SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Qupperneq 6
6 18. mars 2012 Frakkinn sem stóð fyrir vetrarmaraþoninu skipu- leggur ýmiskonar hlaup að sögn Gabriels. „Honum leist mjög vel á allar aðstæður, ætlar að halda hlaup árlega á Íslandi og segist ætla að koma með fleiri keppendur með sér á næsta ári,“ segir Gabriel. Sá franski býður fólk oft upp á vondar aðstæður af ýmsu tagi. „Hann hefur oft haldið mót í sandi en hér fengu hlaupararnir allar mögulegast að- stæður; grjót, snjó, drullu og ískalt vatn. Það var líka frekar kalt þannig að þetta var mikil þrek- raun.“ Gabriel langaði að taka þátt í hlaupinu sjálfur. „Ég er mikill göngumaður; starfa sem gönguleiðsögumaður, geng um það bil 2.000 km á sumrin og hef hlaupið maraþon en var ekki með núna af því ég skipulagði hlaupið. En það er aldrei að vita nema ég æfi mig fyrir hlaupið næsta sumar og verði með. Það væri spennandi að fara eitt 120 kílómetra hlaup,“ segir hann. Stefnir að því að hlaupið verði árviss viðburður Skyggnið var oft af skornum skammti í hlaupinu. Ljósmynd/Gabriel Patay Filipusson Tólf útlendingar tóku í síðustu viku þátt í tveggjadaga, 112 km löngu hlaupi, frá Seljalandsfossi aðHjálparfossi í grennd við Búrfell. Þeir runnu 54km fyrri daginn og 58 þann seinni við mjög erf- iðar aðstæður, sem var nákvæmlega það sem Frakki, sem kom með hlauparana til landsins, sóttist eftir! Gabriel Fil- ippusson Patay var fenginn til að skipuleggja hlaupið og segir hann að þátttakendur hafi verið himinlifandi. „Frakkinn hefur staðið fyrir svona langhlaupum í Bras- ilíu, Jórdaníu og víðar, við erfiðar og óhefðbundnar að- stæður, og vildi halda vetrarmaraþon. Þess vegna kom hann til Íslands,“ segir Gabriel spurður um það hvernig hlaupið kom til. Gabriel starfar á ferðaskrifstofunni Fjallabaki, sem skipuleggur ýmiskonar ferðir um íslenska náttúru og Frakkinn, sem kom með hlauparana til landsins, Franck Viandier, rekur einmitt ferðaskrifstofu í heimalandinu. Sú heitir Tendao. Daginn áður en keppnin hófst óku þeir Gabriel á stórum jeppa þá leið sem hlaupin var og merktu. Fólk þurfti þá ekki að velkjast í vafa um hvert skyldi hlaupa, heldur gat haldið beint af augum til þess að ná sem bestum tíma. Aðstæður voru mjög slæmar, en þó alveg frábærar, sem fyrr segir... „Fólkið hljóp í snjó og á ís, víða í mikilli drullu, fór yfir mýrlendi og hljóp yfir eina á,“ segir Gabr- iel. Til að bæta gráu ofan á svart var veðrið heldur ekki upp á marga fiska, en hlaupararnir voru ekki síður ánægðir með það því til þess var leikurinn einmitt gerður að áskorunin yrði sem mest. Einn keppandinn týndist að vísu í tvær klukkustundir seinni daginn. Týndi sporunum þegar hlaupið var yfir hraun, en þar sem allir höfðu úr með gps-tæki meðferðis var hægt að miða manninn út og sækja hann. Ítalinn Ernesto Ciravegna varð fyrstur að fara vega- lengdina, kom í mark eftir um fimm og hálfa klukkustund á hlaupum, sem er ótrúlega góður tími við þessar að- stæðar. Gabriel segir Ciravegna mjög þekktan hlaupara og stjörnu í heimalandinu. „Hann er ótrúlegur; hann stoppar aldrei meðan á hlaupinu stendur og var á um 15 km með- alhraða allan tímann.“ Einn Argentínumaður tók þátt í þrekrauninni og aðrir hlauparar voru franskir. Allir luku keppni en sá síðasti var tíu og hálfa klukkustund að hlaupa kílómetrana 112. Veðrið var sérstaklega vont fyrri daginn, snjókoma, mjög kalt og fólkið hljóp í mótvindi allan daginn. Um tíma var það með haglél í fangið. „En þetta gekk samt allt rosa- lega vel; þetta eru ótrúlegir íþróttamenn. Vindurinn var mun minni seinni daginn, sem var mikill léttir og fólkið var gríðarlega hrifið þegar það hljóp í gegnum haga þar sem voru kýr, kindur og hestar, þakin snjó. Reykur stóð út úr dýrunum þegar þau önduðu í kuldanum, eins og hlaupurunum sjálfum. Fjallahringurinn var mjög fallegur og það var satt að segja ekki hægt að óska sér drama- tískara landslags fyrir svona keppni,“ segir Gabriel. Frábærar, vondar aðstæður Hlupu 112 km í snjó og kulda Ljósmynd/Gabriel Patay Filipusson Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Vetrarmaraþon Næfurholt Seljalandsfoss Dagur 2 Þjófafoss Hek lub rau t Grunnkort/Loftmyndir ehf. Dagur 1: xx km Dagur 2: xx km Vegalengd alls: 120 km Hjálparfoss Gunnarsholt ÞríhyrningurHvolsvöllur Dagur 1 : 54 km : 58 km 12Alsælir! Þátttakendur voru í sjöunda himni með aðstæður þó að „venjulega fólki“ þætti eflaust vart hundi út sigandi! Ljósmynd/Gabriel Patay Filipusson Frá Seljalandsfossi var hlaupið um flatlendi yfir í Fljótshlíð og þaðan sunnanmegin við Þríhyrning gegnum Vatnsdal og yfir Fiská, framhjá Keldum og alla leið að Gunnarsholti. Síðari daginn var farið upp Heklubraut, gamlan slóða í gegnum sveitina að bænum Næfurholti, alla leið að Þjófa- fossi sem er beint fyrir framan Búrfell, meðfram Búrfellinu og yfir stífluna, niður meðfram Búrfelli hinum megin og hlaupararnir linntu ekki látum fyrr en komið var að Hjálparfossi. Löng og strembin leið

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.