Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 16
Barack Obama Bandaríkjaforseti kom til Suður-Kóreu í gær til að vera viðstaddur alþjóðlega ráð- stefnu um kjarnorkuöryggi sem hefst formlega í Seúl í dag. Í gær heimsótti hann Ouelette- eftirlitsstöðina sem Sameinuðu þjóðirnar stjórna á hlutlausa svæð- inu á landamærum Suður- og Norð- ur-Kóreu. Þar fylgjast þúsundir hermanna frá hvoru landi hverjir með öðrum gráir fyrir járnum en svæðið er alls 250 kílómetra langt og fjögurra kílómetra breitt og er þakið gaddavír og jarðsprengjum. Notaði Obama sjónauka til þess að líta yfir til Norður-Kóreu. „Það er eins og að maður hafi ferðast aftur í tímann. Það er eins og að horfa yfir fimmtíu ár inn í land sem hefur misst af fjörutíu eða fimmtíu árum af framþróun,“ sagði Obama að heimsókninni lok- inni. Bandaríkjaforseti á landamærum Suður- og Norður-Kóreu AFP Gægist yfir til Norður- Kóreu Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Peter Cruddas, annar gjaldkera breska Íhalds- flokksins sem bar ábyrgð á því að safna fram- lögum til flokksins, sagði af sér um helgina eftir að upplýst var að hann hefði reynt að bjóða aðgang að forsætisráðherranum David Cameron og fjár- málaráðherranum George Osborne gegn framlög- um að jafnvirði allt að fimmtíu milljóna króna. Það var breska blaðið Sunday Times sem náði myndbandsupptöku af Cruddas þar sem hann býður blaðamönnum þess sem þykjast vera auð- ugir stuðningsmenn flokksins aðgang að Cameron og Osborne og að ábendingar þeirra eigi greiða leið í stefnumótunarnefnd ríkisstjórnarinnar ef þeir leggi Íhaldsflokknum til fé. Cruddas hafði að- eins gegnt stöðu aðalfjáröflunarstjóra flokksins í þrjár vikur þegar hneykslismálið kom upp. Á myndbandsupptökunni heyrist Cruddas meðal annars segja að 200-250 þúsund pund kaupi mönn- um mestan aðgang að stjórninni. „Ef þið eruð óánægðir með eitthvað þá munum við hlusta á ykkur og leggja það fyrir stefnumót- unarnefndina í stjórnarráðinu, þangað sendum við allar athugasemdir,“ heyrist hann segja. „Algerlega ólíðandi“ Þá heldur Sunday Times því fram að Cruddas hafi sett fram tilboð sitt þrátt fyrir að hann vissi að féð ætti að koma frá sjóði í Liechtenstein sem ekki mátti samkvæmt lögum gefa til stjórnmálaflokka. Voru nefndir möguleikarnir á því að stofna breskt dótturfélag eða að nota breska starfsmenn sjóðs- ins sem leppa til þess að styrkja flokkinn. Í afsagnarbréfi sínu sagðist Cruddas harma af- leiðingar uppákomunnar. Augljóslega gætu styrktaraðilar flokksins ekki haft áhrif á stefnu- mótun og hann hefði ekki getað boðið aðgang að forsætisráðherranum gegn framlögum. David Cameron hefur lofað því að Íhaldsflokk- urinn láti gera rannsókn á málinu til þess að tryggja að slík uppákoma eigi sér ekki aftur stað. Afsögn Cruddas eigi fullkomlega rétt á sér. „Það sem gerðist er algerlega ólíðandi. Þetta er ekki sú aðferð sem Íhaldsflokkurinn notar til þess að afla fjár og þetta hefði ekki átt að gerast,“ sagði Cameron. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur krafist þess að sjálfstæð rannsókn fari fram á málinu og að listi yfir þá sem hafi lagt Íhalds- flokknum til fé og hafi heimsótt stjórnarbyggingar eða sent inn erindi til stefnumótunarnefndarinnar verði gerður opinber. Bauð aðgang að stjórninni  Gjaldkeri breska Íhaldsflokksins neyðist til að segja af sér vegna hneykslismáls  Lofaði aðgangi að ráðherrum og stefnumótun gegn fjárstyrkjum til flokksins 16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum Fáanlegir sérútbúnir fyrir íslenskan fiskiðnað ▪ Handlyftarar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigetu. ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð. ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu. ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð. Bandaríski herinn hefur greitt bæt- ur til þeirra afgönsku fjölskyldna sem misstu ættingja í morðæði bandaríska liðþjálfans Roberts Bal- es í Kandahar þann 11. mars. Bale var ákærður á föstudag fyrir sautján morð að yfirlögðu ráði. Níu þeirra sem féllu fyrir hendi hans voru afg- önsk börn. Að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir afgönskum embættismönnum og öldungum ætt- bálka fengu fjölskyldurnar jafnvirði rúmra 5,8 milljóna króna fyrir hverja manneskju sem Bales myrti og rúmar 1,2 milljónir fyrir þá sem særðust. Fjölskyldunum var til- kynnt þetta á fundi með fulltrúum frá bandaríska hernum og NATO á skrifstofu ríkisstjórans í Kandahar. Þá var fjölskyldunum sagt að ein- hverjum þeirra kynni að verða flogið til Bandaríkjanna til þess að bera vitni í réttarhaldinu yfir Bale. Engar sannanir gegn honum Bales, sem nú er haldið í einangr- un í herstöð í Kansas-ríki í Banda- ríkjunum, er einnig ákærður fyrir sex morðtilraunir. Lögmaður hans segir að hann muni lítið eftir atburð- unum en gerir lítið úr þeim fullyrð- ingum að Bales hafi verið ölvaður þegar hann framdi voðaverk sín. Jafnframt séu engin sönnunargögn um að hann hafi framið morðin og hann hafi ekki játað. Liðþjálfinn er sá eini sem grun- aður er um að hafa framið morðin þó að þær raddir séu háværar í Afgan- istan að fleiri Bandaríkjamenn hafi átt aðild að þeim. Morðin hafa enn frekar grafið undan samskiptum á milli afganskra og bandarískra stjórnvalda. Þá drógu talibanar sig út úr friðarvið- ræðum í kjölfar morðanna. Talið er að réttarhaldið yfir Bales geti tekið mörg ár áður en dómur verður kveðinn upp. Fjölskyldurnar fá greiddar bætur  Bales liðþjálfi ákærður fyrir 17 morð AP Morð Afganskir karlmenn gæta líks eins af 17 fórnarlömbum Bales. Abdelkader Me- rah, eldri bróðir Mohameds Me- rah, sem myrti sjö manns á átta dögum í Frakk- landi, var í gær ákærður fyrir að eiga þátt í und- irbúningi morð- anna. Hann var leiddur fyrir dómara í París í gær en hann er hann grun- aður um glæpsamlegt samsæri um að fremja hryðjuverk og að vera samsekur í morðunum. Hann verður í varðhaldi á meðan rannsókn máls- ins stendur yfir. Mohamed, sem hélt því fram að hann væri liðsmaður hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda, lést í skotbar- daga við lögreglu í borginni Tou- louse á fimmtudag eftir umsátur sem hafði staðið yfir í 32 klukku- stundir. Bróðirinn var handtekinn ásamt konu sem talin er vera eig- inkona hans eða kærasta á miðviku- dag en konunni var sleppt í gær án ákæru. Róttækari en Mohamed Við yfirheyrslur hjá lögreglu hef- ur hinn 29 ára gamli Abdelkader neitað að hafa aðstoðað yngri bróður sinn í morðunum en hefur sagst vera stoltur af honum. Þá sagðist hann hafa verið viðstaddur þegar Moha- med stal bifhjóli sem hann notaði til þess að flýja af vettvangi eftir morð- in. Lögregla og saksóknarar hafa lýst Abdelkader sem róttækari íslamista en yngri bróðir hans var en hann hefur lengi verið kunnur lögreglu vegna bókstafstrúarskoðana. Þúsundir manna tóku þátt í minn- ingargöngu í París í gær um fórn- arlömb Mohameds Merah, þar á meðal Bertrand Delanoe, borg- arstjóri borgarinnar. Þá var önnur minningarganga haldin í Toulouse. kjartan@mbl.is Eldri bróð- ir Merah í varðhaldi  Segist „stoltur“ af bróður sínum Abdelkader Merah

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.