er úr Kópavogi og leikur glitch-experimental-rock, eins og félagsmenn lýsa því. Þeir eru allir sautján ára og heita Jó- hannes Helgi Friðriksson hljómborðsleikari og tölvuþór, Viktor Franz Jónsson gítarleikari og Magnús Óli Sigurðsson gítarleikari. Alli Alli er úr Reykjavík og í honum söngkonan Valborg Ólafsdóttir, píanó-, gítar- og slagverkleik- arinn og söngvarinn Ásgeir Trausti Einarsson og gítarleik- arinn Aðalsteinn Ingi Hall- dórsson. Þau eru á aldrinum 20- 23 ára. Volatile Tvíeykið Volatile er úr Mosfellsbæ skipað þeim Sigurði Ými Krist- jánssyni og Guðmundi Ara Arnalds. Báðir véla þeir um tölvur og hljóðgervla, en Guðmundur syngur að auki. Þeir eru sautján ára og spila raftónlist. A Day in December Reykvíkingarnir í A Day in December taka nú þátt í Músíktil- raunum öðru sinni. Þeir eru á aldrinum sextán til sautján ára og heita Jóhann Guðmundsson söngvari Gauti Hreinsson gít- arleikari Flemming Viðar Valmundarson bassaleikari Guðjón Trausti Skúlason trommuleikari og Alexander Glói gítarleik- ari. Þeir spila þungarokk í harðari kantinum, en þó ekki þeim svartasta. Útrás Þeir félagar Þorgeir Björns- son og Eiríkur Eduardo Ei- ríksson kalla sig Útrás. Þeir eru úr Kópavogi og segjast spila tónlist sem lýsa mætti sem samblandi af ýmsum stefnum, þar á meðal mörg- um gerðum innan málmgeir- ans. Þorgeir, sem er fimm- tán ára, spilar á bassa og syngur, en Eiríkur, sem er sextán, spilar á trommur. Cleetus the Fetus Úr Kópavogi kemur sveitin Cleetus the Fetus sem skipuð er þeim Sindra Má Ágústssyni trommuleikara, Eið Tjörva Páls- syni gítarleikar og Snorra Skúlasyni bassaleikara. Þeir eru all- ir sautján ára og spila sækadelikfönkdjassmetal í anda ástr- ölsku hljómsveitarinnar Bob The Barker. Free Fall Free Fall er sextett út Reykjavík, skipaður þeim Andra Sigurði Haraldssyni gítarleikara, Maríu Arnfinnsdóttur gítarleikara, Frosta Heimissyni hljómborðsleikara, Ás- geiri Ólafssyni hljómborðsleikara, Alexíu Rut Guðlaugs- dóttur söngkonu og Bergeyju Flosadóttur bassaleikara. Þau eru á aldrinum þrettán til fimmtán ára og segjast spila mest rokk, en breyti líka til og geri eitthvað öðru- vísi. F.I.G. Úr Reykjavík kemur sveitin F.I.G. eða Fine Intelligible Gentlemen. Liðsmenn hennar, sem eru á aldrinum fimm- tán til sautján ára eru Arnór Steinn Ívarsson bassaleikari, Jón Hálfdán B. Sigurðsson gítarleikari, Brynhildur Ás- geirsdóttir söngkona og Felix Guðmundsson trommuleik- ari. Þau segjast spila hart framsækið rokk. Músíktilraunir 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.