SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Qupperneq 22
22 18. mars 2012
Nú er málsmeðferð lokið fyrir Lands-dómi og málið hefur verið lagt í dóm.Gefið hefur verið til kynna að dóm-urinn ætli sér þann tíma, að ekki sé að
vænta niðurstöðu hans fyrr en eftir páska og jafn-
vel ekki fyrr en undir lok apríl.
Umræðan sveik ekki
Mikil umræða hefur verið á hliðarlínum sam-
félagsins um Landsdóminn og hefur hún stundum
tekið á sig sérkennilega mynd. Þess var sjálfsagt að
vænta miðað við aðdraganda málsins. Jafnvel þeir,
sem beittu sér hart í þinginu fyrir ákæru, höfðu
augljóslega ranghugmyndir um hvað fælist í ákæru
og málaferlunum sem slíkum. Einn þingmaður,
sem hafði sig í frammi í þá átt, lýsti þeirri skoðun
sinni í áramótaþætti að æskilegt væri að kosninga-
barátta og landsdómsmál færi fram á sama tíma,
því að það yrði svo vond staða fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn! Annar ákafamaður taldi að tiltekin
vitni væru skelfingu lostin yfir tilhugsuninni um
að mæta í vitnastúkuna og vegna þeirrar hræðslu
legðust þau gegn málaferlunum á hendur Geir.
Ekki síst vegna þessa mætti alls ekki falla frá ákær-
unni. Þessi ákafamaður varð síðan að horfa upp á
að leiðtoginn sem hann lítur upp til, Steingrímur J.
Sigfússon, varð eina vitnið á staðnum, sem var
beinlínis tekið í bakaríið í Þjóðmenningarhúsinu
og skilið eftir sem undirmálsmaður og ómerkingur
í vitnastúkunni. Svo voru þingmenn sem þóttust
fordæma málaferlin gegn Geir, en komu samt í veg
fyrir að frá þeim yrði fallið, vegna þess að í sal
Þjóðmenningarhússins myndi fara fram sjálft
„uppgjörið á hruninu“. Nú hefur heyrst í þeim
sömu mönnum hneykslunarorð um að þar hafi
ekkert uppgjör átt sér stað. Pöntunin hefði sem
sagt ekki verið afgreidd. Þessir þingmenn, sem
samþykkt höfðu tiltekna ákæruliði, héldu að rétt-
arhöldin myndu samt sem áður snúast um eitt-
hvað allt annað, en það sem þeir höfðu sjálfir
ákveðið.
Örlítið um ákæruliði
Einn ákæruliðurinn snýst um það að fyrrverandi
forsætisráðherra hafi ekki tryggt að umræða um
bankahrunið, sem væri jú mikilvægt stjórnarmál-
efni, færi formlega fram í ríkisstjórn, eins og 17.
grein stjórnarskrárinnar mæli fyrir um að gert
skuli með slík málefni. Nú er það svo að í mála-
tilbúnaði ákæruvaldsins er að nokkru miðað við
þau mörk sem þykja hafa orðið þegar bankastjórn
SÍ hitti þrjá lykilráðherra ríkisstjórnarinnar og
ráðuneytisstjórann í forsætisráðuneytinu til að
gera þeim grein fyrir fundum, sem formaður
bankastjórnarinnar og Sturla Pálsson, samstarfs-
maður hans, höfðu átt í London í byrjun febrúar
2008 með bankamönnum og matsfyrirtækjum.
Það er fjarri því að vera út í bláinn að ætla að
nokkur tímamót hafi orðið þarna, þótt aðvör-
unarorð hafi vissulega komið fram alloft áður frá SÍ
um að hætta á bankaáfalli færi vaxandi. Ráðuneyt-
isstjórinn í forsætisráðuneytinu lýsti fundinum
fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis með þessum orð-
um: „Á þessum fundi komu fram í máli Davíðs
Oddssonar miklar áhyggjur af viðbrögðum og
samtölum við banka í London. Og hann lýsti því
yfir, sem hann taldi að hefði komið sjálfum sér og
þeim seðlabankastjórum á óvart, þar kom fram af
hans hálfu að viðmælendur í London hefðu verið
mjög neikvæðir í garð íslensku bankanna, þeir
hefðu talað um að þrengja að lánalínum og það
væri ekki lengur sjálfsagt að framlengja einhver
lán sem hefði annars verið eðlilegt að gera. Þetta
var eiginlega mjög dramatísk lýsing af hans hálfu
sem ég held að hafi komið mönnum svolítið í opna
skjöldu. Og eiginlega alveg frá þeim tíma þá fer
svona þetta einhvern veginn að verða svona, ekki
kannski raunverulegra að því leyti að menn hafi
búist við að bankarnir væru að fara, hins vegar að
vandamálið væri meira en við töldum og vonuðum
fram að þeim tíma.“ Þessi orð ráðuneytisstjórans
staðfesta þau kaflaskil sem mönnum þóttu verða
þarna.
En annað atriði sem skiptir máli í þessu sam-
bandi kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis. Þar segir að á fundi þingflokks Samfylk-
ingarinnar 11. febrúar 2008 „Hefði Ingibjörg (Sól-
rún Gísladóttir) farið yfir minnispunkta sína frá
fundi með stjórn Seðlabankans 7. febrúar 2008.“ Á
þingflokksfundinum eiga auðvitað allir ráðherrar
Samfylkingarinnar sæti, þar með taldir ráðherr-
arnir Jóhanna Sigurðardóttir (sem sagðist fyrir
Landsdómi ekkert hafa heyrt um vanda banka-
kerfisins fyrr en formaður bankastjórnar kom á
ríkisstjórnarfund um haustið), Össur Skarphéð-
insson og Björgvin G. Sigurðsson. Allir þessir ráð-
herrar ásamt hinum þremur, sem voru á fund-
inum með bankastjórninni 7. febrúar, höfðu því
öll efni og alla möguleika til þess að setja þessi al-
varlegu álitaefni formlega á dagskrá ríkisstjórn-
arinnar, teldu þeir að skort hefði á að það hefði
verið gert. Forsætisráðherrann einn ræður ekki
dagskrá ríkisstjórnarfunda. Og í þessu tilviki er
það bankamálaráðherrann sérstaklega sem á að
tryggja að umræða fari fram um málið á ráðherra-
fundi hafi á það skort. En allir aðrir ráðherrar, sem
fengið höfðu framangreinda vitneskju, áttu sama
kost. Því er einkennilegt að horfa upp á að þing-
menn Samfylkingarinnar, sumir hverjir, skuli
standa að þess konar ákæruatriði gagnvart Geir H.
Haarde eða taka þátt í loddaraleik til að koma í veg
fyrir að frá ákærunni yrði fallið, þegar ljóst var
orðið að ekki var lengur meirihluti á þinginu á bak
við hana.
Ákæruatriðið um færslu Icesave-útibús LÍ yfir í
dótturfélag lýtur sama lögmáli. Vildi Alþingi fella
refsiábyrgð á því máli á einhvern ráðherra fyrri
stjórnar átti þingið ekki annan kost en að ákæra
bankamálaráðherrann fyrir það atriði, en auk þess
að gegna því embætti heyrði Fjármálaeftirlitið,
sem eitt hafði allar lagaheimildir sem sneri að því
máli, undir ráðherrann. Efast má um að slík ákæra
hefði verið staðfest fyrir dómi, en gagnvart ráð-
herra sem málið féll ekki undir er það þó sýnu
fjarlægara. Ákæruvaldið kemst ekki fram hjá því
að samkvæmt íslenskri stjórnskipun er rík-
isstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Sérhver ráð-
herra hefur forræði og ábyrgð á sínum málaflokki.
Þess vegna var dómsmálaráðherra Danmerkur en
ekki forsætisráðherrann settur fyrir Landsdóm í
Tamila-málinu sem frægt varð.
Gölluð rannsóknarskýrsla
Það er komið á daginn að það voru mistök að fá
stjórnsýslufræðinga til að vera í forsvari fyrir
Rannsóknarnefnd Alþingis. Þeir týndu sér að
mestu í leit að skýrslum, fundargerðum, og hvort
menn hefðu setið við bréfaskriftir og fengið svör
og svarað aftur og þar fram eftir götunum. En um
leið misstu þeir sjónar á aðalatriðum málsins, enda
aldrei komið nærri hlutum af því tagi sem þeir
voru þó að rannsaka. Nú þegar vitnum fyrir
Landsdómi gafst í fyrsta sinn færi á að fá endurrit
af skýrslutökum yfir þeim sjálfum fyrir Rann-
sóknarnefnd Alþingis gátu þau loks séð hve sér-
kennilega og vilhallt hafði verið valið úr þeirri
skýrslutöku inn í rannsóknarskýrsluna sjálfa.
Bætist það við að gengið var á loforð um að and-
mæli þeirra, sem sátu undir skringilegum áfell-
isatriðum nefndarmanna, yrðu birt í skýrslunni
sjálfri. Og einnig brugðust þessir stjórnsýslufræð-
ingar fullkomlega í að gefa mönnum kost á and-
mælarétti gagnvart fjölda annarra aðfinnslna, sem
síðar birtust í skýrslunni og viðkomandi sáu þar
fyrst. Höfðu þó a.m.k. sumir þeirra formlega kraf-
ist þess að fá að njóta andmælaréttar síns í þeim
Reykjavíkurbréf 16.03.12
Mál lagt í dóm