Morgunblaðið - 26.03.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Elsku Heiða
amma.
Á milli okkar ríkti ávallt mjög
sterkt samband. Alveg frá minni
fyrstu bernskuminningu tókst
þú mig upp á þína arma, veittir
mér skjól og þá skilyrðislausu
hlýju sem börn þrá svo mikið en
fá yfirleitt bara frá einhverjum
einum útvöldum. Þannig valdi ég
þig sem mitt leiðarljós strax við
fyrstu kynni. Og þannig hófst
okkar ferðalag saman sem varð
alveg einstaklega náið, hönd í
hönd fyrstu 15 ár lífs míns. Sam-
Bjarnheiður
Hannesdóttir
✝ BjarnheiðurHannesdóttir
fæddist í Keflavík
31. janúar 1930.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 10. mars 2012.
Útför Bjarnheið-
ar fór fram í kyrr-
þey.
veran var einstök –
við fórum saman í
sveitina, ég heimt-
aði að fara með
ykkur afa hringveg-
inn og þess á milli
fengum við Raggi
frændi að gista hjá
ykkur afa á Fagra-
garðinum og taka
vídeóspólu. Þú
fékkst ekki einu
sinni frið fyrir mér í
vinnunni því á Garðaseli var ég
reglulegur gestur og svo þaul-
setinn að fóstrurnar þekktu mig
allar með nafni – og gera enn.
Svo þegar halla tók að kveldi
svæfðir þú mig alltaf með bæn-
inni sem þú gafst mér í vöggu-
gjöf:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
En þú ert ekki bara vinur í
blíðu – heldur einnig í stríðu.
Eftir að þú slepptir af mér hend-
inni átti ég það til að feta veg
lífsins ógætilega og hef ratað í
ýmsar þær ógöngur sem ég veit
að heyra ekki til þinna heima-
slóða. En alltaf mætti ég skiln-
ingi, alltaf mætti ég kærleiks-
ríkri hönd þinni – sama hvað á
dundi.
Þau göfugri verkefni sem ég
hef tekið að mér í lífinu studdir
þú ávallt með ráðum og dáð. Já,
þú varst haukur í horni, amma
mín, sannur heimaklettur, og
með þig að baki sér var maður
sko ekki einn á báti. Er ég þar
ekki einn til frásagnar – um það
getur öll heila fjölskyldan borið
vitni.
Þó svo að samverstundir okk-
ar hafi verið færri síðustu árin
tókstu alltaf jafn innilega vel á
móti mér þegar ég heimsótti
ykkur afa í hreiðrið ykkar á
Hrafnistu. Þú vissir alltaf allt um
alla og í smáatriðum hvað á mína
daga hefði drifið. Við rifjuðum
upp gamla tíma, við féllumst í
faðma og við skiptumst á minn-
ingum sem enginn tekur frá okk-
ur. Þú ert sú eina manneskja hér
á þessari jörðu sem ég á bara
fallegar minningar um, þú hefur
alltaf og eingöngu vikið góðu
einu að mér – skilyrðislaust.
Fyrir það verð ég þér ævinlega
þakklátur. Ég vil að þú vitir
þetta, elsku amma mín, af því að
ég gat ekki kvatt þig á sjúkra-
húsinu. Ég elska þig af öllu mínu
hjarta, skilyrðislaust.
Ég ætla að kveðja þig í bili
með því að gera orð Hannesar
Hafstein að mínum, sem eiga
reyndar alveg sérstaklega vel við
um þig og þitt ævistarf, og hollt
er fyrir mig að minnast á þessari
stundu:
Ef verð ég að manni, og veiti það sá,
sem vald hefur tíða og þjóða,
að eitthvað ég megni, sem lið má þér
ljá,
þótt lítið ég hafi að bjóða,
þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt
mál,
hvern ljóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta
og sál.
Elsku Raggi afi, pabbi minn
og ástkæra fjölskylda öll, megi
guð góður á himninum veita ykk-
ur yl við fráfall ættmóður okkar
einustu. Blessuð sé minning þín,
Heiða amma mín, um aldur og
ævi og megir þú hvíla í friði.
Heiðar Lár Halldórsson.
✝ Sölvi Guð-laugsson fædd-
ist á Arnarstapa,
Snæfellsnesi, 13.
febrúar 1918. Hann
lést 4. mars 2012.
Hann var sonur
hjónanna Kristínar
Jónsdóttur hús-
móður, f. 28.12.
1884, d. 11.12.
1962, og Guðlaugs
Halldórssonar,
kaupmanns, útgerðarmanns og
bónda, f. 2.9. 1882, d. 5.10. 1936.
Sölvi var yngstur af 4 systk-
inum en þau voru Jónas Pét-
ursson, f. 20.5. 1905, d. 2.4.
1993, Kristbjörn Guðlaugsson, f.
16.5. 1910, d. 25.5. 1982 og
Jenný Guðlaugsdóttir, f. 10.6.
1912, d. 27.11. 2009.
15.6. 1940 kvæntist Sölvi
Björgu Kristinsdóttur, f. 7.3.
1910, d. 9.8. 1972. Börn þeirra
eru: 1) Edda Kristín, f. 24.1.
1942, maki Örn Jóhannsson, f.
11.11. 1941, búsett í Lúx-
emborg, þeirra börn eru: a) Jó-
hann Örn, f. 24.11. 1965, maki
Svava, f. 3.3. 1971, d. 23.2. 2003,
eignaðist hún eina dóttur Krist-
ínu Líf Abigail, f. 19.10. 1996. 3)
Björg Hulda, f. 27.11. 1945,
maki Sævar Vilhelm Bullock, f.
19.2. 1944, búsett í Reykjavík,
þeirra börn eru: a) Sölvi Þór, f.
5.11. 1964, fyrrv. maki Inga
Hulda Sigurgeirsdóttir, f. 17.5.
1963, börn þeirra eru Sævar
Vilhelm, f. 24.9. 1991, Kolbrún
Fjóla, f. 16.10. 1992 og Aníta
Björg, f. 10.8. 2002. b) Anna
Jónína, f. 24.12. 1972, maki Hin-
rik Örn Bjarnason, f. 15.9. 1972,
dætur þeirra eru Björg Hulda,
f. 26.1. 1997, Birgitta Hrönn, f.
15.1. 2000, og Alexandra Sif, f.
5.7. 2005.
Sölvi ólst upp á Arnarstapa
en fluttist til Reykjavíkur 16
ára gamall og hóf nám í tré-
smíði og útskrifaðist sem húsa-
smíðameistari. Hann starfaði
við iðngrein sína lengst af
starfsævi sinni, síðustu árin
starfaði hann sem umsjón-
armaður hjá Hjúkrunarskóla Ís-
lands. Árið 1946 hóf hann bygg-
ingu á sumarbústað við
Hafravatn og var það hans
mesta yndi alla tíð að rækta
landið sem ber þess enn merki í
dag.
Útför Sölva hefur farið fram
í kyrrþey.
Bryndís Björk
Kristjánsdóttir, f.
12.6. 1966, börn
þeirra eru Örn
Freyr, f. 20.4. 1994,
og Petra Hlíf, f.
28.2. 1996. b) Vala
Björg, f. 17.11.
1967, maki Egill
Vignir Reynisson,
f. 14.7. 1967, börn
þeirra eru Daníel
Örn, f. 25.9. 1993,
Edda Kristín, f. 29.10. 1997, og
Elva Björg, f. 30.11. 2007, d. 9.1.
2010. c) Ingi Sölvi, f. 11.4. 1978,
maki Guðný Valborg Benedikts-
dóttir, f. 22.6. 1975, eiga þau
einn son, Baldvin Braga, f. 20.2.
2006. 2) Kristinn Jón, f. 27.4.
1943, maki Somkhuan Jitt-
hongchai, f. 2.8. 1957, búsett í
Kópavogi. Kristinn var áður
kvæntur Kristínu Jóhann-
esdóttur, f. 21.9. 1944, dætur
þeirra eru a) Björg, f. 10.10.
1964, maki Baldur Guðgeirsson,
f. 11.5. 1959, synir þeirra eru
Mikael Geir, f. 18.7. 2000 og
Adam Geir, f. 22.4. 2002. b)
Afi Sölvi hefur nú kvatt eftir að
hafa átt, að ég myndi segja, langa
og góða ævi. Hann var nú eflaust
sá yfirvegaðasti og traustasti
maður sem ég hef kynnst, með
einstakt jafnaðargeð og þolin-
mæði. Það var aldrei neinn fyr-
irgangur eða læti í honum og oft
furðaði maður sig á því hvað hann
í rólegheitum sínum afkastaði
samt alltaf miklu. Afi var smiður
sem í frítíma sínum var alltaf ann-
aðhvort að vinna í bílskúrnum sín-
um í Skaftahlíðinni eða þá í bú-
staðnum upp við Hafravatn þar
sem hann byggði upp bústað
ásamt afskaplega fallega ræktuðu
landi og alla hluti gerði hann sjálf-
ur. Ásamt því að rækta upp al-
gjöra paradís við Hafravatn þá
ræktaði hann einnig kartöflur og
ýmsar tegundir af grænmeti og
bar alltaf mikla virðingu og um-
hyggju fyrir umhverfi sínu og
náttúru og var í alla staði ofboðs-
lega nýtinn á efnivið og vistvænn.
Hann bjó t.d. til sinn eigin lífræna
áburð sem hann sagði vera gald-
urinn á bak við bestu gulrætur í
heimi. Það sem stendur þó án efa
uppúr hjá mér þegar ég hugsa til
afa míns er þakklæti til hans.
Sumarbústaðurinn hans afa hefur
alla mína tíð verið samkomustað-
ur fjölskyldunnar þar sem við
frændsystkinin vorum saman sem
börn og héldum áfram að hittast
þegar við vorum orðin fullorðin og
þá með okkar börn. Þrátt fyrir að
við systkinabörnin séum búsett
víðs vegar um heiminn í dag þá
reynum við að tryggja það að við
náum að eyða að minnsta kosti
einni helgi á hverju sumri öll sam-
an ásamt börnum okkar í Sumó.
Þetta hefur orðið til þess að halda
miklum tengslum og nánd okkar á
milli og við tölum oft um það að við
systkinabörnin séu kannski meira
eins og systkini í dag og erum öll
sammála um að þessi fasti punkt-
ur sem við áttum hjá afa Sölva
hafi gert þetta að verkum og fyrir
það er ég afa mínum óendanlega
þakklát. Þrátt fyrir að afi hafi nú
kvatt mun minningin um þennan
góða mann áfram lifa og vera
áþreifanleg í landinu hans við
Hafravatn þar sem fjölskylda
okkar mun vonandi um ókomna
tíð áfram eiga góðar stundir og
heiðra þannig minningu hans.
Anna Jónína Sævarsdóttir.
Hann elsku afi minn er farinn
frá okkur. Þrátt fyrir að afi væri
orðinn 94 ára þá hefði ég viljað
hafa hann miklu lengur hjá okkur.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa afa svona lengi og
ég veit að honum fannst þetta
vera orðið gott. Því miður þá
missti afi hana ömmu allt of fljótt
eða fyrir 40 árum og það var mik-
ill missir fyrir hann og alla fjöl-
skylduna. Afi var yndislegur,
tryggur og traustur vinur og
ávallt notalegt að heimsækja
hann. Afi var ekki mikið fyrir að
fara í heimsóknir en var alltaf
ánægður þegar við komum til
hans. Afi bjó í Skaftahlíðinni en
um leið og farið var að vora þá
varði afi mesta tímanum upp í
sumó. Afi byggði upp yndislegan
sumarbústað við Hafravatn sem
var hans líf og yndi og bar allt um-
hverfið kringum bústaðinn þess
merki. Sumó var sannkölluð fjöl-
skylduparadís og sá staður sem
fjölskyldan hefur hist mjög mikið
á í gegnum tíðina og má segja að
það sé afa og sumó að þakka
hversu nátengt fjölskyldan er.
Góðar minningar um hann afa
munu lifa með okkur.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Björg Kristinsdóttir.
Hinn 4. mars kvaddi Sölvi Guð-
laugsson, okkar kæri vinur þenn-
an heim. Fyrir meir en 55 árum
komum við Kristinn með son okk-
ar í heimsókn upp að Hafravatni,
þar sem Sölvi og eiginkona hans,
Björg Kristinsdóttir, voru nýbúin
að byggja sér sumarbústað. Upp
frá þeirri stundu hófst okkar lífs-
ganga með þeim hjónum og þeirra
fjölskyldu. Við keyptum næstu lóð
við bústaðinn þeirra og byggðum
okkar sumarbústað þar. Myndað-
ist þarna góð og sönn vinátta með
þeim hjónum og börnum þeirra.
Sölvi missti konuna sína 9.
ágúst 1972 og var það mikið áfall
fyrir hann og börnin þeirra. Þá
voru barnabörnin orðin fimm sem
voru sólargeislar þeirra. Björg
konan hans var yndisleg kona,
hún geislaði af lífsgleði og góðvild.
Hún varpaði geislum hamingj-
unnar yfir litlu barnabörnin sín
sem hún var að passa fyrir börnin
sín.
Það má segja að Sölvi hafi verið
okkar lífsförunautur í þau 40 ár
eftir að hann missti konuna sína.
Þá varði hann öllum sínum stund-
um við Hafravatn. Þegar við kom-
um upp í sumó tókum við því sem
sjálfgefnum hlut að Sölvi væri upp
í bústað. Á milli okkar myndaðist
virðingarvert samband og það var
alltaf notalegt að hitta hann. Við
áttum magar góðar stundir með
honum, börnum hans og barna-
börnum. Það voru hans hamingju-
stundir að fá þau til sín á sumrin.
Þar gafst þeim tækifæri að halda
sterkum fjölskylduböndum.
Honum leið líka vel þegar hann
var einn. Nýtti hverja stund með
hagleik sínum og sýndi í verki að
með elju er hægt að duga. Fann
að hamingjuna má líka finna í ein-
verunni og ró.
Fyrir um fjórum árum fór
heilsu hans að hraka og hann
hætti að treysta sér að koma upp í
sumó. Þá komu fram hjá mér frá-
hvarfseinkenni. Það vantaði eitt-
hvað þarna uppi í sumó. Við vor-
um vön að labba út til hans á
kvöldin til að spjalla saman ef við
höfðum ekki séð til hans eða hitt
hann allan daginn. Hann hafði
hjálpað okkur við smíði á bústaðn-
um okkar og smíðaði gluggana.
Var ætíð tilbúinn með hógværð
sinni og hjálpfýsi að veita okkur
margar og góðar ráðleggingar.
Þessi göfugmannlegi vinur
okkar lætur nú eftir sig fallegt
land, sem gaf honum þá gæfu,
sem er forsenda þess, að geta not-
ið lífsins með sínum áhugamálum.
Við eigum ekkert nema góðar
minningar um okkar samveru-
stundir, með gagnkvæmri virð-
ingu. Nú er langri ævi hans lokið.
Blessuð sé minning hans.
Elsku Edda, Kristinn og Björg,
við sendum ykkur og fjölskyldum
ykkar innilegar samúðarkveðjur.
Súsanna
Kristinsdóttir.
Sölvi L.
Guðlaugsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi.
Þú varst meira en bara
langafi því þú varst miðjan í
fjölskyldunni. Það var alltaf
gaman að hitta þig og þú
varst vinur allra barna.
Bestu kveðjur.
Mikael Geir og Adam Geir.
✝ SteingrímurEinar Arason
fæddist 28. mars
1925 á Vatneyri
við Patreksfjörð.
Hann lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 13.
mars 2012.
Foreldrar hans
voru Ari Jónsson,
skósmiður og
kaupmaður á Pat-
reksfirði, f. 9.11. 1883, á Vatt-
arnesi við Vattarfjörð í Austur-
Barðastrandarsýslu, d. 24.8.
1964, og Helga Jónsdóttir, f.
10.3. 1893, í Djúpadal, Austur-
Barðastrandarsýslu, d. 9.5.
1962. Systkini Steingríms eru:
Ingólfur, f. 6.12. 1921, Þórhall-
ur, f. 28.7. 1923, Una Guðbjörg,
f. 14.5. 1927, Jón Þorsteinn, f.
9.10. 1930, Júlíana Sigríður, f.
24.6. 1932, og Erna, f. 12.3.
1934, d. 23.11. 2000.
Ungur fluttist Steingrímur
til Reykjavíkur og hóf nám í
bókbandi í Ísafoldarprent-
smiðju og síðar í Iðnskólanum í
Reykjavík, þaðan sem hann
lauk sveinsprófi
árið 1951. Starfaði
hann í Ísafold-
arprentsmiðju all-
an sinn starfsferil.
Árið 1954
kvæntist Stein-
grímur Hjörtnýju
Árnadóttur, f.
23.7. 1923, í Flatey
á Breiðafirði. Börn
þeirra eru: 1) Jón-
ína Árndís, hjúkr-
unarfræðingur, f. 12.8. 1954,
gift Þorsteini Helgasyni, arki-
tekt, f. 15.8. 1958, börn þeirra
eru: Bryndís, f. 29.8. 1985,
Unnur Arna, f. 25.1. 1989, og
Steinunn Helga, f. 24.5. 1996.
2) Sigmar Arnar, sjávarlíffræð-
ingur, f. 6.4. 1957, kvæntur
Ástu Benediktsdóttur, grunn-
skólakennara, f. 4.5. 1960, börn
þeirra eru: Arndís Auður, f.
25.3. 1982, Gunnbjört Þóra, f.
23.9. 1987, og Hjörtur Steinn, f.
4.4. 1993.
Útför Steingríms verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag,
26. mars 2012, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Þegar ég lít til baka og rifja
upp kynni mín af Steina
tengdapabba koma ýmsar
minningar upp í hugann en við
hittumst fyrst á heitum sum-
ardegi í Kaupmannahöfn fyrir
30 árum, stuttu eftir að ég
kynntist Jónínu dóttur hans.
Það varð síðan fastur liður hjá
þeim hjónum, Steina og Hjört-
nýju, að heimsækja okkur
þangað á meðan við bjuggum í
borginni. Hann naut sín vel í
sól og hita borgarinnar og
ógleymanlegar eru allar
skemmtilegu ferðirnar sem við
fórum með þeim hjónum á
gamla Citroën-bragganum sem
við áttum á þessum árum. Það
var gaman að ferðast með
Steina, hann var hrifnæmur og
hláturmildur og naut þess að
ferðast um ókunnug lönd.
Fyrstu árin okkar hér heima
bjuggum við á Brávallagötunni
og var þá stutt að skreppa til
tengdó á Framnesveginn en
þar bjuggu þau í yfir fimmtíu
ár. Það var oft þröng á þingi í
litlu íbúðinni þeirra og mikil
ærsl og læti en samveran var
alltaf notaleg og gefandi. Þar
var mikið haldið upp á hefðir,
sérstaklega í kringum tylli-
daga. Á Þorláksmessu var t.d.
alltaf labbað niður í bæ eftir að
búið var að sporðrenna sköt-
unni, en Steini lagði mikið upp
úr því að hún væri í hæsta
gæðaflokki og helst vel kæst
enda var hann Vestfirðingur í
húð og hár. Ég var ekki vanur
þessari hefð en vandist sköt-
unni fljótt þó að ég sæktist
kannski meira eftir stemning-
unni.
Steini vann mestallan sinn
starfsaldur í Ísafoldarprent-
smiðju. Ég heimsótti hann
stundum þangað og sé ég hann
fyrir mér í vinnusloppnum inn-
an um aragrúa af óinnbundnum
bókum, skinnbúta og alls kyns
verkfæri. Hann var góður
handverksmaður og vandvirk-
ur. Ættingjarnir nutu svo sann-
arlega góðs af því og sá hann
oftast um að gylla á ferminga-
servíettur og sálmabækur fyrir
fjölskyldumeðlimi. Börnin
völdu servíetturnar og hann sá
um letrið.
Fjölskyldan var Steina hug-
leikin og var honum mjög annt
um velferð afkomenda sinna.
Alltaf var hann boðinn og búinn
að hlaupa í skarðið og skutlaði
barnabörnunum gjarnan í tóm-
stundir þegar við foreldrarnir
vorum upptekin í amstri dags-
ins. Þau eiga dýrmætar minn-
ingar frá þessum samveru-
stundum. Steini var alveg fram
á síðustu daga vel á sig kominn
líkamlega og naut þess að
ganga um götur borgarinnar,
einkum á góðviðrisdögum. Þau
hjónin voru borgarfólk sem
kunni að meta torgin og rýmin
í borginni og má segja að þau
hjónin hafi á sinn hátt sett svip
sinn á bæinn. Ég sé þau fyrir
mér rölta í rólegheitum upp
Laugaveginn, virða fyrir sér
mannlífið og rifja upp gömlu
dagana þegar þau voru ung og
dönsuðu saman á Borginni.
Ég þakka Steina samfylgd-
ina.
Þorsteinn Helgason.
Elsku afi okkar er fallinn frá
og við barnabörnin eigum eftir
að sakna hans sárt og minn-
umst hans með mikilli hlýju. Í
gamla daga fengum við oft öll
að gista hjá afa og ömmu, var
þá alltaf mikið fjör á bænum.
Vöknuðum við þá snemma með
afa og áður en haldið var í
sundlaugina fengum við„afa-
morgunmat“ sem voru kruður
bleyttar í heitri mjólk. Borð-
uðum við þetta með bestu lyst
þó svo að slíkt hefði ekki farið
inn fyrir okkar varir í heima-
húsum. Hress komum við
krakkarnir svo úr sundinu og
hélt þá gamanið áfram allan
daginn og fram á kvöld. Við
skiljum ekki enn þann dag í
dag hvernig afi og amma höfðu
úthald í allt þetta skemmtana-
hald.
Ferðalögin með afa voru líka
mjög skemmtileg. Við vorum
meira og minna klesst upp við
rúðuna í öllum borgarstjóra-
beygjunum sem afi var þekktur
fyrir en örugg vorum við samt
sem áður. Hann hafði líka yndi
af því að fræða okkur um hvert
einasta prestsetur sem á leið
okkar varð, gat þulið upp nöfn
og ættartré allra prestanna auk
þess sem hann kunni líka allt
slúðrið um þá. Þegar við urðum
eldri kunnum við betur að meta
þessa óþrjótandi fróðleikslind
um prestaheiminn.
Elsku afi okkar, hvíl í friði.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Arndís Auður, Bryndís,
Gunnbjört Þóra, Unnur
Arna, Hjörtur Steinn
og Steinunn Helga.
Steingrímur
Einar Arason