SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 17

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 17
18. mars 2012 17 kosningarnar tækju við breyttir tímar. „Við munum láta ríkisvaldið standa þjóðfélaginu, sem það vinnur fyrir, reikningsskil,“ segir í stefnuskrá Pútíns. Einnig sagði hann að einungis „pólitísk samkeppni“ leiddi lýðræðið fram á við. Gleb Pavlovskí skipulagði kosningabaráttu Pútíns ár- in 2000 og 2004. Hann var andófsmaður í tíð Sov- étríkjanna og lagði Borís Jeltsíns lið. Pavlovskí lýsti op- inberlega yfir því að hann teldi að Medvedev ætti að bjóða sig fram öðru sinni. Pavlovskí segir í „Der Spie- gel“ að mikilvæg spurning vakni þegar farið er í gegn- um stefnuskrá Pútíns: „Hvers vegna ætti sama liðið nú að sjá um að hreinsa til það sem það innleiddi sjálft?“ En skilaboð Pútíns eru misvísandi. Hann kveðst einnig ætla að endurreisa vald og mátt ríkisins. Ekki er talað um aukna þátttöku almennings í stjórnmálum. Hins vegar talar Pútín um „skaðlega krafta“ sem með valdi reyna að flytja út sína útgáfu lýðræðis til Rúss- lands og ógni þannig stöðugleika landsins. Fólk megi ekki láta blekkjast af fagurgala minnihlutans. Sannfærður um að hann hafi alltaf rétt fyrir sér Pavlovskí segir að þetta sé málflutningur manns, sem vilji óbreytt ástand, ekki þess, sem í raun vilji knýja fram breytingar. Nikolaj Slóbín er rússneskur sagnfræðingur og rit- höfundur, sem hefur kennt í Washington og við Har- vard í tæp tuttugu ár. Hann hittir Pútín reglulega. Der Spiegel hefur eftir honum að Pútín sé fullur sjálfs- trausts og sannfærður um að hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Hann sé ekki mikið fyrir að velta hlutunum fyrir sér. Hann lifi í þeirri trú að hann hafi fullkomna stjórn á því kerfi, sem hann hafi komið á, og án hans lifi kerf- ið ekki af. Hann hafi hvorki áhuga á skoðunum al- mennings, né elítunnar. Þýski sagnfræðingurinn Alexander Rahr er á sama máli, Pútín sé sannfærður um að stöðugleiki Rússlands sé undir honum einum kominn, en hann hafi enga heimssýn. Mótmælin hafa haldið áfram í Rússlandi eftir kosn- ingarnar og Pútín lætur taka á þeim af hörku. „Ef Pútín tekst ekki að sigrast á sjálfum sér og breyta hlutunum mun öllu ljúka á torgum borganna,“ sagði Míkhaíl Gor- batsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Rithöfundurinn Borís Akúnín, sem er vinsælasti glæpasagnahöfundur Rússlands og hefur verið þýddur á íslensku, er í forustu stjórnarandstöðunnar. Hann er einn af helstu ræðumönnunum á mótmælafundum. „Pútín er búinn að glata landi sínu,“ segir Akúnín. „Ég óska þess ekki að hann hljóti örlög Moammars Gaddaf- is, en hann ætti að láta stjórnartaumana í hendur eft- irmanns síns. Sem sagnfræðingur veit ég að einræð- iskerfi hrynja þegar gjáin á milli valdhafanna og undirsátanna verður of stór.“ Í haust þegar Pútín tilkynnti að hann ætlaði að sér að setjast aftur í forsetastól veltu Akúnín og kona hans fyrir sér að flytjast úr landi. „Við höfðum misst alla von um að fólk myndi vakna úr sinnuleysi sínu. Engin reiknaði með þessari uppreisn.“ Þótt andstaðan við Pútín hafi vaxið fiskur um hrygg með furðu miklum hraða á hann sér enn dygga stuðn- ingsmenn. „Við erum ekki stjórnarandstaðan, við erum vinnuveitendur ykkar,“ hrópa andstæðingar hins ný- kjörna forseta. „Pútín, hypjaðu þig.“ Fylgjendur Pútíns telja hins vegar að hann sé „síðasta vígið gegn nýju heimsveldi hins illa“ og eiga þar við Bandaríkin. Þeir segja að komist stjórnarandstaðan til valda taki glund- roðinn við þar sem allir berjist gegn öllum, borgarastríð muni brjótast út og blóðið renna í stríðum straumum. Ýmsir andstæðingar Pútíns spá því að hann muni ekki endast við völd út kjörtímabilið og telja að jafnvel geti farið fyrir honum eins og Jeltsín, sem hrökklaðist frá völdum og setti lítt þekktan starfsmann KGB í sinn stað. Hann hét Pútín. Framtíð Pútíns veltur á því hvort honum tekst að ná sér á strik og afla sér virðingar á ný. Miklar breytingar hafa átt sér stað í valdatíð Pútíns og þar er nú sprottin upp millistétt, sem aldrei hefur verið stærri í landinu. Millistéttin er greinilega ekki tilbúin að sætta sig við stjórnarfar Pútíns. Ætli hann að ná vopnum sínum verður hann að gera sér grein fyrir þessum breyttu aðstæðum, sem hann er sjálfur rótin að. Reuters Vladimír Pútín gerir lítið úr ásök- unum um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 4. mars. Um brot kunni að hafa verið að ræða, en þau hafi verið óveru- leg. Hann hafnaði ásökunum um að fjölda kjósenda hefði verið ek- ið á milli kjörstaða og kosið aftur og aftur: „Það er ekki hægt að flytja 45 milljónir manna í rútum.“ Judith Kelley, aðstoðarprófess- or í stjórnmálafræði við Duke San- ford-skólann í stefnumótun í Norð- ur-Karolínu, skrifaði beitt lesenda- bréf í dagblaðið Financial Times nokkrum dögum eftir kosningarn- ar. Hún segir að yfirlýsingar um að Pútín hefði sigrað í kosningunum þótt ekkert hefði verið svindlað bæru vitni allt of þröngri skilgrein- ingu á fyrirbærinu. Að sögn henn- ar kann að vera að án svindlsins hefði Pútín fengið meirihlutann sem hann þurfti til að ekki þyrfti að fara í aðra umferð forsetakosn- inga. Það sé þó ekki víst. „Kosningasvindl verður hins vegar að skilgreina sem mun víð- ara hugtak,“ skrifar Kelley. „Það að hindra þróun pólitískra flokka og samkeppnishæfra frambjóð- enda er alveg jafn sviksamlegt og að troða atkvæðum í kjörkassa. Það að kaupa atkvæði með fjár- munum ríkisins er jafn sviksam- legt og að stela þeim beinlínis í talningunni. Það að ráða lögum og lofum í fjölmiðlum eða fylla kjörstjórn af vinum sínum er jafn sviksamlegt og að virða ekki leynilegar kosningar.“ Skilgreining svindls Nýstárlega íslensk hönnun og smíði Laugavegi 13 · 101 ReykjavíkSími 561 6660 · gullkunst.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.