Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Víkverji stærir sig stundum af því íeinrúmi að vera með eindæmum
geðgóður og jafn í lundarfari. Enda
er fátt sem kemur Víkverja úr jafn-
vægi, svona alla jafna. Það er að
segja, alveg þangað til Víkverji sest
undir stýri á bíl.
x x x
Þá flæða stöðluð skammaryrðinfram af vörum Víkverja, og
engu er líkara en offramboðið sé
slíkt að tappa verði af.
„Þessi veit ekki einu sinni hvert
hann er að fara!“ fer gjarnan til
þeirra sem hægja á sér í miðju
hringtorgi, eins og þeir hafi ekki
ákveðið alveg hvar þeir ætli að yf-
irgefa það.
„Er þessi ennþá vakandi?“ er fyrir
bílstjóra sem ferðast undir löglegum
hámarkshraða við góðar aðstæður.
„Sumt fólk er bara eitt í heim-
inum!“ er bæði fyrir þá sem svína,
og fyrir þá sem gefa ekki stefnuljós.
Uppáhaldið er samt „Halló!“ sem
samferðafólk Víkverja fær að heyra
þegar ekki gefst tími til að flokka
ætlað umferðarsiðfræðibrot.
x x x
Sem betur fer er Víkverji frjór íhugsun og hefur í frístundum
sínum lagt drögin að samskiptakerfi
milli ökumanna. Slíkt kerfi væri
hægt að nýta við aðstæður sem koma
upp reglulega í umferðinni; þegar
bílstjóri öskrar eitthvað í fram-
rúðuna sem ætlað er bílstjóra annars
bíls (en sá heyrir auðvitað ekki bofs).
x x x
Með slíku kerfi væri hægt að komafyrirfram ákveðnum skila-
boðum í nærstadda bíla. Til dæmis:
„Þú svínaðir á mig!“ Eða: „Drattastu
úr sporunum, mér liggur á.“
x x x
Og þá kæmi líklega til baka:„Þarft þú ekki aðeins að róa
þig?“ Og auðvitað er það málið. Við
þurfum öll að vera róleg og yfirveg-
uð í umferðinni. Þess vegna er gott
að við öskrum bara á framrúðuna.
Aðrir bílstjórar þurfa ekki að heyra
þau ónot sem við hreytum í átt til
þeirra í hugsunarlausri bræði.
Internetið þyrfti eiginlega að hafa
framrúðu líka. víkverji@mbl.is
Víkverji Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hættu að vorkenna þér og komdu
frekar auga á hvar þér misferst. Ef vinir og
ættingjar leyfa það ekki verður þú að tala al-
varlega við þá þangað til þeir skilja þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu þér ekki til hugar koma að þú
þurfir að klára allt eins og skot. Góður und-
irbúningur tryggir farsæla framkvæmd.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það sem dregur fólk að þér eru allir
þínu einstöku kostir – ekki hæfni þín til að
falla í hópinn. Gleði þín er smitandi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki vera reiður við vin, ef þú getur.
Taktu þig til og hentu að minnsta kosti fimm
hlutum sem þú þarfnast alls ekki lengur. Nýtt
fólk hefur líka eitthvað fram að færa – hugs-
anlega ást.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur tekið tímann sinn að vinna
aðra á sitt band. Mörg vandamál munu
hverfa ef þú einbeitir þér að því sem er satt
og rétt í stöðunni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú munt eiga áhugaverðar samræður
í dag. Varastu samt að ganga of langt svo
ekki komi til eftirmála. Taktu öllum tilmælum
með fyrirvara og gleymdu ekki að standa
með sjálfum þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú færð hugmynd í dag, en það gæti
verið erfitt að hrinda henni í framkvæmd.
Innan fárra ára muntu standa á hátindi
starfsferils þíns.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Truflun á vinnu vegna tölvu- eða
tæknivandræða er líkleg í dag. En þá reynir
líka á að menn taki tillit hver til annars.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú kemur auga á augljósa leið til
að hefna þín á einhverjum sem gerði þér
rangt til. Hættu að vorkenna sjálfum þér og
líttu á björtu hliðarnar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eitthvað verður til þess að þú ferð
að hugsa um hvað það er sem mestu máli
skiptir í lífinu. Flýttu þér því ekki að neinu
heldur ígrundaðu vel hvað þú tekur til
bragðs.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er allt á ferð og flugi í kring-
um þig svo þér veitist erfitt að fóta þig í öll-
um hamaganginum. Nánir vinir bíða óþreyju-
fullir eftir niðurstöðum samtalsins.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Eitthvað liggur í loftinu sem gerir þig
óöruggan. Aðrir líta til þín um forustu svo þú
mátt hvergi bregðast. Þú lendir í þeirri að-
stöðu að yfirráð þín eru dregin í efa.
Ragnar Böðvarsson gaukaðiað umsjónarmanni brag-
hendum um skáldskaparlistina,
sem hann orti á Iðunnarfundi:
Alltaf vekur ánægju að yrkja bögu
og finna hvernig orðin óma
ef þau saman ná að hljóma.
Ekki er nóg að einblína á endarím-
ið.
Höfuðstafir standi réttir
og stuðlar hæfilega þéttir.
Þetta er nú eiginlega enginn vandi
ef menn réttu orðin finna
sem ekki sýnist flókin vinna.
Ragnar hefur áður ort um
listina að yrkja, meðal annars á
Bragaþingi árið 2010:
Orð sem hafna erli dagsins,
eiga leik við rímsins glóð,
stíga dans við strengleik bragsins,
stolt og frjáls og verða ljóð.
Bjarni Maronsson sendi kveðju
að gefnu tilefni: „Í Vísnahorni 6.
og 7. mars sl. er minnst á vísu
sem hefst svo: „Feginn vildi ég“
og svo framvegis. Spurning um
höfund og fl. Hef ekki fylgst
með hvort þú hefur vikið aftur
að þessarri vísu í horni þínu.
Höfundur er Gilsbakka-Jón, f.
1828, d. 1906. Vinnukona á Hof-
stöðum í Hofstaðabyggð í
Skagafirði hét Sigríður Bjarna-
dóttir og Jón nefndi hana fóstru
sína. Um kellu orti hann þessa
notalegu vísu:
Feginn vildi ég fara upp á fóstru
mína þó ég af því biði bana,
bara til að gleðja hana.
Og þessa:
Fóstra mín er fögur öðrum megin.
Þaðan fæ ég hýrleg hót.
Hinum megin er hún ljót.
Margt fleira orti Jón sem
geymst hefur. Um hann er ágæt-
ur þáttur í öðru hefti Skagfirð-
ingabókar, ritaður af Hjörleifi
Kristinssyni.“
Í Stuðlamálum er kveðskapur
Steins Sigurðssonar barnakenn-
ara og leikskálds í Vest-
mannaeyjum. Þar á meðal er
vísan:
Nið’r á við er gatan greið,
gæfu, dygð að farga.
Upp í móti’ er örðug leið
æru og sál að farga.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Enn af fóstru og
Gilsbakka-Jóni
G
re
tt
ir
S
m
áf
ó
lk
H
ró
lfu
r
h
ræ
ð
ile
g
i
G
æ
sa
m
am
m
a
og
G
rí
m
u
r
F
er
d
in
a
nd
ÉG HEF EKKERT Á
MÓTI AFMÆLUM
ALLS
EKKERT
ÞAÐ ER
BARA ÞAÐ AÐ
ELDAST SEM ÉG Á
ERFITT MEÐ AÐ
SÆTTA MIG
VIÐ
AF HVERJU FERÐU EKKI
ÞANGAÐ SEM ÉG VIL!?
GERIRÐU ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ
AÐ ÞETTA MUN VALDA ÞVÍ AÐ
HEIMILISTRYGGINGIN MÍN MUN
HÆKKA UPP ÚR ÖLLU VALDI!?
EKKI
HLUSTA Á
HANN
HRÓLFUR
HANN ER
BARA AÐ REYNA AÐ
LÁTA ÞIG FÁ
SAMVISKUBIT
GRÍMUR, HÆTTU
AÐ KVARTA! ÞÚ ERT
HÉRNA Í KATTHOLTI
TIL AÐ AFPLÁNA
SAMFÉLAGSÞJÓNUSTU!
ÞÚ
HLÝTUR AÐ
VERA AÐ
GRÍNAST!
ÞETTA ER EKKI
SVONA ERFITT!
FARÐU BARA ÚT AÐ
GANGA MEÐ
KETTINA, ÞEIR
ÞURFA HREYFINGU!
Orð dagsins: En ef einhver elskar
Guð, þá er hann þekktur af honum.
(I. Kor. 8, 3.)