Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 36
Ég heyri grasið gróa … Þetta fyrsta kvöld 30. Mús-íktilraunanna fór af staðmeð selfyssku þjóðlaga-poppi að hætti Of Monsters and Men, Mumford and Sons og ámóta sveita. Í Tilraununum má jafn- an nema þá strauma og stefnur sem eru hvað mest móðins í skúrunum hverju sinni og speglaðist það ágæt- lega í framlagi Glundroða. Sveitin fór eftir kúnstarinnar reglum, bauð upp á samsöng og fiðluleik en framvindan öll hékk fremur illa saman og heild- arpakkinn var ósannfærandi. Það skorti lítið á metnaðinn hjá Daedra frá Hafnarfirði. Lagt var upp með epískt, þjóðlagaskotið rokk/ þungarokk, tvær söngkonur í for- grunni, fiðla, hetjugítarleikur og örar kaflaskiptingar. Sveitin var þannig langt komin með hugmyndafræðina en hefur enn sem komið er ekki get- una til að framfylgja henni. Það gæti hins vegar komið með frekari æfing- um. Tríóið Þoka lék lágstemmt hipp- ískt rokk í anda Trúbrots og óraf- magnaðir sprettir Jet Black Joe komu líka upp í hugann. Þoka komst virkilega vel frá sínu, söngkonan er bráðefnileg og af meðlimum stafaði allnokkur þokki um leið og styrkjandi samhygð lék um hópinn. BenJee voru á draumarokksnót- unum, Radiohead, Coldplay og jafn- vel Sigur Rós voru þarna á sveimi. Sveitin var dálítið óörugg og söng- urinn var ekki góður en um leið var flæðið á köflum ágætt og gítarleik- arinn átti stundum fína spretti. BenJ- ee er giska brothætt sveit eins og stendur og greinilegt að menn vita ekki alveg hvert skuli halda með það sem þeir búa yfir. Icarus lék rokk án söngs og gerði það þokkalega … og vel það reyndar. Þó að þetta hafi verið sundurslitið á köflum þá er einhver andi í bandinu sem var smitandi. Efnileg sveit. Það kvað við nýjan og öðruvísi tón er Go Out gekk inn á svið. Við tók sumarlegt popprapp, leitt af rapp- aranum Pétri Eggerz sem reyndist sjarmerandi forvígismaður. Sett sveitarinnar var skemmtilegt, Pétur var reffilegur í framlínunni og dró restina dálítið að landi en þéttleiki í sveitinni sem heild var lítill. Myrkrið skall á með þungarokks- sveitinni Darkened sem hafði með- ferðis sýnisbók þungarokksins. Á tímabili var líkt og sveitin væri að reyna að koma eins mörgum af- brigðum af öfgarokki og hægt væri inn í eitt lag. Þetta byggði eðlilega undir nokkurn tætingsskap sem var ekki beinlínis til framdráttar. Söngv- ari var annars góður og sólógítarleik- arinn sömuleiðis fínn. Kristín Hrönn lék söngvaskálda- legt háskólapopprokk í anda Tracy Chapman og Suzanne Vega. Kristín kom ágætlega fyrir en samleikur var stirðbusalegur og lagasmíðar í ófrumlegra lagi. Hornfirðingarnir í Alocola hófu leik með höktandi djassrokksbræð- ingi af nokkuð furðulegum toga. Smíðin var það furðuleg að hún varð næstum því góð en Alocola-menn náðu ekki að byggja undir þessa glætu með seinna laginu, sem var í sama villuráfandi – og þegar hér var komið sögu – þreytandi stíl. Á milli svefns og vöku var einnig í furðulegheitunum, ólíkum þó. Fyrsta lagið var naumhyggjulegt, keyrt á sama hljómnum út í gegn og söngv- arinn flutti einlægan og „næfan“ texta. Hljómsveitin Ég kom í hugann eitt augnablik, vegna þessarar u- beygju frá því sem eðlilegt getur tal- ist en þrátt fyrir frumlegheitin náðu lögin tvö alls ekki nægilegu flugi. Ekki skorti á töffaraheitin hjá Free from the Shadows þó að tónlist- in væri nokkuð einkennalaust fram- haldsskólarokk. Trymbillinn fór þó algerlega á kostum. Kvöldinu sleit svo Nuke Dukem sem reyndi sig við tölvupopp að hætti Bloodgroup og Sykurs, jafnvel GusGus. Hún fór sæmilega af stað en glopraði málum niður í seinna laginu. Bandið er þó vel hægt að þétta með frekari vinnu og yfirlegu. Leikar fóru þannig að sal- urinn kaus Glundroða áfram en dóm- nefnd hleypti hins vegar Þoku í gegn. Austurbær Músíktilraunir (1. undanúrslitakvöld) Fyrsta undanúrslitakvöld Músíktilrauna 2012, föstudaginn 23. mars. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST BenJee Losaralegt draumarokk. Kristín Hrönn Í fótspor Chapman. Free from the Shadows Töff- araheit og trymbilsskapur. Nuke Dukem Reynt við Bloodgroup-sveifluna. Go Out Sællegt sumarrapp. Á milli svefns og vöku Einlægni í forgrunni. Icarus Ósungið, kraftbundið rokk. Alocola Furðurokksbræðingur. Ljósmynd/Billi Daedra Epískt og stórkarlalegt. Darkened Þungarokks-þeytingur. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Toppmyndin á Íslandi í dag 44.000 manns DV HHHH FBL HHHH FT HHHH MBL HHHH PRESSAN.IS HHHH KVIKMYNDIR.IS HHHH HUNGER GAMES Sýnd kl. 5:20 - 7 - 10 PROJECT X Sýnd kl. 8 - 10 SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is MBL DVPRESSAN.IS KVIKMYNDIR.IS STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - VIKAN/SÉÐ OG HEYRT 48.000 MANNS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% HUNGER GAMES KL. 4 - 5 - 8 - 10.20 - 11 12 HUNGER GAMES LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 12 ACT OF VALOR KL. 8 - 10.30 16 THE VOW KL. 5.30 - 8 L SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 TÖFRATENINGURINN KL. 3.30 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.30 L BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS HUNGER GAMES KL. 6 - 9 - 10.30 12 ACT OF VALOR KL. 8 - 10.30 16 THE VOW KL. 5.40 - 8 L SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 LISTAMAÐURINN KL. 5.45 L HUNGER GAMES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 ACT OF VALOR KL. 10 16 SVARTUR Á LEIK KL. 8 16 THE VOW KL. 6 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.